Fleiri fréttir

Mun verra fyrir umhverfið að fá sér plastjólatré

Að fá sér plastjólatré fyir jólin hefur margfalt verri áhrif á umhverfið en að fá sér lifandi tré, jafnvel þó að þau séu notuð mörg ár í röð. Undanfarin ár hefur fólk orðið meðvitaðra um að kaupa sér umhverfisvænni tré, en fyrir hvert íslenskt tré sem höggvið er eru fimmtíu ný gróðursett.

Fagna 75 milljónum en þurfa 300

Tillaga um 75 milljóna króna aukafjárveitingar til Landhelgisgæslunnar, sem kemur fram í fjáraukalögum, nægir nokkurn veginn til að rekstur gæslunnar sleppi fyrir horn í ár.

Sögulegar stjórnarkreppur

Alls eru nú 47 dagar liðnir frá því að kosið var til Alþingis í október. Það er mun lengri tími en tók að mynda síðustu ríkisstjórn, 26 dagar, eða ríkisstjórnina þar á undan, 15 dagar. Oft hefur stjórnarmyndun þó tekið mun lengri tíma.

Maðurinn fundinn

Ólafur Örn Arnarson, 34 ára karlmaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir undir kvöld í gær, er fundinn. Hann er heill á húfi, að því er segir í skeyti frá lögreglu.

Vestur-Íslendingar gefa óþægum rotinn tómat

Afkomendur íslensku vesturfaranna halda margir í íslenskar jólahefðir. Pakkar eru opnaðir á aðfangadag en misjafnt er hvað er í jólamatinn. Jólasveinarnir gefa í skóinn þó skiptin geti verið færri en hér sökum fjarlægðarinnar við Ísland.

Nær óhugsandi án Sjálfstæðisflokksins

Þegar sjö vikur eru liðnar frá kosningum og engin ríkisstjórn í sjónmáli er óhætt að segja að stjórnarkreppa ríki. Alþingismenn búast ekki við að mynduð verði ríkisstjórn fyrr en á nýju ári.

Sjómannaverkfall fram á nýtt ár

Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum.

Magni kvaðst vera saklaus

Magni Böðvar Þorvaldsson, sem ákærður er fyrir morðið á Sherry Prather sem framið var árið 2012, mætti fyrir dóm í Jacksonville í Flórída í gær og kvaðst saklaus. Þá var ákæran einnig lesin upp fyrir Magna.

Bregðist við hækkandi húsnæðisverði

Félags- og húsnæðismálaráðherra minnir sveitarfélög á ábyrgð þeirra við að sporna gegn hækkandi fasteignaverði í landinu. Ekki tekst að efna fyrirheit um fjölgun félagslegra íbúða.

Landfræðileg samþjöppun afgerandi

Ný greining sýnir afar greinilega hvernig stórir verkunarstaðir sjávarafla hafa frá 1990 dregið til sín sífellt hærra hlutfall fiskaflans hér á landi. Helmingur bolfiskaflans er unninn stutt frá Sundahöfn og Keflavíkurflugvelli.

Risaáfangi í djúpborun á Reykjanesi

Tekist hefur að bora niður á 4.500 metra dýpi á háhitasvæði HS Orku á Reykjanesi. Er dýpsta hola þessarar gerðar á Íslandi – og líklega í heiminum. Vonast er til að úr verði vinnsluhola með margfalda vinnslugetu venjulegrar borholu.

Leyfi til eldis kært

Landssamband veiðifélaga hefur kært starfsleyfi Háafells ehf. um framleiðslu tæplega sjö þúsund tonna af regnbogasilungi við innanvert Ísafjarðardjúp.

Gagnrýna hallarekstur bæjarins

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri gagnrýna meirihlutann í bænum harðlega fyrir samþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Katrín segir henta sumum að útmála VG sem afturhaldsflokk

Formaður Vinstri grænna segir að langt hafi verið á milli þeirra og Viðreisnar varðandi fjármögnun velferðarkerfisins. Vinstri græn hafi ekki verið á móti kerfisbreytingum í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú sé best að pólitískar línur flokkanna fái að koma fram við afgreiðslu fjárlaga áður en lengra verði haldið við myndun stjórnar.

Sjómenn fara í verkfall

Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu.

Sjá næstu 50 fréttir