Fleiri fréttir

Fékk gosið í afmælisgjöf

Gestir í fimmtugsafmæli Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, þurftu margir að yfirgefa veisluna snemma þegar gos hófst í Grímsvötnum á laugardag. Þetta hafi hins vegar ekki verið afmælisgjöfin sem hann óskaði sér. Rætt er við Magnús í föstudagsviðtali Fréttablaðsins.

Framsýn samþykkir kjarasamning

Félagsmenn Framsýnar stéttarfélags hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningurinn tekur nú gildi enda hafa SA einnig samþykkt hann. Hann gildir fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði. Kjörsókn var tæp átján prósent á meðal félagsmanna og sögðu 87 prósent já við samningnum. Tólf prósent vildu hinsvegar fella hann.

Karlailmur úr Vatnajökli

„Herrailmurinn gefur íslensku körlunum okkar sem og þeim erlendu kost á því að njóta þessarar karlmannlegu orku sem Vatnajökull gefur frá sér," segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Gyðju Collection.

Efling og Reykjavíkurborg undirrituðu kjarasamning

Samninganefnd stéttarfélagsins Eflingar skrifaði undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg í gær. Hann er í meginatriðum eins og sá samningur sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands undirrituðu á dögunum. Laun munu því hækka um 4,25% þann 1. júní næstkomandi. Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu og verða kjörgögn send í póst eftir helgi, en niðurstaða mun liggja fyrir 15. júní næstkomandi.

Laugavegurinn heitir nú Mannréttindavegur

Nafni Laugavegar hefur verið breytt og næstu þrjá daga mun gatan heita Mannréttindavegur. Jón Gnarr borgarstjóri afhjúpaði nýtt götuskilti í dag við hátíðlega athöfn en nafnabreytingin er gerð til þess að minnast 50 ára afmælis Amnesty International og baráttu samtakanna í þágu mannréttinda um allan heim.

Vasaþjófafaraldur í Osló

Þeir sem ætla að heimsækja Osló í sumar ættu að hafa varann á. Þar er allt vaðandi í vasaþjófum. Á fyrstu mánuðum þessa árs voru 4414 vasaþjófnaðir kærðir til lögreglunnar sem er 57 prósent aukning frá sama tímabili á síðasta ári.

Þú færð fimm daga til þess að pakka

Danir hafa vísað aðalræðismanni Líbíu úr landi. Hann fær fimm daga til þess að pakka niður föggum sínum og hafa sig á brott. Lena Espersen utanríkisráðherra Danmerkur segir ástæðuna þá að Muner Eldawani ræðismaður hafi ítrekað lýst opinberlega yfir stuðningi við Moammar Gaddafi.

Vasaþjófafaraldur í Osló

Þeir sem ætla að heimsækja Osló í sumar ættu að hafa varann á. Þar er allt vaðandi í vasaþjófum. Á fyrstu mánuðum þessa árs voru 4414 vasaþjófnaðir kærðir til lögreglunnar sem er 57 prósent aukning frá sama tímabili á síðasta ári.

Svefnvana börn líkleg til að verða feit

Börn sem fá ekki nægan svefn eiga á hættu að verða of þung, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var á Nýja Sjálandi. Rannsóknin birtist í BMJ læknaritinu á dögunum. Í rannsókninni var fylgst með 244 börnum á aldrinum 3ja ára til sjö ára. Niðurstöður benda til þess að tengsl séu á milli svefns og þyngdar. Meiri svefn virðist hafa svo sterk tengsl við minni þyngd að það skipti máli fyrir heilsu barnanna.

Vill láta rannsaka hlut Blatters í mútumálum

Mótframbjóðandi Sepp Blatters til forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins hefur farið framá að siðanefnd þess rannsaki ýmsar gjörðir Blatters varðandi spillingarmál sem þegar er til meðferðar.

Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla

Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra.

Lúxusskip á leið til Akureyrar

Skemmtiferðarskipið MSC Poesia kemur til Akureyrar á morgun og mun vera við Íslandsstrendur næstu daga. Frá Akureyri siglir skipið til Ísafjarðar og heimsækir Reykjavík á mánudag.

Dæmdur fyrir að neyða mann til þess að millifæra af heimabanka sínum

Karlmaður var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa, ásamt tveimur öðrum karlmönnum, svipt mann á sextugsaldri frelsi sínu og neyða hann til þess að millifæra rúmlega hundrað þúsund krónur yfir í heimabanka eins af mönnunum.

Þeim sem þáðu fjárhagsaðstoð fjölgaði um 37%

Heimilum sem þáðu fjárhagsaðstoð sveitarfélaga fjölgaði um 15,3% í fyrra frá árinu á undan. Þau voru 6910 í fyrra. - Árið 2008 þáðu 5029 heimili fjárhagsaðstoð og hafði þeim því fjölgað um 37,4% frá þeim tíma. Frá árinu 2008 - 2010 jukust útgjöld sveitarfélaganna vegna fjárhagsaðstoðar um tæpar 1302 milljónir eða rúmlega 77%, en á föstu verðlagi jukust þau um rúm 50%.

Forsætisráðherra sitji ekki lengur en í tíu ár

Stjórnlagaráð hefur lagt til róttækar breytingar á stjórnarskrárákvæðum um ríkisstjórnina og ekki síst starf og skipan forsætisráðherra. Ef breytingarnar verða að veruleika getur forsætisráðherra ekki setið lengur en í tíu ár, eða tvö og hálft kjörtímabil. Það er B-nefnd ráðsins sem lagði tillögurnar fram til kynningar á tíunda fundi ráðsins í gær.

Telja líklegt að Palin gefi kost á sér

Svo virðist sem enn sé möguleiki á því að Sara Palin, fyrrverandi varaforsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, gefi kost á sér sem forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári.

Sjúklingar teknir frá mér

"Þetta svokallaða átaksverkefni er auglýst sem ókeypis tannlækningar í bréfi sem borið er til allra foreldra hér á Húsavík. Í fyrsta lagi eru ókeypis tannlækningar ekki til og í öðru lagi er þetta í beinni samkeppni við mig,“ segir Sigurjón Benediktsson, sem kært hefur til Samkeppniseftirlitsins átaksverkið um gjaldfrjálsar tannviðgerðir fyrir börn tekjulágra foreldra.

Blóðug borgarastyrjöld hugsanlega í uppsiglingu

Á síðastliðnum fjórum mánuðum hafa yfir hundrað manns látist í átökum á milli mótmælenda og lögreglu í Jemen. Nú er landið á barmi borgarastyrjaldar eftir að ættbálkahöfðingi snérist á sveif með andstæðingum ríkisstjórnar.

Handteknir með lausnarfé fyrir sjóræningja

Þrír breskir ríkisborgarar voru handteknir í sómölsku borginni Mogadishu í gær. Mennirnir voru ásamt þremur öðrum útlendingum og höfðu þeir ríflega þrjár milljónir dollara undir höndum þegar þeir voru handteknir.

Fara á svig við kjarasamninga

Vísbendingar eru til staðar um að útgerðin hafi selt afla til tengdra aðila á undirverði, þegar fiskverð hefur verið hátt, til að komast hjá því að greiða sjómönnum fullan hlut. Þetta segir Jón Steinsson, hagfræðingur.

Sarkozy gaf Gaddaffi valkosti

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, bauð Líbíuleiðtoganum Muammar Gaddaffi upp á valkosti í ræðu sinni á ráðstefnu G8 ríkjanna í Deauville í Frakklandi í gær.

Segja Ratko of veikan fyrir framsal

Fresta þurfti réttarhöld yfir Ratko Mladic sem varða framsal hans til stríðsglæpadómstólsins í Haag vegna bágrar heilsu.

Stúlkan sem lést í Árbæ neytti eiturefnis

Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar hafa leitt í ljós að kona um tvítugt sem fannst látin í íbúð í Árbæjarhverfi í Reykjavík hafði neytt fíkniefna sem innihéldu eiturefnið PMMA. Lögregla undirstrikar að endanleg niðurstaða varðandi dánarorsök konunnar liggur ekki fyrir. Vitneskja er að fíkniefna var neytt innandyra þar sem konan lést.

Túnin verr farin en menn bjuggust við

"Það má segja að það sé krítískt ástand á túnunum. Þetta er þétt og mikil aska og ástandið verra en við vonuðum,“ segir Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem fór í gær á milli bæja í Hlíða- og Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs og kannaði stöðuna í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Grétar segir að fylgjast þurfi með áhrifum úrkomu og veðrunar á túnin næstu vikur og meta svo í kjölfarið hvort tilefni sé til að snúa túnunum við og plægja. "En við fyrstu sýn er útlitið svartara en við bjuggumst við varðandi heyskap.“

Smæstu ríkjum Evrópu hafnað

Norska ríkisstjórnin er ekki fylgjandi því að örríki Evrópu verði aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eftir því sem norska blaðið Nationen hefur eftir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs.

Mladic þótti fölur og ellilegur

"Við höfum bundið enda á erfitt tímabil í sögu okkar og fjarlægt blettinn framan úr þjóðbræðrum okkar, hvar sem þeir búa,“ sagði Boris Tadic, forsætisráðherra Serbíu, þegar hann skýrði frá því að Ratko Mladic hefði verið handtekinn.

Kynferðisofbeldi helsta ógn við velferð barna

Unicef á Íslandi hefur tekið saman ítarlega skýrslu um stöðu barna á Íslandi og ógnum sem að þeim steðja. Kallað er eftir opinberum forvörnum gegn kynferðisofbeldi og segja samtökin þörf á heildstæðari rannsóknum.

Flestir vilja kvótann í ríkiseigu

Litlar breytingar hafa orðið á afstöðu almennings til mögulegra breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu samkvæmt könnun MMR. Ríflega tveir þriðju landsmanna, 67,5 prósent, vilja að kvótinn verði í eigu ríkisins.

Jemen á barmi borgarastríðs

Harðir bardagar geisuðu í Sanaa, höfuðborg Jemens, í gær, milli stjórnarhersins og vopnaðra sveita frá áhrifamiklum ættflokkum sem krefjast þess að Ali Abdullah Saleh forseti segi af sér.

Óttast drykkjulæti á göngugötu

„Íbúar hafa áhyggjur af því að aukið rými fyrir fótgangendur að næturlagi um helgar muni auka á fjölda drukkins skara fólks,“ segir stjórn Íbúasamtaka miðborgar í umsögn um þá tillögu að breyta Laugaveginum í göngugötu.

Kannabisræktandi ákærður

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kannabisræktun.

Harmar rangar tölur um svifryk

„Umhverfisnefnd harmar að mannleg mistök hafi leitt til þess að rangar upplýsingar hafi birst á svifryksmælum á heimasíðu Akureyrarbæjar,“ segir í bókun frá fundi umhverfisnefndar bæjarins.

Herjólfur siglir ekki í kvöld

Herjólfur fer ekki síðustu ferðina í kvöld vegna vinds og öldugangs. Um er ræða ferðir sem átti að fara kl. 20:30 frá Vestmannaeyjum og 22:00 frá Landeyjahöfn. Búist er við að veðrið gangi niður í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu.

Ofbeldismálum fjölgar

Barnaverndartilkynningum hefur fjölgað úr 900 í 9000 á 14 árum. Þrátt fyrir þetta verja stjórnvöld engu fjármagni í forvarnir.

Sjá næstu 50 fréttir