Fleiri fréttir

Um 20 þúsund hafa fallið í Líbíu

Um 20 þúsund manns hafa farist í Líbíu síðan að borgarastyrjöldin hófst þar í febrúar segir Mustafa Abdul Jalil, einn leiðtogi uppreisnarmanna. Uppreisnarmenn berjast nú við hersveitir Gaddafis Líbíuleiðtoga. Samkvæmt Sky fréttastöðinni segjast uppreisnarmenn hafa umkringt Gaddafi og syni hans í húsi í Trípolí, höfuðborg Líbíu. AP fréttastöðin segir að um þúsund uppreisnarmenn berjist nærri virki Gaddafis í Tripoli.

Framleiðsla skelfisks í samræmi við EES löggjöf

Framleiðsla og sala lifandi skelfisks sem framleiddur er á Íslandi var almennt í samræmi við skilyrði í löggjöf EES. Þetta er meginniðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA sem gefin var út í dag.

Tvö slys á Bústaðavegi með stuttu millibili

Kona var flutt á slysadeild eftir að keyrt var á hana á gatnamótum Grensásvegar og Bústaðavegar um klukkan korter yfir tvö í dag. Ekki er vitað nánar um tildrög slyssins og ekki liggur fyrir hversu alvarlega hún er slösuð.

Hefur krafist frávísunar í máli Geirs

Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, krafðist í dag frávísunar í svokölluðu landsdómsmáli. Þetta staðfesti skrifstofustjóri Hæstaréttar við fréttastofu. Frestur til að krefjast frávísunar rennur út í dag. Geir er sakaður um brot á lögum um ráðherraábyrgð. Málið var þingfest í vor og verður afstaða til frávísunarkröfunnar tekin þegar málið kemur aftur á dagskrá í september.

Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim

Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar.

Berjablá Súðavík

Berjaspretta á Vestfjörðum er í góðu meðallagi í ár og helgina 26.-28. ágúst efna Súðvíkingar í fyrsta sinn til fjölskyldu- og uppskeruhátíðarinnar Bláberjadaga þar sem fólk er hvatt til að skemmta sér saman, tína ber og njóta þess besta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Í tilkynningu segir að stefnt sé að því að gera Bláberjadagana að árlegum viðburði í Súðavík.

ASÍ leggst gegn kvótafrumvarpinu

Alþýðusamband Íslands leggst gegn því að frumvarp um stjórn fiskveiða verði samþykkt í núverandi mynd. ASÍ tekur undir hækkun veiðileyfagjaldsins og tímabundinn nýtingarétt af auðlindinni en telur aðra þætti frumvarpsins of gallaða til að hægt sé að mæla með samþykkt þess. ASÍ er sammála því að breyta þurfi fiskveiðistjórnunarkerfinu en telur nauðsynlegt að vinna málið betur og í víðtæku samráði.

Staðgengill borgarstjóra hættir

Regína Ásvaldsdóttir, fyrrum staðgengill borgarstjóra, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þekkingarseturs um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Staðan var auglýst 25. júlí síðastliðinn og voru fimmtíu og fimm sem sóttu um starfið.

Leikskólinn Mýri verður rekinn af borginni

Borgarráð Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í gær að borgin taki yfir rekstur leikskólans Mýrar sem hefur verið sjálfstætt starfandi frá árinu 1989. Í tilkynningu frá borginni segir að stjórn foreldrafélags leikskólans hafi óskað eftir því snemma á þessu ári að borgin tæki yfir reksturinn og hefur nú náðst sátt um að svo verði frá og með 1. ágúst 2011.

Vill skylda veitingahús til að gefa upp hitaeiningamagn

Það væri æskilegt ef stjórnvöld skylduðu eigendur veitingahúsa til þess að tilgreina á matseðli veitingahúsanna hversu margar hitaeiningar eru í réttunum þeirra. Þetta segir Sturla B. Johnsen, heilsugæsluæknir hjá Heilsuvernd Reykjavíkur.

Fundu heimatilbúinn pyntingaklefa umvafinn sprengjum

Heimatilbúinn pyntingaklefi umvafinn sprengjum fannst í búð í Hamborg nú á föstudaginn. Thomas Fischer, þýskur einfari hafði breytt íbúð sinni í pyntingahreiður þar sem hann geymdi fórnalamb sitt handjárnað í gömlum hljóðeinangruðum símaklefa.

Gaddafi, Qaddafi eða Qadhafi?

Meira segja Google á í vandræðum með Gaddafi. Eru þið með ráð til þess að finna hann? Svo virðist vera að fólk eigi í stökustu vandræðum með að stafa nafn hans.

Skoða hefði átt að loka Ísaksskóla og senda nemendur í aðra skóla

Borgarfulltrúi Vinstri grænna furðar sig á að borgin geti reitt fram rúmar 180 milljónir króna til að kaupa Ísaksskóla á sama tíma og hart er skorið í skólakerfinu. Hún telur að skoða hefði átt gaumgæfilega að loka skólanum og tryggja nemendum vist í öðrum skólum.

Litla tvíburasystirin látin

Valgerður Lilja Gísladóttir, litla stelpan sem fæddist fyrir tímann fyrr í mánuðinum, er látin. Móðir stúlkunnar, Hanna Lilja Valsdóttir, gekk með tvíburasystur en veiktist þegar hún var langt gengin með þær. Hanna Lilja lést en tvíburasysturnar lifðu. Valgerður Lilja var veikburða frá fæðingu og var í öndunarvél en systir hennar braggaðist vel.

Kínverji hefur keypt eina stærstu jörð Íslands

Kínverskur auðmaður keypti í gær eina landmestu jörð á Íslandi, Grímsstaði á Fjöllum, með það í huga að byggja þar upp lúxushótel. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki íslenskra og kínverskra stjórnvalda.

Áhyggjuefni ef 30% þurfa stuðning við lestur

Árangur barna í öðrum bekk grunnskóla er fagnaðarefni, segir Guðmundur B. Kristmundsson, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.. Samkvæmt niðurstöðum lestrarskimunarprófs í fyrra geta um 70% nemenda lesið sér til gagns samkvæmt þeim viðmiðum sem sett hafa verið.

Frægasti raðmorðingi Bandaríkjanna sækir ekki um reynslulausn

Einn frægasti raðmorðingi Bandaríkjanna sækir ekki um reynslulausn. David Berkowitz eða "Son of Sam", hélt New York í gíslingu í upphafi áttunda árutugsins með tíðum morðum sínum. Berkowitz sem myrti sex manns og særði aðra sjö mun ekki sækjast eftir reynslulausn. Þetta tilkynnti Berkowitz í bréfi sem hann sendi sjálfur til FoxNews fréttastofunnar og bætti við „að fyrirgefning frá Jesú Kristi“ væri nóg fyrir hann, og að hann hefði engan „áhuga á reynslulausn".

Sex árekstrar í morgun - ekið á mann á hjóli

Töluvert hefur verið um árekstra það sem af er degi í höfuðborginni eða sex talsins. Þar á meðal varð fjögurra bíla árekstur á Kringlumýrarbraut þar sem kalla þurfti til kranabifreið til þess að draga einn bílinn á brott.

Þrettán krónu lækkun á bensínlítranum í dag

Bensínstöðvar Orkunnar og Atlantsolíu lækkuðu verð hjá sér um þrettán krónur á lítrann í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Skeljungi, sem rekur bensínstöðvar Orkunnar, er ástæðan sú að N1 ákvað bjóða þrettán króna afslátt af bensíni í tengslum við svokallað Krúserkvöld, sem er bílasýning N1 að Bíldshöfða í dag. Orkan býður upp á svokallaða Orkuvernd sem þýðir að Orkan ætlar sér alltaf að bjóða lægsta verðið og því var ákveðið að lækka verðið. Frá Skeljungi fengust einnig þær upplýsingar að þessi verðlækkun væri algjörlega úr takti við þróun heimsmarkaðsverðs og því væri ólíklegt að þessi lækkun myndi halda til lengdar.

Ísland ekki á stuðningslista bráðabirgðastjórnarinnar

Rúmlega fjörutíu þjóðir hafa nú lýst yfir stuðningi við bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Líbíu. Danir og Finnar eru einu Norðurlöndin á listanum en þar eru einnig lönd á borð við Bretland, Bandaríkin og Holland. Þegar fréttastofa leitaði upplýsinga um hvort til greina kæmi að Ísland færi á þennan lista fengust þær upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu að Íslendingar hafi fylgt þeirri stefnu að viðurkenna þjóðríki, en ekki einstaka ríkisstjórnir.

Framhaldsskólakennarar unnu að meðaltali 182 daga

Samanlagður fjöldi kennsludaga og prófadaga nemenda í framhaldsskólum á síðasta skólaári var 175. Það er óbreyttur fjöldi frá fyrra skólaári. Þetta kemur fram í upplýsingum frá framhaldsskólunum til Hagstofu Íslands.

Útköll vegna hávaða í heimahúsum

Lögreglan fór í nokkur útköll í nótt þar sem kvartað hafði verið undan hávaða í heimahúsi og þá fékk lögreglan eina tilkynningu um innbrot, í heimahúsi í Hafnarfirði. Ekki liggur fyrir hvort einhverju hafi verið stolið en þjófarnir komust undan.

Rick Perry tekur forystuna

Rick Perry ríkisstjóri Texas hefur tekið forystuna í baráttu þeirra sem sækjast eftir því að verða næsta forsetaefni Repúblikana.

Öflugur jarðskjálfti skók Perú

Öflugur jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter reið yfir norðurhluta Perú í gærkvöldi. Upptök hans voru í um 500 kílómetra fjarlægð norður af höfuðborginni Lima.

Merki þess að ástin þrautir vinnur allar

„Þetta er enn einn vitnisburðurinn um það að ástin sigrar allt,“ segir Kevin Kristofer Buggle stoltur en kona hans, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fæddi 13 marka son á föstudaginn. Buggle segir að fæðingin hafi gengið vel en meðgangan var mikil þrautaganga fyrir Ásdísi Jennu en hún er fjölfötluð og tekur alla jafna lyf til að tempra ósjálfráðar hreyfingar en ekki er á slíka lyfjagjöf hættandi á meðgöngu.

Sérsveitarmenn leita að Gaddafi

Enn er allt á huldu um hvar Muammar Gaddafi leiðtogi Líbíu heldur sig. Vangaveltur eru um að hann hafi farið sömu leið og Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Íraks og hafi grafið sig niður í holu einhversstaðar í Líbíu.

Mega ekki hvetja til nafnlausra ábendinga

Það samrýmist ekki sjónarmiðum laga um persónuvernd að Vinnumálastofnun og ríkisskattstjóri hvetji til nafnlausra ábendinga með því að veita sérstaklega kost á slíkum ábendingum um meint bótasvik og skattsvik einstaklinga á heimasíðum sínum.

Bræðrum ruglað saman í 90 ár

Tvíburabræðurnir Ármann og Sigdór Sigurðssynir eru níræðir í dag. Bræðurnir ólust báðir upp á Norðfirði en kynntust þó ekki fyrr en þeir voru orðnir níu ára. Ástæðan var sú að móðir þeirra lést þegar þeir voru mánaðargamlir og þeir voru teknir í fóstur hvor á sitt heimilið, annar í þorpinu en hinn í sveitinni. Þeir hittust því ekki fyrr en þeir byrjuðu í skóla níu ára gamlir en urðu ekki vinir fyrr en eftir fermingu. Síðan eru þeir óaðskiljanlegir.

Kostar bankann 25 milljarða

Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans.

Gagnrýnir kaup á eignum Ísaksskóla

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir kaup Reykjavíkurborgar á eignum Ísaksskóla. Borgarráð samþykkti kaupin í síðustu viku, en kaupverðið nemur 184 milljónum króna.

Hafa lækkað um 33% síðan í fyrra

Skólabækur fyrir framhaldsskóla hafa lækkað í verði um allt að 33 prósent milli ára, samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á bókum í verslunum á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 17. ágúst síðastliðinn.

Íslensk auglýsing komin í úrslit

Íslensk auglýsing er í hópi þrjátíu sem valdar hafa verið í úrslit í auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna í Evrópu um bestu auglýsinguna gegn ofbeldi gegn konum. Alls bárust rúmlega tvö þúsund og sjö hundruð auglýsingar frá 40 löndum. Höfundur íslensku auglýsingarinnar er Elsa Nielsen, grafískur hönnuður á Ennemm auglýsingastofunni.

Hefur flug til Akureyrar 2012

Icelandair hefur nú ákveðið að fljúga á milli Akureyrar og Keflavíkur í tengslum við millilandaflug sitt. Flogið verður fjórum sinnum í viku, frá byrjun júní til loka september árið 2012.

Spá fjölda gjaldþrota vegna fiskveiðilaga

Frumvarp um stjórn fiskveiða kollvarpar rekstri sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt umsögn hagsmunaaðila. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja mun lækka um 181 milljarð. Ellefu milljarða skattgreiðslur frestast vegna afskrifta á kvóta.

Hægari framvinda við hagræðinguna

Hægt gengur að ná fram kröfum um hagræðingu innan borgarkerfisins og sumir efast um að það takist að uppfylla kröfurnar á þessu ári. Sex mánaða uppgjör borgarinnar verður lagt fram í borgarráði í dag. Trúnaður hefur ríkt um tölur uppgjörsins og er það að kröfu Kauphallarinnar. Enn er óvíst hvort uppgjörið verður gert opinbert í dag, en það er borgarráðs að ákveða það.

Fá fjórar vikur til að taka til

Margs konar rusl hefur safnast upp á lóð við Steinhellu í Hafnarfirði undanfarið, eigendum nærliggjandi fyrirtækja til lítillar ánægju. Bílhræ, glerbrot og spýtnabrak er meðal þess sem liggur á lóðinni.

Auka hlut innlendrar orku

Umtalsverðar fjárhæðir munu sparast gangi áætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti í samgöngum upp. Árið 2020 á hlutfall endurnýjanlegrar orku í samskiptum að vera tíu prósent, en í dag nemur það einu prósenti. Náist þetta mun innflutningur jarðefnaeldsneytis minnka að sama skapi með tilheyrandi gjaldeyrissparnaði.

Stjórnvöld felli niður tolla

Neytendasamtökin hvetja stjórnvöld til að fella hið fyrsta niður tolla á innfluttar landbúnaðarvörur sem ekki eru framleiddar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Fækkað mikið á Vestfjörðum

Félagsmál Íbúar Vestfjarða voru rúmlega sex þúsund færri í fyrra en þeir voru árið 1920. Íbúum í dreifbýli á svæðinu fækkaði úr rúmlega 8.500 í tæplega 700 á sama tíma. Þetta kom fram á ársfundi Byggðastofnunar á mánudag.

Telja skrif Þórólfs árás á bændur

Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa ákveðið að hætta viðskiptum við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna „ítrekaðra skrifa“ Þórólfs Matthíassonar, hagfræðiprófessors og deildarforseta hagfræðideildar, um sauðfjárrækt.

Ekki sammála heimsendaspám

„Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar.

Sjá næstu 50 fréttir