Fleiri fréttir

Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags

Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar.

Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta

Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn.

Skiptast á skin og skúrir næstu daga

Næstu daga skiptast á skin og skúrir þar sem spár gera ráð fyrir lægðagangi. Skil með rigningu ganga þá allreglulega yfir landið en ólíkt stöðunni að undanförnu þar sem varla hefur sést til sólar sunnantil á landinu ætti að geta létt ágætlega til á milli lægðakerfa.

Breskir tón­listar­menn æra­st ekki af fögnuði yfir auknu að­gengi að Ís­landi

Innanríkisráðherra Bretlands, Oliver Dowden, tilkynnti keikur á föstudag að breskir tónlistarmenn gætu nú ferðast til og spilað á Íslandi, í Noregi og Liecthenstein án þess að þurfa vegabréfsáritun, vegna nýs fríverslunarsamnings sem Bretland hefur gert við ríkin. Viðtökur breskra tónlistarmanna hafa þó ekki verið dynjandi lófatak og þakkir.

Kjörin for­maður Ferða­fé­lags Ís­lands fyrst kvenna

Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur verið kjörinn nýr forseti Ferðafélags Íslands og tekur við af Ólafi Erni Haraldssyni, sem gegnt hefur embættinu síðustu sautján ár. Anna Dóra er fyrsta konan til að taka við embætti forseta FÍ í 94 ára sögu félagsins.

Kvartað vegna þátt­töku Ás­laugar og Víðis í „Ég trúi“

Kvartað var til um­boðs­manns Al­þingis yfir þátt­töku Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra og Víðis Reynis­sonar, yfir­lög­reglu­þjóns al­manna­varna, í mynd­bandinu „Ég trúi“, sem hlað­varpið Eigin konur gaf út til stuðnings þol­endum of­beldis.

Mladic verður aldrei sleppt úr fangelsi

Áfrýjunardómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag ævilangan fangelsisdóm yfir Ratko Mladic fyrir þjóðarmorð og aðra stríðsglæpi í stríðinu í Bosníu á árunum 1992 til 1995.

Vilja fjar­lægja minningu um hörmu­lega at­burði og reisa eitt­hvað fal­legt

Framkvæmdir við að rífa brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1 í vesturbæ Reykjavíkur hófust í dag. Húsið brann seint í júnímánuði á síðasta ári með þeim afleiðingum að þrjú létu lífið. Talsmaður nýrra eigenda hússins segir vonir standa til að hægt verði að klára niðurrif hratt og vel.

Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu

Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar heyrum við í föður sjö ára stúlku sem brást hetjulega við þegar maður gerði tilraun til að nema hana á brott af leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi.

Stjórn Biden heldur áfram að verja Trump í meiðyrðamáli

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna heldur því enn fram að þegar Donald Trump kallaði konu sem sakaði hann um nauðgun „dræsu“ og „lygari“ hafi það verið hluti af störfum hans sem forseti. Afstaða ráðuneytisins er óbreytt þrátt fyrir stjórnarskiptin í janúar.

Höfðu spurnir af á­formum stuðnings­manna Trump vikum fyrir á­rásina

Bandaríska þinglögreglan hafði njósnir af því að stuðningsmenn Donalds Trump forseta ætluðu sér að fara með vopnum í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgur réðst þar inn í janúar. Þeim upplýsingum var þó aldrei komið til lögregluliðsins í framlínunni.

Dómur yfir „Bosníu-slátraranum“ stendur ó­ra­skaður

Dómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag lífstíðardóm yfir bosníuserbneska herforingjanum Ratko Mladic. Maldic hafði áfrýjað dómi, sem féll árið 2017, þar sem hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þátt sinn í þjóðernishreinsunum í Bosníu.

Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunar­rof

Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum.

Bjarni um Guðlaug: „Orð sögð í hita leiksins“

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skilning á að mönnum hlaupi kapp í kinn í prófkjörsbaráttu, eins og raunin varð með Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á sigurfögnuði um helgina.

Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára

Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins.

Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17

Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um bólusetningarátakið í Laugardalshöll sem hófst í morgun af fullum krafti með bólusetningu í árgöngum sem dregnir voru út í síðustu viku. Stefnt er að því að starfsfólk átaksins fái síðan frí um miðjan júlí.

Ekkert bendir til netárásar

Bilun hjá fyrirtækinu Fastly olli því að mikill fjöldi vefsíðna lá niðri um heim allan í morgun. Forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunnar segir bilunina áhyggjuefni.

Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir

Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara.

Sjá næstu 50 fréttir