Fleiri fréttir

Stríð út af Wikileaks í netheimum

Greiðslumiðlunarsíðan Paypal lét í gær undan árásum frá netþrjótum og losaði um fé sem komið var inn á reikning Wiki­leaks. Ekki verður þó hægt að greiða meira inn á reikninginn.

Verðlaunahafinn mætti ekki

Kínversk stjórnvöld afhentu í gær sín eigin friðarverðlaun til höfuðs friðarverðlaunum Nóbels, sem afhent verða í Ósló í dag.

Jim Morrison náðaður í Flórída

Ríkisstjórinn í Flórída hefur ákveðið að náða Jim Morrison söngvara The Doors þrátt fyrir að söngvarinn hafi látist í baðkeri í París árið 1997. Morrison var sakfelldur fyrir að bera á sér kynfærin á tónleikum í ríkinu árið 1969. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir athæfið og var málið í áfrýjunarferli þegar hann lést.

Sex klukkustunda gömlu barni rænt

Umfangsmikil leit að litlu barni var sett af stað í Þýskalandi í dag. Barninu var rænt af spítala í Frankfurt í dag.

Lagalegu fyrirvararnir skipta miklu máli

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins segist vilja vera spar á yfirlýsingar um nýja Icesave samninginn þangað til hann sé búinn að kynna mér samninginn í þaula. En miðað við það sem kynnt hafi verið fyrir honum virðist samningurinn vera sanngjarnari á margan hátt.

Konur pirraðar á stærðamun í fataverslunum

Kona sem kaupir stærð 12 í Topshop getur þurft að kaupa stærð 14 í Next til að fá sambærilegt mittismál á flík þar. Mittismál flíkur í stærð 12 úr Next er 3,2 cm minna en mittismál stærðar 12 í Topshop. Þetta kemur fram í könnun breska neytendablaðsins Which? sem kannaði fatastærðir í átta tískuverslanakeðjum í Bretlandi. Sagt er frá könnuninn í nýjasta hefti Neytendablaðsins sem Neytendasamtökin gefa út.

Leggja skatt á ferðamenn

Fjármálaráðherra lagði í dag fram frumvarp á Alþingi um farþegagjald og gistináttagjald sem innheimt verður af ferðamönnum á Íslandi, bæði innlendum og erlendum.

Alveg óvíst hver endanleg upphæð verður

„Grundvallarspurningin sem við stóðum frammi fyrir var þessi. Hvernig semur maður um greiðsluskilmála af skuld sem maður veit ekki hver er og mun ekki vita um nokkur ár?“ Þetta sagði Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslendinga í Icesave deilunni, á blaðamannafundi sem hófst laust fyrir klukkan sjö í kvöld.

Dreifa 5000 smokkum á næsta ári

Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og HIV Ísland dreifa 5000 smokkum til almennings á Íslandi á næsta ári. Þá munu Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og HIV Íslands hefja forvarnarátak sem er liður í samstarfi félaganna. Smokkadreifingin skipar stóran sess í því samstarfi og rík áhersla verður lögð á að efla vitund ungs fólks um HIV og ná til áhættuhópa varðandi HIV smit. Það er Pasante sem leggur til smokkana en Pasante er einn stærsti smokkaframleiðandi á Bretlandi.

Umtalsvert lægri vextir

Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um.

Skúli Tyson sýknaður í Hæstarétti

Hæstiréttur Íslands sýknaði í dag Skúla Stein Vilbergsson, sem oft er kallaður Skúli Tyson, af ákæru um að hafa slegið kærustu sína með glasi í andlitið á veitingastaðnum Yello í Reykjanesbæ. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður fundið Skúla sekan um brotið og dæmt hann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Fluttu inn löglegt fíkniefni og voru sýknaðir

Tveir einstaklingar voru sýknaðir í dag af innfluttningi á tæplega fjórum kílóum af efninu 4-flúoróamfetamín í desember á síðasta ári. Efnið er náskylt amfetamíni en Rannsóknarstofa Háskóla Íslands telur efnið mega flokka sem ávana- og fíkniefni.

Greiða Hollendingum 3% vexti

Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér.

Bónusinn skipti engu máli - Ríkharður fær 21 milljón

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að launakrafa Ríkharðs Daðasonar, hjá Kaupþingi, væri forgangskrafa. Ríkharður krafðist þess að honum yrðu greiddar tæplega 27 milljónir króna vegna vangoldinna launa og launa á uppsagnafresti.

Bandarískum ferðamönnum fjölgar - Bretum fækkar

Alls fóru 21.240 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði en um er að ræða svipaðan fjölda gesta og í nóvembermánuði á síðasta ári að því er fram kemur í tilkynningu frá ferðamálastofu. Veruleg aukning hefur verið í fjölda gesta frá N-Ameríku eða um 20%. „Gestum frá Mið- og Suður Evrópu fjölgar um tæp 7%, Norðurlandabúar standa í stað og lítilsháttar fjölgun (3,2%) er frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir "Annað",“ segir ennfremur um leið og þess er getið að Bretum fækkar um um tæp 16%.

Icesave-samninganefndin komin til landsins

Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag.

Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun

„Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis.

Jólaboð Ásdísar Ránar: Piparkökur, Playboy og vændi

„Ég kem ekki nálægt þessu. Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Ég er bara ráðin þarna og mér er borgað fyrir að vera þarna," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Í kvöld verður haldið „Jólaboð Ásdísar Ránar á Re-Play" þar sem hún kynnir nýju snyrtivörulínuna sína og býður upp á piparkökur.

Engin árás verið gerð á Visa á Íslandi

Engin árás hefur verið gerð á tölvukerfi Vísa á Íslandi sem fyrirtækið Valitor sér um. Að sögn forstjóra Valitor hafa einhverjar fyrirspurnir borist frá viðskiptavinum um ákvörðun Vísa erlendis að loka á viðskipti við Wikileaks, en viðskiptavinir hafi verið upplýstir um að Valitor á Íslandi sé ekki aðili að þeirri ákvörðun.

Ásmundur sammála Lilju - fjárlögin rædd áfram í dag

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd, hefur áhyggjur af þeim mikla niðurskurði sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu. Hann tekur því undir með Lilju Mósesdóttur, þingmanni Vinstri grænna og formanni viðskiptanefndar, um að niðurskurðarhugmyndir séu mögulega of miklar miðað við spár um dræman hagvöxt.

Þegar Amir Ali reyndi að kveikja í krá

Amir Ali og félagi hans báru sig ekki sérlega faglega að þegar þeir ákváðu að brenna hverfiskrána í bænum Crawley í Sussex í Bretlandi. Planið var að Amir Ali myndi fleygja tveim múrsteinum í gegnum rúðu á kránni.

Íslendingar gætu verið að einangrast í makrílmálinu

Fulltrúar Norðmanna, Evrópusambandsins og Færeyinga eru að hefja viðræður í Kaupmannahöfn um skiptingu makrílkvóta í norðurhöfum á næsta ári, án þáttöku Íslendinga. Nái þessir þrír samkomulagi, einangrast Ísland í vissum skilningi.

Stjórnarþingmaður styður ekki fjárlagafrumvarpið

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður viðskiptanefndar Alþingis, ætlar að sitja hjá þegar þingmenn greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið. „Ég er núna búin að velta fyrir mér í margar vikur hvort ég geti sannfæringar minnar vegna samþykkt þessi fjárlög sem núna eru til umfjöllunar í þinginu," segir Lilja.

Grunaður um að landa framhjá vigt

Lögreglumenn úr Borgarnesi stöðvuðu í morgun bíl, að beiðni Fiskistofu, þar sem grunur leikur á að hann hafi verið að flytja fisk, sem landað hafi verið framhjá vigt á Arnarstapa snemma í morgun.

Gefðu mér tíu!

Það eru dálítið sérstök viðurlög við því hjá bílafyrirtækinu Citroen í Svíþjóð að mæta of seint í vinnuna, eða tala í farsíma á óheppilegum tíma.

Eyðum minna í félagsvernd en nágrannalöndin

Útgjöld til félagsverndar á Íslandi árið 2008 námu 325,6 milljörðum króna eða 21,8% af landsframleiðslu. Þetta er hlutfallslega minna en hjá nágrannalöndum okkar. Í Danmörku er þetta hlutfall 28,9%, í Svíþjóð 28,8%, í Noregi 24% og í Færeyjum og Finnlandi 25,6%. Um 40% útgjaldanna á Íslandi árið 2008 voru vegna heilbrigðismála, en það samsvarar 8,8% af landsframleiðslu.

Gáttaðir á hegðan hákarla

Sérfræðingar sem hafa verið til kallaðir hafa enga hugmynd um ástæðuna fyrir fimm hákarlaárásum á ferðamenn undan ströndum Sinai skaga í Egyptalandi undanfarna daga.

Farþegaskip í sjávarháska

Argentínskt farþegaskip með 160 farþega um borð fékk á þriðjudag á sig gríðarlegan brotsjó þar sem það var á Drake sundu á heimleið frá Suðurskautinu.

Hættið þið þessu væli

Sepp Blatter forseti FIFA segir að Englendingar séu einfaldlega tapsárir og skilur ekkert í þessu væli þeirra yfir því að England skyldi ekki fá að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2018.

Neytendasamtökin fordæma slæma meðferð á dýrum

„Neytendasamtökin telja með öllu óeðlilegt að svín séu gelt án deyfingar og kýr látnar vera inni allan sólarhringinn allan ársins hring svo dæmi séu tekin. Jafnframt er ástæða til að minna á að við státum okkur af því að hér á landi sé stundaður landbúnaður sem sé til fyrirmyndar og sem við getum verið stolt af. Þau dæmi sem fram hafa komið í fjölmiðlum benda þó síður en svo til þess.“

Bandaríkjamenn: Við viljum Assange

Bandaríkjamenn eru svo æfir út í Assange að málsmetandi stjórnmálamenn hafa jafnvel krafist þess að hann verði ráðinn af dögum. WikiLeaks stofnandinn situr nú í gæsluvarðhaldi í Lundúnum vegna sænskrar handtökuskipunar.

Yeoh fundar með Suu Kyi

Kvikmyndaleikkonan Michelle Yeoh hefur síðustu daga átt fundi með baráttukonunni og friðarverðlaunahafanum Aung San Suu Kyi í Búrma. Fundirnir eru vegna undirbúnings bandarískrar kvikmyndar þar sem Yeoh mun fara með hlutverk baráttukonunnar.

Líf á öðrum hnöttum þykir sífellt líklegra

Nýverið hefur verið upplýst að lífvænlegar plánetur eru mun fleiri en áður var talið. Þá hefur verið sýnt fram að að líf finnst í umhverfi sem talið var baneitrað. Vísindamenn telja því öll rök hníga í þá átt að líklegra sé að jörðin sé ekki eina plánetan þar sem líf hafi orðið til.

Ákærðir fyrir sprengjuárás á lögreglustöð

Tveir ungir menn, átján og nítján ára, hafa verið ákærðir fyrir tilraun til brennu og brots gegn valdstjórninni fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Þeir voru handteknir í Borgarnesi í lok nóvember í fyrra eftir að hafa kastað bensín­sprengjum í lögreglustöð bæjarins til að reyna að frelsa vin sinn úr haldi.

Síðari greiðslan samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti í fyrrakvöld fjáraukalög næsta árs og þar með greiðslu síðari hluta bótanna til Árbótarhjóna. Fyrri hlutinn, tólf milljónir, var greiddur úr sjóðum Barnaverndarstofu nú í haust en Barnaverndarstofa fær aukafjárveitingu úr ríkissjóði á næsta ári til að greiða seinni átján milljónirnar.

Nítján lönd hunsa athöfnina

Nítján lönd, að Kína meðtöldu, ætla ekki að senda fulltrúa við afhendingu friðarverðlauna Nóbels til kínverska mótmælandans Liu Xiaobo, að því er fram kemur í tilkynningu norsku Nóbelsnefndarinnar. Afhendingin fer fram á morgun, föstudag.

Bæturnar byggðar á óljósri skuldastöðu

Eigendur meðferðarheimilsins Árbótar hafa síðan 2001 greitt sjálfum sér um 150 milljónir að núvirði í húsaleigu. Þrjátíu milljóna króna bætur stjórnvalda til þeirra grundvölluðust að miklu leyti á skuldum vegna framkvæmda á staðnum. Skuldirnar liggja í félagi sem sinnir ekki bara meðferðarheimilinu. Viðsemjendur fengu aldrei reikninga þess í hendur.

Hyggst reisa hæstu vindmyllu landsins

„Þetta er vindmylla með hámarksgetu upp á 30 kílóvött, miðað við tíu metra vind á sekúndu,“ segir Haraldur Magnússon bóndi sem hyggst reisa rúmlega þrjátíu metra háa vindmyllu við bæ sinn í Belgsholti í Melasveit. Vindmyllan verður líklega sú fyrsta sem skráð verður inn á orkudreifikerfið hér á landi og verður, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, sú hæsta á landinu. Mastrið sjálft er 25 metrar á hæð en spaðarnir um sex metrar á lengd.

Frábær veiði og verð hrogna hátt

Heildarafli á grásleppuvertíðinni 2010 svaraði til 17.947 tunna af söltuðum hrognum. Fara þarf aftur til ársins 1987 til að finna viðlíka veiði, eins og kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Afkoma flestra sem stunduðu veiðarnar var góð, enda hátt verð á hrognunum.

Fangelsi í Chile í ljósum logum

Talið er að eldsvoða í San Miguel-fangelsinu í Chile í gær megi rekja til slagsmála milli fanga. Eldurinn varð óviðráðanlegur á fáum mínútum og kostaði yfir áttatíu fanga lífið.

Sjá næstu 50 fréttir