Íslenski boltinn

Glóru­laus tæk­ling Gylfa Þórs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór var sendur í sturtu snemma í síðari hálfleik.
Gylfi Þór var sendur í sturtu snemma í síðari hálfleik. Stöð 2 Sport

Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu í sínum fyrsta leik með Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu.

Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í 1. umferð Bestu deildarinnar. Fyrir fram var talið líklegt að Gylfi Þór gæti verið á skotskónum eða að minnsta kosti gefið stoðsendingu. Þess í stað nældi hann sér í beint rautt spjald eftir fáránlega tæklingu á miðjum velli. 

Myndir segja meira en 1000 orð en hér að neðan má sjá tæklingu Gylfa Þórs. Hann mótmælti ekki þegar Helgi Mikael Jónasson dómari lyfti rauða spjaldinu. 

Aðeins er um annað rauða spjaldið á ferli Gylfa Þórs að ræða. Það fyrra fékk hann árið 2015 þegar hann var leikmaður Swansea City á Englandi. Nánar um það Hér.

Þegar þetta er skrifað er staðan í leiknum 2-0 Víkingum í vil.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×