Fleiri fréttir

Fjórir gistu fangageymslur vegna líkamsárásar

Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar á Selfossi í nótt vegna líkasmárásar fyrir utan veitingastaðinn Hvíta húsið. Þar varð ágreiningur milli manna sem endaði með því að einn maður var laminn nokkuð illa að sögn lögreglunnar. Talið er að hann hafi úlnliðsbrotnað. Hann var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi og svo á slysadeild í Reykjavík til nánari skoðunar. Lögreglan segist ekki vita hver þáttur hvers og eins af þessum fjórum í árásinni hafi verið. Málið verður rannsakað og rætt við mennina í dag.

Banaslys á Möðrudalsöræfum

Ökumaður lést í bílveltu í Langadal á Möðrudalsöræfum snemma í morgun. Tveir voru í bílnum og sá sem lifði slysið af gerði lögreglu viðvart. Lögreglan á Egilsstöðum segir að ekki liggi fyrir hvers vegna bíllinn valt.

Vel smurt ofan á grunnlaunin

Næstum 500 þúsund króna munur er á lægstu grunnlaunum sérfræðinga í Stjórnarráðinu og hæstu heildarlaunum sérfræðinga. Almennt er mikill munur á grunnlaunum og heildarlaunum starfsmanna Stjórnarráðsins.

Íslendingar höfnuðu Icesave

Tæp 60 prósent Íslendinga greiddu atkvæði gegn Icesave samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Talningu er lokið í öllum kjördæmum. Hvarvetna var öruggur meirihluti fyrir því að hafna samningunum. Mest var andstaðan í suðurkjördæmi en þar greiddu um 73% atkvæði gegn samningunum. Minnst var andstaðan við samningana í Reykjavíkurkjördæmi norður en þar greiddu 53% atkvæði gegn samninginum.

Reykjavík suður eina kjördæmið sem segir Já

Reykjavík suður er eina kjördæmið á landinu sem meirihluti er fyrir því að samþykkja Icesave samninginn. Þegar talin hafa verið 10569 atkvæði segja 53,9% já við samningnum og 46,1% segja nei. Á kjörskrá í kjördæminu eru 44.463.

Átti von á að þetta yrði naumt

„Mín tilfinning var sú að þetta væri mjög naumt,“ segir Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem sat í Icesave samninganefndinni fyrir hönd Íslands.

Margrét: Þjóðaratkvæðagreiðslur komnar til að vera

Margrét Tryggvadóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, segir að hún hafi búist við því að niðurstaða Icesave kosningarinnar færi á þann veg sem flest bendir til samkvæmt fyrstu tölum. Að meirihluti hafnaði lögunum. Hún segir mikilvægt að halda áfram að nota beint lýðræði. „Ég myndi vilja nota beint lýðræði meira, og kannski í skemmtilegri málum," sagði Margrét Tryggvadóttir í samtali við RÚV.

Bjarni: Málið áfram í ágreiningi

„Þetta mál snýst ekki um Sjálfstæðisflokkinn og það snýst ekki um mig,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins við RÚV, spurður um stöðuna eftir að fyrstu tölur birtust í kosningunum. Þær sýna að mikill meirihluti hafi hafnað Icesave lögunum.

Steingrímur: Meiri munur en ég átti von á

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa reiknað með eins miklum mun í Icesave kosningunum eins og raun ber vitni samkvæmt fyrstu tölum úr landsbyggðarkjördæmunum. Um 62 prósent hafna samningnum og já segja um 37 prósent.

Jóhanna: Vissulega vonbrigði

"Mér finnst margt benda til þess að Nei-ið verði ofan á í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu, það veldur vissulega vonbrigðum," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, aðspurð um fyrstu viðbrögð við fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Dagur tekur sigurlagið - myndband

Siguratriði Söngkeppni Framhaldsskólanna árið 2011 kemur úr Tækniskólanum í Reykjavík. Það var tvítugur piltur, Dagur Sigurðsson, sem sigraði keppnina en hann söng lagði Helter Skelter eftir Bítlana.

Tækniskólinn í Reykjavík vann Söngkeppnina

Dagur Sigurðsson 20 ára nemandi í Tækniskólanum í Reykjavík bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram á Akureyri í kvöld. Hann söng lagið Helter Skelter eftir Bítlana en hann samdi sjálfur íslenskan texta við lagið.

Segir kosningaúrslitin tvísýn

Sigríður Andersen, hjá Advice hópnum sem berst gegn samþykkt Icesave samningsins, telur að kosningaúrslit verði tvísýn.

Spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu

„Já, ég held að menn séu mjög spenntir að sjá hvernig þetta fer,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, einn af aðstandenum Áfram-hópsins, aðspurður hvort stemming verði á kosningavöku hópsins í kvöld. Meðlimir hópsins ætla að hittast á Póstbarnum við Austurvöll klukkan tíu í kvöld.

Betri kjörsókn í Suðvesturkjördæmi en í fyrra

Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi klukkan 20:00 í kvöld var 61,5% og höfðu 37.264 kosið. Í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra höfðu ívið færri kosið eða um 33 þúsund manns á sama tíma eða 55,6%. Kjörsókn í síðustu alþingiskosningum var þó töluvert betri eða 71,2%.

Slökkvistarfi lokið í Grafarvogi

Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í flokkunarstöð Sorpu í Grafarvogi fyrr í kvöld. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út í kvöld þegar eldboðið barst. Slökkvistarf tók um klukkutíma, en tveir menn munu vakta svæðið fram eftir kvöldi.

Bein útsending frá söngkeppninni

Vísir sendir beint frá söngkeppni framhaldsskólanna í kvöld. Útsendingin er hafin og hægt er að horfa með því að smella á „Horfa á myndskeið með frétt“.

Steingrímur fundar með blaðamönnum um Icesave

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hyggst hitta blaðamenn til að ræða væntanlega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallaða Icesave-samninga. Fundurinn fer fram á morgun klukkan 11.

Allt tiltækt slökkvilið í Gufunesi

Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað að sorpstöðinni í Gufunesi þar sem eldur kom upp nú fyrir stundu. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hve mikill eldurinn er.

Óvíst hvaða áhrif yfirlýsingar Vigdísar hafa

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands óttast um orðstír Íslands verði Icesave samningarnir felldir og greiddi atkvæði með samningunum. Stjórnmálafræðingur segir þetta sýna á skemmtilegan hátt hvernig málið hreyfir við fólki.

Framsóknarmenn vilja ræða ESB áfram

Tillaga um að slíta viðræðum við Evrópusambandið var felld á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer nú um helgina. Það er óhætt að segja að fundarmenn skiptist í tvær fylkingar varðandi þetta málefni því einungis fimm atkvæði skildu að. Alls greiddu 169 atkvæði gegn tillögunni en 164 greiddu atkvæði með henni.

Stjörnufans á Al Jazeera

Íslenskar stórstjörrnur voru áberandi á arabísku fréttastöðinni Al Jazeera þegar fjallað var um Icesave deiluna í fréttaþætti nú á fjórða tímanum. Þar lýstu þau Birgitta Haukdal söngkona og Egill Ólafsson söngvari skoðunum sínum á málinu. Þá mátti sjá fjölmiðlamanninum Þorfinni Ómarssyni bregða fyrir.

Forsetinn segir ekkert um afstöðu sína

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vildi ekkert segja um það hvernig hann greiddi atkvæði þegar hann var spurður í morgun. Ólafur Ragnar greiddi atkvæði í grunnskólanum á Álftanesi um klukkan ellefu. Hann sagði við fjölmiðlamenn að það væri ekki hefð fyrir því að menn tjáðu sig um atkvæðagreiðsluna sama dag og hún færi fram.

Keikó vill verða forseti í Perú

Keiko Fujimori, dóttir umdeilds fyrrverandi forseta í Perú, á samkvæmt skoðanakönnunum raunhæfa möguleika á öðru sætinu í forsetakosningum í Perú, sem haldnar verða á morgun. Reiknað er með að kosið verði milli tveggja efstu í seinni umferð kosninganna, sem haldnar yrðu í júní.

Birkir endurkjörinn varaformaður

Birkir Jón Jónsson var endurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins á flokksþingi í dag með 77,3% atkvæða. Sturla Jónsson, flutningabílstjóri, hafði lýst yfir framboði í varaformannskjörinu en hlaut 6 atkvæði. Birkir J. hlaut 303 atkvæði.

Bæta skólalóðir og gönguleiðir

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bjóða út verk fyrir yfir 200 milljónir króna á næstunni. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar skapi tímabundin störf sem jafngilda 15 ársverkum.

Fimm létust í skotárás í Hollandi

Fimm létust og ellefu særðust í skotárás í Hollandi í morgun. Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir árásina. Skotárásin varð í smábæ, um 25 kílómetrum frá Amsterdam. Bæjarstjórinn segir að maðurinn hafi skotið á fólkið með sjálfvirkri byssu og svo svipt sjálfan sig lífi. Ekki er vitað um ástæður verknaðarins.

Sigmundur hlaut rússneska kosningu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut rússneska kosningu á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Hann var endurkjörinn með 92% atkvæða. Sigmundur Davíð var sá eini sem hafði lýst yfir áhuga á embætti formannsins, en allir flokksmenn eru í framboði.

Jóhanna búin að greiða atkvæði

Jóhanna Sigurðardóttir greiddi atkvæði í Hagaskóla nú rétt eftir klukkan eitt í dag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafði áður greitt atkvæði utankjörfundar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands greiddi atkvæði um ellefuleytið.

Of langur tími líður að skýrslutöku

Oft líða þrjár til fjórar vikur frá því að börn greina frá kynferðislegu ofbeldi þangað til skýrslutökur hefjast. Slíkt er of langur tími fyrir lítil börn sem eiga erfitt með að greina rétt frá atvikum eftir slíkan tíma. Mjög mikilvægt er að hraða skýrslutökum hjá þeim hópi og að fagaðili tali við þau eins fljótt og auðið er.

Ögmundur ásælist ekki stól Steingríms

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á samleið með félögum sínum í ríkisstjórninni í málefnum tengt Icesave. Þetta segir hann í nýjasta pistli á vefsíðu sinni. Þar gerir hann fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga að umræðuefni og samskipti sín við samherja í VG.

Amast ekki við eftirliti í klefum

Ekki er ástæða til að gera athugasemdir við notkun eftirlitsmyndavéla í fangaklefum sem nýttir eru til að vista handtekna menn í stuttan tíma að mati Persónuverndar.

Örlagaríkt einkanúmer

„Þegar ég var á sjó í gamla daga kölluðu strákarnir mig Svera, til að stytta nafnið,“ segir Sverrir Arnar Baldursson, en hann keyrir um bæinn á Volvo með einkanúmerið SVERI. Númeraplatan hefur reynst örlagavaldur í lífi Sverris. Hann stofnaði fyrirtækið Sveri ehf. fyrir tveimur árum, en það starfar í fæðubótarefnabransanum. Hann valdi númeraplötuna þó ekki sjálfur.

Kjörsókn betri en fyrir ári

Kjörsókn hefur verið töluvert betri í morgun en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave lögin í mars í fyrra. Ólafur Ragnar Grímsson forseti greiddi atkvæði á Álftanesi klukkan ellefu í morgun.

Halda Gauraflokkinn í fimmta sinn

KFUM verður með sérstakan sumarbúðahóp fyrir drengi með ADHD og skyldar raskanir í Vatnaskógi í fimmta sinn í sumar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir plássi í þessum sérhóp á undanförnum árum, segir Ársæll Aðalbergsson hjá Vatnaskógi. Hann segir að Vatnaskógur sé nýfarinn að taka á móti umsóknum og það séu þegar nokkrar komnar.

Íraksrannsókn ljúki fyrir 1. desember

Utanríkismálanefnd telur nauðsynlegt að rannsóknarnefnd um stuðning íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið fari yfir 25 skjöl í utanríkisráðuneytinu sem varða málið og leynd hvílir yfir. 67 af 92 skjölum ráðuneytisins um Íraksmálið voru birt opinberlega í nóvember. Leyndin á skjölunum 25 er til komin þar sem þau varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir eða eru vinnuskjöl.

Rannsaka tvö kynferðisbrotamál gegn sama brotaþola

Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi hefur til rannsóknar tvö mál er snúa að kynferðisbrotum gegn ungmenni. Lögreglan segir að málin tengist ekki að öðru leyti en því en að þau beinist gegn sama ungmenninu. Meintir brotamenn þekkjast ekki svo vitað sé og eru búsettir í sitthvoru sveitarfélaginu.

Vélhjólagengi ætlar að láta greipar sópa í skotvopnaverslun

Lögregla lét verslanir á landinu sem selja skotvopn nýlega vita af því að hún teldi hérlent vélhjólagengi ætla að komast yfir slík vopn með ólöglegum hætti. Voru verslunareigendur hvattir til að huga sérstaklega að öryggismálum sínum vegna þessa.

Kjörstaðir opnaðir

Íslendingar greiða atkvæði um Icesave-lögin í dag. Kjörstaðir opnuðu um allt land klukkan níu í morgun en nú þegar hafa um það bil tuttugu og fjögur þúsund manns greitt atkvæði utankjörfundar um allt land. Þar af voru fimmtán þúsund atkvæði greidd í Reykjavík. Tæplega þrjú þúsund Íslendingar greiddu atkvæði í Laugardalshöll í gær.

Samkomulag um fjárlög

Repúblikanar og demókratar náðu í nótt samkomulagi um bráðabirgðafjárlög Bandaríkjanna, um klukkustund áður frestur til þess að samþykkja fjárlögin rann út. Samkomulag er um að skera niður um 38 milljarða bandaríkjatala á árinu allt til 30. september. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði af þessu tilefni að niðurskurðurinn yrði sársaukafullur. Hann sagði að um væri að ræða mesta niðurskurð í sögunni, en Bandaríkjamenn yrðu að fara að sníða sér stakk eftir vexti.

Portúgal þarf 80 milljarða

Fjármálafróðir embættismenn Evrópusambandsins munu sitja næstu vikurnar við að reikna út hve mikið fé portúgalska ríkið þarf í aðstoð frá ESB til að geta staðið við skuldbindingar sínar næstu mánuði og misseri.

Vilja rannsaka blý í börnum

Verið er að leggja drög að nokkuð umfangsmikilli rannsókn þar sem leitað verður að þungmálmum í hári barna á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri. Hugmyndin að rannsókninni er tilkomin vegna mengunar frá sorpbrennslum í sveitarfélögunum þremur.

Sjá næstu 50 fréttir