Fleiri fréttir

Stefna að stækkun bannsvæðis hópbifreiða í Reykjavík

Samgöngustjóri Reykjavíkur segir líklegt að tillaga sem felur í sér stækkun á bannsvæði hópbifreiða í Reykjavík taki gildi fyrir sumarið. Hann segir ummæli framkvæmdastjóra Kynnisferða þar sem borgin er sökuð um samráðsleysi vegna bannsins sé ef til vill byggð á misskilningi enda hafi bannið ekki tekið gildi.

Létust þegar hús hrundi í Póllandi

Að minnsta kosti þrír eru látnir og fjórir slösuðust eftir að fjölbýlishús hrundi í pólska bænum Swiebodzice í vesturhluta landsins.

Útskriftarnemar í hjúkrunarfræði við HA ráða sig ekki á Landspítalann

Útskriftarnemar Í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri ætla ekki að ráð sig til starfa á Landspítalann að lokinni brautskráningu í vor miðað við þau launakjör sem þar standa til boða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hjúkrunarnemar við Háskólann á Akureyri sendu frá sér í dag.

Allt skráningargjaldið skref í rétta átt

Ár hvert greiða stúdentar um 900 milljónir í skráningargjald til Háskóla Íslands. Fjórðungurinn fer til skólans en afgangurinn til ríkisins. Skólinn fær mun minna fjármagn frá hinu opinbera en sambærilegir skólar.

Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám

Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta vilja að menntamálaráðuneytið móti skýrar reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Laganemum býðst um þessar mundir bæði launað og ólaunað starfsnám.

Ekki fleiri stórvirkjanir

Landvernd hefur sent Alþingi athugasemdir vegna þingsályktunartillögu að flokkun virkjunarhugmynda í 3. áfanga rammaáætlunar, og leggur ríka áherslu á nauðsyn þess að hægja verulega á eða stöðva uppbyggingu frekari stórvirkjana hérlendis.

Kom ekki til greina að selja í opnu útboði

"Nei, það kom ekki til greina,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann var spurður hvort það hafi komið til álita að selja 200 hektara land Vífilsstaða í opnu útboðsferli.

Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa

Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni.

Segir Bandaríkin reiðubúin í frekari átök

"Bandaríkin tóku mjög yfirvegaða ákvörðun í gærkvöldi,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á neyðarfundi öryggisráðsins í dag.

Niðurstaðan nálægt því sem saksóknari fór fram á

Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar þeirra til að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjárkúgunar gegn fyrrverandi samstarfsmanni annarrar þeirra, er nokkuð nálægt því sem saksóknari fór fram á.

Óttuðust um líf sitt

Þrjár íslenskar konur sem urðu vitni að árásinni í Stokkhólmi segja mikla skelfingu og ringlulreið hafa gripið um sig eftir hana. Þær segjast sjálfar hafa óttast um líf sitt.

Sýknuð af nauðgunarákæru í annað sinn

Héraðsdómur sýknaði í dag konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. Hún var ákærð fyrir að hafa haft munnmök við aðra konu sem ekki hafi getað spornað við verknaðnum sökum ölvunar og svefndrunga.

Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði

Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015.

Sjá næstu 50 fréttir