Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum.

Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár

Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur.

Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal

Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan.

Annað kínverskt bóluefni fær neyðarskráningu

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur skráð bóluefni kínverska fyrirtækisins Sinovac gegn kórónuveirunni til neyðarnotkunar fyrir fólk eldra en átján ára. Það er annað kínverska bóluefnið sem fær slíka heimild.

Þrengt var að hálsi Söruh Everard

Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag.

Þingmenn skulda Samherja engar skýringar

Rætt var um Samherjamálið í umræðum um störf þingisins á Alþingi í dag og gerði Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, bréf sem fyrirtækið sendi menntamálaráðherra að umtalsefni.

Býst við svipuðum smit­tölum næstu daga

Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og af þeim voru fjórir í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að búast megi við svipuðum smittölum næstu daga. 

Banna prestum að misnota fullorðna

Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot.

Von á lúsmýi á næstu dögum

Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní.

Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum.

Skólastjóraskipti í Melaskóla

Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn skólastjóri í Melaskóla. Hann lætur af störfum sem aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hvar hann hefur starfað um árabil, meðal annars sem skólastjóri. Þá var Jón Pétur aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um tíma. 

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fimm greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og voru fjórir þeirra í sóttkví en einn ekki. Við ræðum í hádegisfréttum við sóttvarnalækni um stöðu faraldursins en hann býst við svipuðum tölum næstu daga.

Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir

Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði.

Tak­mörkunum af­létt á Græn­landi

Ekki hafa komið upp nein ný tilfelli kórónuveirusmita í grænlensku höfuðborginni Nuuk og hefur landsstjórnin því ákveðið að aflétta þeim takmörkunum sem komið var á fyrir helgi.

Mannanafnanefnd samþykkir Gosa og Egilínu

Mannanafnanefnd samþykkti á dögunum eiginnöfnin Gosi og Egilína. Þá geta foreldrar nú nefnt börn sín Haron og Martel, samkvæmt úrskurðum nefndarinnar.

Dusterinn er kominn aftur á kreik

Þeir sem fara akandi um stræti Reykjavíkur nú um mundir fara fæstir varhluta af kunnuglegri þróun sem orðið hefur í borginni á allra síðustu vikum. Dacia Duster, uppáhaldsbílaleigubíll ferðamannsins, er aftur kominn á kreik.

Sagðist ekki hefðu stolið af barni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á vettvang um klukkan 22 í gærkvöldi vegna þjófnaðar á rafmagnshlaupahjóli. Atvik máls voru á þá leið að eigandi hjólsins, sem var tíu ára, hafði farið inn í verslun og skilið hjólið eftir fyrir utan.

Sjá næstu 50 fréttir