Fótbolti

Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Landsliðsþjálfarinn henti í góða fyrirsögn í lok fundar.
Landsliðsþjálfarinn henti í góða fyrirsögn í lok fundar. vísir/getty

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

Fundurinn hófst klukkan 12.20 en upptöku frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari stal senunni í lok fundar. „Þurftirðu að henda í eina fyrirsögn þarna,“ sagði Ingibjörg landsliðsfyrirliði og glotti.

Klippa: Blaðamannafundur KSÍ

Ísland gerði markalaust jafntefli við Noreg í riðli 2 í Þjóðadeildinni á föstudaginn. Íslendingar eru með tvö stig eftir þrjá leiki í riðlinum.

Leikur Íslands og Sviss fer fram á AVIS-vellinum í Laugardalnum á morgun og hefst klukkan 16:45. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×