Fleiri fréttir

Segjast hafa fundið lækningu við Parkinsonsveikinni

Rússneskir vísindamenn segjast hafa fundið upp lyf sem gæti læknað Parkinsonsveikina. Þeir hafa fundið upp efnablöndu sem slær á eða fjarlægir öll einkenni Parkinsonsveikinnar í tilraunadýrum.

Alvarlegt umferðarslys

Gangandi vegfarandi slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Einn slasaðist í bílveltu

Einn maður slasaðist þegar bíll með fjórum um borð valt út af Grindavíkurveginum í gærkvöldi, vegna mikillar hálku.

Tveir dópaðir ökumenn teknir

Tveir ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og reyndi annar þeirra að stinga lögregluna af.

Innbrot í tvo sumarbústaði við Flúðir

Brotist var inn í tvo sumarbústaði við Flúðir í gærkvöldi og flatskjá meðal annars stolið úr öðrum þeirra. Þjófarnir unnu líka nokkrar skemmdir við að komast inn í bústaðina.

Ekkert lát á vetrarhörkunni í Evrópu

Ekkert lát er á vetrarhörkunni í Evrópu og búist er við áframhaldandi truflunum á flugsamgöngum, lestarferðum og almennri bílaumferð í álfunni í dag.

Julian Assange óttast um líf sitt

Julian Assange stofnandi Wikileaks er nú í felum en hann óttast um líf sitt í kjölfar hótanna frá ýmsum aðilum sem honum hafa borist.

Réðst á konu með hnúajárni

Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega þrítugan karlmann fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir að ráðast á konu, misþyrma henni og hrinda í baðkar. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot og fleira.

Gnýr og slysahætta af hraðakstri í þjóðgarði

„Eftir að nýi Lyngdalsheiðarvegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns var opnaður hefur hraði og hávaði frá umferð aukist mikið í þjóðgarðinum og um leið slysahætta,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.

Fylgi stjórnarinnar 36 prósent

Könnun Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36 prósenta þjóðarinnar samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Það er 6 prósentustigum meiri stuðningur við ríkisstjórnina en mældist í sambærilegri mælingu í október. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær.

Segir rangt að ráðuneyti neiti vinnu

Upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins segir alrangt að ráðuneytið hafi neitað að vinna að aðildarviðræðum stjórnvalda við ESB. Það er í mótsögn við ummæli formanns Bændasamtakanna.

Ráðuneytið vissi af skorti á markaðnum

Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara ehf., hafði samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í sumar sökum fyrirsjáanlegs skorts á kjúklingi á markaðnum vegna salmonellusýkingar hjá framleiðendum.

Leikskólagjöld hækka mest

Kostnaður vegna leikskóla og grunnskóla hjá reykvískri fjölskyldu með þrjú börn, gæti hækkað um nær 100 þúsund krónur á ári samkvæmt útreikningum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna.

Makrílviðræður skiluðu engu

Lokatilraun strandríkja sem aðild eiga að makrílveiðum í NA-Atlantshafi til að komast að samkomulagi um hlutdeild Íslands í makrílveiðum næsta árs skilaði engum árangri. Fundað var í Ósló dagana 25.-26. nóvember með þátttöku ESB, Noregs, Færeyja og Íslands en Rússland átti þar áheyrnarfulltrúa.

Lengd fingra segir til um áhættuna

Lengd fingra karla getur gefið vísbendingu um hversu hætt þeim er við að fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að þetta megi lesa úr nýrri rannsókn sem birt var í læknaritinu British Journal of Cancer Study.

Kínverjar hvetja til sex ríkja viðræðna

„Ég veit að það varð mannfall sunnanmegin,“ sagði Choe Song-il, norðurkóreskur hermaður sem fenginn var til að fylgja fréttamönnum til þorpsins Panmunjom á hlutlausa landsvæðinu milli Norður- og Suður-Kóreu.

Átta hafa orðið úti í Póllandi

Miklir kuldar og óvenjumikil snjókoma torvelda fólki lífið víða í Evrópu þessa dagana, einkum þó norðan til í álfunni.

Skógareyðing ekki minni í 22 ár

Eyðing Amazon-regnskógarins hefur ekki verið hægari í 22 ár, að því er fram kemur í gögnum frá ríkisstjórn Brasilíu.

Mamma Julian Assange er áhyggjufull

Móðir Julians Assange, stofnanda Wikileaks, er miður sín yfir árásum á son sinn og segir margt af því sem skrifað er um hann í fjölmiðlum sé ekki rétt. „Hann er sonur minn og ég elska hann, og auðvitað vil ég ekki að hann sé eltur uppi og settur í fangelsi," segir móðir hans, Christine Assange, í samtali við ástralska útvarpsstöð. Christine býr í Queensland þar sem hún rekur brúðuleikhús.

Ekið á ungan pilt - Miklabraut opnuð á ný

Búið er að opna Miklubrautina á ný eftir að ekið var á gangandi vegfaranda. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ekið á ungan mann á tvítugsaldrinum. Sjúkrabíll og slökkviliðsbíll komu á vettvang.

Jón Gnarr: Sker niður í sátt við sína samvisku

„Þessi fjárhagsáætlun er í sátt við mína samvisku,“ sagði Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, í Kastljósinu í kvöld þar sem hann mætti oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Kista Lee Harwey Oswalds til sölu

Kistan sem var notuð til þess að jarðsetja Lee Harwey Oswald morðingja Kennedys Bandaríkjaforseta verður seld á uppboði í Los Angeles í næstu viku.

Hvítárbrú fagnað með gulrótum og tómötum

Árnesingar fögnuðu opnun nýju brúarinnar yfir Hvítá við Flúðir í dag. Garðyrkjubændur gáfu skólabörnum beggja megin ár grænmeti fram að jólum í tilefni dagsins.

Hlúð að vegfaranda sem ekið var á

Lögreglan er enn að störfum á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar en þar var ekið á gangandi vegfaranda um klukkan hálf átta í kvöld.

Ekið á gangandi vegfaranda

Umferðarslys varð fyrir stundu á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar. Ekið var á gangandi vegafaranda.

Fyrir þá sem ætla að skemmta sér um jólin

Nú þegar jólin eru að ganga í garð minnir lögreglan á reglur um skemmtanahald. Sömuleiðis er rétt að undirstrika að áfengisveitingar eru háðar tímamörkum í leyfum borgarstjórnar eða bæjarstjórna eftir því sem við á. Lesa má nánar um opnunartíma og áfengisveitingar hér að neðan.

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna kynntar

Þessa stundina er verið að tilkynna um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands. Tilnefnd verða fimm verk í tveimur flokkum frumsaminna skáldverka annars vegar og fræðirita og rita almenns efnis hins vegar.

Leiðin milli Flúða og Reykholts styttist um 26 kílómetra

Í dag var ný brú yfir Hvítá við Bræðratungu opnuð fyrir almennri umferð. Brúin styttir vegkaflann á milli Flúða og Reykholts um 26 kílómetra og verður hann nú rétt rúmir 20 kílómetrar. Stytting vegkaflans skiptir miklu máli fyrir íbúa svæðisins og alla sem eiga þar leið um. Grænmetisbændur sitt hvorum megin við ána ákváðu að gefa grunnskólum hvors annars ferskt grænmeti í desembermánuði til að halda upp á samgöngubótina.

Lottókona í Hörpuna

Elva Dögg Melsteð hefur verið ráðin til starfa sem skipulagsritari í Hörpu. Elva Dögg er tónlistarmenntuð, með BA í íslensku og er við meistaranám í verkefnastjórnun í HÍ. Elva Dögg hefur unnið við fjölmiðlun meðal annars á RÚV, verið formaður Mótettukórs Hallgrímskirkju og var framkvæmdarstjóri Magg ehf, að því er kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Elva Dögg er Íslendingum að góðu kunn sem kynnir úr Lottó.

Amnesty fordæmir aftöku Shahla Jahed

Amnesty International fordæmir aftöku Shahla Jahed, sem fram fór í Teheran í morgun. Samtökin gagnrýna írönsk yfirvöld harðlega fyrir að taka hana af lífi. Amnesty International telur miklar líkur á að ákæran á hendur henni hafi ekki átt við rök að styðjast. Dauðarefsingar eru ómannúðlegar og aldrei réttlætanlegar.

Fundinn?

Bloggheimar standa nú í björtu báli eftir að Geimferðastofnun Bandaríkjanna boðaði til blaðamannafundar þar sem ræða á um: „Stjarn-lífeðlisfræðilega uppgötvun sem mun hafa áhrif á leit að sönnunum fyrir lífi í geimnum."

Atli Gíslason sest á þing að nýju

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, tekur sæti á Alþingi í dag. Hann hefur veirð í leyfi frá þingstörfum í bráðum átta vikur. Eins og fréttastofa greindi frá á dögunum hefur enginn núverandi þingmanna tekið sér eins oft og lengi frí frá þingstörfum og Atli. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum hinn 1. október, í þriðja sinn frá kosningum. Atli þáði ekki laun frá Alþingi í fjarveru sinni.

Mikilvægt að koma fram við sprautufíkla eins og sjúklinga

Alþjóða Rauði krossinn telur að hægt sé að draga verulega úr útbreiðslu alnæmis ef sprautufíklar væru meðhöndlaðir sem sjúklingar frekar en afbrotamenn. Í skýrslu sem gefin er út af tilefni alþjóðlega alnæmisdagsins, sem er í dag, kemur fram að meðan dregið hefur úr nýmsitun alnæmis í Afríku hefur hún aukist mikið meðal sprautufíkla um allan heim.

Sigurjón verst líka riftun og segist gjaldþrota gangi hún eftir

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir að gangi 300 milljóna króna riftunarmál sem slitastjórn Landsbankans hefur höfðað á hendur honum vegna launauppgjörs verði hann gjaldþrota. Lögmaður hans segist ekki skilja hvers vegna slitastjórn sé að krefja hann um 37 milljarða þar sem hann hafi að mestu verið atvinnulaus frá 8. október 2008.

Afbrotum í Vesturbæ fækkar

Afbrotum í Vesturbæ hefur fækkað á milli ára. Þetta kom fram á fundi lögreglunnar með lykilfólki í hverfinu sem haldinn var á mánudag.

Ítarlegt viðtal við Þorvald Gylfason

Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði sem náði afgerandi besta kjöri á stjórnlagaþing, segir að mikilvægt að stjórnlagaþing gangi þannig frá tillögum sínum að Alþingi finni sig knúið til að senda þær óbreyttar í dóm þjóðarinnar til afgreiðslu. Þorvaldur segir að ný stjórnarskrá og uppgjör hrunsins séu náskyld mál.

Medvedev varar við nýju vopnakapphlaupi

Rússland, AP Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti lagði í stefnuræðu sinni þetta árið sérstaka áherslu á nauðsyn þess að rússneskum stjórnvöldum tækist að semja við Vesturlönd um sameiginlegar eldflaugavarnir.

Mótmæli snerust upp í átök í Róm

Mótmæli námsmanna í Róm snerust í gær um stund upp í harkaleg átök við lögreglu, sem beitti táragasi á mótmælendur, sem köstuðu eggjum, tómötum og reyksprengjum í lögregluna.

Sjá næstu 50 fréttir