Fleiri fréttir

Björgunarsveitir sinntu tugum útkalla

Björgunarsveitir sinntu tugum útkalla í gær vegna óveðurs. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, liggur heildarfjöldi útkalla yfir landið allt ekki fyrir en ljóst er að þau voru um þrjátíu í Árborg og um svipaðan fjölda var að ræða á Suðurnesjum.

Gunnar kynnir sína eigin fjárhagsáætlun

Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs, segir að fjárhagsáætlun meirihlutans sé árás á ungar barnafjölskyldur og íþróttafélögin og hann standi ekki í slíku. Hann vill ganga skemur í skattahækkunum og hefur lagt fram sína eigin fjárhagsáætlun.

Bílar sátu fastir í Víkurskarði

Aðstoða þurfti ökumenn vegna tveggja bíla sem sátu fastir í Víkurskarði í gærkvöldi. Skilja þurfti bílana eftir en það tókst að koma ökumönnunum til síns heima. Skarðið var lokað vegna ófærðar en hefur nú verið opnað aftur að sögn lögreglunnar. Þá festust sjö bílar innanbæjar á Akureyri og aðstoðaði lögreglan ökumenn þeirra.

Töluvert um átök og pústra

Töluvert var um átök og pústra í miðborg Reykjavíkur í nótt. Nokkur fjöldi fólks var kominn saman í miðbænum enda er jólaprófum að mestu lokið í skólum og fylgir því yfirleitt nokkuð skemmtanahald.

Fann níu mjálmandi ketti í kartöflupoka

„Það er hræðilegt að einhver skuli gera svona,“ segir Elín G. Folha, starfsmaður í Kattholti. Maður á fertugsaldri fann níu lifandi ketti í stórum kartöflupoka þegar hann var á gangi með hundinn sinn í Heiðmörk í fyrradag. Hundurinn heyrði kettina mjálma og hljóp af stað. Þegar manninn bar að sá hann hvar pokinn lá úti í hrauni og búið að binda fyrir. Augljóst var að lóga átti köttunum með grimmilegri aðferð.

Birtir ekki frekari upplýsingar um styrki

Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki birta frekari upplýsingar um styrkveitendur sína á árunum 2002 til 2006 en nú þegar hefur verið gert. Ríkisendurskoðun birti í janúar yfirlit frá flokknum um rúmlega 180 ónafngreinda styrkveitendur flokksins, sem veittu styrki fyrir rúmar 330 milljónir á þessum árum.

Ekki heimilt að leggjast gegn leyfi til Goldfinger

Bæjaryfirvöldum í Kópavogi er ekki stætt á því að leggjast gegn því að nýtt hluta­félag Ásgeirs Davíðssonar fái leyfi til að reka skemmtistaðinn Goldfinger. Þetta kemur fram í álitsgerð sem Mörkin lögmannsstofa vann fyrir Kópavogsbæ.

Komast ekki heim með barn staðgöngumóður

Hjón sem leituðu til staðgöngumóður á Indlandi fá ekki kennitölu fyrir barn sitt til að komast heim til Íslands. Þingmönnum var sent bréf um málið í gær og er það til skoðunar. „Lagalegt tómarúm hér á landi,“ segir Bjarni Benediktsson.

Svartfjallaland í hópinn

Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í gær að veita Svartfjallalandi stöðu umsóknarlands, en búast má við að fjögur til fimm ár líði áður en aðildarviðræðum getur lokið með aðildarsamningi.

Launakjör dómara draga úr áhuga

Þótt fjölga þurfi dómurum vegna aukins álags á dómstóla telja sérfræðingar sem unnu skýrslu fyrir dómsmála- og mannréttindaráðuneytið nauðsynlegt að mæta vandanum með öðrum leiðum. Frumvarp um fjölgun dómara liggur nú fyrir Alþingi.

Fargjöld hækkuð á unga eldri borgara

Strætisvagnafarþegar á aldrinum 67 til 69 ára munu ekki njóta afsláttar eldri borgara í nýrri gjaldskrá Strætó bs. sem kynnt var í gær og tekur gildi um áramót. Afsláttur eldri borgara er nú miðaður við 70 ár í stað 67 áður, en það hefur í för með sér að verð á stökum farmiða fyrir þennan ákveðna aldurshóp hækkar úr 80 krónum upp í 350.

Stoðkerfi atvinnulífsins einfaldað

Unnið er að mati og endurgerð stoðkerfis atvinnulífsins í iðnaðarráðuneytinu. Á vegum ráðuneytisins er rekið viðamikið stoðkerfi en fjórar stofnanir þess sinna því hlutverki. Eru það Byggðastofnun, Ferðamálastofa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Orkustofnun. Þá eru átta sjálfstæð atvinnuþróunarfélög sem njóta opinberra fjárveitinga rekin um allt land.

Íbúðalánasjóður rannsakaður í þaula

Ráðist verður í umfangsmikla rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs, samkvæmt ákvörðun Alþingis. Samþykkt var í gær tillaga Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur Samfylkingunni og sex annarra þingmanna þess efnis.

Tíðnisvið gæti kostað 120 milljónir króna

Tíðnisvið fyrir fjarskipti eru takmörkuð heimild sem ber að greiða auðlindagjald af. Þetta segir Björn Valur Gíslason, formaður samgöngunefndar Alþingis, um frumvarp sem liggur á borði nefndarinnar um breytingar á fjarskiptalögum og gæti það orðið að lögum á morgun.

Eignatjón en engin slys á fólki

Aftakaveður ríkti um allt land í gær og stóðu tugir björgunarsveitarmanna og -kvenna í ströngu. Hvassviðri var um allt land og stórhríð var á landinu austanverðu.

Baráttunni síður en svo lokið

Þrjátíu milljónum króna var veitt í verkefni vegna Evrópuárs gegn fátækt og félagslegri einangrun á árinu sem er að líða. Þetta kom fram á lokaráðstefnu átaksins, sem fram fór í gær.

Stóðu við loforð til kjósenda

VG-þingmennirnir þrír, Atli Gíslason, Ásmundur Daðason og Lilja Mósesdóttir, sem ekki styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar, fylgdu þeim stefnumarkmiðum og hugsjónum sem þeir lofuðu kjósendum sínum.

Stúlkan fundin

Stúlkan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í dag er komin fram.

Um fimmtíu útlendingum vísað frá landi árlega

Á árunum 2000-2009 var 534 útlendingum vísað frá landi við komuna til Keflavíkurflugvallar. Af þeim sóttu yfir 200 um hæli á Íslandi. Flestum var vísað frá 2001 eða 103. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Ögmundar Jónasonar, dómsmála- og mannréttindaráðherra, við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, um frávísanir útlendinga.

Rosalega gott að vera kominn heim

Söngvarinn Jónsi er kominn heim eftir langa tónleikaferð en hann var að kynna fyrstu sólóplötuna sína, Go. Jónsi og hljómsveit hans spiluðu á 100 tónleikum um heim allan og ljúka frábæru ferðalagi með tónleikum í Laugardalshöllinni 29. desember.

Enn víða hvasst

Fjölmargir björgunarsveitarmenn hafa haft nóg að gera í dag og í kvöld vegna aftakaveðurs víðsvegar um landið. Dregið hefur úr vindi eftir því sem liðið hefur á kvöldið en þó er ennþá hvasst á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Þar er ekkert ferðaveður samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni fyrr í kvöld.

Sungu Svona eru jólin hver með sínu nefi

Í sérstökum jólaþætti Audda & Sveppa sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld var frumsýnt myndband við lagið Svona eru jólin. Félagarnir fóru út um allan bæ og fengu þjóðþekkta einstaklinga til að syngja lagið. Í myndbandinu koma meðal annars fram Karl Berndsen, Logi Bergmann, Maggi Mix, Rikka, Tobba Marinós, Helgi Seljan, Sigurjón Kjartans og Hemmi Gunn. Myndbandið er hægt að sjá hér og þá er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni hér.

Og mun ég hvergi fara

Bandarískur undirofursti hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi og rekinn úr hernum vegna þess að hann trúir því ekki að Barack Obama sé innfæddur bandarískur ríkisborgari.

Vilja skýrslu um stöðu skuldara á Norðurlöndum

Tíu þingmenn úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi vilja að Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, flytji Alþingi skýrslu um stöðu skuldara á Norðurlöndum og úrræði sem þeim standa til boða. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar.

Hafið skilaði henni

Tvöþúsund ára gömul stytta af rómverskri konu fannst eftir að brimalda braut úr bergvegg rétt við hafnarborgina Ashkelon í Ísrael. Ashkelon er rétt sunnan við Tel Aviv.

Lögreglumenn fá ekki að nota rafbyssur

Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, telur ekki ástæðu til að lögreglumenn fái að nota rafbyssur við skyldustörf. Sá sem verði fyrir skotinu stífni upp og geti ekki hreyft sig á meðan tækið sé í gangi. Þetta kemur fram í svari Ögmundar við fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur, varaþingmanns og framkvæmdastýru VG, um rafbyssur í lögreglustarfi.

Hárið alelda í partíbaði hjá Puff Daddy

Rappmógúllinn P Diddy hélt á dögunum partý á Manhattan sem er ekki í frásögur færandi. Fönguleg fljóð voru boðin og fæstar þeirra voru kappklæddar. Ein skellti sér meira að segja í bað í miðri stofunni og hafði það huggulegt umkringd kertaljósum. Hún hefði þó betur sleppt rómantísku lýsingunni því eins og sjá má á myndbandinu stóð hárið á henni allt í einu í ljósum logum.

Lilja áfram í þingflokki VG

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist ætla að sitja áfram í þingflokki VG. Hún vill að formaður flokksins geri grein fyrir ummælum sínum um þremenninganna sem sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið í gær. Frumvarpið var samþykkt með aðeins eins atkvæðis meirihluta. Auk Lilju sátu þeir Atli Gíslason og Ásmundur Daði Einarsson hjá þegar greidd voru atkvæði um fjárlagafrumvarpið.

Stálu jólapökkum og dýrmætum skartgripum

Íbúar í raðhúsalengju í Hafnarfirði eru miður sín eftir að innbrotsþjófar létu þar greipar sópa í tveimur íbúðum og tóku með sér innpakkaðar jólagjafir, dýrmæta skartgripi og tölvur. Tjónið er metið á hundruð þúsunda króna.

Myndband af þakinu rifna

Þök rifnuðu af húsum í Keflavík, gamla varðskipið Þór strandaði við Gufunes og bílar hafa fokið til víða um land í aftakaveðri sem geisað hefur í allan dag. Með myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt sést meðal annars þegar þak fauk af húsi við Austurgötu í Keflavík á fjórða tímanum.

Snjóflóðahætta í Dalsmynni

Lögreglan á Húsavík vill koma því á framfæri til vegfaranda að snjóflóðahætta er til staðar í Dalasmynni í Fnjóskadal. Um er að ræða þekkt snjóflóðasvæði og snjóalög nú talin þar ótrygg. Eru vegfarendur eindregið hvattir til að vera ekki á ferðinni þarna að óþörfu. Nærliggjandi bæir eru ekki í hættu, að sögn Brynjólfs Sigurðsson lögreglumanns á Húsavík. „Þetta er norðan við nyrsta bæinn.“

Óþarfi að endurskoða bótakerfið

Formaður stjórnar Tryggingastofnunar segir ekki ástæðu til að endurskoða bótakerfið þótt bætur geti stundum orðið mun hærri en meðallaun í landinu eru.

Undirbúningur stóriðju á Bakka hafinn á ný

Stjórn Landsvirkjunar samþykkti í dag að verja allt að einum og hálfum milljarði króna á næsta ári til borana og annars undirbúnings orkuöflunar fyrir stóriðju í Þingeyjarsýslum.

Þráinn Bertelsson í oddaaðstöðu

Þráinn Bertelsson, nýjasti þingmaður Vinstri grænna, gæti verið með líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér eftir að þrír þingmenn sögðu skilið við hana í atkvæðagreiðslu um fjárlögin í gær. Tveir hinna umdeildu þremenninga í órólegu deildinni segjast þó ætla að verja hana falli.

Skerða ráðstöfunartekjur heimilanna

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins mótmæla þeim álögum sem ríkisstjórnin leggur á almenning í landinu og segja þær skerða ráðstöfunartekjur heimilanna. Umræður um ráðstafanir í ríkisfjármálum hófust á fjórða tímanum í dag.

Gamalt varðskip losnaði frá bryggju og strandaði

Fyrrum varðskipið Þór losnaði frá bryggju í Gufunesi síðdegis og strandaði í fjöru skammt frá. „Málið er í biðstöðu og verið er að fara yfir næstu skref. Ákvörðun verður tekin í samráði við eigendur skipsins,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Ekki er talin hætta á ferðum. Ólöf segir að hugsanlega verði hægt að koma skipinu á flot án aðkomu björgunarsveitarmanna.

Vinstri grænir töpuðu 40 milljónum

Samkvæmt ársreikningi Vinstri grænna fyrir 2009 nam tap af rekstri flokksins tæpum 40 milljónum króna. Flokkurinn fékk rúma milljón í styrki frá 13 lögaðilum. Þetta kemur fram á vefsíðu Ríkisendurskoðunar. Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa ekki skilað ársreikningum til stofnunarinnar. Á síðasta ári var kosið til Alþingis.

Halldór Runólfsson áfram yfirdýralæknir

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Halldór Runólfsson í stöðu yfirdýralæknis til næstu fimm ára. Halldór var fyrst skipaður yfirdýralæknir 1997 og aftur við breytta tilhögun 2005 þegar embættið var sameinað Landbúnaðarstofnun.

Talsvert magn fíkniefna fannst á Eskifirði og á Seyðisfirði

Lögreglan á Eskifirði í samstarfi við fleiri lögregluembætti og sérsveit Ríkislögreglustjórans á Norðurlandi fór í nokkrar húsleitir í umdæmum lögreglunnar á Eskifirði og Seyðisfirði í gær í tengslum við rannsóknir fíkniefnamála.

Þök fjúka á Suðurnesjum

Vonskuveður er á Suðurnesjum líkt og út um allt land. Vísir fékk rétt í þessu sendar myndir þar sem sést hvernig vindurinn er byrjaður að rífa upp þök á húsum. Fleiri hrikalegar myndir sem náðust af þaki rifna upp verða sýndar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fólk varað við að vera á ferðinni undir Ingólfsfjalli

Á Selfossi og svæðinu þar um kring er bálhvasst eins og víðast hvar um landið. Lögreglan varar fólk við að vera á ferðinni undir Ingólfsfjalli en þar hafa nokkrir bílar fokið í dag. Í verstu hviðunum fer vindstyrkurinn upp í 40 metra á sekúndu.

Evrópuári að ljúka - lokaráðstefna haldin í dag

Senn lýkur Evrópuári 2010 - gegn fátækt og félagslegri einangrun og af því tilefni var haldin vegleg lokaráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Í tilkynningu segir að þar hafi verið kynnt helstu verkefni og rannsóknir er hlutu styrki í tilefni Evrópuársins.

Sjá næstu 50 fréttir