Fleiri fréttir

Senda vina-vélmenni út í geiminn

Japanskir vísindamenn vinna nú að því að senda vélmenni í Alþjóðlegu geimstöðina til þess að veita einmanna geimförum smá félagsskap í myrkrinu.

Svisslendingar fundu leynireikning Mubaraks

Svisslendingar segjast hafa fundð sjóð í eigu Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptlands, þar í landi, en forsetinn er talinn hafa komið gríðarlegum fjármunum úr landi áður en hann sjálfur hrökklaðist frá völdum.

12 drukknuðu í Víetnam

12 ferðamenn drukknuðu í Víetnam á þriðjudaginn samkvæmt yfirvöldum þar í landi en 20 ferðamenn voru um borð í skipinu sem virðist hafa sokkið í blíðviðri.

Óeirðir í Líbýu - Dagur reiðinnar boðaður

Hundruð mótmælenda krefjast afsagnar forsætisráðherra Lýbíu. Óeirðir brutust þar út í nótt, þar sem mótmælendur kveiktu í bílum og köstuðu grjóti í lögregluna. Dagur reiðinnar er boðaður í dag.

Vilja afturkalla verklagsreglur

Nýtt félag dagforeldra í Reykjavík, Barnið, var stofnað síðustu viku. Sigrún Edda Laufdal, formaður Barnsins, segir að það hafi lengi vantað slíkt hagsmunafélag.

Lögin óvenjulega fljótt til Bessastaða

Hin nýsamþykktu Icesave-lög bárust forseta Íslands innan við klukkustund eftir að þau voru samþykkt á Alþingi. „Það er mjög óvenjulegt,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari.

Litháar komu saman í Gróttu

Þjóðhátíðardagur Litháa var haldinn hátíðlegur í Reykjavík í gær. Velunnarar Litháens af margvíslegu þjóðerni söfnuðust saman við Gróttu af því tilefni. Börn og fullorðnir sungu saman þjóðsöng Litháens og áttu saman skemmtilega stund.

60 vinna í sendiráði Bandaríkjanna

Samtals 214 starfsmenn eru í þeim fjórtán sendiráðum sem erlend ríki, auk Evrópusambandsins, starfrækja á Íslandi. Í þeim vinna 140 útlendingar og 74 Íslendingar. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur Framsóknarflokki.

Bróðursonur Dalai Lama ferst í bílslysi

Bróðursonur Dalai Lama, Jigme Norbu, lést eftir að ekið var á hann í Flórída í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar. Norbu var þekktur fyrir frelsisbaráttu í nafni Tíbet.

Konstantín II. til Íslands í dag

Konstantín II., landlaus konungur Grikklands, kemur til Íslands í dag og dvelur fram yfir helgi. Hann sækir hér stjórnarfund Alþjóðasiglingasambandsins sem fram fer í Reykjavík um helgina.

Icesave afgreitt með öruggum meirihluta

Icesave-frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 44 þingmenn greiddu þá atkvæði með frumvarpinu, sextán voru á móti en þrír sátu hjá. Áður höfðu tvær breytingartillögur um að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu verið felldar með 33 atkvæðum gegn 30.

Engar tölur til um brjóstastækkanir

Landlæknisembættið hefur engar tölulegar upplýsingar um fjölda brjóstastækkana, né annarra fegrunaraðgerða, sem framkvæmdar eru hér á landi.

Hvað kosta þrif á glerhjúpnum?

Mörður Árnason Samfylkingunni hefur lagt fram fyrirspurn til mennta- og menningarmálaráðherra um Hörpuna. Spyr hann meðal annars um starfssvið þeirra átta félaga sem koma að framkvæmdum og rekstri, veltu, starfsmannafjölda, stjórnarmenn, þóknanir þeirra, kostnaðaráætlanir fyrir einstaka verkþætti, fjármögnun og opinber framlög.

Segist stoltur af lygunum

„Ég varð að gera eitthvað fyrir landið mitt, svo ég gerði þetta og ég er ánægður með það, því nú er enginn einræðisherra lengur í Írak,“ sagði Rafid Ahmed Alwan al-Janabi í viðtali við breska dagblaðið The Guardian.

Ekki verður hægt að fletta sér upp

Ekki stendur til að gera fólki kleift að slá nafni sínu eða kennitölu upp á vefnum kjosum.is, þar sem safnað er undirskriftum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, svo það geti gengið úr skugga um að það hafi ekki verið skráð á listann að sér forspurðu. Þetta segir Hallur Hallsson, einn þeirra sem standa að undirskriftasöfnuninni.

Löghlýðinn leigubílstjóri skilaði tólf milljónum

Leigubílstjóri í New York fann á dögunum skartgripi og peninga að verðmæti 100 þúsund dollara, eða tæpar tólf milljónir íslenskra króna, í bíl sínum sem einn farþeginn hafði gleymt. Maður að nafni John James hafði gleymt fjársjóðnum í bílnum og þegar hann áttaði sig á því var hann viss um að hann fengi hann aldrei til baka.

Eftirlýstur Ástrali vann á spítala í 15 ár

Ástralar klóra sér nú í hausnum yfir því hvernig dæmdur og eftirlýstur morðingi fór að því að stunda vinnu á spítala í Queensland í fimmtán ár áður en upp um hann komst. Luke Andrew Hunter var á sínum tíma dæmdur í 21 árs fangelsi eftir að hann myrti eiginmann ástkonu sinnar.

Fleiri búnir að skrifa undir núna en í fjölmiðlamálinu 2004

Forsetinn fékk lög vegna nýrra Icesave-samninga til undirritunar í dag, en tveir þriðju hlutar Alþingis samþykktu frumvarp vegna samninganna í dag. Fleiri hafa nú skrifað undir áskorun til forsetans en sumarið 2004 þegar forsetinn beitti synjunarvaldi í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins.

Konur rétta yfir Berlusconi

Silvio Berlusconi, umdeildur forsætisráðherra Ítala, kveðst engar áhyggjur hafa af réttahöldunum sem bíða hans í apríl. Athygli vekur að dómararnir í máli Berlusconis eru allir kvenkyns.

Börn sem búa við heimilisofbeldi fá litla sem enga aðstoð

Stuðningi við börn sem búa við heimilisofbeldi er verulega ábótavant í Reykjavík. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Þar segir að lítið sem ekkert samráð virðist vera milli stofnanna, ekki er rætt við börnin eða á þau hlustað. Úrræðaleysi virðist einkenna allt ferlið.

Móðir níumennings: „Ísland er land fasismans“

Lára V. Júlíusdóttir saksóknari í níumenningarmálinu hefur ekki ákveðið hvort hún muni áfrýja málinu til hæstaréttar. Níumenningarnir svokölluðu voru sýknaðir í Héraðsdómi í dag fyrir árás á Alþingi en fjórir þeirra sakfelldir fyrir brot gegn valdstjórninni.

Mun hafa jákvæð áhrif á stöðu landsins

„Þessi niðurstaða, að svona sterkur meirihluti samþykki samninginn, er mikilvæg og vonandi sér nú senn fyrir endann á þessu erfiða máli. Lausn þess mun tvímælalaust hafa jákvæð áhrif á stöðu landsins og greiða götu þess að við komumst í eðlileg samskipti við umheiminn og þar með endurreisnar í efnahagsmálum " segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á vef fjármálaráðuneytisins.

Nímenningarnir segja dóminn til málamynda

Nímenningarnir sem voru sakaðir um árás gegn Alþingi segja að dómurinn sem féll í héraðsdómi í morgun sé málamyndadómur. Hann sé í engu samræmi við þær alvarlegu ákærur sem þau hafi setið undir síðasta árið. „Hann er nógu mildur til að sefa mögulega reiði fólks en þó það harður að hann fullnægir refsiþörf ríkisvaldsins, breiðir yfir skömm þess og ýtir stoðum undir áframhaldandi ofsóknir í garð pólitískra andstæðinga þess,“ segir í yfirlýsingunni.

Aurora styrkir sviðslistir um 10 milljónir

Velgerðarsjóðurinn Aurora, sem stofnsettur var árið 2007 af hjónunum Ólafi Ólafssyni fyrrum stjórnarformanni Samskipa og Ingibjörgu Kristjánsdóttur, hyggst úthluta 10 milljónum kr. til sviðlistaverkefna á Íslandi. Úthlutunarnefndina skipa Viðar Eggertsson, Ingibjörg Þórisdóttir og Auður Einarsdóttir. Opið er fyrir umsóknir á vef sjóðsins.

Óvenju löghlýðnir ökumenn á Reykjanesbrautinni

Brot 21 ökumanns var myndað á Reykjanesbraut í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Reykjanesbraut í norðurátt, það er í Hvassahrauni. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 277 ökutæki þessa akstursleið og því óku nokkrir ökumenn, eða 8%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 103 km/klst en þarna er 90 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 110 en athygli vekur að brotahlutfallið í gær er mun lægra en lögreglan á að venjast á þessum stað, eða 14-19%.

Icesave frumvarpið samþykkt á Alþingi

Icesave frumvarpið var samþykkt á Alþingi nú á fjórða tímanum. Alls greiddu 44 þingmenn frumvarpinu atkvæði sitt, 16 greiddu á móti en þrír sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Tvær tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur voru felldar með 33 atkvæðum gegn 30.

73 ökumenn yfir hámarkshraða á Eiðsgranda

Brot 73 ökumanna voru mynduð á Eiðsgranda í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Eiðsgranda í vesturátt, að Seilugranda. Á einni klukkustund, um hádegisbil, fóru 273 ökutæki þessa akstursleið og því ók rúmlega fjórðungur ökumanna, eða 27%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 63 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sjö óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 79. Á umræddum vegarkafla varð nýverið umferðaróhapp og þannig var vöktun lögreglunnar tilkomin.

Tilkynna árásir á Kjósum.is til Ríkislögreglustjóra

Forsvarsmenn síðunnar Kjósum.is hafa haft samband við Ríkislögreglustjóra vegna árása á síðuna. „Vegna ítrekaðra árása einstaklings og vina hans hefur verið haft samband við Ríkislögreglustjóra. Öllum tilraunum til árása verður fylgt eftir með mesta mögulega þunga,“ segir í tilkynningu á síðunni. Ekki er tekið fram um hvaða einstakling er þarna að ræða.

Mastur rís hjá Búrfellsvirkjun

Landsvirkjun er að reisa 50 metra hátt mastur fyrir vindmælingar í nágrenni Búrfellsvirkjunar. Framkvæmdirnar eru til að kanna möguleika á nýtingu vindorku á Suðurlandsundirlendinu.

Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu felld

Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave samningana var felld á Alþingi í dag. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem greiddu atkvæði, studdu tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gerðu þau Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, þingmenn VG, einnig. Aðrir þingmenn úr stjórnarliðinu greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Tvær breytingatillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu voru lagðar fram og nú er búið að greiða atkvæði um þá fyrri.

Japanir fresta hvalveiðiferð

Japanir hafa frestað árlegri hvalveiðiferð sinni á Suðurskautslandinu vegna mótmælaaðgerða Sea Shepard samtakanna.

Bjarni vill þjóðaratkvæðagreiðslu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu. Þetta kom fram í máli Bjarna í dag. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir með Bjarna og benti á nýlega skoðanakönnun MMR sem benti til þess að um 62% almennings vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðlaugur Þór Þórðarson tók einnig undir með Bjarna.

Ísland er eitt án mjólkurbanka

Af Norðurlöndunum er Ísland eina landið sem ekki hefur komið upp mjólkurbanka þar sem hægt væri að sækja brjóstamjólk handa fyrirburum í neyðartilfellum. Þetta segir Arnheiður Sigurðardóttir, lýðheilsufræðingur og brjóstaráðgjafarráðgjafi. Hún bendir á að hér á landi séu bara 13 prósent ársgamalla barna enn á brjósti, samanborið við 40 prósent í Noregi.

Íslendingar koma fram sem fullvalda þjóð

„Sú samningalota sem skilaði þeim samningum sem við erum hér að greiða atkvæði um er fyrsta samningalotan vegna icesave deilunnar sem við íslendingar komum fram eins og fullvalda þjóð,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar atkvæðagreiðsla um Icesave hófst í dag.

Bart Simpson á móti Icesave á kjósum.is

Teitur Atlason bloggari á DV hefur sýnt fram á að auðvelt sé að svindla á vefsíðunni kjósum.is. Sjálfur hefur hann kosið tvisvar á síðunni, síðast undir nafninu Bart Simpson.

Dellusafn á Flateyri fyrir áráttusafnara

Ísfirðingur vill koma upp „Dellusafni“ fyrir söfn af ýmsu tagi og vill fá inni þar sem bæjarstjórnarskrifstofur voru áður á Flateyri. Sjálfur er hann fyrrverandi lögreglumaður og á fjölþjóðlegt safn lögreglugripa með 120 einkennishúfum.

Atkvæðagreiðsla um Icesave - bein útsending á Vísi

Tæplega þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til forsetans um að synja nýjum Icesave-lögum staðfestingar. Búist er við að Alþingi afgreiði í dag sem lög frumvarp vegna nýrra Icesave-samninga.

Ósátt við skort á samráði

Þingflokksformenn Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar segjast harma þá ákvörðun forseta Alþingis að hafa, án samráðs við þingflokk framsóknarmanna og þinghóp Hreyfingarinnar, ákveðið að breyta venjubundinni dagskrá þingfundar.

Bylgjan má ekki spila lögin

Tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson segir það ekki rétt hjá Pálma Guðmundssyni, framkvæmdastjóra dagskrársviðs 365 miðla, að Bylgjan geti spilað lögin hans þrátt fyrir að hann hafi bannað henni að gera það.

Svandís vildi frávísun í fyrra - segist nú hafa þurft dómsniðurstöðu

Fullyrðingar umhverfisráðherra um að hún hafi talið nauðsynlegt í dómsmálinu gegn Flóahreppi að fá skorið úr lagaóvissu virðast í mótsögn við tilraun hennar í fyrra til að fá málinu vísað frá dómi og koma þannig í veg fyrir dómsniðurstöðu. Þá hafði ákvörðun hennar um áfrýjun til Hæstaréttar enga efnislega þýðingu því lögin umdeildu voru í millitíðinni numin úr gildi.

Loðnukvótinn aukinn um 65 þúsund tonn

Hafrannsóknarstofnunin hefur ákveðið að bæta 65 þúsund tonnum við loðnukvóta yfirstandandi fiskveiðiárs. Þetta þýðir auknar þjóðartekjur upp á 2,5 milljarða. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur frá því í byrjun febrúar verið við rannsóknir og mælingar á stærð loðnustofnsins.

Tár á hvarmi foreldra

Foreldrar nokkurra úr hópi nímenninga hafa setið öll réttarhöldin og mátti sjá tár á hvarmi þeirra þegar niðurstaðan varð ljós. Bergljót Þorsteinsdóttir, ein þeirra, var ósátt við niðurstöðu héraðsdóms „Maður gat búist við öllu en maður samt vonaði að réttlætið næði fram að ganga en svo var ekki. Því miður,“ sagði Bergljót. Aðspurð segist hún vera ósátt.

Óvenju mikið um flensu og pestir

Flensa og pestir hafa herjað á landsmenn í óvenju miklum mæli í vetur. Þetta segir settur sóttvarnarlæknir. Hann segir það mildi að svínaflensan hafi ekki náð að skjóta rótum í vetur í ofanálag og þakkar það því hve margir landsmenn hafa látið bólusetja sig gegn henni.

Flestir treysta Landhelgisgæslunni

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir treysta samkvæmt nýrri könnun MMR. Um 81% treystu Landhelgisgæslunni, tæplega 60% treysta sérstökum saksóknara og 55% treystu Ríkislögreglustjóra.

Sjá næstu 50 fréttir