Erlent

Öflugur jarðskjálfti skók Perú

Öflugur jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter reið yfir norðurhluta Perú í gærkvöldi. Upptök hans voru í um 500 kílómetra fjarlægð norður af höfuðborginni Lima.

Skjálftinn fannst víða og skók hann byggingar og hús í Perú. Ekki er vitað um alvarlegt tjón af völdum skjálftans en hann olli truflunum á símkerfi Perú sem lá niðri um tíma eftir að skjálftinn reið yfir.

Þá berast fréttir um að fólk í nágrannalöndunum Brasilíu og Ekvador hafi fundið fyrir skjálftanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×