Innlent

For­eldrar þurfi að vera til­búnir að sækja börnin

Jón Þór Stefánsson skrifar
Appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun. Myndin er úr safni.
Appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu til foreldra og forráðamanna barna á grunnskólaaldri vegna óveðursins sem er í kortunum, en appelsínugul viðvörun verður í gildi á morgun og hinn.

Á höfuðborgarsvæðinu verður viðvörun í gildi frá klukkan tvö um miðjan dag á miðvikudag til tólf um miðnætti, og svo aftur frá klukkan þrjú um nóttina á fimmtudag, en sú viðvörun gildir til fimm síðdegis þann dag.

Slökkviliðið gefur foreldrum eftirfarandi tilmæli:

  • Forsjáraðilar bera ábyrgð á að fylgja börnum í skólann eftir þörfum.
  • Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.
  • Fylgð fyrirmælum og uppfærslum frá yfirvöldum.
  • Vænta má sterkari vinda í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Við mælum með því að börn séu í fylgd fullorðinna þar sem hálka getur leynst með rigningu eða snjókomu.

Þá er fólki bent á að fylgjast með fréttum og uppfærslum á fréttamiðlum, vef Veðurstofunnar, og skoða bækling um röskun á skólastarfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×