Fleiri fréttir

Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna

Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum.

Sögulegur leikur fór fram í íslensku bálviðri

Lárus Guðmundsson skoraði eitt marka Íslands í 3-0 sigri á Nígeríu fyrir nærri 27 árum. Sigurinn var þá stærsti landsleikssigur íslenska landsliðsins en var spilaður fyrir nær tómu húsi vegna veðurs. Nígeríumenn hlógu að aðstæðum.

Í lagalegu tómarúmi eftir lagabreytingu

Með úrskurði um synjun á beiðni um endurheimt lögmannsréttinda var viðtekinni dómaframkvæmd vikið til hliðar með vísan til lagabreytingar á Alþingi um brottfall ákvæða um uppreist æru. Þingnefnd taldi breytinguna valda ólögmætri skerðingu mannréttinda.

Fataval Melaniu vekur furðu

Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna klæddist jakka með áletruninni "I really don't care, do u?” í dag þegar hún ferðaðist til McAllen í Texas.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Áætlað er að 160 milljörðum króna verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu fimm árum og að jafnvel verði hægt að tvöfalda þá upphæð verði innheimta veggjalda tekin upp. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra.

Gul viðvörun vegna hættu á stormi

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Vestfirði og Breiðafjörð vegna hættu á snörpum vindhviðum og stormi fram eftir morgundeginum.

Málglaða górillan Koko dauð

Górillan Koko, sem þekktust er fyrir ótrúlegt vald sitt á tungumáli manna, er dauð. Hún var 46 ára gömul.

Jón Steinar sýknaður: Gagnrýni á Hæstarétt var gildisdómur

Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni að Jón Steinar hafi hvergi í sinni gagnrýni á Hæstarétt sakað Benedikt eða aðra dómara Hæstaréttar um refsiverða háttsemi. Gagnrýni hans á Hæstarétt var því ekki ærumeiðandi.

Óvíst hvað verður um börnin

Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum.

Ekki hægt að tala um John Oliver í Kína

Sé ætlunin að ræða um breska spjallþáttastjórnandann John Oliver í Kína er það ekki lengur hægt, þar sem yfirvöld í Kína hafa ritskoðað nafn hans á vinsælustu samfélagsmiðlum Kína.

Kalla inn Subaru-bifreiðar

BL ehf. hefur kallað inn 2112 Subaru-bifreiðar að því er fram kemur á vef Neytendastofu.

Sjá næstu 50 fréttir