Fleiri fréttir

„Örvænting og reiði“ hjá þeim sem bera ábyrgðina

Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum.

Slasaður göngumaður á Vaðlaheiði

Björgunarsveitir á Akureyri og Svalbarðseyri voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 19 í kvöld vegna slasaðs göngumanns á Vaðlaheiði.

120 fengið að vita af stökkbreytingu í BRCA2

Frá því í fyrrakvöld hefur fólk sem óskaði eftir upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu um hvort það hafi stökkbreytingu í geni fengið niðurstöðu senda. Af tíu þúsund niðurstöðum eru 120 með stökkbreytingu.

New York ríki höfðar mál gegn Trump

New York ríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans vegna "ólöglegs athæfis“ í tengslum við góðgerðarsamtök Trump.

Heimsbyggðin hvött til þess að halda með Íslandi

Ef þú veist ekki með hvaða liði þú átt að halda með á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu ættirðu að halda með Íslandi eru skilaboð þó nokkra fjölmiðla sem fjalla um íslenska landsliðið og HM.

Ekkert EES fyrir Bretland eftir Brexit

Tilraunir til þess að halda Bretlandi innan Evrópska efnahagssvæðiðsins eftir að ríkið yfirgefur Evrópusambandið hafa verið brotnar á bak aftur eftir að þingmenn kusu gegn tillögunni á breska þinginu í gær.

Margæs gerir sig heimakomna á Bessastöðum

Varp margæsar hefur nú verið staðfest í fyrsta sinn hér á landi eftir að fuglamerkingarmaðurinn Ólafur Á. Torfason fann margæsahreiður á Besstastaðanesi síðastliðinn sunnudag.

Bein útsending: Samfélagsleg nýsköpun

Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur og stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, heldur opið erindi um samfélagslega nýsköpun í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í dag.

Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó

Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó.

Varar við kynlífi með útlendingum á HM

Rússneskur stjórnmálamaður varar þarlendar konur við því að sænga hjá körlum sem eru ekki hvítir meðan að heimsmeistaramótið í knattspyrnu stendur yfir.

Sjá næstu 50 fréttir