Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 07:30 Dagur Sigurðsson hvetur sína menn áfram í úrslitaleiknum við Dani í Noregi í gær. Getty/Sanjin Strukic Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. Eftir draumkennt mót fram að úrslitaleiknum við Dani í gær, og að hafa lokið níu ára bið eftir verðlaunum á stórmóti, mátti króatíska liðið sín lítils gegn ofurliði Dana sem vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð. Danmörk vann 32-26 sigur eftir að hafa mest komist 10 mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Úrslitin voru ráðin þegar Dagur tók sitt síðasta leikhlé, í stöðunni 30-24 og rúmar þrjár mínútur eftir. Leikhléinu lýsa króatískir miðlar, og stuðningsmenn á samfélagsmiðlum, sem goðsagnakenndu en brot úr því má sjá hér að neðan. Wow, what a timeout from Dagur Sigurdsson towards the end of the final... pic.twitter.com/BuH3B2u8Rv— Nedzad Smajlagic (@NedzadCipe) February 2, 2025 „Strákar, við skulum klára þennan leik og bera höfuðið hátt. Spilum góðan handbolta. Látum dómarana í friði. Til fjandans með þá. Til fjandans með þá alla [e. fuck them all],“ sagði Dagur. Spænsku dómararnir í leiknum tóku hart á Króötum í leiknum og veittu þeim átta brottvísanir, þar á meðal þrjár fyrir mótmæli. Króatíska liðið kláraði leikinn með þeim hætti sem Dagur ætlaðist til, nema þá helst Igor Karacic sem lét það fara í taugarnar á sér að Danir byrjuðu að fagna titlinum nokkrum sekúndum áður en lokaflautið gall. Karacic var þá með boltann úti við hliðarlínuna, hjá varamannabekk Dana sem voru byrjaðir að hoppa og fallast í faðma, og lét þá vita að honum væri ekki skemmt. Danirnir sem voru innan vallar leyfðu hins vegar hinum 36 ára gamla Domagoj Duvnjak að fá þann endi á landsliðsferil sinn sem hæfir slíkri goðsögn, og fékk hann að skora lokamarkið óáreittur eins og sjá má. Whaaaaat do you want Mr. Karacic? pic.twitter.com/GXvvZ77R5u— Hen Livgot (@Hen_Livgot) February 2, 2025 Króatíska landsliðið, ásamt Degi, verður hyllt í Zagreb í dag þegar hópurinn snýr aftur heim frá Noregi. Búið er að skipuleggja mikla skemmtun í miðborginni sem hefst klukkan 14 að staðartíma en búist er við því að leikmenn mæti um tveimur tímum síðar. Þjóðþekktir tónlistarmenn stíga á stokk á Ban Jelacic torginu og þar á meðal er Marko Perkovic, sem króatísku leikmennirnir báðu sérstaklega um vegna lags hans „Ako ne znaš što je bilo“. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Sjá meira
Eftir draumkennt mót fram að úrslitaleiknum við Dani í gær, og að hafa lokið níu ára bið eftir verðlaunum á stórmóti, mátti króatíska liðið sín lítils gegn ofurliði Dana sem vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð. Danmörk vann 32-26 sigur eftir að hafa mest komist 10 mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Úrslitin voru ráðin þegar Dagur tók sitt síðasta leikhlé, í stöðunni 30-24 og rúmar þrjár mínútur eftir. Leikhléinu lýsa króatískir miðlar, og stuðningsmenn á samfélagsmiðlum, sem goðsagnakenndu en brot úr því má sjá hér að neðan. Wow, what a timeout from Dagur Sigurdsson towards the end of the final... pic.twitter.com/BuH3B2u8Rv— Nedzad Smajlagic (@NedzadCipe) February 2, 2025 „Strákar, við skulum klára þennan leik og bera höfuðið hátt. Spilum góðan handbolta. Látum dómarana í friði. Til fjandans með þá. Til fjandans með þá alla [e. fuck them all],“ sagði Dagur. Spænsku dómararnir í leiknum tóku hart á Króötum í leiknum og veittu þeim átta brottvísanir, þar á meðal þrjár fyrir mótmæli. Króatíska liðið kláraði leikinn með þeim hætti sem Dagur ætlaðist til, nema þá helst Igor Karacic sem lét það fara í taugarnar á sér að Danir byrjuðu að fagna titlinum nokkrum sekúndum áður en lokaflautið gall. Karacic var þá með boltann úti við hliðarlínuna, hjá varamannabekk Dana sem voru byrjaðir að hoppa og fallast í faðma, og lét þá vita að honum væri ekki skemmt. Danirnir sem voru innan vallar leyfðu hins vegar hinum 36 ára gamla Domagoj Duvnjak að fá þann endi á landsliðsferil sinn sem hæfir slíkri goðsögn, og fékk hann að skora lokamarkið óáreittur eins og sjá má. Whaaaaat do you want Mr. Karacic? pic.twitter.com/GXvvZ77R5u— Hen Livgot (@Hen_Livgot) February 2, 2025 Króatíska landsliðið, ásamt Degi, verður hyllt í Zagreb í dag þegar hópurinn snýr aftur heim frá Noregi. Búið er að skipuleggja mikla skemmtun í miðborginni sem hefst klukkan 14 að staðartíma en búist er við því að leikmenn mæti um tveimur tímum síðar. Þjóðþekktir tónlistarmenn stíga á stokk á Ban Jelacic torginu og þar á meðal er Marko Perkovic, sem króatísku leikmennirnir báðu sérstaklega um vegna lags hans „Ako ne znaš što je bilo“.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Sjá meira
Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti