Fleiri fréttir

HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma

Landsmenn byrja margir fyrr í helgarfríi vegna leiks Íslands klukkan þrjú á föstudaginn. Börn sótt fyrr í leikskóla, fyrirtækjum lokað fyrr og allir skrópa í klippingu. Varað er við töfum sem orðið gætu á umferð í borginni fyrir leikinn.

Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi

Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari.

Byltingarkennd nýsköpun í iðkun íþrótta á landinu

Íslenskir sérfræðingar taka þátt í nýsköpunarverkefni sem beinist að íþróttaiðkun. Verkefninu lýkur um áramót þegar snjallsímaforrit verður gert aðgengilegt. Gert er ráð fyrir að forritið verði aðgengilegt eftir áramót en prófanir, sem lofa góðu, munu standa út árið

Vændiskaup innan Lækna án landamæra

Starfsmenn mannúðarsamtakanna Lækna án landamæra eru sagðir hafa ítrekað keypt sér aðgang að vændiskonum við störf sín í Afríku.

„Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“

Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn.

Danir fá nýjan viðskiptaráðherra

Danskir fjölmiðlar greina í kvöld frá því að Rasmus Jarlov, þingmaður danska Íhaldsflokksins, verði næsti viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Lars Løkke Rasmussen.

Sverrir Mar vill taka við af Gylfa

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti á miðstjórnarfundi í dag að hann bjóði sig ekki fram til endurkjörs í embætti forseta Alþýðusambandsins á þingi þess í október en hann hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystamann innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Gylfa.

New York í mál við Bandaríkjastjórn

New York ríki ætlar að höfða mál gegn Bandaríkjastjórn meðal annars á grundvelli þess að hún hafi brotið í bága við stjórnarskrá landsins.

Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ

Formennirnir eru afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn

Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni

Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní.

30 féllu í fyrstu árás Talíbana eftir vopnahlé

Að minnsta kosti 30 féllu í tveimur árásum Talíbana á hermenn í vesturhluta Afganistans í morgun. Þetta er fyrsta árás Talíbana frá því að þeir samþykktu vopnahlé yfir trúarhátíð múslima, Eid al Fitr, sem var í síðustu viku.

Kveiktu í farþegaflugvél

Óttast er að óeirðir sem brutust út á Papúa Nýju-Gíneu í liðinni viku geti þróast út í borgarstyrjöld.

Gætu sett fjármuni í leigufélög

Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða.

Sjá næstu 50 fréttir