Fleiri fréttir

Rafiðnaðarsambandið vill deiluna til ríkissáttasemjara

Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands hefur lagt til að kjaradeilu sambandsins verði vísað til ríkissáttasemjara. Í ályktun sem miðstjórn samþykkti leggur hún til við þing sambandsins, sem kemur smaan á morgun, að kjaradeilu vegna almenna kjarasamnings sambandsins og kjarasamninga sem eru tengdir þeim samning verði vísað nú þegar til ríkissáttasemjara. Miðstjórn telur að þau stéttarfélög sem hafa staðið að gerða þessa samnings stefni sem fyrst á allsherjarverkfall. Þegar hafa Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Landsamband verslunarmanna hafa öll ásamt félögum flugvirkja og flugumferðarstjóra vísað deilum sínum til Ríkissáttasemjara. Í ályktun miðstjórnar Rafiðnaðarsambandsins segir að Samtök atvinnulífsins hafi gripið reglulega inn í kjaraviðræðurnar vegna sérdeilu sem Landssamband íslenskra útvegsmann á við stjórnvöld. "Rafiðnaðarsambandið er ásamt flestum öðrum stéttarfélögum ekki samningsaðili gagnvart LÍÚ. Með þessu hátterni hefur LÍÚ komið í veg fyrir að launafólk fái réttmætar launahækkanir og að atvinnulífið nái tilbaka eðlilegum styrk. Þetta lýsir óbilgirni sérhagsmunahóps sem beitir purkunarlaust fyrir sig almennu launafóli sem býr við skertan kaupmátt, á meðan útgerðarmenn hagnast á slakri stöðu krónunnar. Þeirra hagsmunir eru augljóslega fólgnir í að viðhalda þessari stöðu sem lengst og jafnframt því að verja stöðu sína í veiðiréttindamálum. En um það ríkja ákaflega misjafnar skoðanir meðal fólks og óbilgjarnt að tengja það saman við kjarabaráttu launamanna,“ segir í ályktun miðstjórnar.

Hafna skýringum vísindamanna

Ryanair flugfélagið hafnar algerlega fullyrðingum sem fram koma í skýrslu danskra og íslenskra vísindamanna um að eðlilegt hafi verið að setja flugbann þega Eyjafjallajökull gaus í fyrra. Þetta kemur fram á vefnum Air & Business Travel News.

Bílastæðagjöld við Leifsstöð hækka um 50%

Bílastæðagjöld við Leifsstöð hækkuðu um tæp fimmtíu prósent 15.apríl síðastliðinn. Framkvæmdastjóri FÍB segir þetta ósvífna hækkun hjá fyrirtæki í einokunarstöðu einmitt þegar vertíð ferðalaga til útlanda er að hefjast Þetta kemur fram á fréttavef FÍB. Þar segir að gjald fyrir 10 daga afnota af langtímabílastæði við Leifsstöð sé nú 7.400 krónur en var áður rúmar fimm þúsund krónur. Gjaldið hafi því verið hækkað um tæplega 50% á einu bretti. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir hækkunina ósvífna. „Þetta gerðist án þess að nokkur tilkynning væri send út eða reynt að skýra hvers vegna menn eru að hækka gjöldin um þessar stóru upphæðir, og þetta er auðvitað mjög ámælisvert og við teljum að stjórnvöld muni skoða þetta sérstaklega í ljósi þess að þarna er um að ræða bílastæði sem eru í boði, þeir hafa þarna einokunarstöðu þar sem það eru engin önnur bílastæði í boði við flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir hann. Þá segir hann tímasetninguna ekki síður slæma. „Menn virðast sæta lagi núna þegar ferðamannavertíðin er að hefjast og koma inn með þessar miklu hækkanir, þvert á þá þróun sem menn vilja vera að sjá á verðlagi hér innanlands þá er þetta mjög alvarlegt að gera þetta með þessum hætti,“ segir Runólfur.

Bretar vilja ekki mæta Íslendingum í dómsal

Greinarhöfundur breska blaðsis Financial Times segir bresk stjórnvöld ekki hafa áhuga á málaferlum gegn íslandi vegna Icesave málsins. Slík málaferla gætu valdið því að bretar stæðu berskjaldaðir gagnvart sambærilegum kröfum ef upp kæmi kerfisvandamál í breska bankakerfinu.

Víðtæk verkföll gætu verið framundan

Víðtæk verkföll gætu skollið á innan tveggja til þriggja vikna ef óvæntur kraftur færist ekki í kjaraviðræður. Nokkur stór verkalýðsfélög hafa vísað málum sínum til Ríkissáttasemjara sem er undanfari þess að boðað verði til vinnustöðvunar.

Háskólalestin fer af stað um helgina

Háskóli Íslands ræsir svokallaða Háskólalest á föstudaginn kemur en í tilefni af aldarafmæli skólans mun hann ferðast um landið með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í Háskólalestinni verða viðburðir og vísindi, fjör og fræði.

Gunnar bjartsýnn á niðurstöðuna

Skýrslutökum yfir Gunnari Þorsteinssyni í Krossinum lauk um ellefuleytið í morgun. Hann hafði mætt á lögreglustöðina á Hverfisgötu til að gefa skýrslu vegna ásakana nokkurra kvenna úr Krossinum um kynferðislega áreitni.

Óskabörn þjóðarinnar frá reiðhjólahjálma

Eimskipafélagið og Kiwaninshreyfingin gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma. Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins, en þetta er í áttunda skipti sem félögin standa fyrir hjálmagjöfum. Í ár hefur verkefnið hlotið nafnið „Óskabörn þjóðarinnar", en samtals munu um 4.300 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf í þetta skipti. Meðalfjöldi barna í 1. bekk á þessum átta árum hefur verið um 4.200 börn hvert ár, sem þýðir að yfir 30.000 börn eða 10% af þjóðinni hafa notið góðs af verkefninu. „Verkefnið er okkur ómetanlegt og stendur okkur nærri" segir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips. „Á hverju ári fáum við fregnir af því frá foreldrum, lögreglu og skólayfirvöldum að hjálmarnir sem við höfum verið að gefa hafið bjargað barni frá alvarlegum meiðslum." Á næstu dögum og vikum mun Kiwaninshreyfingin fara í alla grunnskóla landsins og afhenda börnum 1. bekks grunnskóla hjálma. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að vera vakandi fyrir því þegar börn þeirra koma heim með hjálma og aðstoða þau við að stilla þá rétt. Nánari upplýsingar um hjálmaverkefnið og öryggi barna í umferðinni er hægt að fá á facebooksíðunni www.facebook.com/oskaborn <http://www.facebook.com/oskaborn>.

Gunnar hjá lögreglu vegna ásakana um kynferðisbrot

Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður í Krossinum, mætti í morgun í skýrslutökur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna ásakana um kynferðisbrot. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafa nokkrir safnaðarmeðlimir úr Krossinum sakað Gunnar um kynferðislega áreitni.

Íslenskir neytendur fá ekki að velja: Skortur á lífrænu kjöti

Hvorki er hægt að kaupa lífrænt kjúklingakjöt né lífrænt svínakjöt af á Íslandi. Sáralítið framboð er af eggjum úr lífrænni framleiðslu en um 85% eggja sem seld eru á Íslandi koma frá verksmiðjum sem hafa hænur í búrum. Þetta kom fram í erindi Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, sem situr í framkvæmdanefnd Samtaka lífrænna neytenda, á málþingi um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnað sem haldið var í Norræna húsinu í gær. Oddný segir íslenska neytendur nánast ekki hafa neitt val þegar kemur að lífrænum búfjárafurðum. Framboðið er einna mest af lambakjöti sem fæst í lífrænum sérverslunum, á bændamörkuðum og hefur einstaka sinnum sést í stórmörkuðum. Mikið hefur verið fjallað um aðbúnað búfjár á Íslandi að undanförnu og virðist sem einskonar vakning sé að eiga sér stað meðal neytenda sem vilja í auknum mæli kaupa vörur af dýrum sem ekki eru alin í verksmiðjubúskap. Framboðið er hins vegar afar lítið enn sem komið er. Aðeins tvö sláturhús á landinu eru vottuð til móttöku á lífrænu sláturfé, á Blönduósi og á Hvammstanga. Þegar staðan í heild sinni er metin hér á landi hvað varðar lífræna framleiðslu er úrvalið afar takmarkað, fáir framleiðendur eru á markaðnum og lítil nýliðun. Oddný segir að ef neytendur tækju við sér og færu í auknum mæli að kaupa lífrænar vörur yrði strax skortur á þeim í landinu, vegna þess hve lítið af þeim er á boðstólnum. Ein af ástæðum þessa er, að mati Oddnýjar, sú að Íslendingar hafa í gegn um tíðina gert litlar kröfur til framleiðenda þegar kemur að velferð dýra. Hún segist ítrekað hafa orðið var við að fólk lifi í þeirri blekkingu að hér á landi gangi búfénaður almennt frjáls og tekur hún ímynd íslenska fjallalambsins vera blekkingarmynd sem verksmiðjubúin lifi á. Vegna þessa hefur nánast enginn þrýstingur myndast á að bjóða lífrænt vottaðar afurðir. Erfitt hefur verið að finna upplýsingar um hvar hægt er að kaupa lífrænar búvörur. Oddný birti því í gær samantekt á búum og fyrirtækjum sem bjóða upp á þær. VALKOSTIR NEYTENDA – LÍFRÆNAR AFURÐIR: Lambakjöt Mælifellsá í Skagafirði, Árdal í Kelduhverfi, Brekkulæk í Miðfirði, Miðhrauni II á Snæfellsnesi og Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Sauðfjárbýlið Selvogsgata er í lífrænni aðlögun. Þess er að vænta að minnst þrjú önnur býli hefji lífræna aðlögun sauðfjár í sumar. Nautakjöt Finnastaðir í Eyjafjarðasveit, Búland í Rangárvallasýslu, Skaftholt og Neðri-Háls Mjög takmarkað magn sem eingöngu fæst í lífrænum sérverslunum og á bændamörkuðum / "beint frá bónda” Svínakjöt Neytendur verða að kaupa "beint frá bónda“ ef þeir vilja ekki verksmiðjuframleitt svínakjöt Kjúklingakjöt Hægt er að fá svokallaðan vistvænan kjúkling frá Brúneggjum sem býr við betri skilyrði en verksmiðjualinn kjúklingur, en uppfyllir þó ekki skilyrði um lífræna ræktun Egg Sáralítið framboð er af lífrænum eggjum. Þau bú sem þau framleiða eru Sólheimar í Grímsnesi og Skaftholt í Gnjúpverjahreppi Örlítið magn kemur frá svokölluðum landnámshænum sem búa við mjög góðan aðbúnað Tæp 15 prósent koma frá "frjálsum” hænum en aðferðafræðin tilheyrir verksmiðjubúskap. Þau egg sem þar um ræðir eru Brúnegg, Hamingjuegg (Nesbú), Omega 3 egg (Stjörnuegg) og egg frá Gerði ehf. Mjólk og mjólkurafurðir Hægt er að kaupa lífræna gerilsneydda, ófitusprengda mjólk í lítra umbúðum frá MS í sérverslunum og flestum stórmörkuðum. Mjólkin kemur frá Neðri-Hálsi í Kjós. BioBú framleiðir lífræna jógúrt, skyr, rjóma, smjör og ís úr mjólk frá Neðri-Hálsi, Búlandi í Austur Landeyjum og Finnastöðum í Eyjafjarðasveit. Skaftholt framleiðir einnig lífræna mjólk, gerilsneyðir hana og framleiðir eigin ost. Heimild: Oddný Anna Björnsdóttir– "Aðgangur að lífrænum dýraafurðum“ - erindi á málþingi um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnaði

187 lík í mexíkóskum fjöldagröfum

Yfirvöld í Mexíkó tilkynntu í dag að þau hefðu alls fundið 183 lík í fjöldagröfum í norðausturhluta Mexíkó en talið er að fíkniefnahringurinn Zetas séu ábyrgir fyrir morðunum.

Termítar átu milljónir á Indlandi

Starfsfólk indversks banka hefur verið sakað um að bera ábyrgð á að termítar átu sig í gegnum milljónir rúbía. í Almenningur þarf ekki að borga tapið.

Fann 500 ára gamla bók á háaloftinu

Bandarískur maður fann fimm hundruð ára gamla þýska bók á háaloftinu heima hjá sér. Í ljós kom að bókin hafði verið á háaloftinu í tugi ára.

Gefa hjálma

Eimskipafélagið og Kiwaninshreyfingin gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma.

Á ofsahraða á Reykjanesbrautinni

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði bílstjóra sem ók á um 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut um sex leytið í morgun. Bílstjórinn má reikna með hárri sekt fyrir ofsaaksturinn.

SÞ kanna mannréttindabrot í Líbíu

Þriggja manna teymi frá Sameinuðu þjóðunum munu fara til Trípolí höfuðborgar Líbíu og kanna hvort þar hafi verið framin mannréttindabrot.

Kosning til vígsubiskups ógilt

Kosið verður aftur um frambjóðendur til embættis vígslubiskups innan Þjóðkirkjunnar, þar sem fyrri kosning hefur verið lýst ólögmæt.

Framhald samnings við Ekron óráðið

„Við erum að endurskoða alla þjónustusamninga ráðuneytisins nú er varða starfsendurhæfingu í landinu, þar á meðal samninginn við Ekron. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort sá samningur verður framlengdur eða ekki.“

Fær bætur fyrir slys í ofsaakstri

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingafélagið Vörð til að greiða manni ríflega 7,3 milljónir króna í bætur vegna vélhjólaslyss sem hann lenti í árið 2007. Maðurinn örkumlaðist í slysinu.

Kosning vígslubiskups ólögmæt

Kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi var ólögmæt samkvæmt úrskurði yfirkjörstjórnar þjóðkirkjunnar, sem gefinn var út í gærkvöldi.

Allir á vakt í Eyjafjallagosinu

Alþjóðasamtök félagasamtaka flugumferðarstjóra (IFATCA) veittu fyrir hálfum mánuði flugumferðarstjórum á Íslandi æðstu viðurkenningu fyrir framúrskarandi fagmennsku á meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð í fyrra.

Stal tíu sinnum af reikningi

Tæplega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir þjófnað. Meðal annars stal hann tíu sinnum af sama bankareikningi, samtals ríflega 138 þúsund krónum, en hann hafði komist yfir bankakort eiganda reikningsins, svo og leyninúmer.

Þolinmæðin á þrotum hjá aðildarfélögum ASÍ

Samninganefnd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) beinir því til aðildarfélaga sinna að vísa kjaradeilum til ríkissáttasemjara og undirbúa um leið aðgerðir sem þrýsti á atvinnurekendur og tryggi launahækkanir á þessu ári. „Deilan verður ekki leyst með rökum þegar við mætum bara rökleysu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og kveður vel geta komið til verkfalla.

Félagsmenn fá afmælisgjafir

Félagsmenn í Framsýn stéttarfélagi fá tíu þúsund króna gjöf frá félaginu í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Gjöfina má nota til að greiða ýmsan útlagðan kostnað.

Hætt að prófa úr bók leiðtoga

Fimm árum eftir að Saparmuran Niyazov, hinn sérstæði leiðtogi Túrkmenistans, lést, hafa skólayfirvöld í landinu loks ákveðið að ekki verði lengur lögð fyrir nemendur, sem sækja um inngöngu í framhaldsskóla, próf upp úr bók hans, Bók sálarinnar.

Össur þakkaði stuðning innan AGS

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þakkaði Indverjum veittan stuðning innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fundi með S. M. Krishna, utanríkisráðherra Indlands, í Nýju-Delí í gær.

Vilja láta endurskoða Schengen-samstarfið

Ítalir og Frakkar vilja endurskoða Schengen-sáttmálann með hliðsjón af því ástandi sem skapast hefur þegar tugir þúsunda flóttamanna hafa streymt frá Túnis og fleiri ríkjum Norður-Afríku til Ítalíu.

Þrír sitja inni vegna nauðgana

Tvær konur kærðu nauðgun til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um nýliðna páska. Þrír karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessara tveggja mála.

Krefjast þess að stjórnin beiti sér fyrir eldsneytislækkunum

Samtökin Landsbyggðin lifi krefjast þess að ríkistjórnin beiti áhrifum sínum til þess að verð á bílaeldsneyti verði lækkað. Samtökin segja stjórnvöld hafa tvo augljósa kosti í stöðunni. Annar sé að stórlækka eða afnema eldsneytisskatta en hinn er að gera kröfu á olíufélögin um lægri álagningu.

Þrír farþegar í sömu vél unnu bíl í skafmiðaleik

Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur hafið rannsókn á því hvernig það gat gerst að þrír farþegar um borð í sömu vélinni á leið til Madríd unnu stærsta vinninginn í skafmiðahappdrætti félagsins.

Lögreglumessa í Neskirkju

Lögreglumessan verður haldin í Neskirkju í Reykjavík sunnudaginn 1. maí kl. 11. Helgihald annast séra Örn Bárður Jónsson. Lögreglukórinn leiðir söng undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar en organisti er Steingrímur Þórhallsson að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. „Ræðumaður er Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Eftir messu verða kaffiveitingar í boði Landssambands lögreglumanna og Lögreglukórsins.“

Hvalfjarðargöng lokuð næstu nætur

Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna viðhalds vinnu næstu daga. Göngin verða lokuð aðfaranótt miðvikudags 27. apríl, fimmtudags 28.apríl og föstudags 29. apríl.

Bílvelta við Grensásveg

Bílvelta varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Grensásvegar um klukkan hálf sjö í kvöld. Tveir voru í bílnum og komust þeir út úr flakinu af sjálfsdáðum. Að sögn slökkviliðsins slösuðust þeir lítið sem ekkert.

Tromsö eflist sem heimsborg norðursins

Þrátt fyrir að bærinn Tromsö í Norður-Noregi sé talsvert norðar en Kolbeinsey fjölgar fólki þar tvöfalt hraðar en í Reykjavík og gæti svo farið að þessi höfuðstaður Norður-Noregs verði stærri en höfuðborg Íslands á næstu áratugum.

Minningarsíður á Facebook án vitundar ættingja

Minningarsíður á samskiptavefnum Facebook hafa verið ansi umdeildar og þá sérstaklega fyrir þær sakir að þær eru oft stofnaðar skömmu eftir andlát einstaklinga, án leyfis eða jafnvel vitundar fjölskyldu hins látna.

Viðræðum SA og SGS lokið án árangurs

Fundi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Björn Snæbjörnsson formaður SGS segir að viðræðurnar hafi verið árangurslausar. SA hafi hafnað tilboði SGS um skammtímasamning og að samtökin hafi heldur ekki verið tilbúin til þess að gera samning til þriggja ára vegna ágreinings SA og ríkisstjórnarinnar.

Ætla ekki að stofna nýjan þingflokk að svo stöddu

Þingmennirnir Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, sem öll yfirgáfu þingflokk Vinstri grænna á dögunum, ætla ekki að stofna nýjan þingflokk „að svo stöddu“. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þau hafa sent frá sér. Þar segir að þau hafi í dag og undanfarna daga farið yfir stöðuna eftir úrsögnina úr þingflokki VG.

Sjá næstu 50 fréttir