Enski boltinn

Antony á leið til Betis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antony er ekki vinsælasti leikmaður Manchester United.
Antony er ekki vinsælasti leikmaður Manchester United. getty/Carl Recine

Brasilíumaðurinn Antony er á förum frá Manchester United og á leið til Real Betis.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Betis sé nálægt því að fá Antony á láni frá United út tímabilið.

Antony er ekki beint í miklum metum hjá stuðningsmönnum United en hann hefur lítið gert síðan hann kom til liðsins frá Ajax 2022. United greiddi Ajax 82 milljónir punda fyrir Antony sem skrifaði undir fimm ára samning við félagið.

Hinn 24 ára Antony hefur leikið 95 leiki fyrir United og skorað tólf mörk. Á þessu tímabili hefur hann skorað eitt mark í þrettán leikjum.

Betis er í 11. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið tapaði, 1-3, fyrir Alaves í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×