Fleiri fréttir

Harma afnám þjónustutryggingar

Sjálfstæðisflokkurinn harmar þá ákvörðun meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar að leggja niður mikilvægt úrræði fyrir foreldra með ung börn með því að afnema þjónustutryggingu.

Hákarlaþjófnaður: Meistari á Múlakaffi aldrei heyrt annað eins

„Maður hefur aldrei heyrt um svona lagað,“ segir matreiðslumeistari á Múlakaffi, Jón Örn Jóhannesson, um stórþjófnað á kæstum Hákarli í Reykjanesbæ. Þjófarnir stálu 500-700 kílóum af fullverkuðum hákarli en létu þann óverkaða í friði. Kunnáttumenn segja fagmenn hafa verið að verki.

Snarpur jarðskjálfti við Grímsfjall

Jarðskjálfti upp á 4,2 á Richter var rétt norðan við Grímsfjall, nærri Grímsvötnum, á tíunda tímanum í morgun. Um stundarfjórðungi áður hafði orðið annar skjálfti upp á 3,5 á Richter á svipuðum stað. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki sjá neinn gosóróa, en sem komið er. Hins vegar hafi verið aukin skjálftavirkni á norðaustursvæðinu, við Vatnajökul, undanfarinn mánuð og því sé grannt fylgst með. Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins.

Höfðu enga trú á Rússaláni til Íslands

Sendiráð Bandaríkjanna í Rússlandi hafði enga trú á því að Rússar hefðu tök á því að veita Íslendingum gjaldeyrislán. „Efnahagskreppan hefur skollið af hörku á Rússlandi og Rússar eru farnir að finna fyrir afleiðingunum. Lánið til Íslands bendir til þess að ríkisstjórnin í Rússlandi sé ekki farin að sætta sig við þetta,“ segir Eric Rubin, staðgengill sendiherra í sendiráði Bandaríkjanna í Rússlandi.

Pétur kemur heim í dag: „Hann er ótrúlega sterkur“

Pétur Kristján Guðmundsson, sem lenti í alvarlegu slysi í Austurríki um áramótin, kemur aftur til Íslands í dag. Hann hefur legið á sjúkrahúsi í Innsbruck frá því slysið varð en er nú á leið heim með flugvél Landhelgisgæslunnar. „Hann er ótrúlega sterkur," segir faðir Péturs, Guðmundur Geir Sigurðsson.

Biðja skólameistara afsökunar á auglýsingum Office1

„Þetta var upphaflega hugsað sem innanhúshúmor á Akureyri. Við ætluðum ekki að gera lítið úr neinum,“ segir Erling Valur Ingason, markaðsstjóri Office 1 en auglýsingar birtust í blaðinu Dagskránni fyrir jól með myndum af Oddi Helga Halldórssyni, formanni bæjarráðs, Jóni Má Héðinssyni, skólameistara MA og Hjalta Jóni Sveinssyni, skólameistara VMA. Aftur á móti gaf enginn þeirra leyfi fyrir því að persónur þeirra yrðu notaðar með þessum hætti. Í auglýsingunn vari haft eftir þeim að þeir ætluðu að spara í ár.

Íslensk stjórnvöld mígleka

Á Íslandi er upplýsingaleki í fjölmiðla dagleg iðja, sagði Nicole Bollen, sem sér um skuldamál fyrir hollenska fjármálaráðuneytið, í samtali við bandaríska sendiráðið í Hollandi. Þetta kemur fram í WikiLeaksskjölum. Skjöl frá Wikileaks úr bandarískum sendiráðum víðsvegar um heim, sem birt voru í helstu fjölmiðlum heims í lok síðasta árs, hafa nú verið birt á WikiLeakssíðunni.

WikiLeaks birtir sendiráðsskjölin á vefnum

WikiLeaks hefur birt á eigin vef trúnaðarskjöl úr bandarískum sendiráðum á vef sínum. Það var ekki hægt í lok síðasta árs en þá sætti síðan stanslausum árásum. Skjölin ullu miklu fjaðrafoki þegar að þau voru birt í öllum helstu fjölmiðlum heims. Fréttablaðið og Vísir sögðu ítarlega frá efni skjala úr sendiráðinu á Íslandi, en þar kom meðal annars fram að bandarísk stjórnvöld hefðu óskað eftir því að Ísland tæki við föngum úr Guantanamofangabúðunum.

Viltu vinna HM áskrift?

Í kvöld verður dreginn út einn heppinn Facebook vinur Íslands í dag en viðkomandi fær mánaðaráskrift að Stöð 2 sport og getur því fylgst með strákunum okkar á HM í Svíþjóð.

Keppir við þær bestu á Norðurlandamóti í súlufimi í Stokkhólmi

„Ég var samþykkt inn í keppnina í lok nóvember og er búin að æfa fimm sinnum í viku ásamt því að teygja á hverjum degi. Ég þarf helst að komast í splitt, sem er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður,“ segir Eva Rut Hjaltadóttir, bassaleikari hljómsveitarinnar Elektru og keppandi í súlufimi. Eva er á leiðinni á Norðurlandamótið Battle of the Pole í Stokkhólmi í næstu viku. Hún hefur stundað íþróttina í rúmt ár og keppir því í svokölluðum „kitt­ens“-flokki ásamt átta öðrum konum og körlum frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Reynslumeiri keppendur keppa í „lionesses“-flokki.

Kafarar þéttu rifur á færeyska flutningaskipinu

Kafarar frá Akureyri náðu í gær að þétta rifur á botni færeysks flutningaskips, sem laskaðist á leiðinni út frá Þórshöfn á Langanesi í fyrrinótt þegar það tók þrisvar niðri á boða, úti fyrir höfninni.

Aðgengilegt um allan heim

Fréttablaðið hefur frá í gærmorgun verið aðgengilegt þeim sem nota nettengd tæki og tól á borð við iPhone-farsíma, iPad-spjaldtölvur og iPod Touch og hafa keypt áskrift að hugbúnaðinum PressReader. Forritið sníður dagblöð til fyrir nettengd tæki og líta þau eins út á skjá tækjanna og á pappírsformi.

Varað við stormi og sandfoki

Veðurstofan varar við stormi víða á landinu, eða 18 til 23 metrum á sekúndu í dag, og að víða verði snjókoma eða él. Hvassast verður við Surðuströndina og þar er nú sandstormur á Mýrdalssandi og öskufok undir Eyjafjöllum.Skólahald fellur niður í Vík í Mýrdal vegna veðursins.

Flóðin í hámarki í Queensland

Flóðin í Queensland eru nú í hámarki og hafa þrír fjórðu hlutar fylkisins farið undir vatn. Anna Bligh fylkisstjóri segir að um mestu náttúruhamfarir í sögu hins Ástralska fylkis sé að ræða og að tugir þúsunda manna sjái nú fram á erfiða tíð við að lagfæra skemmdir eftir flóðin. Stórir hlutar stærstu borgar fylkisins, Brisbane, fóru undir vatn í gær og í nótt og segir Bligh að nú taki við uppbygging lík þeirri sem ráðast þurfi í eftir að stríð hefur geisað. Verst er ástandið í bænum Toowoomba þar sem hvert einasta hús er svo gott sem ónýtt.

Vaxandi líkur á verkfalli í fiskimjölsverksmiðjum

Félagsfundur í verkalýðsfélaginu Drífandi í Vestmannaeyjum samþykkti í gærkvöldi að atkvæðagreiðsla skuli fara fram í félaginu um verkfallsboðun félagsmanna, sem starfa í fikimjölsverksmiðjum. Í fyrrakvöld hafði Afl- starfsgreinafélag á Austfjörðum samþykkt hið sama.

Fimm handteknir fyrir fíkniefnaneyslu

Tvö útköll vegna hávaða í heimahúsum í Þingholtunum seint í nótt, snérust upp í það að tveir voru handteknir í öðru húsinu, vegna fíkniefnaneyslu, og þrír í hinu, vegna þess sama.

250 látast í flóðum í Brasilíu

Það flæðir víðar á suðurhveli jarðar en í Ástralíu því gríðarleg flóð hafa verið í bæjum í Brasilíu nálægt Rio de Janeiro. Rúmlega 250 manns hafa látist í flóðunum en þeim hafa fylgt stórar aurskriður.

Minningarathöfn í Tuscon

Rúmlega fimmtán þúsund manns komu saman í Tuscon í Arizona í nótt að íslenskum tíma þegar Barack Obama bandaríkjaforseti minntist þeirra sex sem létust í skotárás í borginni á dögunum. Sextán aðrir slösuðust, þar á meðal þingkonan Gabrielle Giffords.

Nýdæmdur grunaður um lífshættulega árás

Andri Vilhelm Guðmundsson, 24 ára Keflvíkingur, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlega líkamsárás á nýársnótt. Andri var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi 26. nóvember síðastliðinn fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, rán og frelsissviptingu en gekk laus þar sem hann tók sér frest til að áfrýja dómnum.

Opinberir starfsmenn vilja styttri vinnuviku

Stytting vinnuvikunnar úr 40 klukkustundum í 36 er meðal þess sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) leggur áherslu á í viðræðum við viðsemjendur sína – ríki og sveitarfélög. Aðildarfélög bandalagsins fara með kjarasamningsumboðið hvert fyrir sig en hafa falið forystu bandalagsins að fjalla um nokkur tiltekin mál.

Nær 300 sóttu um tólf stöður

Nærri 300 sóttu um tólf störf sem auglýst voru við stjórnlagaþingið sem hefst 15. febrúar, að sögn Þorsteins Fr. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra undirbúningsnefndarinnar. Umsóknarfrestur rann út nú í byrjun janúar.

Ofurölvi stal rútu

Ölvaður maður var handtekinn eftir að hafa tekið langferðabíl traustataki í norska bænum Haugasundi aðfaranótt miðvikudags. Viðkomandi kvaðst hafa verið á leið til bæjarins Sveio, sem er í tæpra 20 kílómetra fjarlægð, en hann komst einungis hálfa leið áður en hann festist í vegarkanti.

Ráðist í skammtímaaðgerðir meðan frekari skoðun fer fram

Fela á sveitarfélögum í auknum mæli framkvæmd almenningssamgangna samkvæmt hugmyndum í nýrri úttekt innanríkisráðuneytisins. Framtíðarstefnumótun almenningssamgangna í tengslum við samgönguáætlun til tólf ára verður lögð fram í mars. Í nýbirtri skýrslu kemur fram að skortur á skipulagi og hátt verð fæli fólk frá almenningssamgöngum í einkabíla.

Kristinn Örn enn undir feldi

Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum félagsins.

Bryggjuhverfisbúar sviknir um brotthvarf sandvinnslu

Formaður íbúasamtaka Bryggjuhverfis í Grafarvogi segir íbúana arga því ekki sé staðið við að fyrirtækið Björgun flytji burt svo fullbyggja megi svæðið. Smábátahöfnin sé að fyllast af sandi í umsjá borgarinnar.

Afskipt hrogn voru flutt í búr

Steinbítshrognin sem gotið var í Sæheimum í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld voru í gær flutt í þar til gerð búr á safninu. Vonast er til þess að þau klekist þar út að nokkrum vikum liðnum og hægt verði að ala seyðin á safninu.

Flóðin lama miðborgina

Miðborgin í Brisbane í Ástralíu er orðin hálfgerð draugaborg. Enginn er að störfum í skrifstofubyggingum, sem venjulega eru troðfullar af fólki. Íbúar á lægri svæðum borgarinnar hafa síðustu daga keppst við að flytja dýrmætar eigur sínar upp á efri hæðir húsa. Sumir hafa staflað húsgögnum upp á húsþakið hjá sér. Aðrir hafa komið sér fyrir á hærri slóðum í borginni eða næsta nágrenni hennar, þar sem þeir ætla að bíða af sér flóðin.

Umræðu um rafbíla vantar jarðtengingu

Rafbílavæðing Íslands tekur áratugi, segir Sverrir Viðar Hauksson, formaður Bílgreinasambandsins. Hann segir umræðu um framtíðartækni í samgöngum óraunhæfa á stundum.

Sinubruninn í Vatnsmýri í rannsókn

Lögregla hóf í gær rannsókn á upptökum mikils sinuelds sem braust út í Vatnsmýri í fyrrakvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu þykir næsta víst að annaðhvort hafi eldurinn verið kveiktur vísvitandi eða að kviknað hafi í út frá flugeldum.

Krefjast svara frá ráðuneytinu

Stjórn Félags sjálfstætt starfandi arkitekta og stjórn Arkitektafélags Íslands, rituðu innanríkisráðherra bréf 6. nóvember síðastliðinn vegna ákvörðunar ráðuneytisins um að ráða danska arkitekta til að vinna frumhönnun á fangelsinu á Hólmsheiði.

Höfðu sannarlega samráð

Umhverfisráðuneytið vísar á bug fullyrðingum um að ekkert samráð hafi verið haft við Skógræktarfélag Íslands við undirbúning frumvarps til breytinga á lögum um náttúruvernd.

Þrjár missa dvalarleyfið

Útlendingastofnun hefur afturkallað dvalarleyfi þriggja kvenna á þeim grundvelli að þær hafi stofnað til málamyndahjónabanda við íslenskra karla. Konurnar þrjár stefndu Útlendingastofnun og íslenska ríkinu vegna ákvörðunarinnar og vilja að hún verði ógild. Málin voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Ótímabundinn dómur á 18 ára

Átján ára danskur piltur var dæmdur til ótímabundinnar fangavistar fyrir nauðgun og tilraun til manndráps á þriðjudag.

Lára hlýtur Rósina í ár

Lára Björnsdóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri Reykjavíkur og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, hlaut á dögunum Rósina. Um er að ræða árleg verðlaun sem eru veitt í minningu Ástu B. Þorsteinsdóttur fyrir störf í þágu fatlaðra.

290 myndavélar vakta almenning í miðborg

Öryggismyndavélar í miðborg Reykjavíkur eru 290 talsins. Hvergi eru til opinberar tölur um fjölda og upplýsingar um staðsetningu eftirlits- og öryggismyndavéla sem beinast að öllu eða einhverju leyti að almenningsrými á Íslandi.

Stóð í ströngu fyrir árásina

Jared Loughner, byssumaðurinn sem myrti sex manns og særði fjórtán að auki í matvöruverslun í Tucson á laugardag, var stöðvaður af lögreglu fyrir að aka yfir á rauðu ljósi nokkrum klukkustundum áður en hann framdi ódæðið.

Ætla að vekja athygli á skógunum

Forystumenn í skógrækt á Íslandi afhentu í gær Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, fána með merki alþjóðlegs árs skóga, sem nú er ný hafið.

Ekki snjóflóðahætta í þéttbýli

Snjóflóð Veðurstofa Íslands fylgist grannt með aðstæðum á snjóflóðahættusvæðum eftir nokkur snjóflóð sem fallið hafa á Norðurlandi í vikunni.

Ágreiningur um réttarhöld

Í gær slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi í Líbanon. Ráðherrar Hezbollah-samtakanna og stuðningsmanna þeirra sögðu sig úr stjórninni vegna ágreinings um dómsrannsókn á morðinu á Rafik Hariri, forsætisráðherra landsins, árið 2005.

Margt óunnið á Haítí

Ár er nú liðið frá hinum mannskæðu jarðskjálftum sem kostuðu um 250.000 íbúa Haítí lífið, en þó að margt gott hafi unnist er enn löng leið fyrir höndum

Útgöngubann í höfuðborginni

Útgöngubann var lagt á í Túnis, höfuðborg samnefnds ríkis í Norður-Afríku, eftir að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu í miðborginni.

Úrskurðar frá dómstól beðið

Ítalir bíða nú úrskurðar stjórnlagadómstóls landsins um lög sem sett voru í mars og veita Silvio Berlusconi forsætisráðherra friðhelgi gagnvart tveimur dómsmálum.

Sjá næstu 50 fréttir