Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 07:30 Travis Scott spilaði á hátíðinni í gærkvöldi. AP/AMY HARRIS Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. Samkvæmt upplýingum frá slökkviliðsstjóra Houston varð fjöldi fólks undir á tónleikum sem hófust rétt eftir klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Voru þá fimmtíu þúsund staddir á tónleikunum og virðist vera sem hópurinn hafi í sameiningu farið að færa sig nær sviðinu, sem gerði það að verkum að ofsahræðsla greip um sig og einhverjir urðu undir. „Mannmergðin fór að þrýsta sér í átt að sviðinu og ofsahræðsla greip um sig,“ segir Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston, í samtali við ABC News í Houston. Uppselt er á hátíðina og var mannmergðin rosaleg í gær.Getty/Omar Vega Svo virðist sem tónlistaaðdáendur hafi hópast saman og brotist inn á tónleikasvæðið fyrr um daginn og hafi meðal annars tekið stjórn á öryggishliði inn á tónleikana. Mikil ringulreið hafi þá gripið um sig meðal öryggisvarða tónlistarhátíðarinnar og ástandið verið slæmt allt kvöldið. Mycah Matfield, blaðamaður ABC,varð vitni að þessu og vakti athygli á á Twitter. As we were arriving to the Astroworld Festival at NRG Park right at 2:00, a stampede burst through the gates. Hundreds of people destroyed the VIP security entrance, bypassing the checkpoint. People were trampled. Some were detained. (Excuse any language you may hear) pic.twitter.com/d0m2rjqAAk— Mycah Hatfield (@MycahABC13) November 5, 2021 Það var svo ekki fyrr en mörgum klukkustundum síðar sem fólkið varð undir á tónleikunum. Ekki er greint frá því í frétt ABC á hvaða tónleikum slysið varð en meðal þeirra sem spila á hátíðinni í ár eru tónlistarmenn á borð við stórstjörnurnar Travis Scott, stofnandi hátíðarinnar, SZA, Bad Bunny, Tame Impala, 21 Savage, Young Thug og YSL og Earth Wind& Fire. Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Samkvæmt upplýingum frá slökkviliðsstjóra Houston varð fjöldi fólks undir á tónleikum sem hófust rétt eftir klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Voru þá fimmtíu þúsund staddir á tónleikunum og virðist vera sem hópurinn hafi í sameiningu farið að færa sig nær sviðinu, sem gerði það að verkum að ofsahræðsla greip um sig og einhverjir urðu undir. „Mannmergðin fór að þrýsta sér í átt að sviðinu og ofsahræðsla greip um sig,“ segir Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston, í samtali við ABC News í Houston. Uppselt er á hátíðina og var mannmergðin rosaleg í gær.Getty/Omar Vega Svo virðist sem tónlistaaðdáendur hafi hópast saman og brotist inn á tónleikasvæðið fyrr um daginn og hafi meðal annars tekið stjórn á öryggishliði inn á tónleikana. Mikil ringulreið hafi þá gripið um sig meðal öryggisvarða tónlistarhátíðarinnar og ástandið verið slæmt allt kvöldið. Mycah Matfield, blaðamaður ABC,varð vitni að þessu og vakti athygli á á Twitter. As we were arriving to the Astroworld Festival at NRG Park right at 2:00, a stampede burst through the gates. Hundreds of people destroyed the VIP security entrance, bypassing the checkpoint. People were trampled. Some were detained. (Excuse any language you may hear) pic.twitter.com/d0m2rjqAAk— Mycah Hatfield (@MycahABC13) November 5, 2021 Það var svo ekki fyrr en mörgum klukkustundum síðar sem fólkið varð undir á tónleikunum. Ekki er greint frá því í frétt ABC á hvaða tónleikum slysið varð en meðal þeirra sem spila á hátíðinni í ár eru tónlistarmenn á borð við stórstjörnurnar Travis Scott, stofnandi hátíðarinnar, SZA, Bad Bunny, Tame Impala, 21 Savage, Young Thug og YSL og Earth Wind& Fire.
Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira