Dómarinn, Christopher R. Cooper, virðist hafa nokkra samúð með verkalýðsfélögunum og segir í ákvörðun sinni að fyrsti mánuður Donald Trump Bandaríkjaforseta í embætti hafi einkennst af tilskipunum sem sumir segi ætlað að valda uppnámi og jafnvel kaos í bandarísku samfélagi.
Hann vísar málinu hins vegar frá á þeim grundvelli að félögin verði fyrst að fara með það til stofnunar sem fjallar um vinnudeilur, Federal Labor Relations Authority.
Ef verkalýðsfélögin lúti í lægra haldi þar, sé þeim frjálst að áfrýja niðurstöðunni til dómstóla.