Fleiri fréttir

Rok og rigning á Suð­vestur­horninu í dag

Eftir margra vikna veðurblíðu stefnir lægð yfir landið og útlit er fyrir nokkurn lægðagang næstu daga. Lægðin sem má vænta mun byrja göngu sína yfir landið á Suðvesturhorni landsins. Nokkur vindur mun fylgja og gular veðurviðvaranir taka gildi nú upp úr hádegi á Suðurlandi, Faxaflóa og Miðhálendinu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fimm greindust innanlands í gær. Sóttvarnarlæknir segist í hádegisfréttum kvíða komandi helgi þegar útskriftarveislur og önnur hátíðarhöld fara fram.

Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök

Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni.

Gagn­rýna mann­eklu á sjúkra­húsum og seina­gang stjórn­kerfisins

Félag sjúkrahúslækna segir að álag á starfsstéttinni sé óviðunandi. Fjöldi lækna sem starfi á sjúkrahúsum landsins sé ekki ásættanlegur og tryggja þurfi eðlilegt framboð sjúkrarúma sömuleiðis. Þá ályktaði félagið um úrbætur á réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, sem félagið segir ekki nógu skýra.

Viður­kenna á­byrgð á þjóðar­morði í Namibíu

Þýsk stjórnvöld hafa í fyrsta skipti viðurkennt formlega að hafa borið ábyrgð á þjóðarmorði í Namibíu á nýlendutíma sínum. Þjóðverjar hafa sömuleiðis samþykkt að greiða Namibíumönnum fjárhagslegar bætur vegna málsins.

Sagður hafa valið hverja hann skaut til bana

Maðurinn sem skaut níu manns til bana og svipti sig svo lífi í lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu á miðvikudaginn, mun ekki hafa skotið samstarfsmenn sína af handahófi. Heldur virðist hann hafa valið skotmörk sín.

Ítarlegir álagningarseðlar aðgengilegir á skattur.is

Nýir og breyttir álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á vefnum skattur.is en á þeim má sjá á myndrænan hátt hvernig sköttum sem lagðir eru á tekjur einstaklinga er skipt á milli ríkis og sveitarfélaga og í hvaða málaflokka þeir renna.

Assad endur­kjörinn með 95,1 prósent at­kvæða

Bashar al-Assad mun áfram gegna embætti Sýrlandsforseta næstu sjö árin eftir að tilkynnti var í gærkvöldi að hann hafi hlotið 95,1 prósent atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru á fimmtudag.

Yfir 2000 Peugeot bílar á afmælisári

Peugeot fólks- og sendibílar hafa aldrei notið jafn mikilla vinsælda á Íslandi hvorki fyrr né síðar og markaðshlutdeild aldrei verið hærri og er það einstaklega ánægjulegt fyrir starfsmenn Brimborgar að upplifa það á 5 ára afmælisári Peugeot hjá Brimborg.

Segir „skæru­liða­deildina“ hluta af stærra neti innan Sam­herja: „Þetta er komið á mjög hættu­lega braut“

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið.

Kanna hvort úkraínskir embættismenn hafi reynt að hjálpa Trump

Alríkissaksóknarar í New York rannsaka nú hvort að hópur úkraínskra núverandi og fyrrverandi embættismanna hafi reynt að hafa áhrifa á bandarísku forsetakosningarnar í nóvember. Þeir kunni að hafa dreift misvísandi upplýsingum um Joe Biden til að hjálpa Donald Trump að landa sigri.

Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig

Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum.

„Þessi dé­skotans veira hefur þessa eigin­leika að breyta sér“

Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir rannsóknir hér á landi benda til þess að góð mótefnasvörun sé enn til staðar hjá 95 prósent þeirra sem smitast allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu. Þetta er í samræmi við rannsóknir vestanhafs á fólki sem smitaðist snemma í faraldrinum.

Fimm ára fangelsisdómur yfir Gunnari Jóhanni stendur

Hæstiréttur Noregs vísaði frá áfrýjun saksóknara á dómi yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni vegna drápsins á Gísla Þór Þórarinssyni hálfbróður hans í bænum Mehamn árið 2019. Það þýðir að fimm ára fangelsisdómur sem Gunnar hlaut stendur óraskaður.

Rússar hafna flug­á­ætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rúss­landi

Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans.

Karlar í öðrum kjör­dæmum komu í veg fyrir odd­vita­sæti Bene­dikts

Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum.

Álfadís hefur kastað tuttugu folöldum

Hryssan Álfadís er engin venjuleg hryssa því hún var að kasta sínu tuttugasta folaldi. Mörg af folöldum hennar hafa náð frábærum árangri á sínum ferli, meðal annars stóðhesturinn Álfaklettur, sem er hæst dæmdi kynbóta hestur í heimi.

Sunn­lenskur sandur skýringin á slæmu skyggni

Grátt er yfir höfuðborginni þessa stundina og mælast loftgæði óholl í Kópavogi og miðsvæðis í Reykjavík. Að sögn veðurfræðings er skýringin á þessu rykmengun frá söndum Suðurlandsins sem berst með suðaustanátt.

Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug

Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson.

Unga fólkið „efni­viður í hóp­sýkingu“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir sjálfsagt mál að fólk geri sér glaðan dag um helgina en brýnir fyrir því að fara varlega. Þjóðin sé á lokasprettinum í kórónuveirufaraldrinum, en sá hópur sem væri líklegastur til að sækja mannfögnuði um helgina væri að stórum hluta til enn óbólusettur.

Þörf á 30 þúsund nýjum íbúðum á næstu árum

Byggja þarf um 30 þúsund nýjar íbúðir á næsta áratug til að anna húsnæðisþörf í landinu. Metár var í byggingu íbúða í fyrra en þrátt fyrir það hefur húsnæðisþörfin aukist.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá fyrstu viðskiptunum með fiskvinnslufyrirtæki í Kauphöll íslands í rúm tuttugu ár og fyrsta nýja fyrirtækinu þar í tvö ár. Sóttvarnayfirvöld lýsa áhyggjum vegna komandi helgi í tengslum við nýtt hópsmit kórónuveirunnar sem heldur áfram að dreifa úr sér.

Kínverjar bregðast snúðugir við rannsókn Biden

Ákvörðun Joes Biden Bandaríkjaforseta um að fela leyniþjónustunni að rannsaka frekar uppruna kórónuveirufaraldursins hefur farið öfugt ofan í kínverska ráðamenn í dag. Þeir vísa tilgátum um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknarstofnu fyrir mistök á bug.

Embætti landlæknis styður bann við spilakössum

Embætti landlæknis segir rannsóknir benda til þess að spilakassar séu sú tegund fjárhættuspila sem helst tengist spilafíkn og styður bann við spilakössum sem lagt er til í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

„Ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt“

Lögmaður hjóna sem fögnuðu sigri í deilu við Íbúðalánasjóð vegna uppgreiðslugjalds sem metið var ólögmætt í héraðsdómi í desember segir nýfallinn dóm fullskipaðs Hæstarétts í málinu mikil vonbrigði. Dómurinn féll Íbúðalánasjóði í vil.

Út­­lendinga­­stofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikk­lands

Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Út­lendinga­stofnunar og túlkun hennar á reglu­verki í kring um hælis­um­sóknir á Ís­landi. Lög­fræðingur hjálpar­sam­takanna og tals­maður um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Út­lendinga­stofnunar í við­tali Vísis sem birtist í morgun.

Bene­dikt segist ekki hafa af­þakkað 2. sætið

Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn.

Frambjóðendur myrtir í massavís í aðdraganda kosninga í Mexíkó

Minnst 34 frambjóðendur í komandi kosningum í Mexíkó hafa verið myrtir á undanförnum dögum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir glæpagengi vera að myrða frambjóðendur til að hræða fólk frá því að taka þátt í kosningunum, sem haldnar verða þann 6. júní.

Pylsur, predikun og endur­fundir eftir far­aldurs­vetur

Eldri borgarar í Kópavogi streymdu í Lindakirkju í hádeginu í dag þar sem fyrsti almennilegi viðburðurinn fyrir þann hóp var haldinn frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Boðið var upp á dýrindis kræsingar, þjóðarrétt Íslendinga: pylsur, og tónlistarmenn stigu á stokk.

Vita ekki hvar hermaðurinn hættulegi er

Yfirvöld í Belgíu leita enn að hermanni sem stal miklu af vopnum úr herstöð og hvarf fyrir meira en viku síðan. Hermaðurinn hafði einnig hótað ráðamönnum og veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar.

Sjá næstu 50 fréttir