Fleiri fréttir

Bretar búa sig undir að færa lögin heim

Bresk stjórnvöld búa sig nú undir að færa ákvæði þúsunda reglugerða og tilskipana frá Evrópusambandinu, sem hafa sem slík haft gildi í Bretlandi, beint inn í bresk lög – og þurfa að vera búin að því áður en úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu tekur gildi.

Ákærður fyrir skotárás á Akureyri

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manni á fimmtugsaldri fyrir að hafa skotið fimm skotum úr haglabyssu að bifreiðum og inngangi íbúðar í Naustahverfi á Akureyri í mars í fyrra.

Þungt hljóð innan SAF vegna skattabreytinga

Það var hiti í fundargestum félagsfundar Samtaka ferðaþjónustunnar í gær. Samtökin mótmæla harðlega fyrirhuguðum breytingum á virðisaukaskatti og þeim aðferðum sem var beitt og segja að uppbygging á jaðarsvæðum stöðvist.

164 milljónir í ungbörn í Reykjavík

Reykjavíkurborg opnar ungbarnadeildir í leikskólum sínum en aðgerðaáætlun í leikskólamálum var samþykkt í borgarráði í gærmorgun.

Halldór Sanne telur sig hafðan fyrir rangri sök

Halldór Viðar Sanne, dæmdur fjársvikari, segist beittur órétti og röngum sakargiftum. Hann situr í gæsluvarðhaldi grunaður um milljónasvik með því að hafa fé af fólki á leigumarkaði.

SpaceX tókst að endurnýta eldflaug

Tímamót voru mörkuð í sögu geimferða í kvöld þegar SpaceX tókst að endurnýta eldflaug til að skjóta gervitungli á loft frá Flórída. Endurnýtta eldflaugarþrepið lenti aftur heilu og höldnu á pramma í Atlantshafinu.

Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins

Formaður leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings virðist hafa byggt fullyrðingar um að leyniskjöl sýndu að samstarfsmenn Trump hafi verið hleraðir á starfsmönnum Hvíta hússins. Trump taldi orð formannsins réttlæta rakalausar ásakanir sínar um hleranir Obama að einhverju leyti.

Stólar rákust saman í lyftu í Bláfjöllum

Engin hætta er sögð hafa verið á ferðum þegar einn stólanna á stólalyftunni Gosa rann til á vírnum í Bláfjöllum í dag. Lyftan verður lokuð á morgun á meðan farið verður yfir hana fyrir helgina.

Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að „gyrða sig í brók“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“

Mexíkóskur ríkissaksóknari handtekinn fyrir fíkniefnasmygl

Æðsti yfirmaður löggæslumála í Nayarit í Mexíkó var handtekinn og ákærður í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar. Hann er sakaður um að hafa lagt á ráðinn um framleiðslu, innflutning og dreifingu á fíkniefnum í Bandaríkjunum yfir fjögurra ára tímabil.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður segir íslensk skattayfirvöld geta varpað ljósi á huldufélagið sem fékk hagnað á móti Ólafi Ólafssyni í Búnaðarbankafléttunni.

Fimm milljónir Sýrlendinga á flótta

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hvetur Evrópubúa til að "kjósa ekki um mannúð“ í kosningum í Frakklandi og Þýskalandi nú þegar fjöldi sýrlenska flóttamanna hefur náð fimm milljónum frá því að borgarastríð hófst fyrir sex árum.

Hefja rannsókn á afskiptum Rússa

Öldungadeild Bandaríkjaþings bætist í hóp þeirra sem rannsaka afskipti Rússa af bandarísku kosningunum sem bandarískar leyniþjónustustofnanir fullyrða að hafi átt sér stað.

Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna nú starfsmaður kröfuhafa Kaupþings

Þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af því á Alþingi í morgun að einn helsti sérfræðingur fyrrverandi ríkisstjórnar við losun gjaldeyrishafta starfaði nú hjá kröfuhöfum Kaupþings. Þar hefði hann væntanlega haft aðgang að trúnaðarupplýsingum um markmið stjórnvalda í samskiptum við kröfuhafana.

Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur

Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi.

Segja May ekki hafa hótað ESB

Bréf May hefur verið túlkað af mörgum á þann veg að May væri að fara fram á góðan viðskiptasamning, ellegar myndi hún draga Bretland úr öryggissamstarfi Evrópu.

Sjá næstu 50 fréttir