Fleiri fréttir

Boðskapurinn löngu orðinn almannaeign

Þrjátíu ár voru í gær liðin síðan John Lennon var, síðla kvölds, myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. John Lennon lifir þó enn meðal aðdáenda sem einn áhrifamesti listamaður allra tíma.

Ríkið tekur æ stærri skerf af bensínverði

Hver er hlutur ríkisins af hverjum seldum bensínlítra? Þegar litið er aftur til desember 2008 á meðfylgjandi skýringarmynd má sjá að ríkið tók til sín 70 krónur af hverjum seldum lítra, og hefur því aukið sinn hlut um 34 krónur á lítrann, sem er nær 50 prósenta aukning.

Hringakstri sagt stríð á hendur í Vatnsleysu

„Ég tel þetta vera innrás inn á mitt land,“ segir Virgill Scheving Einarsson, jarðeigandi á Vatnsleysuströnd sem kom fyrir vegartálma á landi sínu sem bæjaryfirvöld í Vogum létu fjarlægja á þriðjudag.

Vilhjálmur og Kate fá hjónabandsráðgjöf

Þrátt fyrir að fjórir mánuðir séu þangað til að Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton munu játast hvort öðru, hafa þau nú þegar þáð boð um hjónabandsráðgjöf.

Forstjóri stakk hund nágrannans til bana

Breski forstjórinn Mark Deeley, sem er 49 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir að drepa hund nágrannans með hnífi. Málið hefur vakið talsverða athygli í Englandi en forstjórinn býr í glæsivillu í afviknu hverfi. Húsið eitt kostar eina milljón punda sem gera um 180 milljónir íslenskar krónur.

Árásargjarnir hanar fá John Lennon-gleraugu

Kjúklingabændur í Kína hafa farið nýstárlega leið til að minnka líkur á slagsmálum á milli unghana en til að reyna að halda fuglunum rólegum hafa þeir sett á höfuð þeirra plastskyggni sem helst má líkja við sólgleraugu þau sem John Lennon gekk gjarnan með.

Býður marijúana fyrir Makkann

Starfsmaður auglýsingastofu í Bandaríkjunum hefur brugðið á óvenjulegt ráð til þess að hafa upp á Apple fartölvunni sinni sem rænt var á dögunum. Hann hefur boðið þeim sem getur veitt upplýsingar sem leitða til handtöku þjófsins tæp 30 grömm af úrvals maríjúana.

Ekkert gagn unnið með hrópum á þingmenn

Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að standa vörð um störf og starfsfrið Alþingis, segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á facebooksíðu sinni í kvöld.

„Sjáðu hvað menn gera fyrir Hublot“

Lúxusúraframleiðandinn Hublot hefur hafið óvenjulega auglýsingaherferð þar sem Bernie Ecclestone eigandi Formúlunnar er í aðalhlutverki. Bernie lenti í því á dögunum að fjórir ribbaldar réðust á hann fyrir utan höfuðstöðvar Formúlunnar í London og börðu hann til óbóta.

Konur skipta sköpum fyrir atvinnulífið

Íslendingar eiga langa sögu um sterkar, hugrakkar og sjálfstæðar konur allt frá víkingaöld, sagði Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital, í fyrirlestri hjá TedWomen. í fyrirlestrinum fjallar hún um fimm feminísk gildi sem hún segir mikilvægt að hafa í huga í atvinnulífinu.

Handboltahetja hvatti unga nemendur til dáða

Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður flutti nemendum 10. bekkja í Reykjavík hvatningarkveðju daginn áður en Pisa-könnunin var gerð hér á landi. Jafnframt ákvað menntaráð að bjóða nemendum í morgunmat á „Pisadaginn". Hjá Reykjavíkurborg telja menn að niðurstöður nýrrar

Pukur á nefndarfundi Alþingis

Fundur utanríkismálanefndar er að hefjast á nefndarsviði Alþingis nú klukkan sjö. Kvikmyndatökumönnum og blaðaljósmyndurum var meinaður aðgangur að húsnæði nefndarsviðs í aðdraganda fundarins.

Leggst gegn starfsemi ECA á Suðurnesjum

Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngumála, leggst gegn því að ECA hefji rekstur flugþjónustu fyrir herflugvélar hér á landi. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Ögmund út í málið á Alþingi í dag. Ögmundur sagði að undirbúningur þess að auðvelda ECA, að hefja hér starfsemi myndi kosta umtalsverða fjármuni úr ríkissjóði.

Jón Gnarr veitti styrki til forvarnarverkefna

Jón Gnarr borgarstjóri úthlutaði níu styrkjum úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar í dag. Heildarupphæð styrkja nemur um 6.750 þúsund krónum að þessu sinni.

Tölvuhakkarar réðust á Mastercard

Tölvuhakkarar hafa gert árásir á vef Mastercard, samkvæmt frásögn BBC. Síðan er ein af mörgum skotmörkum sem tölvuhakkarar hafa einblínt á

Almannavarnastig vegna Eyjafjallajökuls lækkað

Í ljósi þess að langur tími er nú liðinn án gosvirkni í Eyjafjallajökli og vísindamenn fullyrða að nýr atburður í jöklinum hefði greinilegan fyrirvara, hefur verið ákveðið að lækka almannavarnastig frá neyðarstigi niður á óvissustig samkvæmt tilkynningu frá almannavardeild ríkislögreglustjóra.

Seldi eiturlyf með barnið í bílnum

Tveir fíkniefnasalar voru handteknir í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær en við aðgerðina var jafnframt lagt hald á tæplega hálft kíló af marijúana samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Borgarísjakarnir hærri en Hallgrímskirkja | Myndir

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA fór í gær í gæslu- og hafíseftirlit fyrir Vestfirði samkvæmt upplýsingum sem finna má á heimasíðu gæslunnar. Þar kemur fram að þeir fundu íssjaka sem er talsvert hærri en Hallgrímskirkja.

Undarleg skilaboð úr ráðuneytinu um kjúklingakjöt

„Þau eru undarleg skilaboðin sem berast frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í fjölmiðlum þessa dagana," segir í pistli á vef Neytendasamtakanna sem ber einfaldlega yfirskriftina: „Undarleg skilaboð."

30 ár frá dauða Lennons - hafði engan áhuga á að verða dauð hetja

30 ár eru í dag liðin frá því John Lennon var myrtur í New York af Mark Chapman, geðsjúkum aðdáanda. Lennons hefur verið minnst um allan heim í dag og meðal annars er hann á forsíðu Rolling Stone tímaritsins sem í tilefni af tímamótunum birtir áður óbirt viðtal sem tekið var við Lennon aðeins þremur dögum áður en hann var skotinn til bana.

Gáfu 100 hamborgarhryggi til hjálparstarfs

„Við tökum ofan fyrir því fólki sem hefur staðið að óeigingjörnu hjálparstarfi í áravís og viljum leggja málefninu lið. Það er því miður ekki vanþörf á" sögðu hjónin Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfsson, eigendur Bílabúðar Benna, við afhendingu á 100 hamborgarhryggjum til sameiginlegrar jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar RKÍ, nú í vikunni.

Stuðningsmenn níumenninga fylltu þingpalla

Fjöldi fólks kom saman fyrir utan Alþingi í dag til þess að sýna samstöðu með níumenningunum sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Fólk hafði verið hvatt til að mæta klukkan hálfþrjú og fylla þingpallana.

Tugir fanga fórust í eldsvoða

Að minnsta kosti 81 fangi fórst í miklum eldsvoða í fangelsi í höfuðborg Chile Santíagó í morgun. Hundruðir fanga voru fluttur úr fangelsinu þegar eldurinn blossaði upp en ekki tókst að bjarga öllum. Að minnsta kosti fjórtán eru lífshættulega slasaðir.

Vítisenglar bjóða í jólahlaðborð - engir erlendir gestir í ár

Vélhjólaklúbburinn MC Iceland, sem hefur sótt um inngöngu í Hells Angels og náð stöðunni prospect, hyggst halda jólahlaðborð næstu helgi í Hafnarfirðinum. Meðal annars verður boðið upp á London lamb og hangikjöt. Þá verður einnig boðið upp á kalt hlaðborð.

LÍÚ: Allt eftirlit með sjávarútvegi flutt í ríkisforsjá

Matvælastofnun, MAST, tilkynnti skoðunarstofum þann 23. nóvember sl. að stofnunin muni ekki fela faggildum aðilum framkvæmd eftirlits með sjávar­útvegs­fyrirtækjum frá og með 1. mars 2011. Með ákvörðun sinni hafa stjórnvöld hafnað vilja LÍÚ, SF og SA, og tilmælum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, um að viðhalda ætti núverandi skoðunarstofufyrirkomulagi í sjávarútvegi og ákveðið að snúa alfarið til ríkisrekins eftirlits.

Tillögum um eflingu heilsugæslunnar skilað

Nefnd sem þáverandi heilbrigðisráðherra skipaði í mars síðastliðinn og átti að leita leiða til að efla heilsugæsluna í landinu hefur skilað af sér. Nefndin leggur meðal annars til að námstöðum í heimilislækningum verði fjölgað, sveigjanleg tilvísanaskylda verði tekin upp og forsendur skoðaðar fyrir flutningi verkefna heilsugæslunnar til sveitarfélaga.

Tveir í haldi grunaðir um úraþjófnað

Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um ránið í skartgripaversluninni Leonard. Annar var handtekinn í gær en hinn í morgun. Annar er á tvítugsaldrinum en hinn á þrítugsaldrinum. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Verknaðurinn náðist á eftirlitsmyndavélar sem eru í versluninni.

Verður Júlían heiðursgestur?

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur með stolti og ánægju tilkynnt að það muni vera gestgjafi á hátíð Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) sem tileinkuð er frelsi fjölmiðla.

Julian Assange efstur hjá Time

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið mesta kosningu sem maður ársins á vef tímaritsins Time.

Sveinn Áki hlaut Barnamenningarverðlaunin

Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands fatlaðra, hlaut í gær Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2010 fyrir öflugt starf í þágu ungmenna. Verðlaunaféð, tvær milljónir króna, verður nýtt til að efla enn frekar starfsemi ÍF að því er fram kemur í tilkynningu. Samtals námu styrkirnir sem afhentir voru úr Velferðarsjóði barna í gær um sjö milljónum króna.

Barnaði dóttur sína fyrir nýju kærustuna

Breskur faðir er fyrir rétti sakaður um að hafa margnauðgað sextán ára gamalli dóttur sinni til þess að gera hana ófríska. Faðirinn og móðir telpunnar voru skilin og hann var kominn með nýja kærustu.

Góð reynsla af greiðslu bóta til fólks í skertu starfshlutfalli

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru í október 2010 samtals 1.903 einstaklingar sem skráðir voru á atvinnuleysisskrá í hlutastarfi eða í skertu starfshlutfalli. Þriðjungurinn voru karlar, 623, en tveir þriðju hlutar konur, 1.280. Þar af fengu 1.179 einstaklingar greiddar atvinnuleysisbætur vegna skerts starfshlutfalls á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða í lögum um atvinnuleysistryggingar. Alls voru 70% þeirra konur en 30% karlar.

Ísraelar völtuðu yfir Obama

Ísraelar settu á síðasta ári 10 mánaða bann við frekari húsbyggingum á Vesturbakka Jórdanár. Það var gert til þess að fá palestínumenn að samningaborðinu um varanlegan frið á svæðinu.

Margar vísbendingar um úraþjófa

Lögreglunni hafa borist þónokkrar vísbendingar um hverjir gætu hafa rænt úrum fyrir allt að fimm milljónir króna úr versluninni Leonard í Kringlunni í gærdag.

Hafís ógnar siglingum undan Vestfjörðum

Hafís er nú 25 til 40 sjómílur út af Vestfjörðum og geta stórar íshellur reynst hættulegar skipum, samkvæmt skeyti frá Landhelgisgæslunni eftir ískönnunarflug í gær. Ísinn er þéttur og sumstaðar orðinn samfrosinn og voru fimm borgarísjakar í ísbreiðunni.

416 þúsund í bensín á ári

Eldsneytiskostnaður við meðal fjölskyldubíl verður 416 þúsund krónur á ári, haldist verðið í 208 krónum á lítrann. Fyrir tveimur árum kostaði lítrinn 141 krónu og var árskostnaður miðað við það 282 þúsund. Hækkunin nemur 134 þúsundum, eða 47 prósentum.

Kviknaði í tuskudýri út frá nýrri jólaseríu

Sprenging í fjólublárri ljósaseríu sem keypt var í Húsasmiðjunni í Skútuvogi um helgina varð til þess að það kviknaði í tuskudýri tveggja ára stúlku. Serían var í sambandi á gólfi svefnherbergis stúlkunnar, Mínervu Geirdal Freysdóttur, sem var í fastasvefni þegar atvikið átti sér stað, um hálf tvö á mánudagsnótt.

Sagður óútreiknanlegur

Fyrir þingkosningarnar vorið 2007 segir í skýrslu bandaríska sendiráðsins að Ólafur Ragnar Grímsson forseti sé einn þeirra óútreiknan­legu þátta sem gætu haft áhrif á þróun mála eftir kosningarnar.

Batamerki í PISA-könnun

Íslenskir grunnskólanemendur bæta stöðu sína í lesskilningi samkvæmt niðurstöðu nýrrar PISA-rannsóknar.

Tekið undir tillögu um rannsókn á Íbúðalánasjóði

Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra er fylgjandi sjálfstæðri og óháðri rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs frá aðdraganda breytinganna á fjármögnun og lánareglum Íbúðalánasjóðs sem hrint var í framkvæmd á

Virkja sköpunargáfu barna

Háskólinn í Reykjavík, HR, hefur bæst í hóp bakhjarla Nýsköpunarkeppni grunn­skólanna og ætlar að styðja við keppnina á næstu árum. Marel hefur stutt við keppnina frá upphafi, eða í nítján ár, og mun halda því áfram. Nú í haust hófst tuttugasta ár keppninnar, sem lýkur að ári.

Sjá næstu 50 fréttir