Fleiri fréttir

Segir gæsluna ekki hafa brugðist á Þjóðhátíð

Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir gæsluna ekki hafa brugðist í Vestmannaeyjum um helgina. Maðurinn sem grunaður er um nauðgun á hátíðinni var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag, en alls komu að minnsta kosti sex nauðgunarmál upp á útihátíðum um helgina.

Útskrifuð af sjúkrahúsi

Karlmaður og kona sem flutt voru á sjúkrahús með þyrlu landhelgisgæslunnar í gærkvöldi slösuðust ekki mikið að sögn vakthafandi læknis á Landspítalanum, og hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsinu.

24 kærðir fyrir of hraðan akstur

Alls voru tuttugu og fjórir ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku. Sá sem hraðast ók mældist á 149 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi en samkvæmt tilkynningu lögreglu bíður hans svipting í 1 mánuð auk 130 þúsund króna sektar og þriggja punkta í ökuferilsskrá.

Hefur séð hörmungarnar í Sómalíu

"Ef einhver á bágt einhversstaðar, þá er það þarna," segir Þorkell Þorkelsson ljósmyndari. Rauði krossinn hefur verið með söfnun að undanförnu til þess að bregðast við hörmungunum í Sómalíu. Þar sveltur fólk heilu hungri vegna þurrka og ömulegs stjórnmálaástands.

RÚV mátti afhenda lista um umsækjendur

Persónuvernd hefur úrskurðað að Ríkisútvarpinu hafi verið heimilt að miðla persónuupplýsingum um konu sem sótti um sumarstarf hjá fyrirtækinu í vor. Konan kvartaði að listi umsækjenda um sumarafleysingarstörf á fréttastofu RÚV hafi verið afhentur og birtur á helstu miðlum landsins. Það hafi ekki verið tekið fram þegar sótt var um starfið að listinn yrði gerður opinber.

Froðukastari dæmdur í sex vikna fangelsi

Jonathan May-Bowles, sem varð heimsþekktur þegar hann kastaði raksápuböku á fjölmiðlamógúlinn Rupert Murdoch þann 20 júlí síðastliðinn, hefur verið dæmdur í sex vikna fangelsi. Hann var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás og áreiti. Hinn 26 ára gamli May-Bowles játaði sök í málinu, en hann veittist að Murdoch og fleygði á hann rakfroðubökunni þar sem fjölmiðlakóngurinn sat fyrir svörum hjá breskri þingnefnd vegna hlerunarmálsins sem varð vikublaðinu News of the World að falli.

Næturferð Herjólfs fellur niður

Mjög vel hefur gengið að flytja Þjóðhátíðargesti frá Eyjum og því verður næturferðin klukkan hálf þrjú aðfaranótt miðvikudags felld niður. Forsvarsmenn Herjólfs vilja koma því á framfæri að miðar í þessa ferð gilda í aðrar ferðir í dag og á morgun, en allir sem áttu bókað fyrir bíla í ferðinni þurfa að endurbóka.

Umferðin dróst saman um 12%

Umferðin um verslunarmannahelgina var að meðaltali rúmlega 12% minni en um sömu helgi í fyrra. Þessi niðurstaða fæst þegar skoðaðir eru sex talningastaðir út frá höfuðborgarsvæðinu.

Helgi Magnús skipaður vararíkissaksóknari

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað Helga Magnús Gunnarsson í embætti vararíkissaksóknara við embætti ríkissaksóknara. Helgi Magnús er fæddur 4. desember 1964. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1998 og stundaði framhaldsnám á háskólastigi í rannsókn og saksókn efnhagsbrota við Polithøgskolen 2004-2005.

Rúmlega 660 þúsund lítrar af áfengi drukknir um helgina

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgina var tæplega 11 prósent minni í lítrum talið, en í sömu viku fyrir ári síðan. Samtals seldust 662 þúsund lítrar af áfengi í ár en 744 þúsund lítra í fyrra.

Fékk hvítblæði og gerðist hlaupagarpur

"Ég hef búið mér til einkunnarorðin: Ég hleyp því ég get það," segir Gunnar Ármannsson sem greindist með hvítblæði árið 2005 og lauk lyfjameðferð fyrir fimm árum. Af því tilefni ákvað hann í ársbyrjun að hlaupa fimm hlaup til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands á þessu ári. Þeim þremur erfiðustu hefur hann þegar lokið. Á laugardag hleypur hann síðan Jökulárhlaupið sem er 32,7 kílómetra utanvegahlaup og loks tekur hann þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þann 20. ágúst. Allt stefnir í að hann leggi að baki um fimm þúsund kílómetra á árinu. Gunnar segist ekki hafa hlaupið neitt markvisst áður en hann greindist með hvítblæði. Hins vegar hafi hann eins og svo margir aðrir lengi ætlað að byrja að hlaupa. Árið 2004 reimaði hann á sig hlaupaskóna og byrjaði. Hlaupin gengu ágætlega en fljótt fór Gunnar að finna fyrir minnkandi þoli og máttleysi, ólíkt því sem ætti að gerast þegar fólk hefur þjálfun. "Ég skildi ekki hvað þetta var og leitaði til læknis. Það var síðan á þorláksmessu 2005 sem ég greindist með hvítblæði," segir Gunnar. Hann var staðráðinn í að byrja aftur að lyfjameðferð lokinni, árið 2006, en gat það ekki strax vegna meiðsla. "A afmælisdaginn minn 2008 ákvað ég síðan að byrja. Ég tók mér frí í vinnunni og hljóp þá hálfmaraþon í fyrsta skipti. Síðan þá hef ég hlaupið," segir Gunnar. Hann hefur bætt við sig ár frá ári, lagði að baki um þrjú þúsund kílómetra árið 2009, fjögurþúsund á síðasta ári og býst við að hlaupa um fimm þúsund kílómetra í ár. Hugmyndin að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélaginu fæddist í ársbyrjun. "Ég ákvað þá að hlaupa fimm löng hlaup. Ég hef sett þetta þannig upp fyrir mér að ég hlaupi eitt hlaup fyrir hvert ár síðan lyfjameðferðinni lauk," segir hann. Fyrsta hlaupið var Parísarmaraþonið sem Gunnar hljóp þann 10. apríl. Hann hljóp 100 kílómetra í Meistaramóti Íslands þann 11. júlí. Þriðja hlaupið var Laugavegurinn sem Gunnar fór þann 16. júlí, en um er að ræða 55 kílómetra utanvegahlaup. Jökulárhlaupið er síðan næsta laugardag. Gunnar hefur hlaupið það áður og hlakkar mikið til. "Ég hljóp það fyrst sumarið 2008. Þetta var mitt fyrsta langa keppnishlaup. Upplifunin var frábær. Umhverfið er svo fallegt og það er eins og þarna sé alltaf gott veður," segir hann. Síðasta hlaupið er síðan Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en Gunnar er sá keppandi sem safnað hefur mestum áheitum, eða 322 þúsund krónum fyrir Krabbameinsfélagið. Þar ætlar hann að hlaupa heilt maraþon. "Ég ætla að sjá til hvort ég hleyp þetta á einhverjum hraða eða fer bara hægt yfir og skoða mig um," segir hann. Gunnar er afar þakklátur fyrir að hafa fengið heilsuna aftur og geta hlaupið enda tók það mikið á að veikjast af hvítblæði og fara í gegn um þunga lyfjameðferð. "Það var óvíst hvort ég myndi geta hlaupið aftur. Þegar ég loksins gat það þá vildi ég ekki hætta," segir Gunnar. Hann heldur úti bloggsíðu þar sem hann segir frá hugleiðingum sínum í tengslum við hlaupin. Hana má nálgast með því að smella hér. <http://garmur.blog.is/blog/garmur/> Hægt er að heita á Gunnar í Reykjavíkurmaraþoninu með því að smella hér <http://www.hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=2136>

Ökumaður sofandi á 130 kílómetra hraða

Lögreglan á Vestfjörðum stöðvaði ökumann á 130 kílómetra hraða um helgina. Þegar maðurinn var stöðvaður mun hann hafa þakkað lögreglumanni fyrir að stöðva akstur sinn því hann hafi verið sofandi og ekki vaknað fyrr en farþegar hans bentu honum á að lögreglan væri að gefa honum merki um að stöðva.

Þroskahjálp fékk styrk

Nýtt útibú Íslandsbanka við Suðurlandsbraut hefur ákveðið að leggja Landssamtökunum Þroskahjálp lið. Þroskahjálp eru regnhlífarsamtök fyrir 22 félög sem eru ýmist foreldra-, styrktar- og fagfélög fólks sem hefur sérhæft sig í þjálfun og þjónustu við fatlaða. Samtökin eru í hagsmunabaráttu fyrir fjölskyldur fatlaðra barna og er þeim þröngur stakkur sniðinn. Styrkurinn nemur hálfri milljón króna.

Fundu þrjár kannabisplöntur

Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á þrjár kannabisplöntur við húsleit í íbúð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.

Í gæsluvarðhaldi fram á föstudag

Karlmaður á þrítugsaldri, sem grunaður er um nauðgun í Herjólfsdal aðfaranótt sunnudags, var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag í Héraðsdómi Suðurlands nú fyrir stundu.

Safna saman eigum fólksins í Útey

Norska lögreglan byrjar í dag á því þungbæra verkefni að taka saman eigur fólks sem var statt í Útey þegar hryðjuverkamaðurinn Breivik hóf skotárás þar. Ragnar Karlsen, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við norska ríkisútvarpið að verkefninu gæti verið lokið á föstudaginn. Tugir manna taki þátt í verkefninu.

Krafa um enn stærri reiðhöll Gusts seinkar framkvæmdum

Hestamannafélagið Gustur vill að staðið verði við samkomulag um að Kópavogsbær reisi reiðhöll sem sé 80x36 metrar. Kópavogsbær hefur samþykkt að kanna kostnað við byggingu slíkrar reiðhallar, en einnig við höll sem verði 64 x 34 metrar. Guðríður Arnardóttir segir að í raun hafi yfirvöld hafnað stærra húsinu.

Óvirk umferðarljós á tvennum gatnamótum

Umferðarljósin á Breiðhotsbraut, á gatnamótum Breiðholtsbrautar, Nýbýlavegar og Reykjanesbrautar, eru óvirk. Umferðarljósin á gatnamótum Sæbrautar og Súðavogar eru sömuleiðis óvirk. Unnið er að viðgerð.

Skelfilegt að hafa veitt fjöldamorðingja innblástur

Hinn umdeildi danski kvikmyndaleikstjóri, Lars von Trier, undirbýr nú gerð nýrrar erótískrar kvikmyndar sem mun heita Nymphomaniac. Í myndinni verður rakin erótísk saga konu frá því að hún er ungabarn og þar til hún er fimmtug.

Landlæknir fluttur á Barónsstíg

Landlæknisembættið hefur starfsemi í gömlu Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík í dag, eftir að hafa starfað um árabil að Austurströnd á Seltjarnarnesi. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að starfsfólk hafi unnið að flutningum yfir helgina. Nú þegar starfsemi hefst í Heilsuverndarstöðinni lýkur sameiningaferli Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar sem hófst 1. maí síðastliðinn.

Bensínbílar fari úr borgum árið 2050

Evrópusambandið hefur gefið út hvítbók í samgöngumálum og vinna EFTA-ríkin nú sameiginlega að umsögn um hana. Í hvítbókinni er að finna tíu leiðir sem unnið verður að til að ná markmiðinu um samkeppnishæft samgöngukerfi, sem nýtir endurnýjanlega orkugjafa. Markmiðið er að ná takmarkinu um sextíu prósenta samdrátt útblásturs.

Sævar Ciesielski jarðsunginn í dag

Sævar Marinó Ciesielski verður jarðsunginn í dag. Athöfnin fer fram í Dómkirkjunni klukkan 13.00. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirskju, annast úrförina. Sævar lést af slysförum í Kaupmannahöfn þann 12. júlí Hann var einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og fékk þar þyngsta dóminn. Sævar játaði eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í um tvö ár. Sævar barðist lengi fyrir endurupptöku málsins en varð ekki að ósk sinni. Hann lætur eftir sig fimm börn á aldrinum 12-36 ára.

Tæpir 700 milljarðar segjum við já

Samkvæmt rökstuddu áliti ESA þurfa Íslendingar að greiða 670 milljarða króna fyrir 10. september vegna Icesave-skuldbindinga, fallist þeir á álitið. Nú er unnið að rökstuðningi gegn því í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

Nýr hitabeltisstormur í Karabíska hafinu

Hitabeltisstormurinn Emily er nú að sækja í sig veðrið í Karabíska hafinu. Sem stendur er vindhraði Emily rúmlega 60 kílómetrar á klukkustund og fer vaxandi.

Smöluðu saman 3.000 minkum á Fjóni

Um 30 íbúar í grennd við Assens á Fjóni í Danmörku eyddu frídegi verslunarmanna við að hafa upp á og smala saman um 3.000 minkum sem sluppu úr búrum sínum á minkabúi sem þarna er staðsett.

Engar tilkynningar um innbrot

Engar tilkynningar um innbrot höfðu borist til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu snemma í morgun og engin tilkynning barst í gær.

Umferðin gekk vonum framar

Umferð gekk vonum framar á öllum helstu leiðum þrátt fyrir umferðarþunga í gær og alveg fram á kvöld.

Dregur úr vatnsrennsli í Skaftá

Dregið hefur úr vatnsrennsli í Skaftá frá miðnætti, en laust fyrir miðnætti var það orðið liðlega 400 rúmmetrar á sekúndu. Um fimm leitið í morgun var það komið niður í 370 rúmmetra.

Segja þöggun hafa átt sér stað innan íþróttafélaga

Hvernig hefur verið tekið á tilkynningum um kynferðisbrot innan íþróttafélaga? Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hefur sett nefnd á laggirnar til að móta starfsreglur sem miða að viðbrögðum við ásökunum um einelti og kynferðisbrot. Alls hafa komið inn þrjú mál á borð ÍBH á síðustu þremur árum og í öllum tilvikum var þeim þjálfurum sem

Mikil gleði mætti áhöfn Ægis

Skipsherrann á Varðskipinu Ægi sem bjargaði 58 flóttamönnum í Miðjarðarhafi á laugardag segir mikla gleði hafa mætt áhöfninni við björgunina. Í hópnum voru meðal annars tvær ófrískar konur, en önnur þeirra var gengin fram yfir tíma.

Bílvelta á Laugarvatnsvegi

Bílvelta varð á Laugarvatnsvegi við Þóroddsstaði nú fyrir stundu. Tveir voru í bílnum. Sjúkrabílar og þyrla Landhelgisgæslunnar eru komin á staðnum. Ekki er vitað hvort meiðls þeirra sem voru í bílnum séu alvarleg. Tildrög slyssins eru ekki kunn.

Umferðin gengur vel

Umferð til höfuðborgarinnar tók að þyngjast þegar leið á daginn og má áfram búast við talsverðri umferð um helstu umferðaræðar til og frá höfuðborgarsvæðinu, að sögn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Selfossi og í Borgarnesi hefur umferðin dreifst vel og engin óhöpp orðið. Ökumenn eru hvattir til að sýn að tillitssemi og ábyrga hegðun.

Tuttugu þúsund fangar fái frelsi

Fangelsi í Venesúela eru flest öll yfirfull og hafa fangelsisstjórar og fangaverðir lengi varað við ástandinu. Fyrir skömmu létust 25 í uppþotum í einu fangelsanna sem stóðu í rúmar þrjár vikur.

Sækja slasaða konu í Esju

Björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu eru nú á leið á Esju að sækja slasaða konu. Óskað var eftir aðstoð um klukkan tvö í dag en konan er slösuð á mjöðm.

Garðurinn lagður í rúst - kemst ekki inn til sín

„Það er til háborinnar skammar að ráðast á mann með þessum hætti,“ segir Ægir Geirdal, íbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann kom heim á þriðja tímanum í dag úr nokkra daga fríi og var aðkoman vægast sagt slæm. Ægir segir skemmdarvarga hafa eyðilagt garðinn hans, rótað öllu upp og fært grjót til auk þess búið er að brjóta garðhúsgögn og stela reiðhjóli. Grjót og mold veldur því að hann getur ekki ekið bílnum sínum inn í bílskúrinn. Til að bæta gráu ofan á svart kemst hann ekki heldur inn í íbúð sína sem er í parhúsi. „Ég kemst ekki inn því það er búið að troða einhverjum andskotanum í skrárnar að húsinu.“

Stoltenberg aldrei verið vinsælli

Forsætisráðherra Noregs hefur öðrum fremur verið í sviðsljósinu í kjölfar hryðjuverkanna. Hann hefur aldrei verið vinsælli og hefur hlotið mikið lof fyrir framgöngu sína. Viðbrögð hans allt frá byrjun hafa vakið athygli.

Lögregla lýsir eftir vitnum vegna nauðgunar

Lögreglan óskar eftir vitnum að stympingum karlmanns við rúmlega tvítuga stúlku við salernisaðstöðuna í Herjólfsdal milli klukkan fjögur og fimm í fyrrinótt. Maðurinn sem er á þrítugsaldri er grunaður um að hafa nauðgað stúlkunni. Hún leitaði til lögreglu um miðjan dag í gær og hófst þá rannsókn lögreglu en stúlkan fór á neyðarmóttöku Landspítalans í gærkvöldi.

Stuðningsmenn á öllum aldri á Torfnesvelli - myndir

Um miðjan dag í gær kom fjöldi fólks saman komin við Torfnesvöll á Ísafirði vegna undanúrslitaleiks BÍ/Bolungarvík og KR. Löngu áður en leikurinn hófst skapaðist mikil stemmning í og við völlinn. Þangað mættu stuðningsmenn á öllum aldri eins og sést í meðfylgjandi myndasafni. Stuðningsmenn KR fjölmenntu til Ísafjarðar og sett sinn svip á bæinn.

Sjá næstu 50 fréttir