Fleiri fréttir

Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands

Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust.

Hlustað á Íslendinga um málefni hafsins

Guðni Th. Jóhannesson, forseti, vill ekki þurfa að segja barnabörnunum að hann hafi ekki aðhafst í loftslagsmálum því honum hafi þótt svo gott að geta hent ananasinum af pítsunni sinni. Hann vill að Íslendingar beini kröftum sínum að málefnum hafsins á alþjóðavettvangi.

Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi

Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga.

Hringveginum lokað á tveimur stöðum

Þjóðvegur 1 er nú lokaður á tveimur köflum á Suðausturlandi, annars vegar milli Steina og Víkur og hins vegar á milli Gígjukvíslar og Jökulsárlóns.

Tífalt meiri losun frá álverum í Kína en Íslandi

Forstjóri Fjarðaáls sagði ál geta verið hluta af lausn loftslagsvandans á ársfundi Umhverfisstofnunar í morgun. Áður hafði umhverfisráðherra sagt að það gæti ekki verið sérstakt framlag Íslands til loftslagsmála að laða mengandi stóriðju til landsins.

Loftslagsaðgerðir í stað rauðs dregils fyrir stóriðju

Það getur ekki verið sérstakt framlag Íslands til loftslagsmála að laða mengandi stóriðju til Íslands. Á ársfundi Umhverfisstofnunar sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, að umhverfisvænna væri að reisa álver í Suður-Ameríku en Íslandi.

Mótmæltu meintum rasista

Nokkur hópur safnaðist saman til að mótmæla komu fyrirlesarans Roberts Spencer fyrir utan Grand Hótel í gærkvöldi á samstöðufundi á vegum Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.

Farga 1,6 tonnum af hreindýrakjöti

Fyrirtækinu Esju Gæðafæði var óheimilt að flytja inn ríflega 1,6 tonn af grænlensku hreindýrakjöti í nóvember síðastliðnum.

Myglan eyðilagði starfsmóralinn í velferðarráðuneytinu

Velferðarráðuneytið kemur verst allra ráðuneyta út í mælingu á Stofnun ársins. Ástandið er betra í utanríkisráðuneytinu. Sýslumaðurinn á höfuðborgar­svæðinu og lögreglan eru á botninum. Laun eru sögð stór orsakaþáttur.

Eykur fé til landvörslu

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita 160 milljónir aukalega til landvörslu í sumar og í haust. Aukinn fjöldi ferðamanna kallar á frekari landvörslu og verndun viðkvæmra svæða. Fjármagn til verksins hefur verið tryggt úr fjármálaráðuneytinu.

Skólum gert að greiða fyrir efni frá RÚV

"Það kæmi sér afar vel í íslenskukennslu að hafa aðgang að efni eins og Kiljunni, Landanum, Orðbragði og þessum þáttum,“ segir Berglind Rúnarsdóttir, íslenskukennari við Borgarholtsskóla. Hún er ósátt við það að Ríkisútvarpið, sem er útvarp í almannaþágu, láti framhaldsskólunum ekki sjónvarpsefni í té endurgjaldslaust.

Sigmundur einungis mætt einu sinni

Þingmenn stjórnarandstöðunnar skipa öll sæti þeirra þingmanna sem verst mæta til atkvæðagreiðslu á Alþingi. Aðeins einn þingmaður hefur aldrei verið fjarverandi af óútskýrðum ástæðum. Sigmundur Davíð mætir illa í atkvæðagrei

Fleiri Panamamál rannsökuð

Af þeim 34 málum sem tekin hafa verið til formlegrar rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattalagabrot sem tengjast Panamaskjölunum hefur rannsókn verið lokið í fimm málum.

Loftbrú ef stórt hópslys verður á Íslandi

Vegna skorts á sjúkrarúmum gera viðbragðsáætlanir ráð fyrir að mynduð verði loftbrú úr landi ef stórt hópslys verður. Tveir týndir "farþegar“ voru ófundnir er flugslysaæfingu á Akureyri lauk um liðna helgi.

Klifurkettir í Kópavogi

Á heilsuleikskóla í Kópavogi er að finna spræka klifurketti sem víla ekki fyrir sér að takast á við nýjar áskoranir.

Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Þungt hljóð er í starfsmönnum HB Granda á Akranesi eftir að fyrirtækið tilkynnti í dag að botnfiskvinnslunni yrði lokað og að 86 starfsmenn fengu uppsagnarbréf.

Varað við mikilli úrkomu á landinu

Veðurstofan varar við talsverðri eða mikilli úrkomu á landinu á morgun, föstudag, einkum á Austfjörðum og Suðausturlandi austan Öræfa.

„Þetta er mikið og þungt högg“

"Þetta eru mjög mikilvæg störf sem við erum hér að missa,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, eftir að tilkynnt var um að 86 starfsmenn HB Granda sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp.

Óskað eftir vitnum að ógætilegum akstri í Laugardal

Lögreglan óskar eftir vitnum að ógætilegum akstri svartrar Opel Astra OPC bifreiðar á göngustíg milli Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Grasagarðsins í Laugardal um fjögur leytið síðdegis mánudaginn 10. apríl síðastliðinn.

Mikilli spennu á vinnumarkaði mætt með innflutningi á fólki

Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki.

Forsetinn heimsækir Færeyjar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og kona hans, Eliza Reid, halda í heimsókn til Færeyja næstkomandi mánudag, þann 15. maí. Með honum í för verða Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og kona hans, Ágústa Johnson, auk embættismanna.

Sjá næstu 50 fréttir