Fleiri fréttir

Skaftafell opnað klukkan fimm

Skaftafelli, suðurhluti Vatnajökulsþjóðgarðs, verður svæðið formlega opnað á ný klukkan fimm í dag. Vaskir vinnumenn hafa unnið sleitulaust að því síðustu daga að hreinsa svæðið eftir öskufall.

Segir að útrunninn kjúklingur hafi farið á spítala og elliheimili

Andri Freyr Viðarsson, sem er annar tveggja þáttastjórnenda útvarpsþáttarins Virkir morgnar á Rás 2, sagði í morgun frá því þegar hann vann hjá ónefndu kjúklingafyrirtæki hér á landi á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi meðal annars unnið við það að meta það hvort að útrunninn kjúklingur gæti farið í marineringu og þaðan á spítala og elliheimili.

Átta NATO hermenn féllu í Afganistan

Átta hermenn Atlantshafsbandalagsins féllu í dag og hefur mannfall í röðum NATO ekki verið meira í landinu frá því í apríl. Sjö létust þegar öflug sprengja sprakk í vegarkanti í suðurhluta landsins og einn hermaður lést þegar þyrla sem hann var í hrapaði til jarðar í austurhlutanum. Ekki er ljóst hverra þjóða mennirnir voru en í þessum mánuði hafa 38 hermenn fjölþjóðaliðsins fallið í landinu. Það sem af er ári hafa 189 NATO hermenn fallið.

Leikskólaplássum fjölgar um 300 í Reykjavík

Unnið er að því að fjölga leikskólaplássum í Reykjavík um þrjú hundruð til að mæta mikilli barnafjölgun. Á þessu ári verður leikskólaplássum fjölgað um 250 fyrir börn sem fædd eru á árinu 2009 og í byrjun næsta árs bætast 55 ný leikskólapláss við þegar nýr leikskóli verður tekinn í notkun í Norðlingaholti. Samkvæmt áætlun starfshóps sem settur var á laggirnar til að gera úttekt á leikskólahúsnæði borgarinnar er unnt að fjölga leikskólaplássum um 60 án þess að byggja við leikskólana. Víða um borgina fer fram leikskólastarf í færanlegum húsum sem staðsett eru við eldri leikskóla og stendur til að beita þeim úrræðum víðar. Þannig skapast viðbótarpláss fyrir 226 börn. Í Vesturbæ er unnið að því að fjölga leikskólaplássum um 92. Í Laugardal og Háaleiti er stefnt að því að fjölga leikskólaplássum um 70 og í Miðborg Hlíðum verður leikskólaplássum fjölgað um 30. Þá bætast 15 leikskólapláss við í Norðlingaholti, 16 í Grafarholti og 18 í Úlfarsárdal.

Dagforeldrum fjölgað um 30 í Reykjavík - eru nú yfir 200

Dagforeldrum í Reykjavík hefur fjölgað um þrjátíu frá áramótum og eru þeir nú rösklega 200 að störfum. Markvisst átak til að fjölga dagforeldrum hófst í lok síðasta árs og lauk stór hópur réttindanámi í byrjun ársins, eða 35 manns. Tæplega 900 börn dvelja um þessar mundir hjá dagforeldrum í Reykjavík. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir 180 milljónum króna til að mæta aukinni þörf fyrir dagforeldra vegna stórra fæðingarárganga 2009 og 2010, en fyrirséð er að um 1.000 börn verði að jafnaði hjá dagforeldrum á þessu ári. Verið er að auðvelda dagforeldrum að starfa saman í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar og verður það auglýst til leigu í sumar. Áfram verður unnið að því að fjölga dagforeldrum í Reykjavík með kynningu og námskeiðum til að mæta megi þörfum foreldra með börn sem fædd eru 2010 og 2011.

Styðja fatlaða vinkonu til ferðalaga

Vinir Guðrúnar Jónu Jónsdóttur eru um þessar mundir að safna fé fyrir hana þannig að henni gefist kostur á því að ferðast til útlanda. Guðrún Jóna, eða Gugga eins og hún er oft kölluð, varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur árið 1993. Þá var hún fimmtán ára gömul. Alla tíð síðan hefur hún verið mikið fötluð og bundin við hjólastól.

Fangelsismálastjóri vaktaður í næsta mánuði

Fangelsismálastjóri gerir ráð fyrir að hægt sé að hefja notkun á rafrænni vöktun með föngum síðar á þessu ári. Hann ætlar sjálfur, ásamt öðrum starfsmanni Fangelsismálastofnunar, að ganga með slíkan búnað í viku til þess að prófa búnaðinn.

Fimm staðfest tilvik PMMA hér á landi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur unnið að því að koma í veg fyrir frekari dreifingu á blandaða metamfetamíninu, sem inniheldur svokallað PMMA og er mjög eitrað. Eins og fram hefur komið fannst efnið hér landi í síðasta mánuði.

Katrín tekur til hendinni á Klaustri

Starfsmenn Iðnaðarráðuneytisins láta hendur standa fram úr ermum í dag með Katrínu Júlíusdóttur ráðherra í broddi fylkingar. Um tuttugu manna hópur úr ráðuneytinu og tveimur undirstofnunum, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofu fór austur á gossvæðið til þess að hjálpa til við hreinsunarstörfin sem eru að vonum ærin.

Taka upp rafræna vöktun með föngum

Til stendur að taka upp rafræna vöktun með föngum á Íslandi. Frumvarp þessa efnis hefur verið flutt á Alþingi og er núna í meðferð allsherjarnefndar Alþingis. Rafræn vöktun með föngum er þekkt víða erlendis. Skemmst er að minnast þess að Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn því skilyrði að hann gengi með rafrænt ökklaband.

Metfjöldi á geðdeildinni - komið að sársaukamörkum

Komum á dag- og göngudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri fjölgar ár frá ári og nú svo komið að deildin annar vart fleiri sjúklingum. Metfjöldi kom á deildina árið 2010. "Það er ekki spurning að við erum komin að sársaukamörkum," segir Árni Jóhannesson, yfirlæknir á dag- og göngudeild geðdeildar FSA. Hann fullyrðir að komur hefðu orðið enn fleiri á síðasta ári ef fleira starfsfólk væri til staðar. "Hingað til höfum við getað sinnt nánast öllum sem vísað er til okkar en með þessu áframhaldi þurfum við að fara að forgangsraða," segir hann.

Íslenskur sendifulltrúi til Líbíu

Áslaug Arnoldsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands heldur til Líbýu nú á sunnudag þar sem hún mun starfa sem hjúkrunarfræðingur með Alþjóða Rauða krossinum í borginni Benghazi, en þangað hefur sært fólk verið flutt af átakasvæðunum í Líbýu til að veita þeim læknisaðstoð. Áslaug er einn reyndasti sendifullrúi Rauða kross Íslands og hefur áralanga reynslu af störfum á átakasvæðum. Hún fór fyrst sem sendifulltrúi Rauða krossins árið 1996 þar sem hún starfaði á sjúkrahúsi Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan og hefur síðan unnið m.a. í Georgíu, Írak, Líbanon, Eþíópíu, Úganda, og nú síðast í Pakistan og á Haítí.

Þolendur kynferðisofbeldis sæta árásum í fjölmiðlum

Fyrrverandi vistmenn á meðferðarheimilinu Árbót, sem kærðu fyrrverandi starfsmanns heimilisins fyrir kynferðisofbeldi, hafa þolað árásir í fjölmiðlum vegna ákæranna. Barnaverndarstofa og þrjár barnaverndir á landinu hafa nú sent frá sér ályktun þar sem segir að barnaverndaryfirvöld geti ekki orða bundist yfir þessari umfjöllun. Í fyrra var Jón Þór Dagbjartsson, fyrrverandi starfsmaður Árbótar, dæmdur í fangelsi fyrir brot gegn stúlkum sem höfðu verið vistaðar á Árbót. Eiginkona Jóns hefur meðal annars ítrekað rætt mál hans í fjölmiðlum, þar sem hún hefur komið honum til varnar.

Ísland friðsælasta ríki heims

Ísland er friðsælasta ríki heims ef marka má nýjan lista "Institute for Economics and Peace". Stofnunin hefur raðað 153 sjálfstæðum ríkjum eftir því hve friðsæl löndin eru og er notast við 23 mismundandi breytur á borð við útgjöld til hernaðarmála og samskipti við nágrannaþjóðir. Listinn kemur út árlega og lenti Ísland einnig í fyrsta sæti árið 2008. Eftir hrun tók landið hinsvegar dýfu og lenti í fjórða sæti árið 2009 og í öðru sæti í fyrra.

Þýski ferðamaðurinn útskrifaður af sjúkrahúsi

Þjóðverjinn sem leitað var að norðan Vatnajökuls í gær var útskrifaður af slysadeild Landspítalans eftir skoðun. Hann var í ágætu standi miðað við aðstæður en kaldur og svangur eftir langa veru á jöklinum.

Deildarmyrkvi í næstu viku

Deildarmyrkvi á sólu verður miðvikudagskvöldið 1. júní. Frá höfuðborgarsvæðinu séð hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vest-norðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Almanaki Háskóla Íslands.

Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Stúlkan lagðist á grasblett og grét

Þrítugur karlmaður, Grétar Torfi Gunnarsson, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Grétar Torfi er fundinn sekur um að hafa nauðgað ungri konu í leggöng og endaþarm, neytt hana til að hafa við sig munnmök, og beitt hana öðru líkamlegu ofbeldi á meðan á nauðgun stóð. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola 1,2 milljón króna í miskabætur. Grétar Torfi neitaði alfarið sök. Hann sagðist hafa átt munnmök, samræði og endaþarmsmök við stúlkuna en talið hana verið þessu samþykk. Við skoðun á Neyðarmótttöku fyrir fórnarlömb nauðgana kom í ljós að stúlkan var með sprungu og roða í endaþarmi, marbletti á læri og rasskinn, eymsli yfir nefrót og í hnakka auk þess sem hár losnaði úr hársverði. Fyrir dómi bar maðurinn að harkaleg meðferð hans á konunni hafi verið "hluti af leiknum." Þá segir í lýsingu á málsatvikum: "Ákærði tók fram að stúlkan hefði að vísu ekki samþykkt sérstaklega þegar hann setti getnaðarlim sinn í endaþarm hennar, en hún hefði ekki sett sig upp á móti því." Samkvæmt framburði stúlkunnar kynntust þau á skemmtistað fyrr um nóttina og hafi hún greint frá því strax í upphafi samskipta þeirra að hún væri lesbía. Nauðgunin átti sér stað á heimili mannsins í júní á síðasta ári. Eftir nauðgunina flúði stúlkan. "Hún hefði klætt sig í flýti, en skilið eitthvað af fötum sínum eftir í herberginu. Hún hefði yfirgefið íbúðina og ætlað heim til sín, en fundið fyrir svo miklum sársauka í endaþarmi að hún hefði lagst á grasblett og grátið,“ segir í lýsingu á málsatvikum. Í málinu liggur fyrir vottorð sálfræðings þar sem kemur fram að nauðgunin hafi valdið stúlkunni mikilli vanlíðan, ljóst er að hún þarfnast langvarandi meðferðar vegna áfallastreituröskunar og er óvíst um bata. Grétar Torfi hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Dómararnir Ragnheiður Harðardóttir, Eggert Óskarsson og Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómarar kváðu upp dóminn í Héraðsdómi Reykjavíkur

Lífið á Kirkjubæjarklaustri að komast í eðlilegt horf

Leikskólinn á Kirkjubæjarklaustri var opnaður í morgun, en hann hafði verið lokaður alla vikuna vegna öskufalls. Þá er verið að þrífa grunnskólann og sundlaugina en óvíst er hvenær starfsemi hefst þar á ný. Íbúafundur verður haldin á Klaustri í kvöld um stöðu mála á öskusvæðunum.

Ratko Mladic handtekinn - eftirlýstur fyrir þjóðarmorð

Serbneski hershöfðinginn Ratko Mladic hefur verið handtekinn í heimalandi sínu. Serbnesk útvarpsstöð greindi fyrst frá þessu í morgun en Boris Tadic forseti Serbíu tilkynnti þetta á blaðamannafundi rétt í þessu. Mladic hefur í mörg ár verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð í Bosníu stríðinu.

Mikill meirihluti vill breytingar á kvótakerfinu

Um tveir af hverjum þremur vilja að stjórnvöld afturkalli kvótann, hann verði í eigu ríkisins eða greidd sé leiga fyrir afnotarétt sem nemur markaðsverðmæti hans. Þetta sýna niðurstöður MMR könnunar sem gerð var á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar eru áþekkar sambærilegri könnun sem MMR gerði í febrúar.

Íslensk kona látin laus úr fangelsi í Bandaríkjunum

Linda Björk Magnúsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður trúfélagsins Frelsisins, hefur verið látin laus úr fangelsi Í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir faðir hennar, Magnús Þór Sigmundsson, í samtali við Vísi. Linda Björk var handtekin í Bandaríkjunum í nóvember 2009 fyrir að vera ólöglegur innflytjandi þar. Magnús Þór segir að sér sé mjög létt yfir því að hún hafi verið látin laus. Þau feðginin hafa verið í sambandi á Netinu að undanförnu.

Tugir björgunarsveitamanna að störfum

Um 50-60 björgunarsveitarmenn verða að störfum á Suðausturlandi í dag þar sem lífið er óðum að komast í eðlilegt horf eftir öskufall af völdum eldgossins í Grímsvötnum. Björgunarsveitamenn frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu standa vaktina í dag og munu verkefnin aðallega felast í að fara með slökkviliði og tankbílum á bæi og skola hús, þök og hreinsa rennur og niðurföll.

Íbúasamtök hlynnt lokun Laugavegar

Stjórn íbúasamtaka miðborgarinnar, sem telur jákvætt að minnka bílaumferð í miðborginni, gerir þó ýmsa fyrirvara við hugmyndir borgaryfirvalda um að gra hluta laugavegarins að göngugötu.

Strauss-Kahn flytur nær dómshúsinu

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðargjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, hefur verið fluttur úr stofufangelsi sínu á Manhattan í New York yfir í annað húsnæði, sem er aðeins í tæplega tveggja kílómetra fjarlægð frá dómshúsinu, þar sem réttað er yfir honum.

Safnað fyrir fátæka á Stöð 2 í kvöld

Sérstakur fræðslu- og söfnunarþáttur til að hrinda nýju átaki af stað verður á Stöð 2, í kvöld, fimmtudaginn 26. maí 2011 og verður mjög til hans vandað í alla staði. Takmark þáttarins og aðstandenda hans er að varða nýja leið í hjálparstarfi fyrir fátæka landsmenn.

Hryðjuverk í Kína

Þrjá bílasprengju sprungu í Peking í Kína í morgun. Tveir létust og sex særðust. Sprengjurnar sprungu með fimmtán mínútna millibili en bifreiðarnar voru allar staðsettar fyrir utan opinberar byggingar, þar af skrifstofu saksóknara í borginni.

Skipverjar á Oddeyrinni óttast um eigin hag vegna kvótafrumvarps

Skipverjar á fjölveiðiskipinu Oddeyrinni EA segja í skeyti, að það sé með ólíkindum að hægt sé að fjall um útgerð og stuðla að hruni hennar í núverandi mynd, eins og engin einstaklingar eigi þar hlut að máli nema örfáir útgerðarmenn.

Obama ávarpaði breska þingið

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði breska þingið í gær. Hann lagði áherslu á frið og virðingu fyrir öðrum menningarsvæðum.

Tveir fullir á höfuðborgarsvæðinu

Tveir ökumenn í annarlegu ástandi voru teknir úr umferð með nokkurra mínútna millibili á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annar í Hafnarfirði, sem reyndist réttindalaus, undir áhrifum áfengis og með fíkniefni í fórum sinum.

Strandveiðisjómenn halda til veiða

Allir strandveiðisjómenn, sem vettlingi geta valdið á norðausturlandi, hafa siglt fleytum sínum út á sjó í nótt og í morgun til strandveiða.

Féll af skellinöðru

Ungur maður slapp lítið meiddur þegar hann ók skellinöðru sinni aftan á bíl á Selfossi í gærkvöldi og féll í götuna.

Blóðug átök í Mexíkó

Alls létust 28 manns í byssubardögum á milli tveggja gengja í Vestur Mexíkó í gær. Saksóknari í landinu staðfesti að mexíkóska lögreglan hefði upprunalega fengið tilkynningu um mannrán.

Sendiráðsstarfsmenn flýja Jemen

Bandarísk yfirvöld hafa sent starfsmenn sína í sendiráði Bandaríkjanna út úr Jemen vegna mikils óróa þar í landi en 44 hafa látist í átökum á milli mótmælenda og stjórnarhermanna síðan á mánudaginn.

Mikill eldsvoði í Hafnarfirði

Mikill eldur gaus upp á skammri stundu í bílapartasölu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði um klukkan tíu í gærkvöldi.

Rannsaka fleiri brot félaga í Black Pistons

Tveir meðlimir vélhjólagengisins Black Pistons beittu mann, sem þeir réðust á og héldu nauðugum fyrr í mánuðinum, hrottalegum hótunum og ofbeldi. Þeir börðu hann klukkustundum saman í höfuðið og líkama með ýmsum áhöldum, hýddu hann með þykkri rafmagnssnúru og hótuðu honum að skornar yrðu í sundur sinar á fótleggjum og tennur dregnar úr honum. Þeir sögðu fórnarlambinu að það skuldaði þeim tíu milljónir króna.

Besta gjöfin að fá hann heim

"Ég hef ekki fengið betri afmælisgjöf um ævina,“ segir Óskar P. Friðriksson, afi Leifs Magnúsar Grétarssonar, átta ára. Leif Magnús flytur til föðurfjölskyldu sinnar í Vestmannaeyjum frá Noregi 19. júní næstkomandi, á afmælisdegi afa síns.

Gagnrýni á eftirlitsaðila missir marks

Gagnrýni rannsóknarnefndar Alþingis á eftirlitsaðila og stjórnsýsluna missir marks vegna þagnar skýrsluhöfunda um Baugsmálið, að mati Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þetta kemur fram í bók Björns, Rosabaugur yfir Íslandi, sem kom út í gær. Þar fjallar Björn um ýmsar hliðar Baugsmálsins.

Evrópusinnar í þriðja hvert sæti

Aðalfundur Sjálfstæðra Evrópumanna skorar á forystu Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því að einn af hverjum þremur af efstu mönnum flokksins á framboðslistum í hverju kjördæmi verði Evrópusinnar.

Opið verður til Gasa framvegis

Egypsk stjórnvöld hafa ákveðið að frá og með næsta laugardegi verði landamærahliðið í Rafah yfir til Gasasvæðisins opið fyrir umferð Palestínumanna. Herstjórnin, sem tók við völdum í Egyptalandi til bráðabirgða eftir að Hosni Mubarak forseti hraktist frá völdum, segir opnun landamæranna eiga meðal annars að efla sættir milli Palestínumanna innbyrðis. Þetta er mikil stefnubreyting frá því að Mubarak var við völd.

G8-ríkin lýsa stuðningi við uppreisnina

Uppreisn almennings í arabaheiminum verður eitt helsta viðfangsefni leiðtogafundar G8-ríkjanna, sem haldinn verður í hafnarborginni Deauville í Frakklandi í dag og á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir