Fleiri fréttir

Hross hlupu í veg fyrir mótórhjólahóp

Ökumaður mótórhjóls var fluttur á slysadeild um klukkan eitt í dag eftir að tvö hross hlupu í veg fyrir ellefu manna mótórhjólahóp á Skagavegi á Sauðárkróki.

Próflaus og fullur unglingur velti bíl

Ungur próflaus ökumaður braust inn á verkstæði á Sauðárkróki í morgun og tók þar lykla af jeppa sem stóð þar fyrir utan. Hann ók suður Sauðárkróksbrautina en missti stjórn á bílnum og fór útaf. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór hann margar veltur við bæinn Geitagerði. Hann var fluttur til Akureyrar en er ekki talinn vera alvarlega slasaður. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Jeppinn er ónýtur.

Icelandair aðalstyrktaraðili Hörpu

Harpa og Icelandair hafa undirritað samstarfssamning til tveggja ára um að fjölga ráðstefnu- og menningarferðamönnum til landsins og vekja athygli á Íslandi sem spennandi alþjóðlegum áfangastað. Icelandair verður aðalstyrktaraðili Hörpu næstu tvö árin og mun styðja við fjölbreytt tónlistarstarf og ráðstefnuhald í húsinu.

Vitum að dropinn holar steininn

Í Íslandsdeild Amnesty eru 11 þúsund félagar auk þess sem fleiri taka þátt í aðgerðum og styðja samtökin. "Upphaflega hugsunin í Amnesty var þessi alþjóðlega samstaða, að við gætum haft áhrif á líf fólks og hjálpað fólki þó að við hefðum aldrei séð viðkomandi og byggjum jafnvel í allt öðru landi,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. "Við höfum séð gífurlegar breytingar í heiminum. Við búum núna við miklu betra mannréttindakerfi og eftirlitskerfi en þegar samtökin voru stofnuð. Það hafa tugir þúsunda verið leystir úr haldi og fengið lausn sinna mála vegna aðgerða Amnesty. En það eru náttúrulega enn óteljandi verkefni fram undan.“

Minna á mikilvægi mannréttinda

Sérstök Mannréttindaganga fór af stað klukkan þrjú í dag til að minna á mikilvægi mannréttinda í tilefni fimmtíu ára afmælis Amnesty International. Lagt var af stað frá Kjörgarði við Laugaveg, sem heitir þessa dagana Mannréttindavegur í tilefni afmælis samtakanna.

Öflug sprengja sprakk í byggingu ríkisstjórans í Taloqan

Öflug sprenging varð í byggingu í bænum Taloqan, sem er í Takhar-héraði í Afganistan, eftir hádegi í dag. Talið er að ríkisstjóri Taloqan hafi aðsetur í byggingunni en ekki er vitað hvort hann hafi fallið í árásinni.

Já-menn ekki á fund bæjaráðs

Bæjarráð Akureyrar lýsti í gær megnri óánægju með ákvörðun Já Upplýsingaveitna að loka starfsstöð ja.is á Akureyri. „Bæjarstjóri hefur óskað eftir því við stjórnarformann og forstjóra fyrirtækisins að þær komi á fund bæjarráðs vegna þessarar lokunar, en þær hafa ekki séð sér fært að verða við þeirri ósk til þessa,“ sagði í bókun bæjarráðsins.

Obama lauk ferð sinni um Evrópu í Póllandi

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lauk sex daga ferð sinni um Evrópu í dag þegar hann heimsótti forseta og forsætisráðherra Póllands í höfuðborg landsins, Varsjá.

Formaður ÖBÍ segir erfiðara að komast á bætur

Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir að Tryggingastofnun haldi fastar um budduna þegar kemur að greiðslum til öryrkja og mun erfiðara sé að komast á bætur núna áður. Öryrkjum fjölgaði mun hægar í fyrra en árin á undan.

Eldgosið mælist ekki lengur á jarðskjálftamælum

Eldgosið í Grímsvötnum mælist ekki lengur á jarðskjálftamælum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Engir jarðskjálftar mælast heldur á svæðinu en dregið hefur úr gosinu hægt og bítandi en síðast sást það á mælum klukkan sjö í morgun. Ef snemmt er þó að lýsa yfir goslokum og má búast við að það verði ekki gert fyrr en jafnvel eftir helgi.

Hundruð milljóna króna ekki nýttar

Undanfarin ár hefur afgangur af fjárlögum sem nota má til endurgreiðslu tannlæknareikninga numið um 200 til 400 milljónum króna á ári þar sem endurgreiðsluskrá Sjúkratrygginga Íslands hefur ekki hækkað samhliða hækkun á fjárlögum. Afgangurinn safnast ekki upp, að því er Steingrímur Ari Arason forstjóri greinir frá. „Þessar fjárhæðir fara í hítina. Þegar tryggingarnar í heild eru gerðar upp er kostnaðurinn orðinn meiri en áætlað var.“

Smokkurinn alltof dýr fyrir ungmenni

Aðgengi íslenskra ungmenna að getnaðarvörnum þarf að vera greiðara til að vinna gegn hárri tíðni kynsjúkdóma að mati UNICEF. Smokkurinn sé of dýr fyrir þau að kaupa. Samtökin segja að stjórnvöld ættu að vinna markvisst gegn neikvæðum áhrifum kláms á kynheilbrigði ungmenna.

Fjölmargir fengu sekt

Nóg hefur verið að gera hjá lögreglumönnum og stöðumælavörðum í Laugardalnum í morgun en þar hafa fjölmargir ökumenn fengið sekt fyrir að leggja ólöglega. Á knattspyrnuvelli Þrótta fer fram VÍS-mót Þróttar en þar keppa yngstu krakkarnir í knattleik. Klukkan ellefu byrjaði svo 25 ára afmælishátíð Stöðvar 2 sem fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Starfsmaður Hrafnistu hafnar ásökunum um lyfjastuld

Starfsmaður Hrafnistu, sem er sagður hafa stolið lyfjum af elliheimilinu, hefur ekki viðurkennt þjófnaðinn eins og kom fram í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi heldur þvert á móti hafnað ásökunum þar um.

Gunnar tali við vini sína

„Ég bendi Gunnari vinsamlega á að spyrja vini sína í Sjálfstæðisflokknum um þetta mál enda fór allur undirbúningur þess fram á valdatíma fyrri meirihluta í bæjarstjórn,“ bókaði Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, á síðasta fundi ráðsins.

Kertið hefur logað í 50 ár

Mannréttindasamtökin Amnesty International halda í dag upp á fimmtíu ára afmæli sitt. Á þessum tímamótum eru félagar og stuðningsmenn samtakanna fleiri en þrjár milljónir í rúmlega 150 löndum

Ekki hleypt inn á skemmtistað - náði í piparúða og kjöthamar

Dyravörður á veitingastaðnum Bakkus í miðborg Reykjavíkur óskaði eftir aðstoð lögreglu um fimmleytið í nótt eftir að eldri maður úðaði piparúða í andlit hans. Manninum var meinaður aðgangur að veitingastaðnum fyrr um nóttina og greip hann því til þess ráðs að fara heim til sín og ná í piparúða. Lögreglan handtók manninn og fann auk þess kjöthamar í vasa hans. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt.

Efast um umhverfisuppeldið

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra varpaði þeirri spurningu fram á aðalfundi Landverndar á fimmtudag hvort það væri uppeldislegt atriði að umgengni við landið er ábótavant, eins og nýleg dæmi sönnuðu. Svandís sagði umgengnina við landið endurspeglast í því sem fólk skildi eftir sig á víðavangi, frágangi sorps, efnamenguðum jarðvegi, óhreinu vatni og því sem við slepptum út í andrúmsloftið.

Ekið á gangandi vegfarendur í miðbænum

Mikil ölvun var í miðbænum í nótt og stóð lögreglan á haus að sögn varðstjóra. Níu voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur og fangageymslur voru yfirfullar.

Sprengjur falla í Trípólí

Sprengjuhljóð hafa heyrst í borginni Tripoli í Líbíu í nótt og í morgun. Breska fréttastofan Sky greinir frá þessu. Herlið Nato hefur haldið uppi ítrekuðum loftárásum þar í landi í þeim tilgangi að hrekja Gaddafi, leiðtoga landsins frá völdum.

Yfir 200 milljónir til Breiðavíkurdrengja

Greiddar hafa verið á þriðja hundrað milljónir króna úr ríkissjóði til Breiðavíkurdrengja frá því að greiðslur hófust í aprílbyrjun. Meðalbæturnar til vistmanna eru um 3,6 milljónir króna, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, lögfræðings hjá Sýslumanninum á Siglufirði sem ákvarðar bæturnar.

Fíladelfía 75 ára

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli og efnir af því tilefni til veglegrar afmælishátíðar sem hófst á fimmtudag og stendur til 13. júní.

Bílar tíu slökkviliða við hreinsunarstörf

Yfir hundrað manna lið slökkviliðs- og björgunarsveitamanna víðs vegar að tóku þátt í hreinsunarstarfi á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í gær. Hreinsa þarf hundruð húsa allt frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar stöðugt en áfram er fólki ráðið frá því að fara nærri eldstöðinni.

Ríkissaksóknari útvistar sakamáli til Valtýs

Valtýr Sigurðsson, lögmaður hjá LEX og fyrrverandi ríkissaksóknari, hefur verið fenginn til að reka fjárdráttarmál á hendur fyrrverandi yfirmanni hjá Landsbankanum fyrir dómi. Ástæðan sem gefin er upp er óvissan sem ríkir um starfsemi efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sem áður fór með málið.

Ungt fólk vill vinna í Evrópu

Um 85 prósent íslenskra ungmenna hafa áhuga á því að vinna í öðru Evrópulandi í framtíðinni. Þar af hafa rúm fjörutíu prósent áhuga á því að flytja til útlanda vegna vinnu til langs tíma. Þetta kemur fram í nýrri könnun Evrópusambandsins, Flash Eurobarometer on Youth, sem gerð var meðal ungs fólks í 31 Evrópulandi í byrjun ársins.

Dúxinn með 9,82 í einkunn

Menntaskólinn í Reykjavík útskrifaði 187 nemendur í gær, 18 úr fornmáladeild, 19 úr nýmáladeild, 63 úr eðlisfræðideild og 87 úr náttúrufræðideild. Dúx skólans var Sigriður Lilja Magnúsdóttir með meðaleinkunnina 9,82. Semídúx var Arnar Guðjón Skúlason með einkunnina 9,65.

LÍÚ segir alls ekki farið á svig við kjarasamningana

„Í hverjum einasta mánuði hittast sjómenn og útvegsmenn og fara yfir þessi verð. Verðlagsstofa skiptaverðs fylgist auk þess með þeim. Ef grunur vaknar um að ekki sé verið að fylgja reglum um viðmiðunarverð þá er hægt að vísa því til úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. Þar hefur ekki fallið dómur í langan tíma,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ).

Gróðursælla land en áður

Mun gróðursælla er hér á landi nú heldur en á undanförnum árum. Greining á gögnum frá gervitunglum NOAA-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem greina blaðgrænu og grósku gróðurs á yfirborði jarðar, sýna að gróður á Íslandi hefur aukist um tæp 50 prósent síðan árið 1982.

Samfylkingin siðar fulltrúa sína

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar leggur til að sett verði á laggirnar svokölluð siða- og sáttanefnd innan flokksins, sem eigi að hafa það hlutverk að fylgjast með því hvort flokksmenn, kjörnir fulltrúar og forystumenn víki frá stefnu flokksins með gjörðum sínum og taki að öðru leyti á erfiðum málum innan hans.

Grunaður um tvær nauðganir

Ungur maður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa nauðgað tveimur stúlkum, skal sitja áfram í varðhaldi til 24. júní samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Hann kærði úrskurðinn til Hæstaréttar.

Mladic náðist fyrir tilviljun

Þegar hópur lögreglumanna réðst inn í íbúðarhús í bænum Lazareva klukkan fimm á fimmtudagsmorgun vissu þeir ekki hvort Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba, væri þar staddur.

Sagður landa framhjá vigt

Skipstjóri um sextugt hefur verið ákærður fyrir að landa framhjá vigt rúmlega tonni af þorski.

Öryrkjum fjölgar hægar

Öryrkjum fjölgaði mun hægar í fyrra en árin á undan. Þetta er þvert á allar spár um mikla fjölgun öryrkja í kjölfar efnahagshruns og aukins atvinnuleysis. Hlutfallsleg aukning milli áranna 2009 og 2010 var aðeins 1,4 prósent, eða um 200 manns, í stað aukningar um 400 til 800 á ári um langt skeið.

Við erum mjög stolt af okkur

Tár féllu og fólk féllst í faðma á þingpöllum í dag þegar Alþingi viðurkenndi íslenska táknmálið sem fyrsta mál. "Við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir ein þeirra sem fagnaði í dag.

Arkitektar lögðust í víking

Íslenskir arkitektar eru komnir í úrslit alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni í Kaliforníu. Arkitektastofan Batteríið lagðist í víking í kreppunni og hvetur önnur fyrirtæki til að gera hið sama.

Þolendur og gerendur ná sáttum án tilkomu dómstóla

Hundrað mál sem koma til kasta lögreglunnar á ári hverju frá 2005 eru útkljáð með svokallaðri sáttamiðlun en í henni felst að þolendur og gerendur nái sáttum án tilkomu dómstóla. Í þessum málum gerast lögreglumenn sáttamiðlarar og mál hljóta oft farsælan endi.

Rússar vilja miðla málum

Rússar hafa boðist til að miðla málum til þess að fá Moammar Gaddafi til þess að fara frá völdum. Rússar hafa gagnrýnt umfang árása NATO á Líbíu.

Verjendur segja Ratko Mladic of heilsuveilan

Dómstóll í Serbíu hefur úrskurðað að heimilt sé að framselja Ratko Mladic hershöfðinga til Stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna. Verjendur hershöfðingjans fullyrða að hann sé of heilsuveill til að koma fyrir dóm og úrskurðinum verði áfrýjað á mánudag.

Össur baðst afsökunar

Utanríkisráðherra baðst í dag afsökunar í ræðustól Alþingis á framgöngu íslenskra stjórnvalda gagnvart Falun Gong liðum sem ætluðu að koma hingað til lands árið 2002 í tengslum við heimsókn þáverandi Kínaforseta.

Mannlíf að komast í fyrra horf

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Eskifirði ákveðið að færa viðbúnað almannavarna vegna eldgossins í Grímsvötnum af neyðarstigi niður á hættustig. Mjög hefur dregið úr virkni í eldstöðinni þótt ekki sé hægt að útiloka að gosið taki sig upp aftur. Hreinsunarstörf hafa gengið vel í dag.

Vatnsberinn í miðbæinn

Borgarráð hefur samþykkt að höggmyndin Vatnsberinn eftir Ásmund Sveinsson verði flutt ofan af holtinu við Veðurstofu Íslands og hún staðsett á horni Lækjargötu og Bankastrætis, samkvæmt tillögu Listasafns Reykjavíkur.

Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál

Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag.

Stöðvuðu kannabisræktun í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í Kópavogi í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á 30 kannabisplöntur og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, var fjarstaddur þegar lögreglan kom á vettvang en við yfirheyrslur játaði hann aðild sína að málinu. Íbúðina hafði hann leigt í þeim eina tilgangi að rækta þar kannabis, að því er fram kemur á vef lögreglunnar.

Black Pistons félagar áfram í haldi lögreglu

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 23. júní að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Þá hefur karlmaður á fertugsaldri hafið afplánun á eftirstöðvum af 2 ára dómi sem hann fékk fyrir að bera eld að húsi.

Stórtækur vínþjófur dæmdur í fangelsi

Karlmaður var í dag dæmdur í fangelsi fyrir að hafa, í félagi við annan mann, brotist inn í veitingahúsið Humarhúsið og stolið þaðan 24 flöskum af kampavíni, 24 flöskum bjór, 35 flöskum af rauðvíni, 2 kílógrömmum af humri og 10 kílógrömmum af humarhölum. Verðmæti varningsins nam tæpum 152 þúsund krónum. Maðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot. Hann játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og var dæmdur í 30 daga fangelsi.

Sjá næstu 50 fréttir