Fleiri fréttir

Ferðaþjónustuaðilar bjartsýnir á framhaldið

Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi eru bjartsýnir um framhaldið þrátt fyrir erfiðleika undanfarinna daga, enda hefur dregið verulega úr gosinu og merki eru um að því sé jafnvel lokið. Markaðsstofa Suðurlands hvetur þá sem ætla að ferðast um Suðurland á næstu dögum og í sumar að fylgjast með fréttum næstu daga og afla sér upplýsinga áður en ferðaáætlunum er breytt.

NORNA-ráðstefna á Nordica

Samtök norrænna skurðhjúkrunarfræðinga halda fast við fyrri áætlanir um að halda ráðstefnu á Íslandi, þrátt fyrir eldgosið í Grímsvötnum. Um 300 félagsmenn sækja ráðstefnu samtakanna Nordic Operating Room Nurses Association, eða NORNA.

Ferðamaðurinn hafði samband við Neyðarlínuna

Þýskur ferðamaður, sem leitað var að í nótt, hafði samband við Neyðarlínuna nú fyrir skömmu og óskaði eftir aðstoð. Björgunarsveitir af Suðausturlandi eru nú á leiðinni að leita mannsins en hann mun vera einhversstaðar norðan Vatnajökuls.

Lífið í öskuskýinu

Nú þegar svo virðist sem gosinu í Grímsvötnum sé að ljúka er við hæfi að rifja upp ástandið á svæðinu síðustu daga. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá áhrif gossins á samfélagið næst gosstöðvunum en á tímabili var hrikalegt um að lítast á Kirkjubæjarklaustri og í sveitunum í kring. Frétta- og myndatökumenn Stöðvar 2 voru á staðnum frá upphafi og lýstu hamförunum.

Varað við ferðum að gosstöðinni

Nóttin var róleg í nágrenni gosstöðvanna og virðist gosið í rénun. Lögreglan varar við ferðum að gosstöðinni því ennþá kemur sprengjuvirknin í hviðum og öflugar sprengingar inn á milli. Er fólk beðið um að fara ekki nær gosstöðinni en að skála Jöklarannsóknafélagsins sem er í um 6 kílómetra fjarlægð. Björgunarsveitarmenn hafa farið á milli bæja á svæðinu og meta með íbúum áhrif gossins og það sem er framundan við hreinsunar og uppbyggingarstörf. Á fundi vísindamanna í Skógarhlíð í morgun kom fram að gosórói hefur farið minnkandi og er ekki lengur um að ræða samfelldan gosmökk. Ekki búist við miklu öskufoki. Gjóskuframleiðsla er óveruleg og er að mestu um að ræða gjóskufok á sunnanverðum jöklinum. Að sögn sérfræðinga veðurstofunnar mældist um klukkan 21:00 í gærkvöldi strókur í um 7 kílómetra hæð og þá mældust tvær eldingar. Milli klukkan 02:10 og 02:30 kom strókur sem mældist upp í 12 kílómetra hæð á radar og 12 eldingar mældust. Klukkan 03:30 mældist virkni í 5 kílómetra hæð á radar sem er talinn hafa verið gufustrókur. Síðan þá hefur ekkert mælst á radar og sjónarvottar á svæðinu upplýstu um að komið hafi litlir strókar upp í 100-300 metra hæð, sem eru mest megnis gufustrókar, en ösku megi þó sjá öðru hvoru. Strókar sem fara upp í þessa hæð, hafa ekki áhrif á flugumferð, einungis á nær umhverfis sitt. Gosóróinn minnkaði mjög mikið upp úr 21:15 í um 30 mínútur Upp úr klukkan 02:00 féll hann afur niður og hefur verið mun minni síðan. Ekki er hægt að útiloka að öflugri ösku strókar geti komið fyrirvaralaust.

Opnun flugvalla endurmetin eftir hádegi

Flugvellirnir í Reykjavík og Keflavík voru opnaðir á ný klukkan átta í morgun, en þeim var lokað í gærkvöldi vegna ösku í háloftunum.

Of snemmt að fullyrða um goslok

Of snemmt er að fullyrða að gosinu í Grímsvötnum sé lokið. Lítil virkni mælist í gosstöðvunum og í morgun bárust myndir af svæðinu þar sem aðeins gufa sást stíga upp úr gígnum. "Þetta hefur fallið verulega niður en þeir segja að þetta sé enn virkt,“ segir Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á embætti ríkislögreglustjóra. Hópur vísindamanna lagði af stað í vél Landhelgisgæslunnar að gosstöðvunum nú á tíunda tímanum. Hjálmar býst við þeim úr könnunarleiðangrinum um hádegisbilið og verður þá betur hægt að segja til um stöðuna á gossvæðinu. Hann bendir á að það hafi ekki verið vísindamenn sem vitnuðu um goslokin í morgun heldur áhugafólk sem hafði lagt leið sína að Grímsvötnum. Upp úr hádeginum munu hins vegar liggja fyrir niðurstöður úr mati vísindamanna. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur er meðal þeirra sem eru í vélinni. Hjálmar segir því ekki tímabært að segja að gosinu sé lokið: "Alls ekki"

Þjófapar handtekið

Lögreglumenn handtóku í nótt ungt par, sem brotist hafði inn í vídeóleigu og söluturn í Seljahverfi í Reykjavík. Fólkið var með þýfi á sér og gistir nú fangageymslur.

Enn leitað að þýskum ferðamanni

Eftirgrennslan björgunarsveitarmanna eftir þýskum ferðamanni, sem saknað er norðan Vatnajökuls, hefur ekki borið árangur í nótt þrátt fyrir ákjósanleg leitarskilyrði í góðu skyggni.

Gosið fjarar út

Ekkert gos var lengur í Grímsvötnum undir morgun, að sögn Karls Ólafssonar fjallaleiðsögumanns sem var við gosstöðvarnar undir morgun, í björtu og góðu veðri.

Mikilvægt að vinna saman

„Ég spái því að næsta heimskreppa verði ekki bankakreppa heldur matvælakreppa. Í því felst að nýta auðlindir landsins til sjávar og sveita, hugsa þvert á atvinnugreinar, tengja saman fiskeldi og sjávarútveg og auka verðmæti útflutnings,“ segir Stefanía Karlsdóttir, eigandi Íslenskrar matorku á Reykjanesi. Fyrirtækið vinnur að því að byggja upp þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð þar sem afurðir verði fullnýttar með hjálp ýmissa geira.

Ætla að krossa Ísland í sumar

Áslaug Rán Einarsdóttir og Aníta Hafdís Björnsdóttir ætla í sumar að svífa yfir Ísland þvert og endilangt á svifvængjum. Þær eru engir nýgræðingar í svifinu, hafa ferðast um alla Asíu, Miðjarðarhafslöndin og Norður-Afríku og brugðið á sig vængjunum við hvert tækifæri. Svifið helga þær kvenfrelsi, þar sem engin tilfinning nálgast þá frelsistilfinningu sem svifið á vængjunum veitir, að sögn Áslaugar Ránar.

Skilur loks gamlar sagnir

„Það kom enginn í fyrra þegar við upplifðum nákvæmlega það sama. Nú erum við miðdepill alls hérna,“ segir Soffía Gunnarsdóttir, starfskona á dvalarheimilinu Klausturhólum. Soffía býr á bænum Jórveri 1 í Álftaveri, og er þetta í annað sinn á rúmu ári sem hún verður fyrir fyrir barðinu á öskugosi.

Lömbin voru nýdáin og vitin full af sandi

Hjónin á Arnardranga í Landbroti hafa upplifað miklar hremmingar á síðustu dögum. Nokkrar kindur á bænum hafa drepist og hrossin þeirra tvö hafa enn ekki skilað sér heim í hús.

Erum bara á degi þrjú

Íbúar á Kirkjubæjarklaustri taka flestir ástandinu í bænum með ró en segjast þó margir hverjir engan veginn geta gert sér grein fyrir því hvernig framhaldið muni verða. Þetta segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri á Kirkjubæjarklaustri. Staðan sé mun betri en fólk þorði að vona í fyrstu.

Veiðiár litaðar af ösku

Veiðimálastofnun mælist til þess að þeir hafi samband sem verða varir við dauðan fisk, jafnt seiði sem stærri fisk, í vötnum eða ám þar sem öskufalls gætir frá eldstöðinni í Grímsvötnum. Stofnunin mun fylgjast með framvindu mála og reyna eftir föngum að vera fólki til ráðgjafar og skoða vötn þar sem fiskdauða verður vart.

Vegurinn opnaður á ný

Vegna breyttra aðstæðna verður þjóðvegurinn milli Víkur og Freysnes opnaður klukkan sjö í kvöld. Verið er að senda tæki á staðinn til að hreinsa sandskafla sem hafa myndast á veginum. Opnunin er með þeim fyrirvara að aðstæður geta breyst þannig að loka þurfi veginum aftur, segir í tilkynningu frá Samhæfingamiðstöðinni í Skógarhlíð. Skyggni á leiðinni getu víða verið lélegt og vegfarendur eru beðnir að sýna varkárni og að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

Neysluvatn metið á fimmtudaginn

Næsta fimmtudag mun heilbrigðisfulltrúi vera í fjöldahjálparstöðinni á Kirkjubæjarklaustri og meta neysluvatn. Hægt er að koma með neysluvatn til rannsóknar í félagsheimilið á morgun og fyrripart fimmtudags. Mælt verður fyrir leiðni og sýrustigi í vatninu og út frá þeim mælingum metið hvort gera þurfi frekari aðkallandi mælingar.

Engin merki um vatnavexti

Ekki hafa sést nein ummerki um vatnavexti í Gígju eða Núpsvötnum vegna gossins. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans vegna eldgossins.

Bóndi á Kirkjubæjarklaustri: Þetta er alls ekki auðvelt

Agnar Davíðsson, bóndi á bóndabænum Fossum, sem er 15 kílómetra sunnan af Kirkjubæjarklaustri, segir að ástandið á svæðinu sé miklu betra í dag en í gær. Mikið öskufjúk hefur verið í allan morgun og í dag en ekkert öskufall hefur verið frá því í gær, segir hann.

Jarðeðlisfræðingur: Það stefnir í dauðaslitrurnar

„Það er nú ekki búið en það hefur dregið stórlega úr því,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, aðspurður um stöðuna á eldgosinu í Grímsvötnum. Verulega dró úr gosinu í nótt og í morgun en gosmökkurinn er í kringum 3 til 5 kílómetra upp í loftið þessa stundina.

Hengja blöðrur á tré fyrir börnin á gossvæðinu

Rauðar blöðrur verða í forgrunni á uppákomum sem efnt hefur verið til á morgun, miðvikudag, í tilefni þess að árlegur Dagur barnsins er á sunnudag. Að dagskránni standa Barnaheill í samstarfi við leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk fjölda annarra aðila. Börn á leikskólanum Furuborg ætla að hengja rauðar blöðrur á tré á skólalóðinni og tileinka það börnum á gossvæðinu sem geta ekki leika sér úti. Á Barnaspítala Hringsins og heilsugæslum víða um land fá öll börn sem þangað koma rauða blöðru að gjöf. Auk þess verður ratleikur í miðborg Reykjavíkur, þar sem grunnskólabörnum gefst tækifæri til að kynna sér réttindi sín samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, auk fjölda annarra viðburða. Barnaheill - Save the Children á Íslandi efna til uppákoma á morgun í samstarfi við leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, SÍF og Sérsveitina, Stúdentaráð Háskóla Íslands, heilsugæslur og Barnaspítala Hringsins í tengslum við dag barnsins. Þessum uppákomum er ætlað minna á stöðu barna hér á landi og erlendis með myndrænum hætti. Sama dag verður árlegu heillavinaátaki samtakanna ýtt úr vör en heillavinir styðja starf samtakanna með föstum mánaðarlegum framlögum. Rauðar blöðrur verða í forgrunni á miðvikudaginn. Fjölmargir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í uppákomunum. Börn á leikskólum í Seljahverfi ætla að hittast við tjörn í hverfinu til að minnast barna sem eiga um sárt að binda og á leikskólanum Furuborg ætla nemendur t.a.m. að hengja rauðar blöðrur á tré á skólalóðinni og tileinka það börnum á gossvæðinu sem ekki geta leikið sér úti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi telja afar brýnt að tryggja velferð þeirra barna og fjölskyldna sem búa á gossvæðunum. Börn eru ávallt viðkvæmust fyrir í slíkum hamförum og mikilvægt að hlusta eftir þörfum þeirra. Á Barnaspítala Hringsins og heilsugæslum víða á höfuðborgarsvæðinu og víða um land fá öll börn sem þangað koma rauða blöðru að gjöf auk þess sem Gerður Kristný, rithöfundur og skáld, mun heimsækja börn á Barnaspítala Hringsins og lesa fyrir þau. Börn háskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands taka höndum saman og velta því fyrir sér hvað það þýðir að eiga kost á því að læra að lesa, reikna og skrifa. Þau munu í sameiningu koma fyrir 69 risablöðrum á lóð leikskólans Mánagarðs til að minna á að enn eru 69 milljónir barna í heiminum sem ekki njóta þessara mannréttinda sem þeim eru þó tryggð í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Grunnskólanemum býðst að fræðast um réttindi sín í ratleik um miðborg Reykjavíkur sem hefst við klukkuturninn á Lækjartorgi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið staðfestur af öllum löndum heims, utan Bandaríkin og Sómalíu. Hann tryggir börnum réttinn til griða, tækifæra og áhrifa. Ratleikurinn verður opinn gestum og gangandi frá klukkan. 9.30-16.00 á miðvikudaginn. Klukkan 14.00 ætla SÍF, Samband íslenskra framhaldsskólanema, og Sérsveit Hins hússins að minnast með áhrifaríkum hætti þeirra barna sem aldrei ná að fagna fimm ára afmæli sínu. Þingmenn á Alþingi Íslendinga munu gera hlé á störfum sínum og stíga út á Austurvöll til að fylgjast með uppákomunni en í lok hennar verða þeir hvattir til að leggja sitt af mörkum til að þúsaldarmarkmið S.þ. númer fjögur um að dregið verði úr ungbarnadauða um tvo þriðju nái fram að ganga fyrir árið 2015. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í oktober árið 2007, er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Þetta er því í þriðja sinn sem hann er haldinn hátíðlegur. Vegna samstarfs við skóla á ólíkum skólastigum, heilsugæslur og Barnaspítala Hringsins var ákveðið að fagna þessum mikilvæga degi á virkum degi.

Akureyringur vann 9 milljónir á skafmiða

Hann var heppinn Akureyringurinn sem keypti sér „7,9,13“ skafmiða á dögunum í Hagkaup á Akureyri. Því á miðanum leyndist 9 milljón króna vinningur.

Unglingalandsmót á Egilsstöðum: Snjómokstur á dagskránni

Vegna snjóþyngsla hefur verið sett saman ný dagskrá Unglingalandsmóts Ungmennafélags Íslands sem haldið verður á Egilsstöðum í sumar. Samkvæmt henni verður keppt í skíðagöngu og skautadansi í stað hefðbundnari keppnisgreina á borð við knattspyrnu og sund. Þá er gert ráð fyrir að keppendur hjálpist að við að moka snjó af helstu götum bæjarins og fái, að móti loknu, fylgd björgunarsveitarmanna í snjóstorminum.

Spennti bílbeltið yfir sig og barnið

Lögreglan stöðvaði fólk sem var á ferð í bíl í austurborginni um helgina. Við stýrið var karl á fimmtudagsaldri og við hlið hans var kona, litlu yngri, sem hélt á barni á leikskólaladri í fanginu en sama bílbelti var spennt yfir þau bæði.

Ekkert bólar á Orkuveiturannsókn

Rannsókn á starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur er enn ekki hafin en borgarstjóri lofaði henni þegar tilkynnt var um milljarðalán Reykjavíkurborgar til Orkuveitunnar fyrir um tveimur mánuðum síðan. Ekki hefur enn tekist að skipa í nefndina, að sögn Dags B. Eggertsson.

Eldgosið í rénun

Dregið hefur jafnt og þétt úr eldgosinu í Grímsvötnum síðan í gær. Gosmökkurinn stendur nú í um þriggja til fimm kílómetrahæð og er gosefnaframleiðsla umtalsvert minni. Mjög sterk norðanátt er enn á svæðinu sem feykir ösku til suðurs, dregur úr vindi síðar í dag að sögn Veðurstofunnar.

Jóhanna og Ögmundur á hamfarasvæðunum

Forsætisráðherra og innanríkisráðherra funduðu í morgun með aðgerðastjórn og almannavarnanefnd á Hellu og fóru yfir stöðu mála vegna eldgossins í Grímsvötnum. Fram kom að gosið virðist í rénun og allar aðgerðir á hamfarasvæðinu virðast ganga vel. Ekki er vitað um nein slys á fólki og vel er fylgst með aðstæðum bænda og búfénaðar. Matsáætlun sem ríkisstjórnin bíður eftir gengur samkvæmt áætlun og verður rædd á næsta ríkisstjórnarfundi. Ráðherrarnir munu í dag kynna sér aðstæður á hamfarasvæðinu og meðal annars funda með vettvangsstjórn aðgerða á Kirkjubæjarklaustri.

Sumaráætlun Strætó tekur gildi á sunnudag

Sumaráætlun Strætó tekur gildi næstkomandi sunnudag, 29. maí. Eins og undanfarin ár breytist tíðni strætóferða yfir sumartímann í samræmi við minni eftirspurn og felst breytingin í að fella niður 15 mínútna tíðni sem verið hefur á níu strætóleiðum yfir veturinn. Vagnar á leiðum 1, 2, 3, 4, 6, 11, 12, 14 og 15 munu því aka á 30 mínútna tíðni í sumar í stað 15 mínútna. „Eftirspurnin eftir þjónustu Strætó er eðlilega minni á sumrin en á veturna. Þar munar mest um að skólastarf liggur niðri auk þess sem almenn sumarfrí hafa sitt að segja. Sumaráætlun Strætó tekur mið af þessu með því að fækka ferðum yfir hásumarið. Þeim verður svo að sjálfsögðu fjölgað aftur í haust þegar skólarnir byrja að nýju og sumarfríum lýkur," segir Bergdís I. Eggertsdóttir, verkefnastjóri Strætó bs. Nánari upplýsingar um sumaráætlunina er að finna á vefnum www.straeto.is <http://www.straeto.is> og í síma 540 2700. Nýjar leiðabækur eru fáanlegar á öllum sölustöðum.

Ökumenn til fyrirmyndar á Háaleitisbrautinni

Allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar á Háaleitisbraut í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Háaleitisbraut í vesturátt, við innkeyrslu að húsum nr. 15-17. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 271 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum ekið á löglegum hraða en þarna er 50 km hámarkshraði.

Gæsluvélin að komast í gagnið

Dash eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er að verða flughæf og getur væntanlega flogið með vísindamenn fyrir eldstöðvarnar í dag. Hún var biluð þegar gosið hófst og nauðsynlegur varhlutur komst ekki til landsins fyrr en í gærkvöldi, vegna flugbannsins.

Hjálpa bændum við smölun á fé og öðrum búpeningi

Um sextíu björgunarsveitamenn eru nú að störfum á öskufallssvæðinu fyrir austan og fjöldi verkefna liggur fyrir og felast þau flest í aðstoð við bændur við smölun á fé og öðrum búpeningi, segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Dalmatíuhundinum hefur verið lógað - ákvörðun eigenda

Dalmatíuhundi sem réðist á póstburðarkonu í Mosfellsbæ fyrr í þessum mánuði með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði, hefur verið lógað. Sá möguleiki var fyrir hendi að hundurinn færi í skapgerðarmat og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um hvort hann fengi að lifa, en þyrfti þá alltaf að vera með munnkörfu utandyra. Eigendur hans tóku hins vegar þá ákvörðun að réttast væri að láta svæfa hann, og kom aldrei til skapgerðarmatsins. Að sögn Hafdísar Óskarsdóttur, hundaeftirlitsmanns í Mosfellsbæ, var dalmatíuhundurinn svæfður á föstudag.

Iceland Express seinkar flugferðum

Vélum Iceland Express til Kaupmannahafnar og London, sem fara áttu í morgun hefur verið seinkað vegna eldgossins í Grímsvötnum.

Fjórðungur með háskólapróf

Árið 2010 hafa rúmlega 56 þúsund manns á aldrinum 16-74 lokið háskólanámi, eða um fjórðungur íbúa á Íslandi á sama aldursbili. Háskólamenntuðum hefur fjölgað nokkuð frá árinu 2003, þegar þeir voru 22% íbúa. Um 36% íbúa hafa lokið starfs- og framhaldsmenntun, það er lokið námi á framhaldsskólastigi sem er a.m.k. tvö ár að lengd eða lokið námi á viðbótarstigi, alls tæplega 81 þúsund manns. Þetta kemur fram í göngum sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman. Þeir sem eingöngu hafa lokið styttra námi, það er grunnmenntun, eru tæplega 86 þúsund talsins. Það eru 39% íbúa og hefur fækkað úr 42% árið 2003. Mikill munur er á menntun íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa 33% íbúa eingöngu lokið grunnmenntun en 30% hafa lokið háskólamenntun. Utan höfuðborgarsvæðisins hafa 49% íbúa aðeins lokið grunnmenntun og 16% lokið háskólamenntun. Yngri konur eru mun líklegri til að hafa lokið háskólanámi en yngri karlar. Rúmlega 41% 25-29 ára kvenna hafa lokið háskólamenntun en tæplega 23% karla á sama aldri. Að sama skapi hafa færri yngri konur en karlar eingöngu lokið grunnmenntun. Í elstu aldursflokkunum snýst dæmið hins vegar við og þar er hlutfall kvenna sem hefur aðeins lokið grunnmenntun mun hærra en hlutfall karla.

Vel hægt að fara út með hundinn

Vel er hægt að fara út að ganga með hundinn og hleypa útiköttum út á flestum stöðum á landinu, utan þeirra svæða sem verst hafa orðið úti vegna eldgossins í Grímsvötnum. Þetta segir Sif Traustadóttir dýralæknir sem var í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Að sögn Sifjar þarf að meta aðstæður á hverjum stað og þá mögulega hleypa gæludýrunum út í styttri tíma en ella. Þá þurfi að veita sérstaka athygli dýrum með öndunarfærasjúkdóma. Við Kirkjubæjarklaustur og á svæðinu þar um kring er hins vegar víða bókstaflega varla hundi út sigandi. Sif segir það víða tíðkast að hundar og kettir séu þá í útihúsum á bæjum, og fái þar skjól fyrir öskufallinu. Sindri Sindrason og Kolbrún Björnsdóttir Í Bítinu ræddu einnig við Sif um þá mýtu að dýr finni á sér þegar náttúruhamfarir eru vændum. Viðtalið hjá hlusta á í heild sinni með því að smella á tengilinn hér að ofan.

Skepnur hafa hrakist í skurði og drukknað

Dæmi eru um að dýr hafi drepist eftir að hafa hrakist í ógöngur vegna blindu frá gosmekkinum úr Grímsvötnum. Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmis, segir slík dæmi þó ekki mörg og hljóð í bændum á svæðinu ótrúlega gott miðað við aðstæður. Þar hafi hjálpað fyrstu fregnir um að tiltölulega lítið flúor mældist í öskunni, en það getur verið skepnunum hættulegt.

Sjá næstu 50 fréttir