Fleiri fréttir

Harpa Ósk kjörin nýr skáta­höfðingi

Harpa Ósk Valgeirsdóttir var í gær kjörin nýr skátahöfðingi Íslands. Hún var sjálfkjörin enda vilja skátar ekki það vesen sem fylgir kosningaslag og eru samstíga, að sögn Hörpu Óskar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. Farið verður yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum.

Vil­helm tók mynd ársins og frétta­mynd ársins

Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins.

Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði

Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar.

Segir MeToo-hreyfinguna vera hryðjuverkasamtök

Lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla hefur sakað MeToo-hreyfinguna og baráttusamtök hinsegin fólks um að vera hryðjuverkasamtök. Hún hefur sjálf verið kærð fyrir stórfelldan ritstuld og hefur nú látið af störfum við háskólann.

Erla hefur farið fram á endurupptöku

Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 

Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út

Sam­tökin Geð­hjálp segja ljóst að dag­­lega sé brotið á mann­réttindum fólks inni á geð­­deildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rauði krossinn reynir í dag að bjarga fólki úr hinni stríðshrjáðu Mariupol í Úkraínu. Flóttamenn hér á landi hafa meðal annars fengið inni á Hótel Sögu. Við fjöllum um stöðuna á stríðinu í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar

Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga.

Vaktin: Gæti tekið mörg ár að hreinsa upp jarð­sprengjur Rússa

Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að rússneskar hersveitir hafi komið fyrir jarðsprengjum í íbúðum og líkum á sama tíma og þær hörfi rólega úr norðurhluta landsins. Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans til úkraínsku þjóðarinnar. Hann varaði sömuleiðis við því að staðan væri áfram gríðarlega erfið í austurhlutanum þar sem Rússar væru að undirbúa árásir í Kharkív og Donbas-héraði.

Strætó miður sín vegna Klapp-vanda­­mála

Nýtt greiðslu­kerfi Strætó hefur farið brösug­lega af stað og mörgum verið meinaður að­gangur að vögnum vegna bilunar í kerfinu. Strætó lofar miklum betr­um­bótum strax í næstu viku.

Rússar á undanhaldi frá Kænugarði en herða tökin á Mariupol

Margt bendir til að Rússneskar hersveitir hafi beðið afhroð í nágrenni Kænugarðs og séu á hröðu undanhaldi þaðan. Ekki hefur gengið að fá Rússa til að standa við loforð um frelsun íbúa í Mariupol. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir þá hafa gert neyðarvistir til borgarinnar upptækar.

Vill hús­næðis­sátt­mála á höfuð­borgar­svæðinu

Borgarstjóri kallar eftir því að ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geri með sér sérstakan húsnæðissáttmála til að leysa stöðuna á húsnæðismarkaði. Borgin ætlar að tvöfalda árlegt lóðaframboð sitt næstu fimm árin.

Fyrri áfallasaga rauður þráður hjá föngum

Alvarleg áföll sem leiddu til vímuefnavanda og neyslutengdra afbrota er rauður þráður í reynslu íslenskra kvenfanga samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Geðhjúkrunarfræðingur segir það koma heim og saman við sambærilegar rannsóknir erlendis.

Sunna Karen verð­launuð fyrir um­fjöllun ársins

Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi hlaut nú síðdegis Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir umfjöllun ársins. Hún fjallaði um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Hækka félagsgjald til að efla vinnudeilusjóð Sameykis

Félagsfólk Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu samþykkti á aðalfundi í gær að hækka félagsgjald í þeim tilgangi að efla vinnudeilusjóð félagsins. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því hvernig Reykjavíkurborg ætlar að tvöfalda árlegt lóðaframboð sitt næstu fimm árin til að svara þeim eftirspurnarvanda sem nú er á húsnæðismarkaði. Borgin skorar á nágrannasveitarfélög sín og ríkið að gera með sér húsnæðissáttmála.

Vaktin: Tvö þúsund manns komust frá Mariu­pol

Eldur geisar á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi en ríkisstjórinn á svæðinu segir úkraínskar herþyrlur hafa flogið yfir landamærin og ráðist á stöðina. Úkraínuher hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar.

Réðst á konu eftir aðgerð og veittist svo að föður hennar

Karlmaður á Norðurlandi eystra sætir þriggja mánaða nálgunarbanni en hann er grunaður um að hafa beitt konu ofbeldi eftir að hún gekkst undir aðgerð. Þegar faðir konunnar reyndi að tala um fyrir manninum er hann sagður hafa veist að föðurnum.

W Bónus najtaniej

Z badania cen przeprowadzonego przez Islandzką Konfederację Pracy we wtorek 29 marca wynika, że Bónus ma najniższe ceny żywności.

Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk

Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag.

Ótækt að innheimtufyrirtæki græði á skuldavanda borgarbúa

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir harðlega að Reykjavíkurborg noti innheimtufyrirtæki til að innheimta reikninga og gjöld. Það sé ómanneskjuleg aðferð sem auki á vanda fólks í fátækt.

Hrekktu bæjarbúa með því kynna til leiks nýjan framboðslista

Gísli Gíslason, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, leiðir nýjan framboðslista sem býður fram í bænum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðið hefur fengið nafnið Akraneslistinn, listabókstafinn A og er sagður óháður flokkapólitík.

COVID stærsta ógn sem börn hafa staðið frammi fyrir

Á þriðja ári heimsfaraldurs kórónuveirunnar eru skólar í 23 löndum, með rúmlega 400 milljónir skólabarna, enn ekki starfandi að öllu leyti. Þegar er ljóst að fjölmörg börn snúa ekki aftur til náms. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir í nýrri skýrslu um afleiðingar COVID-19 að börn hafi ekki staðið frammi fyrir stærri ógn í heiminum í 75 ára sögu stofnunarinnar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um lóðaframboð í Reykjavík en borgaryfirvöld segjast vera að tvöfalda framboðið og að það verði þannig næstu fimm árin.

Sjá næstu 50 fréttir