Fleiri fréttir

Vilja þingvíti á Steingrím fyrir mútubrigsl

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hafnaði kröfu á Alþingi í dag um að Svandís Svavarsdóttir segði af sér en kvaðst þvert á móti fagna því að loksins væri kominn umhverfisráðherra sem stæði vörð um náttúruna. Forystumenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að Steingrímur yrði víttur fyrir að ýja að því að Landsvirkjun hefði mútað Flóahreppi.

Varar foreldra við að taka ungbörn með sér á mannamót

Barnalæknir biður foreldra ungbarna að bíða með að fara með þau á mannamót enda sé RS-vírusinn sem helst herjar á smábörn óvenju skæður í ár. Hann segir börnum oft gefið sýklalyf og astmalyf vegna vírusins en rannsóknir sýni að þau meðul virki mjög skammt eða alls ekki.

Ringulreið í Teheran

Íranskir lögreglumenn beittu táragasi gegn mótmælendum í höfuðborg Teheran í dag en þar höfðu þúsundir manna komið saman þrátt fyrir bann yfirvalda. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins var meðal þeirra sem urðu yfir táragasinu. Hann segir ringulreið einkenna ástandið í miðborginni þessa stundina.

Lögreglumenn fái auknar heimildir

Níu þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að lögreglan fái auknar heimildir sem eru sambærilegar við þær heimildir sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir er að ræða.

Hreyfingin leggur fram tillögu um þjóðaratkvæði

Fulltrúi Hreyfingarinnar í fjárlaganefnd hyggst leggja fram á fundi nefndarinnar síðar dag tillögu um að verði Icesavefrumvarpið samþykkt á Alþingi öðlist lögin ekki gildi fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þingmenn Hreyfingarinnar munu aldrei samþykkja að skuldir einkabanka verði ríkisvæddar líkt og fyrirliggjandi frumvarp um Icesave samninganna felur í sér,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum.

Stuttar pásur auka athyglina

Stuttar pásur geta bætt athyglisgáfu fólks verulega þegar það sinnir löngum verkefnum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á starfsemi heilans. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu Cognition.

Bílprófsaldur verði átján ár

Ungmenni munu þurfa að ná átján ára aldri þegar þau fá bílpróf, verði nýtt frumvarp til innanríkisráðherra til umferðarlaga að lögum. Frumvarpinu var dreift á Alþingi í dag.

Lýst eftir týndu nefi - tveggja metra langt úr frauðplasti

Risastór snjókarl sem stendur á Ráðhústorgi á Akureyri varð fyrir því óláni um helgina að nefinu hans var stolið. Um er að ræða tveggja metra langt nef úr frauðplasti og standa neðan úr því steypustyrktarjárn sem notuð voru til að festa það við snjókarlinn. Nefið hvart aðfararnótt laugardags en lokið var við gerð snjókarlsins daginn áður.

Meirihluti vill kosningar um Icesave

Um 62% telja eðlilegt að íslenska þjóðin fái að segja álit sitt á nýjasta Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ofbeldið nátengt skemmtanalífinu

„Á meðan við höfum skemmtanalífið í þeirri mynd sem það er í í dag, þá höfum við ofbeldi af einhverju tagi," segir Stefán Eirísson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Stefán er á meðal frummælenda á málfundi sem Samtök verslunareigenda við Laugaveg og Íbúasamtök miðborgar boða til í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan sex í dag.

Þyrlan við æfingar á Vestfjörðum

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á laugardagskvöld þátt í sjóbjörgunaræfingu með félögum í Björgunarfélagi Ísafjarðar, Tindum í Hnífsdal og Vestfjarðadeild Björgunarhundasveitar Íslands. Fór TF-LÍF frá Reykjavík klukkan hálfátta og lenti á Ísafirði um klukkustund síðar.

Líf nútímavæðir Kvennadeild Landspítalans

Um 70% kvenna á Íslandi fæða börn sína á Kvennadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss. Líf, styrktarfélag Kvennadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, stendur fyrir landssöfnun þann 4. mars á Stöð 2. Markmið söfnunarinnar er að nútímavæða deildina sem um langt árabil hefur liðið fyrir bágan húsa- og tækjakost.

Sverrir Jakobsson hlaut 1,6 milljón króna styrk

Sverrir Jakobsson, aðjunkt í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr sjóði Selmu og Kays Langvads. Stjórn sjóðsins afhenti styrkinn á skrifstofu rektors, föstudaginn 4. febrúar. Styrkurinn er veittur til að efla samskipti og rannsóknasamstarf Háskóla Íslands við danskar stofnanir og háskóla.

Sól á Suðurlandi krefst svara frá Flóahreppi

„Sól á Suðurlandi fer fram á skýr og nákvæm svör frá sveitarstjóra Flóahrepps um hvaða framkvæmdir hafa tafist vegna synjunar umhverfisráðherra á skipulagi. Heimamenn í Flóa sjá ekki annað en að áætlaðar framkvæmdir séu í fullum gangi. Hvað Urriðafossvirkjun sjálfa varðar hefur hún ekki tafist vegna skipulagsmála, heldur fjölmargra annarra atriða, eignarnáms, stjórnsýslukæru vegna vatnsveitu og ekki síst fjárskorts Landsvirkjunar sem enn hefur ekki getað tryggt fjármögnun Búðarhálsvirkunar, þar sem öll leyfi liggja fyrir og enginn ágreiningur er um. “ Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sól á Suðurlandi hafa sent frá sér.

Hæstiréttur hafnar kröfu um endurupptöku

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Gísla Tryggvasonar, lögmanns og fyrrum frambjóðanda til stjórnlagaþings, um að taka aftur upp kæru vegna kosninganna til stjórnlagaþings. Gísli hefur móttekið bréf þessa efnis frá Hæstarétti.

Verða að setja kirkju að veði fyrir gjöldum

„Gera verður kröfu til þess að Söfnuður Moskvu-patríarkatsins lúti sömu lóðaskilmálum og allir aðrir,“ segir í umsögn sem borgarráð samþykkti og varðar lóða­leigu til rússnesku rétttrúnaðar­kirkjunnar.

Fundu fíkniefni á Litla Hrauni

Fíkniefni fundust hjá fanga á Litla Hrauni á föstudaginn. Um var að ræða efni í neysluskammti. Fanginn hafði fengið heimsókn frá gesti skömmu áður en fíkniefnin fundust.

Bannar Bylgjunni að spila tónlist sína

Tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson hefur ákveðið að banna útvarpsstöðinni Bylgjunni að spila tónlist frá og með þriðjudeginum í næstu viku. Jóhann segir að höfundaréttur sé eignaréttur og því geti höfundur tekið ákvörðun um hvort hann leyfi afnot af verkum sínum eða ekki.

Kynna undirskriftasöfnun gegn Icesave

Fjórtán manns sem standa á bak við undirskriftarsöfnun gegn Icesave-samningunum kynntu málstað í Þjóðmenningarhúsini nú rétt fyrir hádegið. Söfnun undirskrifta fer fram á vefsíðunni Kjósum.is en þar hafa nú safnast á tólfta þúsund undirskrifta.

Á þriðja hundrað ökumenn stöðvaðir í átaki

Tvö hundruð og fimmtíu ökumenn voru stöðvaðir í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar um helgina. Einn þeirra reyndist ölvaður við stýrið og sex til viðbótar var gert að hætta akstri en þeir höfðu sömuleiðis neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum. Lögreglan segir jafnframt að ljósabúnaði allmargra ökutækja hafi verið áfátt en lögreglan hvetur ökumenn til að hafa hann alltaf í lagi.

Fjórðungur kvenna á Skagaströnd í heilsuátaki

Mikill fjöldi kvenna á Skagaströnd tekur nú þátt í sérstöku heilsuátaki sem þar stendur yfir. Ríflega fimm hundruð manns búa í sveitarfélaginu, þar af helmingurinn konur, en 63 konur taka þátt í heilsuátakinu. Yngsta konan er í kring um tvítugsaldurinn en sú elsta um sjötugt. Það er því fjórðungur þeirra kvenna sem býr á svæðinu sem mætir í þolfimi, jóga og zuma í því skyni að bæta heilsu og auka lífsgæði.

Íbúar í Dölum mótmæla skertri löggæslu

Fulltrúar íbúa í Dölunum afhentu Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra undirskriftalista með 14 hundruð nöfnum heimamanna á ellefta tímanum í morogun, þar sem þeir mótmæla skertri löggæslu í héraðinu. Nú stendur til að leggja niður eina stöðugildi lögreglumanns í Búðardal, en þá verða 80 kílómetarr i næstu lögreglu, sem er í Borgarnesi. Þessu mótmæla heimamenn með þessum hætti.

Þörf á varanlegri lausnum

Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, hefur staðið í ströngu síðustu vikur og mánuði þar sem hugmyndir meiri­hlutans um endurskipulagningu í skóla- og frístunda­málum borgarinnar hafa mætt nokkurri mótstöðu í hópi starfsfólks skólanna og foreldra skólabarna. Meðal þess sem er gagnrýnt er upplýsingaflæði um þær hugmyndir sem eru í gangi, sem og hvernig megi standa vörð um að breytingarnar komi ekki niður á faglegu starfi.

Dró sér fé úr Hraðkaupum

Tæplega þrítugur karl hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé í verslun 10-11, Hraðkaupum í Leifsstöð, þegar hann var þar starfandi.

Mesti snjór í heila öld í Suður-Kóreu

Mesta snjókoma í heila öld skall á austurströnd Suður Kóreu um helgina. Hundruðir húsa hafa fallið saman undan snjóþunganum og tólf þúsund hermenn hafa verið gerðir út af örkinni til að aðstoð fólk. Veðurfræðingar spá enn meiri snjókomu á næstu klukkustundunum. Miklar vetrarhörkur hafa verið á svæðinu í vetur og var janúarmánuður sá kaldasti frá árinu 1960. Á einum var 80 sentimetra jafnfallinn snjór yfir öllu í nótt sem er það mesta frá upphafi mælinga.

Innanríkisráðuneytið leiðréttir Saving Iceland

Innanríkisráðuneytið segir að í nýbirtri skýrslu náttúruverndarsamtakanna Saving Iceland sé að finna ranga staðhæfingu um samskipti innanríkisráðherra og embættis ríkislögreglustjóra.

Lögregla barði á mótmælendum í Bahrain

Átök brutust út á meðal lögreglu og mótmælenda í arabaríkinu Bahrain í morgun en þar hafði verið boðað til mótmæla í dag eins og víðar á svæðinu. Sjónarvottar segja að lögregla hafi notað táragas og gúmmíkúlur til þess að dreifa mannfjöldanum sem safnast hafði saman í bænum Newidrat. Shía múslímar eru í meirihluta í landinu en því er hinsvegar stjórnað af Súnní múslimum og í kjölfar mótmælanna í Egyptalandi hafa þær raddir, sem vilja aukinn veg Shía, gerst háværari.

Morðóði hnífamaðurinn leiddur fyrir dómara

Maður sem grunaður er um að hafa myrt fjóra í New York um helgina kom fyrir rétt í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaðu í gæsluvarðhald. Talið er að maðurinn sem er 23 ára gamall, hafi stungið fósturföður sinn, fyrrverandi kærustu og móðir hennar til bana á sólarhrings tímabili.

Hreindýr valda hættu - kort

Hreindýr hafa valdið hættu á vegum undanfarið. Náttúrustofa Austurlands og Vegagerðin vilja því vara vegfarendur sérstaklega við þremur svæðum þar sem hættuástand hefur verið viðvarandi: Á Hárekssstaðaleið, á Fagradal og í Lóni. Mikilvægt er að vegfarendur geri sér grein fyrir að hreindýrin geta þvælst víðar um vegi Austurlands. Ástandið er verst þegar hálka er á vegum í myrkasta skammdeginu. Á vef Vegagerðarinnar er hægt að skoða kort þar sem sést betur hvar er búist við að hreindýr séu á ferli við vegi. Smellið hér til að skoða. http://www.na.is/index.php?option=com_content&view=article&id=253&Itemid=149

Olíuleki: Hreinsun lauk á miðnætti

Slökkviliðsmenn og starfsmenn Olíudreifingar luku hreinsunarstarfi við Olíubryggjuna í Örfyrisey í Reykjavík um miðnætti, en talið er að umþaðbil tvö þúsund lítar af svartolíu hafi lekið þar í sjóinn þegar verið var að dæla olíu um borð í togarann Eldborgu.

Hálka og éljagangur - Færð á vegum

Á Suðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja nokkuð víða. Meðal annars er hálka og éljagangur á Hellisheiði og í Þrengslum. Flughált er austan við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum og ofan við Flúðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni um færð og ástand vega.

Kóngurinn stamandi rúllaði upp BAFTA

Kvikmyndin The King's Speech var sigursæl á BAFTA verðlaununum sem fram fóru í gærkvöld. BAFTA verðlaunin eru eru einskonar óskarsverðlaunahátíð Breta. The Kings Speech fékk 14 tilnefningar og vann á endanum í sjö flokkum, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikara í aðalhlutverki, Colin Firth.

Egypski herinn ætlar að banna verkföll

Mótmælendurnir á Frelsistorginu í Kaíró hafa nú yfirgefið svæðið. Þær þúsundir sem verið hafa á torginu síðustu daga til þess að mótmæla stjórn Hosni Mubaraks í Egyptalandi hafa flestar haldið heim á leið.

Óvenjurólegt hjá löggunni

Óvenju rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og úköll teljandi á fingrum annarar handar, sem er afar fátítt, að sögn lögreglunnar. Fangageymslurnar eru líka tómar. Eina undantekningin var að ökumaður var tekinn úr umferð eftir akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis.

Íslenskir togarar mokveiða við Noreg

Fjórir íslenskir frystitogarar eru nú að mokveiða þorsk við Norður Noreg, samkvæmt samningum um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir við Norðmenn.

Enn stefnir í verkfall

Allt virðist stefna í verkfall starfsmanna fiskimjölsverksmiðja eftir einn og hálfan sólarhring og komu síðustu skipin inn til löndunar í Eyjum í gærkvöldi.

Átta sluppu vel í bílveltum

Ökumaður og þrír farþegar sluppu nær ómeiddir þegar bíll valt í mikilli hálku út af Vesturlandsvegi norðan við Akrafjall í gærkvöldi og valt þrjár veltur.

Skjálftahrina í Langjökli

Enn er skjálftavirkni suðaustur af Húsafelli, eða suðvestur undir Langjökli. þar mældist skjálfti á bilinu 2 til 3 á Richter í nótt, en fjórir skjálftar á því styrkleikabili hafa mælst síðastliðnar 48 klukkustundir. Auk þess hafa mælst þar vægari skjálftar. Engar augljósrar skýringar eru á þessari hrynu, sem hófst fyrir helgi.

Ráðuneyti skortir yfirsýn

Tíð ráðherraskipti og stefnubreytingar valda því að innsæi og yfirsýn skortir varðandi þjónustu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsmanna Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.

Stal öllu sem hönd á festi

Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölmarga þjófnaði, gripdeildir og fjársvik.

Nemar spái í stjörnur

Allir grunn- og framhaldsskólar á Austurlandi fengu nýverið afhenta stjörnusjónauka að gjöf. Að verkefninu komu Stjarnvísindafélag Íslands, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og landsnefnd um ár stjörnufræðinnar 2009.

Hafa slegið verulega af kröfum sínum

„Við höfum reiknað með því að mennirnir muni ana út í þetta verkfall og valda starfsfélögum sínum, fyrirtækjum og sam­félaginu stórkostlegu tjóni. Við höfum ekki fundið fyrir neinni ábyrgðar­tilfinningu hjá þeim,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um fyrir­hugað verkfall um áttatíu bræðslumanna sem hefst á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir