Fleiri fréttir

Máli og menningu lokað

Eigendur Bókabúðar Máls og menningar að Laugavegi 18 tilkynntu starfsfólki á fundi í kvöld að farið hafi verið fram á gjaldþrotaskipti hjá félaginu sem rekur bókabúðina. Verslunin verður ekki opnuð í fyrramálið.

Bátaskýli brann til kaldra kola við Þingvallavatn

Bátaskýli við Jórukleif við Þingvallavatn brann um klukkan átta í kvöld. Slökkvilið fékk tilkynningu klukkan 20:17 og brunaði af stað en á leiðinni barst tilkynning að skýlið væri brunnið til kalda kola og engu væri hægt að bjarga. Slökkvilið snéri því við.

Um 450 gámar um borð í Goðafossi

Um 450 gámar eru um borð í Goðafossi og segir Ólafur William Hand, markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip, að ekki sé vitað nákvæmlega hvað sé í gámunum en það sé mestmegnis nytjavara.

Þuklaði á konu innan klæða

Karl á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og til greiðslu 300 þúsund króna miskabóta.

Bæjarsjóður betur staddur með kísilverið

„Það er full ástæða til að hafa jákvæðar væntingar út af þessum ágætu samningum,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Samningar um kísilver í Helguvík voru undirritaðir í dag og má gera ráð fyrir að þeir hafi jákvæð áhrif á uppbyggingu atvinnulífs á Suður„Þetta er 17 milljarða fjárfestingaverkefni. Þetta þýðir miklar tekjur til sveitarfélagsins og íbúa á svæðinu á rekstratímanum og þannig eru þetta bæði mikilvægir samningar fyrir Helguvík sem hefur lagt í miklar fjárfestingar og er nú að fá þær til

Dæmi um börn séu með beinkröm vegna D-vítamínskorts

Dæmi er um að íslensk börn þjáist af svo alvarlegum D-vítamínskorti, að þau séu komin með beinkröm. Miklar líkur eru á því að þeir sem ekki taka lýsi yfir vetramánuðina þjáist af D-vítamínskorti. Þetta segir barna- og ofnæmislæknir.

Kísilverið upphaf umskipta á Suðurnesjum

Undirritun samninga um kísilver eru mikilvæg skilaboð um að menn hafi trú á framtíðinni á Íslandi, sagði fjármálaráðherra í Keflavík í dag. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta upphafið að algerum umskiptum fyrir Suðurnes.

Forsetinn fær 38 þúsund undirskriftir á morgun

Um 38 þúsund undirskriftir við áskorun til forsetans um að synja Icesave-lögunum verða afhentar á morgun. Einstaklingar geta ekki athugað hvort nöfn þeirra eru á listanum, en fagaðilar eru sagðir fara yfir listann.

Hundruð mótmæla niðurskurði á Menntasviði

Allt að 300 manns eru samankomnir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sýna samstöðu gegn fyrirhuguðum niðurskurði á rekstri Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Það eru SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, sem standa fyrir þessari samkomu í höfuðborginni.

Síbrotamaður í 20 mánaða fangelsi

Hæstiréttur dæmdi í dag tvítugan karlmann í 20 mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot. Þar á meðal að hafa stungið starfsmann veitingahúss með veiðihníf í kviðinn á Akureyri í desember 2009. Maðurinn sem var dæmdur á að baki langan afbrotaferil. Hann hefur meðal annars verið sviptur ökuréttindum ævilangt og hlotið skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðarbrot sem hann framdi þegar hann var 17 ára.

Gosið í Eyjafjallajökli valið gos ársins

Gosið í Eyjafjallajökli hefur verið valið eldgos ársins 2010 af Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, að því er fram kemur í frétt á vef Discovery. Í greininni kemur fram að 64 eldfjöll í heiminum hafi verið virk á síðasta ári . Sum eldfjallanna hafi gosið í margar aldir. En víða annarsstaðar kom eldgosið algjörlega á óvart.

Ófremdarástand í málefnum barna sem búa við heimilisofbeldi

Talið er að um tvö þúsund börn verði vitni að heimilisofbeldi árlega. Engin úrræði eru í boði fyrir þessi börn. Til að mynda urðu börn sem urðu fyrir hrottalegu ofbeldi af hendi föður síns í svokölluðu hnífakastaramáli að bíða í hálft ár eftir sérfræðiaðstoð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn á félagslega kerfinu í Reykjavík.

Tveir áfram í gæsluvarðhaldi - Jón Steinar vill þá lausa

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tveir menn, sem hafa verið ákærðir fyrir að skjóta úr haglabyssu á íbúðarhús í Ásgarði í Reykjavík á aðfangadag, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 15. mars næstkomandi.

Samkomulag um friðlýsingu á Langasjó og hluta Eldgjár

Umhverfisráðuneytið og sveitarstjórn Skaftárhrepps hafa náð samkomulagi um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs innan lögsögu sveitarfélagsins. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að samkvæmt samkomulaginu verði unnið að friðlýsingu á Langasjó, hluta Eldgjár og nágrennis eins og lagt er til í Náttúruverndaráætlun 2009-2013.

Kvartar til Persónuverndar vegna undirskriftasöfnunar

Arnar Guðmundsson, blaðamaður og fyrrverandi aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, hefur sent Persónvuernd erindi vegna undirskriftasíðurnnar kjósa.is. Arnari þykir óeðlilegt að fólk geti ekki séð hvort það hafi skráð sig á vefinn. Hann telur eðlilegt að fólk geti séð hverjir hafi skráð sig á vefinn.

Bræðslumenn á Þórshöfn hafna yfirlýsingum um samstöðuleysi

Starfsmenn fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn fordæma harðlega yfirlýsingar forsvarsmanna samninganefnda Afls og Drífanda um að þeir hafi brugðist bræðslumönnum á Austurlandi og í Vestmannaeyjum í þeirra kjaradeilu og því hafi ekkert orðið úr boðuðu verkfalli.

Kökumeistarinn: Setti allt púðrið í eina köku

„Ég ætlaði að senda aðra en ákvað síðan að setja bara allt púðrið í þessa köku," segir Sigurður M. Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi sem bar sigur úr býtum í keppni um Köku ársins. Landssamband bakarameistara efnir árlega til keppninnar og hefst sala á kökunni næstu helgi. Sigurkakan er samsett úr mörgum lögum, þar á meðal eru franskur kexbotn, skyrfrauð, hindberjamauk og möndlubotn. Kakan er hjúpuð með hvítum súkkulaðihjúp og skreytt með makkarónukökum.

Átta mánaða fangelsi fyrir árásir og þjófnað

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir, húsbrot og þjófnað. Maðurinn játaði þær sakir sem á hann voru bornar og var litið til þess við ákvörðun dómsins. Maðurinn er fæddur árið 1985 og á að baki langan sakaferil. Með brotunum rauf hann skilorðsdóm sem hann fékk í febrúar.

Atvinnulausir Kópavogsbúar fá frítt í sund

Kópavogsbúar sem eru á atvinnuleysisskrá og með 100% bótarétt úr Atvinnuleysistryggingasjóði geta fengið ókeypis þriggja mánaða kort í sund og líkamsrækt sem og þriggja mánaða bókasafnsskírteini. Reglur þar að lútandi voru staðfestar í bæjarráði Kópavogs í morgun.

Neita sök í skotárásarmáli

Fjórir karlmenn sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa skotið á íbúðarhúsnæði við Ásgarð í Bústaðahverfi á aðfangadagsmorgun neita allir sök. Ákæran gegn þeim var þingfesti í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Einn mannanna er jafnframt ákærður fyrir vopnað rán í 10/11 fyrir tveimur árum ásamt tveimur öðrum karlmönnum sem ekki komu að Ásgarðsárásinni. Hann er jafnframt ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, en hann veittist að lögregluþjóni við handtöku á aðfangadag.

20 létust í spengingum í Tansaníu

Að minnsta kosti 20 manns létust í sprengingum á herstöð í Dar es Salaam í Tansaníu í dag. Sprengingarnar virðast hafa orðið í vopnabúrum stöðvarinnar og heyrðust þær vel um borgina. Alþjóðaflugvelli í nágrenninu hefur verið lokað og þúsundir íbúa sem búa við herstöðina hafa flúið svæðið.

Tekjuviðmið vegna afsláttar á fráveitugjöldum

Reykjavíkurborg hefur birt við hvaða tekjur er miðað vegna afsláttar á fráveitugjöldum tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Eitt af skilyrðum þess að geta nýtt afsláttinn er að viðkomandi eigi lögheimili í eigninni og sé þinglýstur eigandi hennar.

Erfitt að skylmast við fræðslustjóra

„Það er erfitt að skylmast um tölur við fræðslustjóra eða aðra fulltrúa borgarinnar þegar þeir velja að ræða við foreldra reykvískra barna í þoku blekkingar og leyndarhjúps," segir Guðrún Valdimarsdóttir, formaður SAMFOKS, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík.

Gjafmildu brúðhjónin: Gaman að gefa af sér

„Það er gaman að geta gefið af sér. Það er besta brúðkaupsgjöfin, töldum við," segir hinn nýkvænti Friðrik Arilíusson í samtali við Vísi. Hann og Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir, eiginkona hans, gengu í það heilaga í Fríkirkjunni þann 27. nóvember síðastliðinn.

Settu „spillingarstimpil“ á Alþingi í nótt

Óþekktur aðili virðist hafa farið á stjá í nótt og merkt innganga Alþingis og Landsbankans í Austurstræti með Batman merkinu víðfræga. Aðilinn sendi frá sér yfirlýsingu undir yfirskriftinni „Alþingi fær spillingarstimpilinn“ sem á að skýra gjörninginn og fer yfirlýsingin hér á eftir:

Opnað fyrir styrki úr Afrekskvennasjóði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Afrekskvennasjóð Íslandsbanka og ÍSÍ. Sjóðurinn var stofnaður í janúar 2007 með veglegu framlagi Íslandsbanka, en það er Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem stýrir honum.

Fjórir látnir í mótmælum í Bahrain

Að minnsta kosti fjórir hafa látist í átökum mótmælenda og lögreglu í Bahrain. Fólkið lést í höfuðborginni Manama þegar lögreglan lagði til atlögu við mótmælendur sem höfðu komið sér fyrir á torgi í miðborginni.

Í síbrotagæslu eftir innbrot

Karl á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 16. mars að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu, var nýverið handtekinn eftir að hafa verið staðinn að verki við innbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Heilaheill nýtur góðs af kanilsnúðadeginum

Síðastliðna helgi var stóri kanilsnúðadagurinn haldinn hátíðlegur í IKEA. Markmiðið var að safna fé til styrktar samtökunum Heilaheill, sem vinnur að hagsmunamálum einstaklinga sem orðið hafa fyrir heilablóðfalli.

Meirihluti húsgagna í Hörpunni verður íslenskur

Búið er að velja húsgögn í tónlistar- og ráðstefnuhúsið og liggur nú fyrir að meirihluti almennra húsgagna í Hörpu verður íslenskur. Tilkynnt verður við athöfn í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ kl. 13:00 á morgun, föstudaginn 18. febrúar, hvaða hönnuðir og framleiðendur urðu hlutskarpastir við val á húsgöngum í Hörpu, samkvæmt útboði sem fram fór.

Háskólinn heldur upp á 100 ára afmæli

Á laugardaginn kemur býður Háskóli Íslands þjóðinni í heimsókn í tilefni af aldarafmæli skólans. Fjölbreytt dagskrá verður á háskólasvæðinu, þar sem í boði verða viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindin í litríku og lifandi ljósi. Þar gefst kjörið tækifæri til að kynnast starfsemi Háskóla Íslands og þjónustu auk þess að skoða rannsóknastofur, tæki og búnað.

Síbrotamaður úrskurðaður í gæslu

Karl á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 16. mars að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn nýverið handtekinn eftir að hafa verið staðinn að verki við innbrot.

Forsetinn tekur við undirskriftum á morgun

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að bjóða forsvarsmönnum kjósum.is, sem er undirskriftasöfnun vegna Icesave samningana á Bessastaði á morgun.

Slapp ótrúlega vel eftir bílveltu

Kona, sem var ein í jepplingi sínum, slapp ótrúlega vel, að sögn vitna, þegar bíll hennar rann út af veginum á móts við bæinn Eiði í Kjós, við norðanverðan Hvalfjörð, upp úr klukkan tíu í morgun. Jepplingurinn fór nokkrar veltur áður en hann nam staðar og komst konan af sjálfdáðum út úr flakinu og upp á veg. Þar stöðvaði vegfarandi bíl sinn og tók hana upp í , en rétt í þann mund bar að þriðja bílinn, sem snérist í óvæntri hálkunni og hafnaði utan vegar. Engan sakaði þar um borð. Sjúkrabíll sótti konuna og flutti hana á slysadeild til aðhlynningar, en hún mun ekki vera alvarlega meidd.-

Borhljóðin berast um heiminn

Bygging tónlistahússins Hörpu var til umfjöllunar í menningarþætti BBC World Service í gær en þar var rætt við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur um framtíðarstefnu þess og menningarlandslagið á Íslandi.

Segir niðurskurð til grunnskóla nema 200 milljónum ekki 800

Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, segir misskilnings gæta þegar því er haldið fram að hagræða þurfi í rekstri grunnskóla Reykjavíkurborgar um 800 milljónir. Því hefur verið haldið fram í opinberri umræðu að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar hafi staðið til að skera niður um 1000 milljónir í rekstri grunnskóla. Nú standi hins vegar eftir 800 milljóna króna niðurskurður eftir að Reykjavíkurborg hafi, fyrr í vikunni, ákveðið að auka fjárheimildir um 200 milljónir.

Sala tóbaks til unglinga á undanhaldi

Aldrei hafa jafn fáir söluaðilar selt unglingum tóbak í Hafnarfirði frá því núverandi tóbaksvarnarlög voru sett árið 2001. Þetta er leiðir ný könnun í ljós.

Kaka ársins: Skyrterta með hvítu súkkulaði og hindberjum

Kaka ársins 2011 hefur verið valin. Sigurður M. Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi bar sigur úr býtum í keppni um Köku ársins sem Landssamband bakarameistara efnir árlega til. Sala á kökunni í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara hefst um næstu helgi, konudagshelgina.

Bannað að fullyrða að Apple fái ekki vírusa

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu frá desember síðastliðnum um að Skakkiturninn ehf. hefði brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem hann gat ekki fært sönnur á fullyrðinguna „engir vírusar" í auglýsingum fyrirtækisins á Apple fartölvum. Fyrirtækinu hefur verið bannað að auglýsa með þessum hætti.

Fjórir verið teknir með fíkniefni innvortis

Fjórir farþegar hafa verið teknir með fíkniefni innvortis af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli það sem af er þessu ári. Tveir af þessum farþegum komu frá Kaupmannahöfn og tveir frá London. Um er að ræða tvo karla og tvær konur. Tveir eru Litháar, einn Dani og einn Íslendingur.

Börn afskipt í ofbeldismálum

Tvö þúsund börn á Íslandi hið minnsta verða á hverju ári vitni að heimilisofbeldi. Þessi stóri hópur er hins vegar afskiptur og hafa félagsmálayfirvöld ekki sinnt honum. Þær stofnanir sem bera ábyrgð á börnum sem búa við þessar aðstæður hafa takmarkað samráð sín á milli og fagfólki kom á óvart að málin væru í þeim ólestri sem raun ber vitni.

Sjá næstu 50 fréttir