Sara Björk bar fyrirliðabandið hjá Al Qadsiah og virðist hafa leikið í miðverði í leiknum ef marka má vefsíðuna Soccerway. Eftir góða byrjun komst Al Qadsiah yfir á 18. mínútu þegar Rahf Al Mansury kom boltanum í netið eftir sendingu Bayan Mohammed.
Það reyndist eina mark fyrri hálfleik en Al Ahli jafnaði metin á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Al Ahli það sem reyndist sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1 og Al Ahli bikarmeistari kvenna í Sádi-Arabíu.
Sara Björk nældi sér í gult spjald á 94. mínútu leiksins. Leikinn í heild sinni má sjá hér að neðan.