Fleiri fréttir

Ætla ekki að tjá sig um afsökunarbeiðnina

Stjórnendur Samherja ætla sér ekki að útskýra frekar yfirlýsingu þeirra þar sem beðist var afsökunar á harkalegum viðbrögðum þeirra við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu og víðar. Yfirlýsingin, sem send var út í gær, hefur vakið spurningar.

Segir styttingu vinnu­vikunnar bjarnar­greiða

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, segir að stytting vinnuvikunnar hafi reynst hinn mesti bjarnargreiði fyrir heilbrigðiskerfið. Mannekla hafi verið í heilbrigðiskerfinu fyrir en nú sé staðan enn verri.

Beina nú sjónum að reykjandi krabbameinssjúklingum

Í dag er tóbaksvarnardagurinn og þar sem reykingar ungmenna hafa nær þurrkast út á síðustu áratugum beinir Krabbameinsfélagið nú sjónum sínum að eldra fólki, þar á meðal krabbameinssjúklingum, sem eiga erfitt með að hætta að reykja.

Íslendingar megi ekki sofna á verðinum

Utanríkisráðherra hefur krafið Dani um skýringar vegna þáttar þeirra í njósnum Bandaríkjamanna á stjórnmálaleiðtogum í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og öðrum nágrannaríkjum.

Samherji bað Lilju um útskýringu á ummælum hennar

Lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þar sem þess var óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt.

Vita ekkert um auðgun úrans í Íran frá því í febrúar

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segist ekki hafa fengið upplýsingar um auðgun Úrans í Íran frá 23. febrúar. Þá hófu yfirvöld í Íran að takmarka aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum en þar eru Íranar að auðga úran meira en þeir hafa gert hingað til.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur krafið Dana um skýringar vegna þáttar þeirr aí njósnum Bandaríkjamanna á stjórnmálaleiðtogum í nokkrum nágrannaríkjum. Rætt verður við ráðherra og fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við­bragðs­stigum vegna hættu á gróður­eldum af­létt

Viðbragðsstigum vegna hættu á gróðureldum hefur verið aflétt. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra hefur ákveið að aflétta bæði hættu- og óvissustigum vegna gróðurelda á svæðinu.

Eftir­lif­endur minnast fjölda­morðsins í Tulsa

Hundrað ár eru liðin frá fjöldamorðinu í Tulsa. Eftirlifendur minntust blóðbaðsins við minningarathöfn í borginni í dag. Minnst þrjú hundruð þeldökkir Bandaríkjamenn létu lífið þennan dag.

Jarðskjálfti upp á 6,1 í Alaska

Íbúar í Anchorage í Alaska fundu vel fyrir stórum jarðskjálfta sem skók Talkeetna-fjöll í gærkvöldi. Hann er talinn hafa verið 6,1 að stærð en smærri eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið í morgun.

Töflur og sjóveikisbönd staðalbúnaður í turni sem ruggar eins og bátur

Það er kröpp lægð á leiðinni segir Veðurstofan og þá er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vinna á efstu hæð í hæstu byggingu Íslands. Þar sitja starfsmenn á fjármálasviði Alvogen og hinir sjóveikustu hljóta að kvíða næstu dögum, því að þegar blæs almennilega, er efsta hæðin „eins og maður sé í árabát.“

Sendi­herra kallaður heim eftir að konan hans sló af­greiðslu­konu

Belgíska utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að kalla sendiherra sinn í Suður-Kóreu heim eftir að eiginkona hans réðst á afgreiðslukonu í höfuðborginni Seúl í síðasta mánuði. Eiginkonan bar upphaflega fyrir sig friðhelgi diplómata til að komast hjá ákæru en ráðuneytið féll frá því.

Bilun í lyfja­gátt setur starf­semi apó­teka í upp­nám

Gátt hvert lyfseðlar eru sendir áður en lyf eru afgreidd í apótekum hefur að mestum hluta legið niðri frá því fyrir hádegi í dag. Lyfsali hjá Lyfju segir einn og einn lyfseðil komast í gegn, en margir viðskiptavinir hafi farið fýluferð eftir lyfjum í dag.

„Við vorum aug­ljós­lega ekki vel­komnir og þeim er sama um okkur“

Ein þeirra sem mætti ó­vænt í kosninga­kaffi Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra síðasta laugar­dag til að spyrja hana spjörunum úr um mál­efni hælis­leit­enda, segir við­tökurnar í kaffinu ekki hafa verið eins góðar og fram­bjóð­endur Sjálf­stæðis­flokksins vildu meina við Vísi um helgina.

Höfðu hendur í hári her­mannsins

Lögregla í suðvesturhluta Frakklands hefur náð manni sem stórfelld leit hafði verið gerð að síðan á laugardag, eftir að hann skaut í átt að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af honum vegna heimilisofbeldis.

„Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna“

„Ég held að þær sóttvarnaaðgerðir sem við höfum verið með virki á öll afbrigði,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður út í nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fannst í Víetnam. Er það talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar en Þórólfur hefur ekki teljandi áhyggjur af því.

Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa

Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa.

Lögreglumenn óku um borgina og skutu saklausa borgara

Átta lögreglumenn óku um Kampala í Úganda í nóvember síðastliðnum og skutu á almenna borgara. Að minnsta kosti fjórir létust og fleiri særðust. Aftökurnar voru framkvæmdar undir yfirskini aðgerða gegn mótmælendum.

Tyrkir segjast hafa handsamað frænda Gulen í Kenía

Útsendarar tyrkneskar stjórnvalda eru sagðir hafa handsamað frænda Fetuhallahs Gulen, klerksins sem þau kenna um blóðuga valdaránstilraun árið 2016, í Kenía. Frændinn hafi verið fluttur til Tyrklands þar sem hann bíða réttarhöld.

Wytyczono nowy szlak do punktu widokowego

W związku z poszerzającym się polem lawy i zagrożeniem, że odetnie ona część szlaku prowadzącego do platformy widokowej, zdecydowano o jej zamknięciu. 

Rússar ætla að senda „ó­þægi­leg merki“ fyrir fund Pútín og Biden

Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að stjórnvöld í Kreml ætli sér að senda Bandaríkjastjórn „óþægileg merki“ í aðdraganda fundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í næsta mánuði. Rússar ætla að styrkja herlið sitt á vesturlandamærum sínum.

Hætta á að hraun loki fólk inni

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 

Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju?

Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin.

Handa­hófs­kennd bólu­setningar­boðun eftir ár­gangi og kyni

Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður.

Létu sig hverfa úr þing­sal til að stöðva tak­markanir á kosninga­rétti

Demókratar á ríkisþingi Texas í gripu til þess ráðs að ganga út úr þingsal til þess að koma í veg fyrir að repúblikanar gætu samþykkt einar umfangsmestu takmarkanir á kosningarétti í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Joe Biden forseti hefur lýst frumvarpi repúblikana sem „árás á lýðræðið“.

Njósnir Banda­ríkjanna með hjálp Dana séu skandall

Þýski stjórnmálamaðurinn Peer Steinbrück, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands og fyrrum kanslaraefni þýskra Sósíaldemókrata, hefur brugðist harkalega við fréttum þess efnis að Bandaríkjamenn hafi njósnað um hann og aðra þýska stjórnmálamenn með hjálp Dana.

Kínverjar mega nú eignast þrjú börn

Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að heimila pörum að eignast þrjú börn. Breytingin var samþykkt af forsetanum Xi Jinping á fundi miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins.

Sjá næstu 50 fréttir