Fleiri fréttir

Vill frekari þvinganir gegn Rússlandi

Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ætlar að kalla eftir því að ríki Evrópu beiti frekari viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Rússlandi og þá vegna „illskeyttra“ aðgerða þeirra um heiminn allan.

Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina

Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana.

Turnbull áfram formaður

Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur.

Enginn hrepparígur

Sveitarfélagið Húnaþing vestra er 20 ára. Því er fagnað með viðburðum víðs vegar um svæðið, með áherslu á samverustundir íbúa. Guðný Hrund Karlsdóttir er sveitarstjóri.

Játar morð en segir eiginkonuna hafa drepið dæturnar

Faðir tveggja ungra stúlkna sem fundust látnar í olíutönkum í Denver í Bandaríkjunum eftir að hafa verið saknað dögum saman segir ólétta eiginkonu sína hafa myrt dætur þeirra eftir að hafa komist að því að faðirinn vildi skilnað.

Göngufólk fórst í flóði í ítölskum þjóðgarði

Að minnsta kosti tíu fórust í flóðum í djúpu gljúfri í þjóðgarði á Suður-Ítalíu í gær. Mikið úrhelli varð til þess að yfirborð ár í gljúfrinu hækkaði með þeim afleiðingum að fólk drukknaði.

Týndu börnin í verra ástandi en áður

Oftar hefur verið óskað eftir liðsinni lögreglu í ár en í fyrra við að hafa uppi á týndum ungmennum. Að mati sérfræðings hjá lögregl- unni eru mörg þeirra í verra ástandi en áður og þurfa á neyðarvistun á Stuðlum að halda í ríkari mæli. Hann segir eitthvað að í kerfinu.

Ekkert nýmæli að kelfdar langreyðarkýr séu drepnar

Hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir algengt að langreyðarkýr með fóstri séu skotnar hér við land. Dýraverndarsamband Íslands segir ekki hægt að réttlæta þessa veiði. Ekki sé hægt að tryggja skjóta aflífun dýranna.

Drógu kálfafulla langreyði í land

Starfsmenn Hvals hf. verkuðu í kvöld langreyði sem reyndist kálfafull. Samtökin Hard to Port sem berjast gegn Hvalveiðum mynduðu verknaðinn.

Gríðarlega mikill sigur fyrir Tsipras og Syriza

Þriggja ára efnahagsaðstoð evruríkjanna við Grikkland er nú lokið en neyðarlán evruríkjanna til ríkisins voru hluti af mestu efnahagsaðstoð sem nokkurt ríki hefur fengið í sögunni.

Borga umsækjendum fyrir að hætta við

Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið.

Jón aðstoðar Sigmund Davíð

Jón Pétursson hefur verið ráðinn nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.

Sjá næstu 50 fréttir