Fleiri fréttir

Hollendingar bera ábyrgð á Srebrenica

Hollendingar bera ábyrgð á dauða þriggja Bosníu-múslima í fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995. Þetta er niðurstaða hollensks áfrýjunardómstóls, sem kvað upp þann úrskurð að hollenska ríkið eigi að greiða ættingjum mannanna þriggja skaðabætur.

Samkynhneigðir Indverjar æfir út í heilbrigðisráðherrann

Ráðherra heilbrigðismála á Indlandi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir nýleg ummæli sín í garð samkynhneigðra en ráðherrann sagði á dögunum að samkynhneigð væri sjúkdómur sem smitaðist nú hratt manna í millum í landinu.

Góð áhrif íslenskra jurta

Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, nálastungu- og grasalæknir, hefur yfirfært kínverskar lækningar á íslenskar jurtir. Í endurútgefinni bók hennar, Íslenskar lækningajurtir, er að finna þann fróðleik.

Suður Súdan verði 193. meðlimur Sameinuðu Þjóðanna

Emmanuel Issoze-Ngondet, forseti Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna, segist búast við að á ráðuneytafundi þann 13. júlí næstkomandi verði mælt með samþykki Suður Súdans sem 193. meðlimi Sameinuðu Þjóðanna.

Reyndi að smygla eiginmanninum í ferðatösku

Mexíkósk kona var á dögunum handtekin í fangelsi þar í landi en hún reyndi að frelsa mann sinn úr fangelsinu með því að troða honum í venjulega ferðatösku. Fangaverðir veittu því athygli að konan virtist mjög taugaóstyrk þegar hún yfirgaf fangelsið eftir að hafa heimsótt bóndann. Þá burðaðist hún með ferðatösku sem tók í.

197 látnir í eldsvoða á sjó

Nærri 200 manns létu lífið í dag þegar eldur kviknaði um borð í bát sem flutti ólöglega innflytjendur frá Súdan til Sádí Arabíu. Fyrstu fregnir herma að aðeins þrír bátsfarþegar hafi komist lífs af, en enn er leitað af eftirlifendum.

Þess vegna færðu rúsínufingur

Allir kannast við það að eftir nokkra setu í heita pottinum fara fingur manns að krumpast og líkjast rúsínum. Bandaríska vísindaritið Nature hefur nú eftir sérfræðingi í taugalíffræði að fyrirbrigðið sé engin tilviljun heldur hafi það þróast í gegnum árþúsundin og hafi ákveðnu hlutverki að gegna.

Breyta JL húsinu í listaverk

Málarar vinna nú hörðum höndum að því að breyta JL húsinu í listaverk. Heiðurinn að hinu nýja útliti þessa sögufræga húss á kennari við Myndlistarskóla Reykjavíkur.

Pólitísk réttarhöld

Í grein eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing, sem birtist í Fréttablaðinu í dag fjallar hann um réttarhöldin yfir Geir H. Haarde og þá tilhneygingu manna að vilja að endurskrifa söguna.

Hefur ekki áhyggjur af niðurskurði vegna jafnréttismála

Formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur ekki áhyggjur af því að skorið verði á fjárveitingar til íþróttafélaga sem sinna ekki jafnréttismálum. Hann hvetur til þess að jafnréttismál verði skoðuð í fleiri tómstundagreinum sem eru á framfæri borgarinnar.

Börn segja frá kynferðisbrotum

Þónokkrum málum hefur verið vísað til barnaverndarnefnda eftir að sex ára börn komu fram og sögðu frá kynferðislegri misnotkun í kjölfar fræðslu skólahjúkrunarfræðinga. Þrjú mál komu upp hjá einum skólahjúkrunarfræðingi sem hitti fimmtíu börn.

Afhjúpar varnarnet stjórnmála- og bankamanna

Þröstur Olaf Sigurjónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, beitti nýstárlegri aðferð til að afhjúpa varnarnet stjórnmála- og bankamanna vegna gagnrýni á bankakerfið í aðdraganda hrunsins. Hann segir að sama tækni geti nýst til að afhjúpa einhliða umræðu nú.

6500 hafa sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá desember 2009

Um 6500 manns sögðu sig úr þjóðkirkjunni frá 1. desember árið 2009 til síðustu mánaðarmóta. Mikil óánægja hefur verið með Þjóðkirkjuna vegna viðbragða hennar við kynferðisbrotum Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups.

Álverð hækkaði áttfalt meira en nýja orkuverðstengingin

Álverð hefur hækkað um þrjátíu prósent á því eina ári sem liðið er frá því Landsvirkjun samdi við álverið í Straumsvík um að afnema tengingu raforkuverðs við verðþróun á áli. Það er áttfalt meiri hækkun en á bandarísku neysluvísitölunni, sem tekin var upp í staðinn sem verðtenging, en hún hefur hækkað um 3,6 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Páll Hreinsson dómari við EFTA dómstólinn

Páll Hreinsson hæstaréttardómari hefur verið skipaður dómari við EFTA dómstólinn frá 15. september næstkomandi. Þorgeir Örlygsson lætur þá af því starfi og tekur sæti í Hæstarétti.

Fundu 70 kíló af kat

Danskir tollverðir fundu í dag sjötíu kíló af fíkniefninu kat, sem er amfetamínskylt lyf, við fíkniefnaeftirlit í Eyrasundslestinni í dag. Danska tollgæslan hefur stóraukið landamæraeftirlit og í dag er fyrsti dagurinn sem nýja eftirlitskerfið er starfrækt. Efnið var á leið frá Danmörku til Svíþjóðar í tveimur töskum þegar fíkniefnahundur á vegum dönsku tollgæslunnar fann það. Mette Helmundt, yfirmaður hjá dönsku tollgæslunni, segir að þessi fíkniefnafundur sýni að nýja tolleftirlitið skili árangri.

Skilorðsbundinn dómur fyrir fjölmörg brot

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag tvítugan Reykvíking í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölmörg brot. Meðal annars fyrir að hafa stolið bílnúmerum af bíl í Faxafeni í Reykjavík og setja þau á óskráðan bíl sinn. Hann var einnig sakaður um innbrot inn á verkstæði Skógræktar ríkisins, Mörk, Hallormsstað, á milli jóla og nýárs fyrir síðustu áramót auk innbrota í sumarbústaði í Fjarðarbyggð, innbrot í hafnsögubát og fleiri brota. Maðurinn játaði brot sín.

Kannabisræktandi sviptur ökuréttindum

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hafa ræktað 46 kannabisplöntur á heimili sínu með það að markmiði að selja kannabisefnið.

Lamdi mann og beit dyravörð

Tæplega þrítugur karlmaður frá Reykjanesbæ var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa sparkað í búk manns og slegið hann ítrekað í andlitið fyrir utan skemmtistaðinn Manhattan í október á síðasta ári.

Snjallir strákar slá garða í sumar

Þorgils Baldursson, Aron Sævarsson og Ýmir Gíslason eru 14 ára bekkjarfélagar úr Hlíðaskóla. Þá langaði hreint ekki til að vera aðgerðarlausir í sumar og tóku til sinna ráða. "Mér datt bara í hug að fara að slá garða og þeir voru til í að vera með mér í því,“ segir Þorgils. Þeir félagarnir fengu lánaða sláttuvél og klippur og voru þá tilbúnir í slaginn.

Fjöldi metanbíla tvöfaldast

Fjöldi bíla sem ganga fyrir metangasi er kominn upp í 555, samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Að sögn Sverris Viðars Haukssonar, formanns verkefnisstjórnar Grænu orkunnar, hefur þessi fjöldi tvöfaldast á síðustu átján mánuðum.

Ók inn í Hróa hött

Forláta Lexus jepplingi var ekið inn á Hróa hött við Langarima í Grafarvogi í hádeginu í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis slasaðist enginn í óhappinu. Lögregla hafði ekki fengið tilkynningu um óhappið þegar spurt var út í það í dag.

Meintur byssumaður gengur laus

Héraðsdómur Suðurlands hafnaði kröfu lögreglustjórans á Selfossi um gæsluvarðhald á manni sem handtekinn var í fyrrakvöld eftir að hafa hleypt skotum af byssu á Stokkseyri. Jafnframt var hafnað kröfu um að maðurinn sætti geðrannsókn. Málið er í rannsókn og fer að henni lokinni til meðferðar hjá saksóknara.

Ráðherra í leiðangri um vestfirska vegi

Ráðherra vegamála, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lagði í morgun upp í þriggja daga leiðangur um Vestfirði til að kynna sér ástand vegamála. Með í för eru Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og nokkrir sérfræðingar Vegagerðarinnar. Helsti tilgangur leiðangursins er að leita leiða til að höggva á hnút í vegagerð um Austur-Barðastrandarsýslu; deilur um nýtt vegstæði um Teigsskóg, sem Vegagerðin telur bestu lausnina til að leysa af fjallvegi um Ódrjúgsháls og Hjallaháls.

Hrunið erfitt fyrir orkuskólann Reyst

Orkuskólinn REYST stendur ágætlega fjárhagslega og getur vel rekið sig, þrátt fyrir að Háskóli Íslands hafi dregið sig úr verkefninu og Orkuveita Reykjavíkur hætt fjárstuðningi, að sögn framkvæmdastjóra skólans. Tíu til tuttugu nemendur hefja nám við skólann í haust.

Barnslát: Búið að yfirheyra alla nema móðurina

Yfirheyrslum lögreglu yfir samstarfsfólki og aðstandendum konunnar, sem grunuð er um að hafa komið nýfæddu barni sínu fyrir í ruslagámi þar sem það fannst látið, er að mestu lokið.

Slökkviliðsmenn sömdu við ISAVIA

Landsamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna og Isavia, sem rekur flugvellina á Íslandi, undirrituðu í dag kjarasamning til þriggja ára. Um er að ræða sambærilegan samning og Isavia hefur gert við aðra starfsmenn fyrirtækisins. Auk eingreiðslna verður launahækkun fyrsta júní sem nemur 4,25 % eða 12 þúsund krónum að lágmarki. Kjarasamningurinn fer í kynningu og atkvæðagreiðslu í næstu viku.

Landeyjahöfn hugsanlega lokuð í vetur

Rætt hefur verið um að loka alfarið fyrir siglingar Herjólfs um Landeyjahöfn í nokkra mánuði næsta vetur vegna óvissu um aðstæður. Í maí síðastliðnum var settur á laggirnar samstarfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins, Siglingastofnunar, Vegagerðarinnar, Eimskips og Vestmannaeyjabæjar til að meta aðstæður í höfninni og setja saman aðgerðaáætlun ef til þess kæmi að loka fyrir siglingar um hana næsta vetur.

Göngustígshrotti laus úr haldi

Rúmlega tvítugur maður hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi, meðan hann bíður dóms í Hæstarétti fyrir líkamsárás. Maðurinn var í héraðsdómi dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal þann 11. október í fyrra. Hann réðst að henni á göngustíg og stórslasaði hana.

Verkjalyf valda gáttatifi

Algeng verkjalyf, eins og íbúfen, auka líkurnar á óreglulegum hjartslætti. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtist í British Medical Journal í gær.

Lögreglan stöðvaði dópaða ökumenn

Lögreglan á Akureyri tók tvo ökumenn úr umferð í gærkvöldi og í nótt vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þá tók lögreglan í Borgarnesi konu úr umferð í gærkvöldi fyrir sömu sakir, þar sem hún var á leið í Hvalfjarðargöngin. Kannabisefni og kókaín fundust i fórum hennar.

Lagarde tekur við AGS í dag

Christine Lagarde tekur við sem forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins síðar í dag. Lagarde er fyrrverandi fjármálaráðherra Frakka og verður hún fyrsta konan sem stýrir sjóðnum frá stofnun hans. Staðan losnaðir eins og flestir vita eftir að þáverandi forstjóri Dominique Strauss-Kahn var handtekinn í New York sakaður um að hafa nauðgað herbergisþernu á Sofitel hótelinu.

Sóttu fasta ferðamenn

Björgunarsveitarmenn Landsbjargar á Flúðum sóttu í nótt tvo erlenda ferðamenn, sem fest höfðu bíl sinn á vegslóða á Hrunamannaafrétti, og komu þeim til byggða. Vegslóðinn er aðeins notaður við smalamennsku síðsumars og var hann vart fær vegna aurbleytu. Leiðangurinn gekk vel og sakaði engan.

Göngukona féll í klettabelti

Erlend göngukona féll og slasaðist þegar hún var á göngu í klettabelti við Vatnsfjörð á Barðaströnd í gærkvöldi.

Tveir enn á gjörgæslu eftir slysið í Víðidal

Tveir liggja enn á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir þriggja bíla árekstur í Víðidal í gærdag, og tveir eru á almennri sjúkradeild. Aðrir hafa verið útskrifaðir og er engin þeirra alvarlega meiddur. Ekki fást nánari upplýsingar um líðan þeirra sem dvelja á gjörgæsludeildinni. Tildrög slyssins eru enn i rannsókn.

Gamall bíll tengdur við leka gasleiðslu

Á urðunarstöðinni á Álfsnesi má finna gamlan bílgarm sem líklegast getur státað af lengsta púströri í heimi. Þannig vill til að púströr bílsins hefur verið lengt og síðan tengt í gaslögn eina sem er um kílómetri að lengd.

Chavez snúinn aftur heim

Forseti Venesúela er snúinn aftur til heimalands síns eftir að hafa gengist undir læknismeðferð hjá vinum sínum á Kúbu. Hugo Chavez hélt ræðu á fjöldafundi í höfuðborginni Caracas í gærkvöldi frammi fyrir þúsundum stuðningsmanna sinna sem fögnuðu forseta sínum innilega.

Sjá næstu 50 fréttir