Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2025 11:08 Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar í Reykjavík. Vísir/Ívar Fannar „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ Þetta segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar í Reykjavík eftir tvo líflega sólarhringa. Hann kveðst brattur þrátt fyrir að hugmynd hans um nýtt meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk, Viðreisn og Flokk fólksins hafi runnið út í sandinn í gærkvöldi þegar formaður hins síðarnefnda gaf út að Flokkur fólksins ætlaði ekki að vinna með Sjálfstæðisflokknum. En þú verður þá að viðurkenna að þú hafir misreiknað stöðuna? „Nei, alls ekki. Ég er bara mjög ánægður og tel að það hafi verið hárrétt, ég er ánægður með þá ákvörðun að láta kjósendur okkar vita að við erum ekki bara hérna til að hirða launatékka. Við erum til þess að berjast fyrir þeim málum sem við vorum kosin til að berjast fyrir. Það verða kosningar aftur. Ef ég lendi í minnihluta þá mun ég bara berjast fyrir málunum þaðan,“ sagði Einar við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni. Það sé hins vegar rangt að lítið hafi verið um ágreining innan meirihlutans þó að forðast hafi verið að leiða hann upp á yfirborðið. Einar sagði að flokkarnir hafi til að mynda verið víða ósammála í leikskóla-, rekstrar-, flugvallar- og húsnæðismálum. Skammaður fyrir að nefna byggð í Geldinganesi Einar nefnir að nú þegar bygging Sundabrautar er í undirbúningi komi að því að taka ákvörðun um gatnamót um Geldinganes og hversu mikið umferðarmagn þau þurfi að þola. Í tengslum við það standi borgin frammi fyrir því að ákveða hvort byggja eigi íbúðarhúsnæði á Geldinganesi eða ekki. Borgarstjóri segist vera þeirrar skoðunar. Þar sé gott land og stutt að komast eftir að Sundabrautin er byggð. „En þá er ég skammaður af samstarfsflokkum mínum fyrir að færa þetta einu sinni í orð. Núna er verið að tala um að það hafi ekki verið neinn ágreiningur. Að borgarstjóri megi ekki nefna það að það sé tímabært og mjög praktísk nálgun að taka ákvörðun um það að byggja í Geldinganesi að þá fari allt á hliðina. Að það sé bara sagt „það er mjög alvarlegt að borgarstjóri leyfi sér að ræða um þetta. Þetta er ekki stefna meirihlutans.“ Var þetta sagt berum orðum við þig? „Jájá. Af því að hér kemur hver borgarfulltrúinn fram sem ég var í samstarfi með og segir: „Já en það var enginn ágreiningur.“ Ég meina ég tel nú þetta kallast ágreining.“ Ekki eftirspurn eftir vinstrimeirihluta Einar segir að einnig hafi hagræðingartillögur hans í borginni mætt andstöðu innan samstarfsflokkanna og hann fengið athugasemdir frá Samfylkingunni þegar hann hafi opinberlega rætt hugmyndir um rekstur leikskóla með atvinnurekendum. Hann telur að borgarbúar séu ekki að biðja um nýjan meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna sem virðist vera líklegasti kosturinn þessa stundina. Einar kom eins og stormsveipur inn í borgarmálin í síðustu sveitarstjórnarkosningum og gekk til liðs við þáverandi meirihluta. Hann segist vissulega hafa kosið að mynda frekar annan meirihluta til hægri en sá kostur hafi ekki verið í boði eftir kosningarnar. Ekki hafi verið sjálfgefið að Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn næðu saman enda margt sem greini að stefnu Framsóknar annars vegar og Samfylkingar og Pírata hins vegar. Mörg mál hafi reynst Framsókn erfið og borgarfulltrúar flokksins ekki náð að klára og keyra í gegn þau mál sem mestu skipti máli. „Það var okkar mat að við kæmust ekki lengra og við skulduðum kjósendum sem flykktust á bakvið Framsókn að standa á okkar meiningu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarstjórn Reykjavík Sprengisandur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka. 9. febrúar 2025 12:41 Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki. 8. febrúar 2025 22:48 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Erlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fleiri fréttir Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Sjá meira
Þetta segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar í Reykjavík eftir tvo líflega sólarhringa. Hann kveðst brattur þrátt fyrir að hugmynd hans um nýtt meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk, Viðreisn og Flokk fólksins hafi runnið út í sandinn í gærkvöldi þegar formaður hins síðarnefnda gaf út að Flokkur fólksins ætlaði ekki að vinna með Sjálfstæðisflokknum. En þú verður þá að viðurkenna að þú hafir misreiknað stöðuna? „Nei, alls ekki. Ég er bara mjög ánægður og tel að það hafi verið hárrétt, ég er ánægður með þá ákvörðun að láta kjósendur okkar vita að við erum ekki bara hérna til að hirða launatékka. Við erum til þess að berjast fyrir þeim málum sem við vorum kosin til að berjast fyrir. Það verða kosningar aftur. Ef ég lendi í minnihluta þá mun ég bara berjast fyrir málunum þaðan,“ sagði Einar við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni. Það sé hins vegar rangt að lítið hafi verið um ágreining innan meirihlutans þó að forðast hafi verið að leiða hann upp á yfirborðið. Einar sagði að flokkarnir hafi til að mynda verið víða ósammála í leikskóla-, rekstrar-, flugvallar- og húsnæðismálum. Skammaður fyrir að nefna byggð í Geldinganesi Einar nefnir að nú þegar bygging Sundabrautar er í undirbúningi komi að því að taka ákvörðun um gatnamót um Geldinganes og hversu mikið umferðarmagn þau þurfi að þola. Í tengslum við það standi borgin frammi fyrir því að ákveða hvort byggja eigi íbúðarhúsnæði á Geldinganesi eða ekki. Borgarstjóri segist vera þeirrar skoðunar. Þar sé gott land og stutt að komast eftir að Sundabrautin er byggð. „En þá er ég skammaður af samstarfsflokkum mínum fyrir að færa þetta einu sinni í orð. Núna er verið að tala um að það hafi ekki verið neinn ágreiningur. Að borgarstjóri megi ekki nefna það að það sé tímabært og mjög praktísk nálgun að taka ákvörðun um það að byggja í Geldinganesi að þá fari allt á hliðina. Að það sé bara sagt „það er mjög alvarlegt að borgarstjóri leyfi sér að ræða um þetta. Þetta er ekki stefna meirihlutans.“ Var þetta sagt berum orðum við þig? „Jájá. Af því að hér kemur hver borgarfulltrúinn fram sem ég var í samstarfi með og segir: „Já en það var enginn ágreiningur.“ Ég meina ég tel nú þetta kallast ágreining.“ Ekki eftirspurn eftir vinstrimeirihluta Einar segir að einnig hafi hagræðingartillögur hans í borginni mætt andstöðu innan samstarfsflokkanna og hann fengið athugasemdir frá Samfylkingunni þegar hann hafi opinberlega rætt hugmyndir um rekstur leikskóla með atvinnurekendum. Hann telur að borgarbúar séu ekki að biðja um nýjan meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna sem virðist vera líklegasti kosturinn þessa stundina. Einar kom eins og stormsveipur inn í borgarmálin í síðustu sveitarstjórnarkosningum og gekk til liðs við þáverandi meirihluta. Hann segist vissulega hafa kosið að mynda frekar annan meirihluta til hægri en sá kostur hafi ekki verið í boði eftir kosningarnar. Ekki hafi verið sjálfgefið að Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn næðu saman enda margt sem greini að stefnu Framsóknar annars vegar og Samfylkingar og Pírata hins vegar. Mörg mál hafi reynst Framsókn erfið og borgarfulltrúar flokksins ekki náð að klára og keyra í gegn þau mál sem mestu skipti máli. „Það var okkar mat að við kæmust ekki lengra og við skulduðum kjósendum sem flykktust á bakvið Framsókn að standa á okkar meiningu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarstjórn Reykjavík Sprengisandur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka. 9. febrúar 2025 12:41 Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki. 8. febrúar 2025 22:48 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Erlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fleiri fréttir Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Sjá meira
Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka. 9. febrúar 2025 12:41
Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki. 8. febrúar 2025 22:48
Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24