Fleiri fréttir Obama heimsótti Ölduselsskóla Sarah Obama, föðuramma Baraks Obama Bandaríkjaforseta, heimsótti nemendur í Ölduselsskóla í dag. Þar kynnti hún sér verk og listgreinar skólans. Hún fylgdist með leiklistaratriði hjá nemendum í sjötta bekk. Þá skellti hún sér í matreiðslutíma og þáði kakó og smákökur af nemendum. 23.5.2011 20:53 Sótsvartir jakar á Jökulsárlóni Þessar fallegu myndir af Jökulsárlóni tók Elva Björg Elvarsdóttir, fjórtán ára gömul stelpa í dag. Hún er stödd hjá ættingum sínum á Hestgerði við Höfn í Hornafirði og fór að lóninu í dag til að virða fyrir sér jakana, sem eru orðnir svartir af ösku eins og sést á myndunum. Þetta er flott, en ekki samt út af góðum ástæðum,“ segir Elva. Hún er búsett í Hveragerði, en kemst ekki heim vegna þess að leiðin austur hefur verið lokuð vegna gossins. Hún vonast þó til að komast heim á morgun. 23.5.2011 20:15 Gosóróinn lítið breyst síðastliðinn sólarhring Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. 23.5.2011 19:09 Atvinnulausir og námsmenn fá vinnu á gossvæðunum Sveitarfélögum verður boðið að ráða atvinnuleitendur og námsmenn til þess að sinna ýmsum störfum til aðstoðar fólki á áhrifasvæði eldgossins í Grímsvötnum. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti tillögu þessa efnis á fundi ríkisstjórnar í morgun. 23.5.2011 18:55 Ekki hundi út sigandi "Það er ekki hundi út sigandi,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, í samtali við fréttastofu. Kristján Már Unnarsson ræddi við hana í heimabyggð, skammt frá gosinu, nú í kvöld. 23.5.2011 18:46 Allir flugvellir opnir Allir flugvellir á Íslandi hafa verið opnaðir. Þeir opnuðu rétt eftir klukkan sex í dag. Vélar eru á leið til Heathrow flugvallar í Lundúnum. Í kvöld er svo gert ráð fyrir að ein vél fari til Washington og að tvær vélar fari til Kaupmannahafnar. Allt millilandaflug hefur legið niðri frá því í gær vegna eldgossins. 23.5.2011 18:29 Birtir til á Kirkjubæjarklaustri Ástandið á Kirkjubæjarklaustri er mun skárra nú en fyrr í dag þegar menn sáu ekki handa sinna skil fyrir öskukófi. Fyrir um það bil klukkustund snérist vindáttin á svæðinu og hvessti töluvert. Þá birti fljótlega til og er öskufall ekki eins mikið og það var fyrr í dag. 23.5.2011 16:55 Andlát konu í austurborginni: Eiginmaðurinn laus úr haldi Karl á sjötugsaldri, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald 16. maí, er laus úr haldi lögreglu. 23.5.2011 16:27 Miklar sveiflur á mælingum loftgæða í Reykjavík Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hafa verið misjöfn síðan aska tók að berast til borgarinnar í nótt þegar þau voru há. Reikna má með að mæligildi komi til með að sveiflast áfram. Öskufallið var samt ekkert í líkingu við það sem er fyrir austan fjall og á Suðurlandi. 23.5.2011 15:31 Engar bilanir hjá Mílu - viðbúnaður enn á hættustigi Engar bilanir eða truflanir hafa orðið í fjarskiptakerfi Mílu á gossvæðinu í Grímsvötnum. Þetta á einnig við um örbylgjusambönd, en öskufall virðist ekki hafa áhrif á þau. Áfram verður fylgst með styrk þeirra. Í tilkynningu frá Mílu segir að lokið hefur verið við að þétta loftinntök og hurðaop í tækjahúsum á svæðinu. Verið er að yfirfara síur í tækjahúsum og verður það gert daglega. Mat neyðarstjórnar er að viðbúnaður Mílu sé enn á „Hættustigi" miðað við framvindu eldgoss Í Grímsvötnum. Neyðarstjórn fylgist með þróun mála og fundar eins oft þörf krefur 23.5.2011 14:15 Líklegt að flug á Bretlandseyjum fari úr skorðum á morgun Bresk flugmálayfirvöld búast við því að askan úr Grímsvötnum komi til með að raska flugumferð á Bretlandseyjum á morgun. Nýjustu spár bresku veðurstofunnar gera ráð fyrir að öskuskýið nái til Skotlands og Írlands snemma í fyrramálið. Evrópskir ferðalangar og flugfélög bíða nú í ofvæni eftir því hvaða áhrif gosið muni hafa á ferðaplön milljóna manna á næstu dögum. Mönnum er enn í fersku minni áhrifin sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð í Evrópu þegar um 10 milljónir manna voru strandaglópar um víða veröld í marga daga. 23.5.2011 14:12 Tekist á við öskufallið Svartamyrkur hefur verið í morgun vegna öskufalls á svæðinu milli Mýrdalssands og Skeiðar-ár-sands og er allt athafnalíf þar meira og minna lamað af þeim sökum. Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2 er á Kirkjubæjarklaustri og hann ræddi við Eygló Kristjánsdóttur sveitarstjóra Skaftárhrepps og Adolf Árnason, lögregluvarðstjóra á Kirkjubæjarklaustri. 23.5.2011 13:57 Caribou tónleikar aftur á dagskrá Hljómleikum kanadísku sveitarinnar Caribou sem áttu að fara fram á Nasa í gær hefur verið frestað til 28. júní. Eins og greint var frá í gær kom eldgosið í veg fyrir að liðsmenn kæmust til landsins. Miði á tónleikana í gær mun gilda á nýja dagsetningu en þeir miðakaupendur sem ekki geta notað miða sinn á tónleikana í júní fá endurgreiðslu með því að hafa samband við midi.is í síma 540-7800. Að sögn skipuleggjenda verða miðar endurgreiddir til og með mánudeginum 30. maí. 23.5.2011 13:37 Veginum lokað frá Höfn og til Djúpavogs Óveður er og ekkert ferðafæri á milli Hafnar og Djúpavogs. Að sögn lögreglunnar á Höfn hafa ökumenn verið missa framrúður úr bílum sínum í veðurhamnum og einn ökumaður missti allar rúður úr bíl sínum við Hvalnesskriður. Mikið sandfok er á þessu svæði og því er fólki ráðið frá því að vera þarna á ferðinni eins og er. 23.5.2011 13:28 Ráðherrar ætla á gossvæðið Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ætla að fara á gossvæðið og kynna sér aðstæður um leið og samgönguleiðir opnast. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 23.5.2011 13:25 Kerin full af ösku - fleiri hundruð kíló af bleikju drapst Um tvö til þrjúhundruð kíló af bleikjum hafa drepist í fiskeldi nálægt gosstöðvunum. Starfsmenn sjá vart í kerin fyrir ösku, svo heildartjónið kemur ekki í ljós fyrr en rofa tekur til. 23.5.2011 13:07 Vestmannaeyjar: Fólki ráðlagt að halda sig inni Þar sem spáð er áframhaldandi Norð- og norðaustanlægum áttum næstu tvo daga eru líkur á áframhaldandi öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Grímsvötnum samkvæmt tilkynningu frá Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja. 23.5.2011 11:45 Krafturinn í eldgosinu svipaður og í gær Hæð gosmakkarins úr eldgosinu í Grímsvötnum hefur rokkað frá 8 til 10 kílómetrum í morgun en í gær var hann 10 til 15 kílómetra hár. Á laugardagskvöld þegar gosið byrjaði náði gosmökkurinn 20 kílómetra upp í loftið. 23.5.2011 11:22 Skyggnið ekkert - aðstæður eru hrikalegar Skyggnið við og á Kirkjubæjarklaustri er nánast ekkert. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamönnum fréttastofunnar sést varla út fyrir vélarhlíf bílsins. 23.5.2011 11:17 Loftgæðamælir í borginni bilaður Unnið er að viðgerðum á svifriksmæli sem mælir loftgæði í borginni. Niðurstöður mælinga er almennt hægt að nálgast á vef Reykjavíkurborgar en sem stendur koma þar aðeins upp villuboð. Þegar fréttastofa hafði samband við Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki væri vitað um ástæðu þessa en unnið væri að því að koma mælinum í lag. Fjöldi fólk notar mælinn til að fá upplýsingar um loftgæðin, meðal annars starfsfólk grunnskóla og leikskóla þegar mat er lagt á hvort börn séu látin út að sofa og hvort þau fara út að leika. 23.5.2011 11:17 Barinn í höfuðið með járnstöngum - fíkniefnatengd árás Þrír menn réðust inn á heimili við Presthúsabraut á Akranesi á föstudagskvöldið og börðu húsráðanda með járnstöngum, meðal annars í höfuðið. Ung kona sem einnig var á staðnum var sömuleiðis barin. Lögregla var kölluð á staðinn um klukkan hálf tíu á föstudagskvöldið. Húsráðandinn og konan voru flutt á sjúkrahús til skoðunar, og maðurinn lagður inn til frekari rannsóknar. Tveir menn voru fljótlega handteknir vegna málsins og sá þriðji um hádegi á laugardag. Þeir voru yfirheyrðir og játuðu verknaðinn. Allir höfðu þeir verið vopnaðir járnbareflum sem þeir notuð við að berja á húsráðandanum. Ástæða árásarinnar er á reiki, en mun vera tengd fíkniefnum. Árásarmennirnir voru allir látnir lausir á laugardagskvöld eftir skýrslutökur og er málið talið upplýst 23.5.2011 11:04 Úrslitaleikurinn sýndur í 3D í Smárabíó Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar sem fer fram á laugardaginn verður sýndur í hágæða þrívídd í Smárabíó. Þetta er í fyrsta skiptið á Íslandi sem slík útsending fer fram. Það er Smárabíó sem stendur yfir útsendingunni í samstarfi við Stöð 2 Sport. 23.5.2011 10:58 Enginn skóli á Kirkjubæjarklaustri alla vikuna „Ég er ekki mjög bjartsýnn á framhaldið, það er bara kolniðamyrkur hérna og ég sé varla ljósastaurana hérna fyrir utan skólann,“ segir Kjartan Kjartansson, skólastjóri í Kirkjubæjarskóla sem er grunnskóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk á Kirkjubæjarklaustri. 23.5.2011 10:37 Öskufall í Grímsey Íbúar Grímseyjar á Norðurlandi hafa orðið varir við öskufall í bænum. Þar er jörðin hvít eftir kalt veður undanfarna daga en að sögn heimamanns, sem fréttastofa ræddi við, liggur grá slikja yfir snjónum sem er augljóslega afleiðingar öskufalls. 23.5.2011 10:26 Aukaflug til London og Kaupmannahafnar Iceland Express flýgur á alla áfangastaði sína eftir hádegi í dag um leið og Keflavíkurflugvöllur verður opnaður. Flognar verða aukaferðir til Kaupmannahafnar og London. Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara. 23.5.2011 10:23 Kolniðamyrkur á Kirkjubæjarklaustri: Ótrúlega furðuleg tilfinning "Ég held að enginn geri sér grein fyrir því hvernig það er að lenda í þessu, þetta er rosaleg upplifun,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, sem rekur N1 og Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Kolniðamyrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri en mikil aska hefur fallið til jarðar eftir að eldgosið hófst í Grímsvötnum á laugardagskvöld. 23.5.2011 10:03 Aukaflug til Norðurlandanna Icelandair hefur bætt við þremur aukaflugum við áður kynnta áætlun sína í kvöld. Flogið verður til Kaupmannahafnar og Osló kl. 20.45 og til Stokkhólms um miðnætti. Jafnframt verður flogið frá þessum borgum í nótt til Keflavíkur. Í tilkynningu frá Icelandair segir að þessi flug hafi verið sett upp til þess að koma til móts við þá farþega sem ekki komust leiðar sinnar vegna aflýstra fluga á síðasta sólarhringnum. Sérstök athygli er vakin á því að breytingar á tímasetningum og áætlun getur orðið með stuttum fyrirvara og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum og komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum. 23.5.2011 10:02 Fíkniefnamisferli á Eskifirði Lögreglan á Eskifirði handtók ungan mann í Fjarðabyggð í fyrrakvöld, grunaðan um fíkniefnamisferli. 23.5.2011 09:24 Strandaglópar í myrkrinu - nær ekki í Icelandair "Þetta er alveg ferlegt,“ segir Finnur Kristinsson, sem er strandaglópur í Bergen í Noregi en hann átti að fljúga heim til Íslands eftir hádegi í gær. Búið er að loka lofthelgi Íslands vegna eldgossins í Grímsvötnum. Finnur er hinsvegar afar óánægður með Icelandair sem virðist ekki sinna strandaglópunum í Noregi. 23.5.2011 09:11 Keflavíkurflugvöllur opnar síðdegis - Icelandair flýgur Icelandair mun hefja flug samkvæmt áætlun síðdegis í dag eftir að hafa þurft að aflýsa öllu flugi í rúman sólarhring, og bætir við aukaflugum. Gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði opnaður fyrir flugumferð síðdegis og að áætlað flug Icelandair frá Evrópuborgum til landsins í dag verði í nokkurri seinkun og sömuleiðis flug frá landinu til Norður Ameríku. 23.5.2011 09:06 Veginum að Freysnesi lokað - athugað með innanlandsflug klukkan 17 Ákveðið hefur verið að loka veginum frá Vík í Mýrdal að Freysnesi. Skyggni á svæðinu er mjög slæmt, 4 metrar en fréttir hafa borist af öskufalli allt frá höfuðborgarsvæðinu að Tröllaskaga á norð-austanverðu landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð Almannavarna. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir norðlægum áttum 23. maí, 10-18 m/s, hvassast með A-ströndinni. Slydda eða snjókoma NA- og A-lands, slydduél eða él á norðvestaverðu landinu, en annars úrkomulaust. Búast má við talsverðu öskufalli allvíða suðaustanlands og einnig má gera ráð fyrir öskufalli austantil á Suðurlandi fram eftir degi. Flugi innanlands hefur verið aflýst fram eftir degi en athuga á með flug kl. 17:00. Í fyrstu öskusýnum hefur ekki greinst mikið af efnum, þar með talin flúor, en askan er glerkennd og getur haft særandi áhrif á slímhimnur í öndunarfærum, meltingarfærum og augum skepna. Mikilvægt er að forða skepnum undan öskufalli og hýsa þær eða flytja annað ef mögulegt er. Tryggja þarf skepnum á útigangi hreint drykkjarvatn og gefa þeim gott fóður vel og oft. Íbúum á öskufallssvæðum er bent á leiðbeiningar um viðbrögð við öskufalli sem finna má á heimasíðum Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins. 23.5.2011 08:33 Gosmökkurinn lækkar jafnt og þétt Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt. 23.5.2011 06:50 Gosórói í sauðkindum fyrir Grímsvatnagosið „Þetta sauðfé er með ólíkindum harðgert og búið að standa af sér margan hvellinn,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, er hann kom inn síðdegis í gær eftir að hafa vitjað kinda sinna þegar loksins rofaði til í öskufallinu frá Grímsvötnum. 23.5.2011 06:00 Frumvarpið ávísun á áralangar deilur Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu getur ekki orðið grundvöllur að sátt um rekstrargrunn sjávarútvegsins. Þvert á móti mun það kalla fram áframhaldandi deilur á komandi árum og verða tilefni stöðugra breytinga á kerfinu. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins, Samtaka fiskvinnslustöðva og Landssambands íslenskra útvegsmanna sem þó lýsa yfir samstarfsvilja við stjórnvöld. 23.5.2011 05:30 Fer í leikfimi tvisvar í viku Guðríður Guðbrandsdóttir, íbúi í Furugerði 1, er 105 ára í dag. Hún fæddist á Spágilsstöðum í Dalasýslu 23.05.1906, sú sjötta í röðinni af ellefu systkinum. Lengst af vann hún fyrir sér sem vinnukona, við hreingerningar og þvotta, auk þess að selja eigið prjónles. 23.5.2011 05:30 Bréf Póstsins kostuðu tæpa milljón Bréf sem Íslandspóstur sendi á heimili landsmanna í síðasta mánuði vegna fyrirhugaðra breytinga á útburðarþjónustu kostuðu fyrirtækið um 960 þúsund krónur. Í kostnaðinum felst efniskostnaður við um 60 þúsund bréf, umslög, prentun og ísetning. Kostnaður við útburð er undanskilinn í tölunni. Í bréfunum var tilkynnt að frá 15. maí yrði hætt að bera út póst til þeirra sem ekki væru með nafn sitt sýnilegt á bréfalúgu eða póstkassa heimilis síns. Pósturinn hefur nú frestað breytingunum. 23.5.2011 05:00 Fundu tíu grömm af amfetamíni Í gærkvöldi handtók lögreglan á Eskifirði ungan mann í Fjarðabyggð grunaðan um fíkniefnamisferli. Í fórum hans fundust fíkniefni. Vegna rannsóknar málsins var maðurinn vistaður í fangageymslu í nótt og leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Austurlands í morgun þar sem gerð var karfa um húsleit á heimili mannsins, sem var samþykkt. 22.5.2011 21:38 Sérstakt teymi miðlar upplýsingum til erlendra fjölmiðla Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Íslandsstofu, rekur Hálendismiðstöðina við Hrauneyjar og Hótel Rangá. Einungis 18 klukkutímum eftir að gosið hófst höfðu 50 ferðamenn afbókað gistingu hjá honum. 22.5.2011 20:07 Lítil hætta á hlaupi Á annað hundrað lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum á gossvæðinu. Ástand á nærliggjandi bæjum er nokkuð gott miðað við aðstæður að sögn Almannavarna. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands segir litla hættu vera á hlaupi í Skeiðará vegna gossins. 22.5.2011 20:01 Magnús Tumi: Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið Mikill sprengikraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum og þétt öskufall allt frá Kirkjubæjarklaustri að Skeiðarársandi. Þegar mest lét þeyttust allt að 20 þúsund tonn af gosefni á sekúndu frá eldstöðinni. Goskrafturinn hefur ívið dvínað í dag, en jarðvísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. 22.5.2011 19:10 Allur heimurinn forvitinn um gosið Gosið í Grímsvötnum hefur vakið mikla athygli erlendis enda aðeins rúmt ár síðan flugsamgöngur lágu niðri í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 22.5.2011 18:45 Reiðubúin ef allt fer á versta veg Talsmenn flugfélaganna segja með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en þeir hafa ekki orðið varir við miklar afbókanir. Þeir segja að hugsanlega verði hægt að fljúga til og frá landinu á morgun. 22.5.2011 18:45 Mörg hótel hálftóm Talsmaður ferðaþjónustunnar segir mikið í húfi að flug komist af stað sem fyrst. Nærri gosstöðvunum standi margir gististaðir hálftómir, og þar hafi menn þungar áhyggjur af framhaldinu. 22.5.2011 18:45 Þykkt öskulag á Klaustri Þykkt öskulag liggur yfir öllu á Kirkjubæjarklaustri. Myndatökumaður og fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis sem eru þar telja að öskulagið geti verið um tveggja sentimetra þykkt. Egill Aðalsteinsson myndatökumaður tók þessa mynd af Nissan Sunny bifreið á Klaustri. Norðaustan átt er yfir landinu og því má búast við að Reykvíkingar verði eitthvað varir við öskufall í kvöld. Selfyssingar og Hvergerðingar eru þegar orðnir varir við öskuský. 22.5.2011 17:59 Ferðamenn komnir í leitirnar Ferðalangarnir fjórir sem björgunarsveitarmenn hófu að leita að í dag eru komnir í leitirnar. Ferðamennirnir fóru frá Höfn í Hornarfirði á tveimur bílum í morgun og var ekki vitað um ferðir þeirra. Komið hefur í ljós að þeir óku austur á firði þar sem þeir dvelja nú á Egilsstöðum. 22.5.2011 17:53 Sjá næstu 50 fréttir
Obama heimsótti Ölduselsskóla Sarah Obama, föðuramma Baraks Obama Bandaríkjaforseta, heimsótti nemendur í Ölduselsskóla í dag. Þar kynnti hún sér verk og listgreinar skólans. Hún fylgdist með leiklistaratriði hjá nemendum í sjötta bekk. Þá skellti hún sér í matreiðslutíma og þáði kakó og smákökur af nemendum. 23.5.2011 20:53
Sótsvartir jakar á Jökulsárlóni Þessar fallegu myndir af Jökulsárlóni tók Elva Björg Elvarsdóttir, fjórtán ára gömul stelpa í dag. Hún er stödd hjá ættingum sínum á Hestgerði við Höfn í Hornafirði og fór að lóninu í dag til að virða fyrir sér jakana, sem eru orðnir svartir af ösku eins og sést á myndunum. Þetta er flott, en ekki samt út af góðum ástæðum,“ segir Elva. Hún er búsett í Hveragerði, en kemst ekki heim vegna þess að leiðin austur hefur verið lokuð vegna gossins. Hún vonast þó til að komast heim á morgun. 23.5.2011 20:15
Gosóróinn lítið breyst síðastliðinn sólarhring Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. 23.5.2011 19:09
Atvinnulausir og námsmenn fá vinnu á gossvæðunum Sveitarfélögum verður boðið að ráða atvinnuleitendur og námsmenn til þess að sinna ýmsum störfum til aðstoðar fólki á áhrifasvæði eldgossins í Grímsvötnum. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti tillögu þessa efnis á fundi ríkisstjórnar í morgun. 23.5.2011 18:55
Ekki hundi út sigandi "Það er ekki hundi út sigandi,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, í samtali við fréttastofu. Kristján Már Unnarsson ræddi við hana í heimabyggð, skammt frá gosinu, nú í kvöld. 23.5.2011 18:46
Allir flugvellir opnir Allir flugvellir á Íslandi hafa verið opnaðir. Þeir opnuðu rétt eftir klukkan sex í dag. Vélar eru á leið til Heathrow flugvallar í Lundúnum. Í kvöld er svo gert ráð fyrir að ein vél fari til Washington og að tvær vélar fari til Kaupmannahafnar. Allt millilandaflug hefur legið niðri frá því í gær vegna eldgossins. 23.5.2011 18:29
Birtir til á Kirkjubæjarklaustri Ástandið á Kirkjubæjarklaustri er mun skárra nú en fyrr í dag þegar menn sáu ekki handa sinna skil fyrir öskukófi. Fyrir um það bil klukkustund snérist vindáttin á svæðinu og hvessti töluvert. Þá birti fljótlega til og er öskufall ekki eins mikið og það var fyrr í dag. 23.5.2011 16:55
Andlát konu í austurborginni: Eiginmaðurinn laus úr haldi Karl á sjötugsaldri, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald 16. maí, er laus úr haldi lögreglu. 23.5.2011 16:27
Miklar sveiflur á mælingum loftgæða í Reykjavík Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hafa verið misjöfn síðan aska tók að berast til borgarinnar í nótt þegar þau voru há. Reikna má með að mæligildi komi til með að sveiflast áfram. Öskufallið var samt ekkert í líkingu við það sem er fyrir austan fjall og á Suðurlandi. 23.5.2011 15:31
Engar bilanir hjá Mílu - viðbúnaður enn á hættustigi Engar bilanir eða truflanir hafa orðið í fjarskiptakerfi Mílu á gossvæðinu í Grímsvötnum. Þetta á einnig við um örbylgjusambönd, en öskufall virðist ekki hafa áhrif á þau. Áfram verður fylgst með styrk þeirra. Í tilkynningu frá Mílu segir að lokið hefur verið við að þétta loftinntök og hurðaop í tækjahúsum á svæðinu. Verið er að yfirfara síur í tækjahúsum og verður það gert daglega. Mat neyðarstjórnar er að viðbúnaður Mílu sé enn á „Hættustigi" miðað við framvindu eldgoss Í Grímsvötnum. Neyðarstjórn fylgist með þróun mála og fundar eins oft þörf krefur 23.5.2011 14:15
Líklegt að flug á Bretlandseyjum fari úr skorðum á morgun Bresk flugmálayfirvöld búast við því að askan úr Grímsvötnum komi til með að raska flugumferð á Bretlandseyjum á morgun. Nýjustu spár bresku veðurstofunnar gera ráð fyrir að öskuskýið nái til Skotlands og Írlands snemma í fyrramálið. Evrópskir ferðalangar og flugfélög bíða nú í ofvæni eftir því hvaða áhrif gosið muni hafa á ferðaplön milljóna manna á næstu dögum. Mönnum er enn í fersku minni áhrifin sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð í Evrópu þegar um 10 milljónir manna voru strandaglópar um víða veröld í marga daga. 23.5.2011 14:12
Tekist á við öskufallið Svartamyrkur hefur verið í morgun vegna öskufalls á svæðinu milli Mýrdalssands og Skeiðar-ár-sands og er allt athafnalíf þar meira og minna lamað af þeim sökum. Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2 er á Kirkjubæjarklaustri og hann ræddi við Eygló Kristjánsdóttur sveitarstjóra Skaftárhrepps og Adolf Árnason, lögregluvarðstjóra á Kirkjubæjarklaustri. 23.5.2011 13:57
Caribou tónleikar aftur á dagskrá Hljómleikum kanadísku sveitarinnar Caribou sem áttu að fara fram á Nasa í gær hefur verið frestað til 28. júní. Eins og greint var frá í gær kom eldgosið í veg fyrir að liðsmenn kæmust til landsins. Miði á tónleikana í gær mun gilda á nýja dagsetningu en þeir miðakaupendur sem ekki geta notað miða sinn á tónleikana í júní fá endurgreiðslu með því að hafa samband við midi.is í síma 540-7800. Að sögn skipuleggjenda verða miðar endurgreiddir til og með mánudeginum 30. maí. 23.5.2011 13:37
Veginum lokað frá Höfn og til Djúpavogs Óveður er og ekkert ferðafæri á milli Hafnar og Djúpavogs. Að sögn lögreglunnar á Höfn hafa ökumenn verið missa framrúður úr bílum sínum í veðurhamnum og einn ökumaður missti allar rúður úr bíl sínum við Hvalnesskriður. Mikið sandfok er á þessu svæði og því er fólki ráðið frá því að vera þarna á ferðinni eins og er. 23.5.2011 13:28
Ráðherrar ætla á gossvæðið Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ætla að fara á gossvæðið og kynna sér aðstæður um leið og samgönguleiðir opnast. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 23.5.2011 13:25
Kerin full af ösku - fleiri hundruð kíló af bleikju drapst Um tvö til þrjúhundruð kíló af bleikjum hafa drepist í fiskeldi nálægt gosstöðvunum. Starfsmenn sjá vart í kerin fyrir ösku, svo heildartjónið kemur ekki í ljós fyrr en rofa tekur til. 23.5.2011 13:07
Vestmannaeyjar: Fólki ráðlagt að halda sig inni Þar sem spáð er áframhaldandi Norð- og norðaustanlægum áttum næstu tvo daga eru líkur á áframhaldandi öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Grímsvötnum samkvæmt tilkynningu frá Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja. 23.5.2011 11:45
Krafturinn í eldgosinu svipaður og í gær Hæð gosmakkarins úr eldgosinu í Grímsvötnum hefur rokkað frá 8 til 10 kílómetrum í morgun en í gær var hann 10 til 15 kílómetra hár. Á laugardagskvöld þegar gosið byrjaði náði gosmökkurinn 20 kílómetra upp í loftið. 23.5.2011 11:22
Skyggnið ekkert - aðstæður eru hrikalegar Skyggnið við og á Kirkjubæjarklaustri er nánast ekkert. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamönnum fréttastofunnar sést varla út fyrir vélarhlíf bílsins. 23.5.2011 11:17
Loftgæðamælir í borginni bilaður Unnið er að viðgerðum á svifriksmæli sem mælir loftgæði í borginni. Niðurstöður mælinga er almennt hægt að nálgast á vef Reykjavíkurborgar en sem stendur koma þar aðeins upp villuboð. Þegar fréttastofa hafði samband við Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki væri vitað um ástæðu þessa en unnið væri að því að koma mælinum í lag. Fjöldi fólk notar mælinn til að fá upplýsingar um loftgæðin, meðal annars starfsfólk grunnskóla og leikskóla þegar mat er lagt á hvort börn séu látin út að sofa og hvort þau fara út að leika. 23.5.2011 11:17
Barinn í höfuðið með járnstöngum - fíkniefnatengd árás Þrír menn réðust inn á heimili við Presthúsabraut á Akranesi á föstudagskvöldið og börðu húsráðanda með járnstöngum, meðal annars í höfuðið. Ung kona sem einnig var á staðnum var sömuleiðis barin. Lögregla var kölluð á staðinn um klukkan hálf tíu á föstudagskvöldið. Húsráðandinn og konan voru flutt á sjúkrahús til skoðunar, og maðurinn lagður inn til frekari rannsóknar. Tveir menn voru fljótlega handteknir vegna málsins og sá þriðji um hádegi á laugardag. Þeir voru yfirheyrðir og játuðu verknaðinn. Allir höfðu þeir verið vopnaðir járnbareflum sem þeir notuð við að berja á húsráðandanum. Ástæða árásarinnar er á reiki, en mun vera tengd fíkniefnum. Árásarmennirnir voru allir látnir lausir á laugardagskvöld eftir skýrslutökur og er málið talið upplýst 23.5.2011 11:04
Úrslitaleikurinn sýndur í 3D í Smárabíó Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar sem fer fram á laugardaginn verður sýndur í hágæða þrívídd í Smárabíó. Þetta er í fyrsta skiptið á Íslandi sem slík útsending fer fram. Það er Smárabíó sem stendur yfir útsendingunni í samstarfi við Stöð 2 Sport. 23.5.2011 10:58
Enginn skóli á Kirkjubæjarklaustri alla vikuna „Ég er ekki mjög bjartsýnn á framhaldið, það er bara kolniðamyrkur hérna og ég sé varla ljósastaurana hérna fyrir utan skólann,“ segir Kjartan Kjartansson, skólastjóri í Kirkjubæjarskóla sem er grunnskóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk á Kirkjubæjarklaustri. 23.5.2011 10:37
Öskufall í Grímsey Íbúar Grímseyjar á Norðurlandi hafa orðið varir við öskufall í bænum. Þar er jörðin hvít eftir kalt veður undanfarna daga en að sögn heimamanns, sem fréttastofa ræddi við, liggur grá slikja yfir snjónum sem er augljóslega afleiðingar öskufalls. 23.5.2011 10:26
Aukaflug til London og Kaupmannahafnar Iceland Express flýgur á alla áfangastaði sína eftir hádegi í dag um leið og Keflavíkurflugvöllur verður opnaður. Flognar verða aukaferðir til Kaupmannahafnar og London. Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara. 23.5.2011 10:23
Kolniðamyrkur á Kirkjubæjarklaustri: Ótrúlega furðuleg tilfinning "Ég held að enginn geri sér grein fyrir því hvernig það er að lenda í þessu, þetta er rosaleg upplifun,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, sem rekur N1 og Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Kolniðamyrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri en mikil aska hefur fallið til jarðar eftir að eldgosið hófst í Grímsvötnum á laugardagskvöld. 23.5.2011 10:03
Aukaflug til Norðurlandanna Icelandair hefur bætt við þremur aukaflugum við áður kynnta áætlun sína í kvöld. Flogið verður til Kaupmannahafnar og Osló kl. 20.45 og til Stokkhólms um miðnætti. Jafnframt verður flogið frá þessum borgum í nótt til Keflavíkur. Í tilkynningu frá Icelandair segir að þessi flug hafi verið sett upp til þess að koma til móts við þá farþega sem ekki komust leiðar sinnar vegna aflýstra fluga á síðasta sólarhringnum. Sérstök athygli er vakin á því að breytingar á tímasetningum og áætlun getur orðið með stuttum fyrirvara og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum og komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum. 23.5.2011 10:02
Fíkniefnamisferli á Eskifirði Lögreglan á Eskifirði handtók ungan mann í Fjarðabyggð í fyrrakvöld, grunaðan um fíkniefnamisferli. 23.5.2011 09:24
Strandaglópar í myrkrinu - nær ekki í Icelandair "Þetta er alveg ferlegt,“ segir Finnur Kristinsson, sem er strandaglópur í Bergen í Noregi en hann átti að fljúga heim til Íslands eftir hádegi í gær. Búið er að loka lofthelgi Íslands vegna eldgossins í Grímsvötnum. Finnur er hinsvegar afar óánægður með Icelandair sem virðist ekki sinna strandaglópunum í Noregi. 23.5.2011 09:11
Keflavíkurflugvöllur opnar síðdegis - Icelandair flýgur Icelandair mun hefja flug samkvæmt áætlun síðdegis í dag eftir að hafa þurft að aflýsa öllu flugi í rúman sólarhring, og bætir við aukaflugum. Gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði opnaður fyrir flugumferð síðdegis og að áætlað flug Icelandair frá Evrópuborgum til landsins í dag verði í nokkurri seinkun og sömuleiðis flug frá landinu til Norður Ameríku. 23.5.2011 09:06
Veginum að Freysnesi lokað - athugað með innanlandsflug klukkan 17 Ákveðið hefur verið að loka veginum frá Vík í Mýrdal að Freysnesi. Skyggni á svæðinu er mjög slæmt, 4 metrar en fréttir hafa borist af öskufalli allt frá höfuðborgarsvæðinu að Tröllaskaga á norð-austanverðu landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð Almannavarna. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir norðlægum áttum 23. maí, 10-18 m/s, hvassast með A-ströndinni. Slydda eða snjókoma NA- og A-lands, slydduél eða él á norðvestaverðu landinu, en annars úrkomulaust. Búast má við talsverðu öskufalli allvíða suðaustanlands og einnig má gera ráð fyrir öskufalli austantil á Suðurlandi fram eftir degi. Flugi innanlands hefur verið aflýst fram eftir degi en athuga á með flug kl. 17:00. Í fyrstu öskusýnum hefur ekki greinst mikið af efnum, þar með talin flúor, en askan er glerkennd og getur haft særandi áhrif á slímhimnur í öndunarfærum, meltingarfærum og augum skepna. Mikilvægt er að forða skepnum undan öskufalli og hýsa þær eða flytja annað ef mögulegt er. Tryggja þarf skepnum á útigangi hreint drykkjarvatn og gefa þeim gott fóður vel og oft. Íbúum á öskufallssvæðum er bent á leiðbeiningar um viðbrögð við öskufalli sem finna má á heimasíðum Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins. 23.5.2011 08:33
Gosmökkurinn lækkar jafnt og þétt Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt. 23.5.2011 06:50
Gosórói í sauðkindum fyrir Grímsvatnagosið „Þetta sauðfé er með ólíkindum harðgert og búið að standa af sér margan hvellinn,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, er hann kom inn síðdegis í gær eftir að hafa vitjað kinda sinna þegar loksins rofaði til í öskufallinu frá Grímsvötnum. 23.5.2011 06:00
Frumvarpið ávísun á áralangar deilur Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu getur ekki orðið grundvöllur að sátt um rekstrargrunn sjávarútvegsins. Þvert á móti mun það kalla fram áframhaldandi deilur á komandi árum og verða tilefni stöðugra breytinga á kerfinu. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins, Samtaka fiskvinnslustöðva og Landssambands íslenskra útvegsmanna sem þó lýsa yfir samstarfsvilja við stjórnvöld. 23.5.2011 05:30
Fer í leikfimi tvisvar í viku Guðríður Guðbrandsdóttir, íbúi í Furugerði 1, er 105 ára í dag. Hún fæddist á Spágilsstöðum í Dalasýslu 23.05.1906, sú sjötta í röðinni af ellefu systkinum. Lengst af vann hún fyrir sér sem vinnukona, við hreingerningar og þvotta, auk þess að selja eigið prjónles. 23.5.2011 05:30
Bréf Póstsins kostuðu tæpa milljón Bréf sem Íslandspóstur sendi á heimili landsmanna í síðasta mánuði vegna fyrirhugaðra breytinga á útburðarþjónustu kostuðu fyrirtækið um 960 þúsund krónur. Í kostnaðinum felst efniskostnaður við um 60 þúsund bréf, umslög, prentun og ísetning. Kostnaður við útburð er undanskilinn í tölunni. Í bréfunum var tilkynnt að frá 15. maí yrði hætt að bera út póst til þeirra sem ekki væru með nafn sitt sýnilegt á bréfalúgu eða póstkassa heimilis síns. Pósturinn hefur nú frestað breytingunum. 23.5.2011 05:00
Fundu tíu grömm af amfetamíni Í gærkvöldi handtók lögreglan á Eskifirði ungan mann í Fjarðabyggð grunaðan um fíkniefnamisferli. Í fórum hans fundust fíkniefni. Vegna rannsóknar málsins var maðurinn vistaður í fangageymslu í nótt og leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Austurlands í morgun þar sem gerð var karfa um húsleit á heimili mannsins, sem var samþykkt. 22.5.2011 21:38
Sérstakt teymi miðlar upplýsingum til erlendra fjölmiðla Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Íslandsstofu, rekur Hálendismiðstöðina við Hrauneyjar og Hótel Rangá. Einungis 18 klukkutímum eftir að gosið hófst höfðu 50 ferðamenn afbókað gistingu hjá honum. 22.5.2011 20:07
Lítil hætta á hlaupi Á annað hundrað lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum á gossvæðinu. Ástand á nærliggjandi bæjum er nokkuð gott miðað við aðstæður að sögn Almannavarna. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands segir litla hættu vera á hlaupi í Skeiðará vegna gossins. 22.5.2011 20:01
Magnús Tumi: Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið Mikill sprengikraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum og þétt öskufall allt frá Kirkjubæjarklaustri að Skeiðarársandi. Þegar mest lét þeyttust allt að 20 þúsund tonn af gosefni á sekúndu frá eldstöðinni. Goskrafturinn hefur ívið dvínað í dag, en jarðvísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. 22.5.2011 19:10
Allur heimurinn forvitinn um gosið Gosið í Grímsvötnum hefur vakið mikla athygli erlendis enda aðeins rúmt ár síðan flugsamgöngur lágu niðri í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 22.5.2011 18:45
Reiðubúin ef allt fer á versta veg Talsmenn flugfélaganna segja með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en þeir hafa ekki orðið varir við miklar afbókanir. Þeir segja að hugsanlega verði hægt að fljúga til og frá landinu á morgun. 22.5.2011 18:45
Mörg hótel hálftóm Talsmaður ferðaþjónustunnar segir mikið í húfi að flug komist af stað sem fyrst. Nærri gosstöðvunum standi margir gististaðir hálftómir, og þar hafi menn þungar áhyggjur af framhaldinu. 22.5.2011 18:45
Þykkt öskulag á Klaustri Þykkt öskulag liggur yfir öllu á Kirkjubæjarklaustri. Myndatökumaður og fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis sem eru þar telja að öskulagið geti verið um tveggja sentimetra þykkt. Egill Aðalsteinsson myndatökumaður tók þessa mynd af Nissan Sunny bifreið á Klaustri. Norðaustan átt er yfir landinu og því má búast við að Reykvíkingar verði eitthvað varir við öskufall í kvöld. Selfyssingar og Hvergerðingar eru þegar orðnir varir við öskuský. 22.5.2011 17:59
Ferðamenn komnir í leitirnar Ferðalangarnir fjórir sem björgunarsveitarmenn hófu að leita að í dag eru komnir í leitirnar. Ferðamennirnir fóru frá Höfn í Hornarfirði á tveimur bílum í morgun og var ekki vitað um ferðir þeirra. Komið hefur í ljós að þeir óku austur á firði þar sem þeir dvelja nú á Egilsstöðum. 22.5.2011 17:53