Fleiri fréttir

Nema út­­varps­­merki sem líkjast hjart­slætti úr geimnum

Stjörnufræðingar við MIT hafa numið endurtekin útvarpsmerki frá vetrarbraut sem er milljarða ljósára í burtu. Vísindamennirnir hafa ekki staðsett hvaðan merkin koma nákvæmlega en telja að þau komi mögulega frá nifteindastjörnum sem mynduðust úr föllnum risastjörnum.

Turyści zostawiają po sobie bałagan

Wiceprzewodniczący stowarzyszenia przewodników powiedział, że bałagan w miejscach turystycznych w Islandii znacznie się zwiększył. Utrzymywanie naturalnych pereł w czystości wydaje się być wyzwaniem.

Leggja niður störf í kæfandi hita á Suður-Jótlandi

Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Íslendingur syðst á Jótlandi, þar sem hitametið gæti fallið, segir hitann óbærilegan og fólk sé byrjað að leggja niður störf vegna hans.

Einn stunginn í vopnuðu ráni í Reykja­vík

Lögreglu var tilkynnt um vopnað rán í Reykjavík snemma í morgun. Tveir aðilar heimtuðu þar fíkniefni af tveimur öðrum. Átök komu upp á milli mannanna og hlaut eitt fórnarlamba ránstilraunarinnar stungusár á handlegg. Árásaraðilarnir voru þó handteknir og vistaðir í fangageymslu. Hinn slasaði fór með sjúkrabíl á bráðamóttöku.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Við ræðum við íbúa í landinu í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Lét Pútín bíða fyrir framan myndavélarnar

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lét Vladimír Pútín, forseta Rússlands, standa einan fyrir framan myndavélarnar í tæpa mínútu fyrir fund þeirra í Íran í gær. Erdogan er talinn hafa verið að hefna sín fyrir sambærilegt atvik fyrir tveimur árum.

Fjölgun endur­smita sýni fram á dvínandi vernd

Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni.

Grafa brann í Grafar­holti

Eldur kom upp í lítilli gröfu í Grafarholti í dag. Slökkviliðið er nú á svæðinu og er búið að slökkva eldinn. 

Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag

Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður.

Hyundai staðfestir væntanlegan ódýran og smáan rafbíl

Hyundai hefur staðfest að unnið sé að smáum og ódýrum rafbíl fyrir evrópskan markað. Verðið á að vera um 20.000 evrur eða um 2,8 milljónir króna. Bíllinn er ekki væntanlegur alveg strax. Huyndai kynnti nýlega Ioniq 6.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Útlit fyrir harðari átök í suðri

Frá því Rússar lögðu undir sig síðustu borgir Luhansk-héraðs og lýstu yfir að hlé yrði lagt á frekari stórsóknir hefur lítil hreyfing orðið á víglínunum í Úkraínu. Sóknir Rússa eru þó byrjaðar á nýjan leik en Úkraínumenn segja varnir þeirra halda enn.

Met féllu í hrönnum þegar söguleg hitabylgja gekk yfir Bretland

Eldar loguðu í Lundúnum í dag í mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir Bretland og fór hitinn þar í fyrsta sinn í sögu landsins yfir 40 gráður. Miklir skógareldar geisa enn víða í suðvestanverðri Evrópu. Framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni vonar að hitabylgjan ýti við stjórnmálamönnum.

Hvalfjarðargöng með helming allrar umferðar um jarðgöng

Hvalfjarðargöng yrðu megingjaldstofn boðaðra jarðgangatolla stjórnvalda enda er umferð um þau álíka mikil og í öllum öðrum göngum hérlendis til samans. Sérfróðir menn áætla að gjaldið þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem var í Hvalfjarðargöngum.

Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi

Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu.

Glæsilegur handverksmarkaður í Króksfjarðarnesi

Handverkskonurnar í Króksfjarðarnesi í Reykhólasveit hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af verkefnisleysi í sumar því það hefur verið meira en nóg að gera hjá þeim á handverksmarkaðnum í gamla Kaupfélagshúsinu að selja vörurnar sínar.

Leið­togar þriggja vald­stjórnar­ríkja stinga saman nefjum

Leiðtogar Rússlands, Írans og Tyrklands, þriggja landa í hópi óvinsælustu ríkja heims, funduðu í Teheran í Íran í dag. Þeir ræddu meðal annars mögulegan útflutning á milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Forseti Úkraínu segir hersveitir hans sækja hægt og örugglega fram gegn Rússum og hafa unnið til baka töluvert landsvæði frá þeim.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum höldum við áfram að greina frá afleiðingum mikillar hitabylgju sem gengið hefur yfir Evrópu undanfarnar vikur. Hitamet var slegið í Bretlandi í dag þar sem hitinn fór í fyrsta skipti í sögunni yfir 40 gráður. Gróður eldar læstu sig í íbúðarhús í úthverfi Lundúna.

Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið

Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs.

Berjast við fjölda elda í og við Lundúnir

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Lundúnum þar sem margir eldar hafa kviknað á sama tíma og mikil hitabylgja gengur yfir Bretland og hitamet hafa verið slegin. Hundruð slökkviliðsmanna vinna nú hörðum höndum við að berjast við elda í borginni og úthverfum hennar.

Hélt það væri nóg komið en íslenska ríkið á­frýjar

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn stofnuninni. Björn segist ekki hafa áhyggjur af því að dómsniðurstaðan muni breytast fyrir Landsrétti.

„Mark­miðið er að leyfa börnunum að vera börn“

Kennari sem starfað hefur með úkraínskum flóttabörnum síðustu mánuði freistar þess nú að fjármagna sumarnámskeið fyrir börnin, með sölu á bók nokkurri. Markmiðið með námskeiðinu, og starfinu öllu, er að börnin fái að vera börn.

Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum.

„Heitasti tími dagsins enn eftir“

Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt.

Daníel neitar að hafa myrt bekkjar­systur sína

Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar.

Sjá næstu 50 fréttir