Fleiri fréttir

Bjarni Hall­dór að­stoðar Þor­gerði Katrínu

Bjarni Halldór Janusson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi varaþingmaður, hefur verið ráðinn nýr aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns og þingmanns Viðreisnar.

Húsa­­göturnar helsta úr­­­lausnar­efnið

Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar.

Flugi frestað vegna veðurs

Tafir eru á flugferðum vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli. Vélar sem áttu að koma frá Bandaríkjunum í morgun lenda á vellinum um og upp úr klukkan tíu. Brottförum til landa innan Evrópu hefur verið frestað fram yfir hádegi.

Rúmlega fimmtán hundruð sérfræðingar frá þróunarríkjum útskrifaðir frá GRÓ skólunum

Tuttugu og sjö sérfræðingar á sviði sjávarútvegs- og fiskimála, frá sextán löndum í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Mið-Ameríku, útskrifuðust frá Sjávarútvegsskóla GRÓ í gær. Eftir útskriftina hefur heildarfjöldi útskrifaðra sérfræðinga frá skólunum fjórum sem starfa á vegum GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu farið yfir fimmtán hundruð manna markið, en alls er fjöldinn 1.513.

Vildi sannfæra þjóðina um árangur sinn

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu stefnuræðu fyrir báðar deildar Bandaríkjaþings í nótt. Þar hét Biden því að halda aftur af innrás Rússa í Úkraínu, koma böndum á verðbólgu í Bandaríkjunum og kveða niður kórónuveiruna.

Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti.

Íslendingur í Kænugarði segir ýmis vandamál virðast plaga Rússa

Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem búsettur er í Kænugarði, segir síðasta sólahring hafa verið nokkuð rólegan í borginni, fyrir utan tvær stórar sprengingar í gær þar sem ráðist var á sjónvarpsturn annars vegar og minnisvarða um Helförina hins vegar.

Hvass­viðri og rigning með til­heyrandi leysingum

Djúp lægð suðvestur af landinu veldur suðaustan hvassviðri og rigningu í dag með tilheyrandi leysingum, en á Norðurlandi hangir líklega þurrt fram á kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi suðvestantil til um hádegis. Seinnipartinn og í kvöld fer að lægja, fyrst suðvestanlands.

Neitaði að yfir­gefa hótel í mið­borginni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Talsvert var um umferðaróhöpp og að ökumenn hafi verið stöðvaðir undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Kia EV6 valinn Bíll ársins í Evrópu

Rafbíllinn Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins í Evrópu árið 2022. Kia EV6 hefur fengið góðar viðtökur síðan hann var frumsýndur á síðasta ári.

Hart barist í Karkív eftir að rússneskar hersveitir lenda í borginni

Rússneskar hersveitir lentu í Karkív um klukkan 3 í nótt og harðir bardagar standa nú yfir milli þeirra og úkraínska hersins. Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í nótt að ráðist hefði verið á hersjúkrahús í borginni og að bardagar hefðu brotist út á milli „innrásarhermanna og úkraínskra varnaraðila“.

Úkraínumenn segjast ætla að endursmíða Drauminn

Flugheimurinn virðist hafa misst stærstu flugvél heims, úkraínsku þotuna Antonov 225, sem fullyrt er að hafi eyðilagst í árás Rússa á heimaflugvöll hennar í Úkraínu. Ný gervihnattamynd virðist þó sýna stél hennar óskemmt. Risaþotan var aðeins til í einu eintaki og kom nokkrum sinnum til Íslands.

Engin bóta­skylda eftir blóðugt slys í hjól­reiða­keppni

Vegagerðin er ekki bótaskyld vegna slyss í  hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum sem fram fór þann 8. júlí 2017. Hjólreiðamaður slasaðist alvarlega þegar dekk á hjóli hans fór ofan í rauf á kindahliði. Hann kastaðist um átta metra, hlaut beinbrot og reiðhjól hans brotnaði í tvennt.

„Þetta er upp­á­halds­dagurinn minn“

Öskudagurinn er á morgun og landsmenn, ungir sem aldnir, flykkjast í þartilgerðar búðir að kaupa búninga fyrir morgundaginn. Mikið var að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit við fyrr í kvöld en þar er opið til miðnættis. Verslunarstjóri segir fólk eins og beljur á vori.

„Óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu“

Nauðganir eiga ekki að vera ásættanlegur hluti af skemmtanalífinu segir ríkislögreglustjóri sem í dag hratt af stað átaki til fækka þeim ásamt dómsmálaráðherra og Neyðarlínunni. Almenningur er hvattur til að taka þátt, vera vakandi og láta vita.

Sendi­herrann segir að barist verði til síðasta blóð­dropa um Kænu­garð

Olga Dibrova hefur verið sendiherra Úkraínu á Íslandi með aðsetur í Helsinki í tvö ár en vegna Covid faraldursins gat hún fyrst í dag afhent forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Hún segir Rússa aldrei ná höfuðborginni Kænugarði á sitt vald vegna þess að þeir berjist ekki einungis við úkraínska herinn heldur alla úkraínsku þjóðina

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu.

Bene­dikt nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Orku­veitunni

Benedikt K. Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur og hefur störf síðar í mánuðinum. Hann lætur um leið af störfum sem ráðgjafi hjá KPMG. Svanbjörn Thoroddsen tekur við stöðu hans hjá KPMG.

Banna köfun að flakinu í Þing­valla­vatni til að tryggja sönnunar­gögn

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákveðið að banna köfun í Ölfusvatnsvík frá og með deginum í dag þar sem enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB á land. Ekki hefur reynst mögulegt að ná flakinu úr vatninu. Lögregla segist ekki vita til þess að einhver hafi reynt að kafa að flakinu en segist hafa vitneskju um umræðu um slíkt meðal þeirra sem þekkja til köfunar. 

Katrín fundar með Stoltenberg í Brussel

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NATO.

Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda

Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 

Sigríður snýr aftur í Efstaleiti

Sigríður Halldórsdóttir hefur verið ráðin til starfa á RÚV. Hún starfaði síðast fyrir Ríkisútvarpið árið 2019 í fréttaskýringaþættinum Kveik.

Björgvin Páll hættir við framboð sitt

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta er hættur við að gefa kost á sér fyrir hönd Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segir að þegar lagt sé í slíka vegferð þá þurfi maður að hafa allt liðið á bak við sig.

„Mamma, við erum eins og fólkið í seinni heimsstyrjöldinni“

„Mamma, við erum eins og fólkið í seinni heimsstyrjöldinni,“ sagði dóttir Juliu Petryk, íbúa í Kænugarði, þegar mæðgurnar tóku tvo ókunnuga stúdenta inn á heimili sitt um helgina. Stúdentarnir voru þeim alls ókunnugir áður en Rússar réðust inn í Úkraínu en eru nú eins og hluti af fjölskyldunni þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir