Fleiri fréttir

Þurfa ekki leyfi fyrir blindrahundum

Alþingi samþykkti í morgun lagafrumvarp þess efnis að þeir sem eru blindir eða með aðra fötlun geti haldið sérþjálfaða leiðsögu- eða hjálparhunda í fjöleignarhúsum án þess að til þurfi að koma samþykki annarra íbúa í húsinu.

Fordæma vinnubrögð í skólamálum

Stjórn Félags leikskólakennara fordæmir þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við greiningu tækifæra til samrekstrar eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í Reykjavík. Stjórnin segir að þessi vinnubrögð hafi valdið gríðarlegu álagi og óvissu hjá nemendum, foreldrum, skólastjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki leikskólanna í borginni sem ekki sjái fyrir endann á.

Foreldrar harma ákvörðun um sameiningu skóla

Stjórn Foreldrafélags Hvassaleitisskóla harmar þá ákvörðun menntaráðs Reykjavíkurborgar að falla ekki frá sameiningu Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Í tilkynningu frá stjórninni er ítrekað sú krafa að tillaga um sameiningu skólanna verði dregin til baka og sjálfstæði Hvassaleitisskóla tryggt.

Íslenskt barn fær að leiða leikmann í Meistaradeildinni

Íslensku barni mun gefast kostur á að komast í hóp barna alls staðar að úr Evrópu sem fylgja leikmönnum í úrslitaviðureign Meistaradeildarinnar í knattspyrnu, UEFA Champions League, út á Wembley leikvanginn þann 28. maí næstkomandi. Búast má við því að andrúmsloftið verði rafmagnað þegar úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram, en gera má ráð fyrir að 80 þúsund áhorfendur muni fagna leikmönnunum þegar þeir ganga inn á völlinn í einum mest spennandi knattspyrnuleik ársins.

Sigmundur lauk BS prófi í viðskiptafræði

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, lauk BS prófi frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands árið 2005 með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Þetta kemur fram á vefsíðu Háskóla Íslands.

Ætla sér að ganga frá nýjum samningum í dag

Samningamenn Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins halda fast við að ganga frá nýjum kjarasamningum klukkan korter yfir fimm í dag, þótt enn sé óljóst hvort samið verður til skamms tíma eða þriggja ára.

Lilju virðist hafa snúist hugur

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld útilokaði Lilja Mósesdóttir ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Í upphafi þingfundar í dag sagði hún þetta mikla spunafréttamennsku. Hins vegar vakti athygli að í máli hennar kom ekki fram að hún væri hætt að íhuga stofnun nýs flokks.

Rafræn inneignarkort til bágstaddra - engir matarpokar

Hjálparstarf kirkjunnar ætlar að gera róttækar breytingar á mataraðstoð sinni hérlendis um næstu mánaðarmót, meðal annars með því að úthluta rafrænum inneignarkortum en ekki matarpokum eins og tíðkast hefur.

Upp úr sauð milli Ólínu og Ástu Ragnheiðar

Það voru snarpar umræður um störf forseta Alþingis á þingfundi í morgun. Ólína Þorvarðardóttir sté í pontu og gerði athugasemd við málflutning Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hún taldi að hefði borið á sig sakir.

Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt

Ný heildarlög um fjölmiðla voru samþykkt á Alþingi fyrir stundu með 30 atkvæðum gegn 14. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði einn þingmanna grein fyrir atkvæði sínu en hann var frumvarpinu mótfallinn. Gagnrýndi hann sérstaklega að þar væri ekki tekið á eignarhaldi á fjölmiðlum.

Sorphirðureglan brugguð á laun

Húseigendafélagið skorar á borgaryfirvöld að hverfa frá hinni svokölluðu „15 metra reglu" vegna sorphirðu í Reykjavík. „Er skorað á borgaryfirvöld að taka sönsum og auka hvorki vanda sinn né borgarbúa frekar en orðið er með fyrirhyggjuskorti, hörku og óbilgirni í þessu viðkvæma máli," segir í ályktun aðalfundar félagsins, sem haldinn var 14. apríl. Til vara er skorað á borgaryfirvöld að slá gildistöku reglunnar á frest í minnst ár, þannig að hægt sé að kanna hvort lagastoð sé fyrir reglunni „... og ef svo reynist að tóm gefist til að undirbúa breytinguna sómasamlega með lengri aðdraganda, eðlilegu samráði og betri og markvissari undirbúningi, sem er forsenda sáttar og góðra siða og reglna. Verði þessi ósköp og endaleysa keyrð í gegn með óhjákvæmilegu klúðri og vandræðaástandi og verði 15 metra reglan ekki talin hafa stoð í lögum þá er illu verr af stað farið en heima setið," segir í ályktuninni. Gjaldtaka vegna sorphirðu ef sorptunnur eru staðsettar fjær götu en 15 metrum, hefst þann 1. maí. Gildistöku reglunnar hafði áður verið frestað vegna mikillar óánægju. Í greinargerð sem fylgir með ályktunin Húseigendafélagsins segir meðal annars: „Þessi regla var brugguð á laun án nokkurs samráðs við íbúa Reykjavíkur, húseigendur og félög og samtök þeirra. Ljóst er að staðsetning sorpíláta er víða fastbundin og njörvuð af skipulagi og byggingarskilmálum og nauðsynlegt er í mörgum tilvikum að fá formlegt leyfi byggingaryfirvalda fyrir breytingum. Það tekur tíma, fyrirhöfn, snúninga og kostar fé. Sums staðar eru breytingar óframkvæmanlegar.“

Fréttaskýring: Enn enginn augljós keppinautur Obama

Kosningabarátta repúblikana fyrir forsetakosningarnar að hefjast. Enn er enginn stakur frambjóðandi líklegri en aðrir. Meirihluti almennings ósáttur við núverandi valkosti. Obama safnar metfjárhæðum til að verja forsetastólinn.

Fréttablaðið blæs til veislu á morgun

Fréttablaðið verður 10 ára þann 23. apríl. Af því tilefni er efnt til mikillar afmælishátíðar fyrir lesendur í Perlunni á morgun frá klukkan 13-16.

Guðfríður Lilja aftur formaður félags- og tryggingamálanefndar

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, hefur tekið við formennsku í félags- og tryggingamálanefndar Alþingis. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, tilkynnti þetta við upphaf þingfundar í morgun. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tók nýlega sæti á Alþingi að nýju eftir barnseignarleyfi. Hún var formaður nefndarinnar áður en hún fór í barneignaleyfi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður varaformaður nefndarinnar.

Jórdanir rétta yfir skopmyndateiknara

Jórdanskur dómstóll hefur krafist þess að skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard verði viðstaddur réttarhöld yfir honum sem eru að fara að hefjast í höfuðborg landsins, Amman.

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í Hörpu

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í dag úr Háskólabíói yfir í Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Að þessu tilefni ákvað hljómsveitin að ganga fylktu liði frá Hagatorgi niður í Hörpu. Margrét Ragnarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, segir að undirbúningur að flutningnum hafi staðið yfir í nokkurn tíma. Nú séu menn hins vegar að undirbúa opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í Hörpu sem verða 4. maí næstkomandi.

Sýknaður af ákæru um brot gegn syni

Hæstiréttur hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn syni sínum. Manninum var gefið að sök að hafa á árinu 2009 farið upp í rúm til sonar síns, sem var í heimsókn hjá föður sínum, og brotið þar gegn honum með ýmsum kynferðislegum athöfnum, þar á meðal með því að fróa honum.

Myrti hjón í Danmörku

Lögreglan í Óðinsvé í Danmörku leitar nú að morðingja sem varð hjónum að bana, sennilega á miðvikudagskvöldinu.

Elsti maður heims deyr 114 ára gamall

Elsti maður veraldar lést á dögunum en hann var 114 ára gamall. Maðurinn hét Walter Breuning og var fæddur árið 1896 í Minnesota í Bandaríkjunum.

Miniar táknar hluta af mér sem áður var falinn

"Í fyrsta skiptið sem ég kynnti mig sem karlkyns, í fyrsta skipti sem ég leyfði mér að vera ég sjálfur, þá var það undir nafninu Miniar," segir Hans Miniar Jónsson. Mannanafnanefnd hafnaði nafninu Miniar og því fær hann ekki að bera það í opinberum skrám. "Þegar ég síðar kom út úr skápnum í gegn um netiið fór ég að nota það nafn meir og meir, og það varð að stórum hluta af mér sjálfum. Það er þess vegna sem það er nokkuð sárt að því var neitað," segir hann. Vísir greindi frá höfnun mannanafnanefndar í gær. Þá kom fram að Hans Miniar er á lokastigum kynleiðréttingarferlis en sem barn var hann nefndur Hólmfríður. Heimilt er að sækja um nafnabreytingu einu sinni á lífsleiðinni og til stóð að Hans Miniar myndi sækja um að fá nafni sínu breytt í það nafn sem hann gengur nú undir. Það er táknræn saga á bak við nafnið Miniar. "Orðið kemur upprunalega úr forn-tíbetsku og þýðir sá sem er falinn eða gleymdur. Það var táknrænt fyrir mér fyrir það að ég var ennþá að stórum hluta í felum með þetta, en einnig fyrir það að ég var að sýna hluta af mér sem ég hafði áður falið," segir Hans Miniar, sem ætlar þrátt fyrir höfnun mannanafnanefndar að nota Miniar-nafnið áfram. Sem barn var hann nefndur Hólmfríður, í höfuðið á föðurömmu sinni. "Það var einhvern veginn rökrétt að fara í akkúrat hina áttina og taka nafn móðurafa míns í staðinn. Þaðan kemur Hans nafnið alla vega," segir Hans Miniar. Hann er búinn að bíða lengi eftir því að fara í aðgerð þar sem brjóstin eru numin brott. Nú er komin dagsetning á stóra daginn, og þann 5. maí fer Hans Miniar í síðustu aðgerðina sína vegna kynleiðréttingarinnar, hið minnsta þar til tæknin gerir það kleift að endurgera kynfæri karla með áhrifaríkari hætti en nú er gert.

Hvað ertu eiginlega menntaður, Sigmundur?

"Hvað ertu eiginlega menntaður, Sigmundur?," spyr blaðamaður Fréttatímans vegna misvísandi upplýsinga sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sett fram um menntun sína. Fréttatíminn fjallar um menntun Sigmundar Davíðs í dag en formaðurinn svaraði ekki fyrirspurn um nákvæma menntun hans. Aðstoðarmaður formannsins gerði það ekki heldur, og þakkaði blaðamanni einfaldlega fyrir ábendinguna þegar hann var inntur eftir svörum. Í Fréttatímanum kemur fram að Sigmundur Davíð hefur orðið minnst fjórsaga um menntun sína. "Á vef Alþingis er menntun Sigmundar Davíðs framhaldsnám í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla. Hvergi er minnst á doktorsgráðu eða skipulagshagfræði þar. Þetta verður síðan flóknara þegar kemur að tengslanetsíðunni Linked-in. Þar er hann skráður sem independent Architecture and Planning Professional sem menntaði sig í Oxford-háskóla á árunum 1995 til 2007. Aftur svolítið ruglingslegt því á Alþingissíðunni er hann búinn að læra stjórnmálafræði og í Morgunblaðinu árið 2009 er hann að fara að verja doktorsritgerð sína í Oxford jafnvel þótt hann hafi lokið námi þaðan árið 2007 samkvæmt Linked-in. Til að kóróna hringavitleysuna titlar hann sig á Facebook sem skipulagshagfræðing, menntaðan í Oxford-háskóla í hagfræði og hagrænni landafræði.“ Sjá umfjöllun Fréttatímans í heild sinni.

Rabbíni káfaði á konu í flugvél

Tæplega fimmtugur Rabbíni var gripinn glóðvolgur í flugi frá Ísrael til Bandaríkjanna þegar hann káfaði á sessinauti sínum sem hann hélt að væri sofandi.

Nærstaddir björguðu lífi manns á Brjánslæk

Karlmaður fékk hjartastopp á Brjánslæk við Breiðafjörð undir kvöld og féll í ómegin. Svo vel vildi til að nærstaddir kunnu skyndihjálp og tókst þeim að vekja hjartslátt í manninum aftur.

Flestir flytja til Noregs

319.100 manns bjuggu á Íslandi í lok 1. ársfjórðungs 2011, þar af 160.300 karlar og 158.800 konur. Landsmönnum fjölgaði um 600 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 21.400 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 203.000 manns. Á 1. ársfjórðungi 2011 fæddust 1.100 börn, en 540 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttu 15 einstaklingar frá landinu umfram aðflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 270 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 260 fleiri en þeir sem fluttu frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttu frá landinu. Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttu 320 manns á 1. ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttu 620 íslenskir ríkisborgarar af 840 alls. Af þeim 380 erlendu ríkisborgurum sem fluttu frá landinu fóru flestir til Póllands, 160 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (240), Noregi (130) og Svíþjóð (60), samtals 420 manns af 570. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttu 170 af alls 640 erlendum innflytjendum. Litháen kom næst en þaðan fluttu 45 erlendir ríkisborgarar til landsins.

Órói í Búrkína Fasó

Mikill órói er í hernum í Búrkína Fasó en skothvellir hermanna heyrðust nærri forsetahöllinni í höfuðborg landsins í gær.

Ítali myrtur í Palestínu

Ítalskur aðgerðarsinni fannst myrtur í húsi í Palestínu en honum hafði verið rænt af herskáum íslamistum, sem eru tengdir Al-Kaída samtökunum, sem vildu fá leiðtoga sinn lausann, en hann var handtekinn í síðasta mánuði.

Matarúthlutun hjálparstarfs - nýtt fyrirkomulag kynnt

Hjálparstarf kirkjunnar hefur boðað til blaðamannafundar klukkan half ellefu þar sem kynntar verða „róttækar breytingar á mataraðstoð sinni til samræmis við kröfur samfélagsins, skjólstæðinga og ráðamanna,“ eins og það er orðað í tilkynningu. Yfirskrift boðunar á fundinn er „Matarpakkar úr sögunni“ en á fundinum verður skýrt frá því hvaða fyrirkomulag tekur við í staðinn. Birtar verða fréttir af því hvað tekur við, um leið og þær berast. Sem kunnugt er hefur núverandi fyrirkomulag um biðraðir hjá hjálparstofnunum vegan mataraðstoðar verið gagnrýndar mjög og virðist Hjálparstarf kirkjunnar nú hafa brugðist við þeirri gagnrýni.

Þýska þyrlan biluð

Þyrlan, sem þýska flotadeildin, sem kom til Reykjavíkur í gærmorgun, ætlaði að lána Landhelgisgæslunni á meðan á heimsókninni stæði, er enn um borð í einu herskipanna.

Pottaslys í Grímsnesi

Norskur ferðamaður, sem ætlaði að gista í orlofshúsi í Grímsnesi ásamt samferðamönnum sínum, hrasaði illilega og handleggsbrotnaði þegar hann var að stíga upp úr heitum potti um tvö leytið í nótt.

Vilja að Ásmundur Einar segi af sér

Félagsfundur svæðisfélags Vinstri grænna á Vestfjörðum, sem haldinn var í gærkvöldi, skorar á Ásmund Einar Daðason, þingmann flokksins í Norðvesturkjördæmi, að segja nú þegar af sér þignmennsku.

Úrslitastundin í dag

Gengið verður frá kjarasamningum Alþýðusambandsins (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) í dag. Hvort samningarnir verða til nokkurra vikna eða þriggja ára ræðst af því hvort samkomulag næst í dag við ríkisstjórnina um sjávarútvegsmál, samgönguframkvæmdir og fleiri mál, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Ekki fararsnið að sjá á Gaddafí

Ekkert fararsnið virðist á Múammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu, þrátt fyrir loftárásir aðildarríkja Atlandshafsbandalagsins og uppreisn í landinu. Gaddafí ók í gær um höfuðborgina Trípólí í brynvörðum jeppa og steytti hnefann í átt að himni.

Þremenningar ætla að starfa eftir stefnu VG

Þrír þingmenn sem gengið hafa úr þingflokki Vinstri grænna eru að íhuga að stofna nýjan þingflokk. Þau ætla að styðja ríkisstjórnina í málum sem eru í samræmi við stefnu Vinstri grænna.

Sjá næstu 50 fréttir