Fleiri fréttir

Vill myrða stofnanda WikiLeaks

Ráðgjafi forsætisráðherra Kanada hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali að réttast væri að myrða stofnanda WikiLeaks vefsíðunnar.

Fréttablaðið fjallar oftast um Jón Ásgeir

Fréttablaðið hefur birt mun fleiri fréttir um Jón Ásgeir Jóhannesson en fjóra aðra viðskiptamenn sem voru í forystu fjármálafyrirtækja í aðdraganda bankahrunsins á sex mánaða tímabili. Þetta kemur fram í samantekt sem Creditinfo vann fyrir Björgólf Thor Björgólfsson.

1250 lítrar af landa í bílskúr í Kópavogi

Rannsóknarlögreglumenn fóru í húsleit í gærkvöldi í vesturbæ Kópavogs og uppgötvuðu þar umfangsmikla landabruggverksmiðju í bílskúr. Í skúrnum reyndust vera 400 lítrar af áfengi auk 850 lítra af gambra.

Brotist inn í bílasölu

Brotist var inn í bílasölu við Breiðhöfða í nótt. Grunur leikur á að bíllyklar hafi verið teknir þaðan en engum bíl hefur verið stolið enn sem komið er. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrotið um klukkan tvö í nótt. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki en lögreglan rannsakar málið.

Metfjöldi barnabóka gefinn út

Öll met hafa nú verið slegin hvað varðar útgáfu íslenskra barnabóka á árinu, samkvæmt upplýsingum frá bókaverslun Eymundssonar. Verslunin hefur tekið á móti 317 nýjum titlum í flokki barnabóka það sem af er árinu. Það er rétt tæplega 60% aukning frá því í fyrra og 16,5% fleiri titlar en árið 2007. Í sumum tilfellum er um að ræða endurútgáfur á eldri bókum.

Þingmaður misskildi úrslit kosninganna

„Frambjóðendurnir raðast nánast eftir stafrófsröð sem segir það kannski að þeir sem eru aftarlega í stafrófinu hafa lítinn sjens í persónukjöri," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skömmu eftir að frumúrslit kosninga til stjórnlagaþings voru kynnt í gær. Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason ræddu við Vigdísi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem þeir leituðu viðbragða ýmissa aðila við úrslitum kosninganna.

Næstum 6000 börn þurftu aðstoð barnaverndarnefnda

Barnaverndanefndum á Íslandi bárust tilkynningar vegna 5773 barna á fyrstu níu mánuðum ársins, samkvæmt tölum sem Barnaverndarstofa birtir á vefsíðu sinni. Fjölgunin frá sama tímabili í fyrra nemur 1%. Flestar tilkynningar voru vegna áhættuhegðunar barna eða 47,1%, en 31,3% tilkynninga voru vegna vanrækslu.

Shahla Jahled hengd í nótt

Írönsk kona var hengd í nótt í Teheran en hún var sökuð um að hafa myrt eiginkonu frægs fótboltamanns. Shahla Jahled hefur setið í fangelsi í níu ár fyrir morðið en mannréttindasamtök víða um heim höfðu barist fyrir málstað hennar.

Fannfergi á Bretlandi

Mikil snjókoma hefur enn á ný sett allar samgöngur úr skorðum á Bretlandseyjum í morgun. Langar bílaraðir hafa myndast á hraðbrautum, flugvöllum hefur verið lokað og lestum seinkað. Veðurfræðingar gera ráð fyrir áframhaldandi snjókomu um mestan hluta Englands, Skotlands og Wales. Mestri snjókomu í dag er spáð í London og í Skotlandi. Gatwcick flugvöllur er lokaður fram að hádegi hið minnsta og búist er við því að flugvöllurinn í Edinborg opni ekki fyrr en seinnipartinn.

Voldugur á alla kanta

Fyrst þegar tekið er af stað á Ford Expedition Limited jeppanum er tilfinningin svolítið eins og maður hafi stigið upp í vörubíl. Stærðin á bílnum venst þó ótrúlega fljótt og er hann raunar furðulipur miðað við umfang.

Myrti ellefu gamalmenni á elliheimili

Maður sem starfaði á elliheimili á Spáni hefur viðurkennt að hafa myrt ellefu vistmenn heimilisins. Maðurinn sem er 45 ára gamall sprautaði fólkið með of stórum insúlínskömmtum eða neyddi það til þess að drekka klór.

Hjartveikur fluttur til Reykjavíkur frá Rifi

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjartveikann mann til Rifs á Snæfellsnesi í gærkvöldi og liðu aðeins tvær klukkustundir frá því að útkall barst og þar til sjúklingurinn var kominn á sjúkrahús í Reykjavík.

Interpol lýsir eftir Assange

Julian Assange stofnandi Wikileaks er nú eftirlýstur af Interpol vegna ásakana um kynferðislega áreitni í Svíþjóð. Svokölluð „rauð tilkynning" hefur verið gefin út á hendur honum en þar er ekki um að ræða eiginlega handtökuskipun heldur er fólk beðið um að hafa samband við lögreglu í viðkomandi landi hafi það upplýsingar um dvalarstað Assange.

Enn skelfur jörð í Krýsuvík

Jarðskjálftahrina varð aftur á Krýsuvíkursvæðinu í gærkvöldi og stóð fram á nótt, en engin skjálfti mæltist yfir tvo á Richter.

Vangaveltur um túlkun eins ákvæðis

Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, fékk ekki frumvarp til breytinga á lögum um landsdóm til umsagnar og átti engin samskipti við forseta dómsins vegar frumvarpsins.

Ekkert ákveðið með framhald

Óvíst er hvort Helga Sigríður Sigurðardóttir, tólf ára stúlka frá Akureyri, þarf á hjartaígræðslu að halda en í ljós hefur komið að hún þjáist af kransæðastíflu.

Þurftu að fylla upp í fimm milljarða gat

Borgaryfirvöld í Reykjavík gera ráð fyrir nær tveggja milljarða hækkun á þjónustugjöldum og sköttum í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði áætlunina fram á borgarstjórnarfundi í gær.

Enginn með byssu við höfuðið á Braga

Björgvin Þorsteinsson, lögmaður eigenda Árbótar, sagði í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2 á fimmtudaginn að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefði undirritað starfslokasamninginn við Árbót þar sem samið var um 30 milljóna króna uppgjör við heimilið.

Skortur á kjúklingi í verslunum enn á ný

Salmonellusmit hjá kjúklingaframleiðendum á þessu ári hefur leitt til viðvarandi skorts á kjúklingi í verslunum, að mati framkvæmdastjóra Bónuss og Krónunnar. Upp kom smit í kjúklingum frá Matfugli og Reykjagarði í síðustu viku á ný og voru vörur innkallaðar úr verslunum í kjölfarið.

Sendi 42 tonn af vatni til Haítí

„Þarna er mikil neyð og við ákváðum því að gefa meira vatn,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem framleiðir átappað lindarvatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial á jörðinni Hlíðarendi við Þorlákshöfn.

Tillögur að umbótum kynntar

Skýrsla og tillögur umbótanefndar Samfylkingarinnar verða kynntar og ræddar á flokksstjórnarfundi á laugardag.

Húsgagnasmíði slær í gegn hjá nýnemum

Guðmundur Hreinsson, skólastjóri Byggingartækniskólans, segir ásókn í húsgagnasmíði hafa sprungið út síðustu misseri. Alls sóttu 22 um að byrja í húsgagnasmíði á komandi vorönn. Undanfarið hafa nýnemar hverju sinni verið tíu talsins.

Konur byggðar til að tala skýrt

Bart de Boer, vísindamaður við Háskólann í Amsterdam, heldur því fram að talfæri kvenna séu sérlega vel hönnuð til þess að tala skýrt. Talfæri karla henti ekki jafnvel til þess að koma frá sér skýru máli. Talfæri apa séu þó sýnu óhentugust.

Kínastjórn vill sameiningu Kóreuríkja

Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem birt hafa verið á vegum vefsíðunnar Wikileaks, er að finna upplýsingar um að kínversk stjórnvöld hafi þá stefnu að Norður-Kórea sameinist Suður-Kóreu með friðsamlegum hætti.

Sjá næstu 50 fréttir