Fleiri fréttir

Bíræfinn þjófur handtekinn í Kringlunni

Karlmaður var handtekinn í Kringlunni um klukkan fimm í dag. Hann er grunaður um þjófnaði á viðskiptavinum og í verslunum Kringlunnar. Maðurinn er í haldi lögreglunnar og bíður þess að vera yfirheyrður. Lögregluþjónn sem Vísir talaði við segist ekki gera ráð fyrir að gæsluvarðhalds verði krafist yfir manninum. Það fari þó eftir því hversu stórtækur hann hafi reynst við iðju sína.

Snarpur skjálfti nærri Nýja Sjálandi

Jarðskjálfti upp á 7,8 á Richter skók Kermadec eyjar, norðaustur af Nýja Sjálandi, segir Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna. Jarðskjálftinn varð á áttunda tímanum nú í kvöld og hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir Kermadeceyjar, Nýja Sjáland og Tonga. Upptök skjálftans eru á 48 kílómetra dýpi.

Vinnan á Búðarhálsi komin á fulla ferð

Smíði Búðarhálsvirkjunar er komin á fulla ferð og eru nú um tvöhundruð manns komin til starfa á virkjunarsvæðinu. Vinna er hafin við helstu verkþætti, þar á meðal stöðvarhús, stíflu og aðrennslisgöng.

Össur lýsir yfir fullum stuðningi við Palestínu

Utanríkisráðherra krafðist þess á Gaza í dag að herkví Ísraela á svæðinu yrði aflétt. Hann segir Palestínumenn eiga fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar í deilu sinni við Ísraela. Utanríkisráðherra er staddur á Gaza-svæðinu, fyrstur íslenskra ráðherra.

"Ígildi starfslokasamnings við íslenska bændur“

Formaður Bændasamtakanna segir að hugmyndir um útreikning á tjóni bænda vegna afnáms tollverndar íslenskra matvæla með aðild að ESB, vera ígildi starfslokasamnings við íslenska bændur. Prófessor í lögfræði segir engar varanlegar undanþágur í boði frá löggjöf ESB.

Skype og Facebook opna myndspjall

Facebook og Skype munu innan skamms setja í loftið nýtt myndspjall (e video chat) á vefsíðunni. Nú eru notendur Facebook orðnir 750 milljónir manna, sem jafngildir að níundi hver maður í öllum heiminum noti Facebook. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag.

Djörf túlkun Ögmundar að flugvöllurinn verði um kyrrt

Innanríkisráðherra vonast til að samkomulag verði undirritað við Reykjavíkurborg sem tryggi að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Borgarfulltrúi Vinstri Grænna segir þetta djarfa túlkun ráðherra á samkomulaginu.

Torfajökul og Kerlingafjöll efst á verndunarlista

Samkvæmt verkefnisstjórn um rammaáætlun er talið að virkjunarsvæði við Torfajökul og Kerlingafjöll eigi helst að vernda á meðan virkjanir við neðri Þjórsá eru taldar hafa lítil óæskileg áhrif á náttúruna og hátt nýtingargildi.

Á 127 kílómetra hraða á Miklubraut

Karlmaður á fertugsaldri var stöðvaður í umferðinni í gærkvöld þegar bíll hans mældist á 127 kílómetra hraða á Miklubraut, við Lönguhlíð. Viðkomandi, sem hefur áður verið staðinn að hraðakstri, var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Barnslát: Móðirin flutt á Litla Hraun

Móðir kornabarnsins, sem fannst látið við hótel í Reykjavík um helgina, hefur verið flutt í einangrun á Litla Hraun. Konan, sem er rétt rúmlega tvítug, var lögð inn á sjúkrahús fyrst um sinn en var færð til yfirheyrslu hjá lögreglu síðdegis og í framhaldinu flutt á Litla-Hraun, eins og áður sagði. Rannsókn lögreglu á málinu heldur áfram.

Almannavarnir vara fólk við Heklu

Þrýstingur í kviku undir Heklu hefur vaxið síðan í síðasta gosi og nú síðustu ár hefur hann verið svipaður eða hærri en á undan síðustu gosum, segir almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Því verði að telja að eldstöðin sé tilbúin í gos.

Alvarlegur skortur á heimilislæknum í Hafnarfirði

Skortur á heimilislæknum er viðvarandi vandamál í Hafnarfirði á sumrin, en íbúar bæjarins sem þurfa að sækja til heimilislæknis þurfa oft að bíða lengi þar sem allt niður í þriðjungur lækna á heilsugæslustöð eru við störf.

Nauðganir verða ekki liðnar á Bestu hátíðinni

Ofbeldi, og sér í lagi kynferðislegt ofbeldi, verður ekki liðið á Bestu hátíðinni sem fram fer um næstu helgi. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá aðstandendum Bestu hátíðarinnar og hljómsveitarinnar Quarashi, sem spilar á hátíðinni. Quarashi hætlar að gefa Stígamótum 500 þúsund krónur af þeim tekjum sem hún hefur af því að koma fram á hátíðinni. Hátíðin fer fram um næstu helgi.

Ekki hægt að detta í það á barnum

Barsala í Bláa lóninu mælist vel fyrir, segir Dagný Hrönn Pétursdóttir framkvæmdastjóri. Lítill bar var settur upp í miðju lóninu í fyrravor, en þar eru seldir áfengir og óáfengir drykkir auk húðvara.

Hefur áhyggjur af úrsögnum úr Þjóðkirkjunni

Það er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur af úrsögnum og fækkun í söfnuðum þjóðkirkjunnar. Það er samt ekki séríslenskt fyrirbæri, segir Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Hann segir að lls staðar á Norðurlöndunum megi sjá hliðstæða þróun, þar séu þjóðkirkjurnar líka að hopa og það af ýmsum ástæðum, lýðfræðilegum og menningarlegum. Karl segir í pistli á vefnum tru.is að eins og hér á landi megi einnig sjá í þeim úrsögnum viðbrögð við deilum og hneykslismálum innan kirknanna.

Byssumaður biðst afsökunar - ætlar í meðferð

"Að gefnu tilefni játa ég að mér urðu á persónuleg mistök síðastliðið sunnudagskvöld sem ég ber einn ábyrgð á,“ segir Páll Reynisson, sem var handtekinn um helgina eftir að hann hafði skotið af skammbyssum og haft í hótunum við lögreglumenn. Hann var ölvaður þegar atvikið átti sér stað.

Aðeins fimm af 266 ferðum felldar niður

Á tímabilinu frá 4. maí til 5 júlí hafa fallið niður 5 ferðir af 266 eða innan við 2% af ferðum Herjólfs samkvæmt tilkynningu sem Eimskip sendi frá sér í hádeginu vegna umræðu um ferjuna.

Nefndirnar verða ekki kallaðar saman í sumar

Hvorki iðnaðar- né utanríkismálanefnd Alþingis verða kallaðar saman í sumarhléi þingsins þrátt fyrir kröfu stjórnarandstöðuþingmanna. Formenn nefndana segja nefndirnar eingöngu funda í sumarhléi ef brýna nauðsyn beri til.

Ford hættir að auglýsa í „News of the World“

Bílaframleiðandinn Ford hefur tekið þá ákvörðun að hætta að auglýsa í breska dagblaðinu News of the World eftir að upp komst um víðtækar hleranir sem blaðið beitti í mörg ár. Ford er fyrsta stórfyrirtækið sem tekur þessa ákvörðun en talið er víst að fleiri fylgi í kjölfarið.

Útskrifuð af sjúkrahúsi og á leið í skýrslutöku

Litháísk kona á tuttugasta og öðru aldursári sem grunuð er um að hafa deytt barn sitt eftir fæðingu á hótel Fróni verður útskrifuð af sjúkrahúsi nú í hádeginu og verður í skýrslutökum hjá lögreglu í dag.

Segir stefna í sambandsslit Danmerkur og Færeyja

Forsætisráðherra Danmerkur hefur skrifað Færeyingum bréf þar sem hann segir að ný stjórnarskrá Færeyja brjóti í bága við dönsku stjórnarskrána og þýði í raun sambandsslit. Færeyingar hafa í níu ár baslað við að semja nýja stjórnarskrá.

Togarajaxlar fagna á Akureyri

Hátíð togarajaxla og maka þeirra verður haldin á Akureyri fimmtánda og sextánda júlí næstkomandi. Þar munu aldnar sem ungar hetjur hafsins hittast yfir mat og drykk í Sjallanum föstudaginn 15. júlí og hefst borðhaldið kl. 19.00.

Hekla virðist vera að bæra á sér

Ríkislögreglustjóri hefur gert Almannavarnanefndum á Suðurlandi viðvart um óvenjulegar hreyfingar í Heklu, sem gætu bent til kvikusöfnunar í fjallinu. Ekki er þó beinlínis varað við eldgosi, en mælingar sýna að fjallið hefur verið að bólgna síðan þar gaus síðast, fyrir ellefu árum.

Haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu

Liðlega sextugum íslenskum karlmanni er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann lenti í þriggja bíla árekstri í Víðidal í fyrradag.

Þernan kærir New York Post fyrir meiðyrði

Hótelþernan sem sakaði Dominique Strauss-Kahn fyrrvernandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir nauðgun hefur nú kært bandaríska dagblaðið New York Post fyrir meiðyrði eftir að blaðið birti fréttir á forsíðu sinni þess efnis, að konan væri vændiskona.

Össur standi fyrir máli sínu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis eins fljótt og auðið er.

Tekinn á 159 kílómetra hraða á Reykjanesbraut

Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut, skammt frá Grindavíkurafleggjara seint í gærkvöldi, eftir að bíll hans hafði mælst á 159 kílómetra hraða. Ökumenn á brautinni létu lögregluna í Keflavík vita af ofsaakstri mannsins, og því náðist hann. Hann verður sviftur ökuleyfi í tvo mánuði, sektaður um 140 þúsund krónur og fær auk þess punkta í ökuferilskránna.

Skaut samkynhneigðan skólafélaga í bakið

Bandarískur unglingur er nú fyrir rétti í Kalíforníu ásakaður um að hafa skotið skólafélaga sinn til bana vegna þess að hann var samkynhneigður. Drengurinn smyglaði skammbyssu í skólann í febrúar árið 2008 og skaut hinn fimmtán ára gamla Larry King tvisvar í bakið þar sem hann sat við tölvu.

Lyktin kom upp um kannabisræktun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti töluverða kannabisræktun í einbýlishúsi í austurborginni í gærkvöldi og handtók ræktandann. Lögreglu barst ábending um einkennilega lykt frá húsinu og við rannsókn fundust 80 kannabisplöntur í kjallara þess auk tveggja kílóa af tilbúnu kannabis.

Fær kennslustund hjá snillingi

Þrettán ára fiðlunema, Ágústu Dómhildi Karlsdóttur, hlotnaðist í gær óvæntur heiður þegar einn allra virtasti fiðluleikari veraldar bauð henni ókeypis kennslustund.

Hálendisvegir loksins að opnast

Hálendisleiðirnar eru nú að opnast ein af annarri, hátt í mánuði síðar en verið hefur undanfarin ár. Þó eru báðar Fjallabaksleiðirnar enn lokaðar og sömuleiðis vegurinn yfir Sprengisand. Vegagerðin er víða að ditta að þeim vegum, sem búið er að opna og hún ráðleggur vegfarendum að vera aðeins á fjórhjóladrifnum bílum á hálendisvegunum.

Sandfangari byggir nýtt land

Bygging sandfangara, sem er 276 metra langur brimvarnargarður, við Vík í Mýrdal gengur að óskum. Garðurinn gengur hornrétt út frá fjörunni neðan við kauptúnið og hlutverk hans er að fanga sand og hamla þannig landbroti í Víkurfjöru. Þegar hefur verið lokið við 170 metra af garðinum.

Lögreglan tók níutíu byssur af skotglöðum byssusafnara

Lögreglan á Selfossi lagði hald á um níutíu byssur og gríðarlegt magn skotfæra á heimili Páls Reynissonar, forstöðumanns og eiganda Veiðisafnsins á Stokkseyri, eftir að tilkynnt var um skothvelli frá húsinu aðfaranótt sunnudags. Maðurinn hélt á tveimur skammbyssum og stóð fyrir skothríð þegar lögreglu bar að garði.

Borguðu klippingu næsta manns á eftir

Posinn á hársnyrtistofu Torfa Geirmundssonar, rakara við Hlemm, hefur ítrekað tekið rangar upphæðir af kortum viðskiptavina stofunnar á síðustu dögum. Fyrri viðskiptavinur borgar fyrir þann sem á eftir kemur.

Sjálfboðaliðar fegra borgina

Fulltrúar frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS, eða SEE beyonD borderS, vinna þessa dagana að því að fegra ásýnd miðborgarinnar. Borgin hvetur húseigendur til að taka þátt í átakinu

Undir stöðugu eftirliti lögreglu

Móðir kornabarns sem fannst látið í gámi í Reykjavík á laugardag er undir stöðugu eftirliti lögreglu þar sem hún liggur á Landspítalanum. Hún hefur enda verið úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn.

Hertar reglur um netaveiði í sjó

Settar hafa verið nýjar reglur um veiðar á göngusilungi í sjó, samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu. Er þeim ætlað að vernda sjóbleikju- og laxastofna á nokkrum svæðum við landið.

Sílastofninn virðist ekki ná sér á strik

Fyrstu vísbendingar úr rannsóknarleiðangri á Breiðafirði benda ekki til þess að sílastofninn sé að ná sér á strik. Þetta segir Valur Bogason líffræðingur og einn leiðangursmanna. Hríðminnkandi sílastofn kemur illa niður á varpi sjófugla við sunnan- og vestanvert landið, til dæmis er fuglalíf í Flatey með daufasta móti að sögn íbúa þar.

Mótmæla læknisleysi harðlega

Hreppsnefnd Vopnafjarðar hefur mótmælt því við við velferðarráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Austurlands að Vopnafjörður verði án grunnlæknisþjónustu eins og var um þriggja daga skeið í síðasta mánuði.

Afsala sér veiðirétti í Elliðaánum

Borgaryfirvöld hafa ákveðið að þeir veiðidagar í Elliðaánum sem borgin hefur til ráðstöfunar verði nýttir af borgarbúum en ekki borgarfulltrúum og starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur eins og löngum hefur verið.

Sjá næstu 50 fréttir