Fleiri fréttir

Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs

Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi

Upplýsti ekki um saurmengun því hún var talin skaðlaus

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti ekki opinberlega um skólplosun við Faxaskjól í Reykjavík að eigin frumkvæði, eins og lög kveða á um, því eftirlitið mat það svo að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni.

Sex bíla árekstur í Ártúnsbrekku

Þá varð annað slys skammt frá á Reykjanesbraut er mótorhjólamaður, sem kom að Vesturlandsvegi, lenti utan vegar og féll af hjóli sínu.

Ekki bókaðar en beðnar um að auglýsa

Á samskiptamiðlinum Twitter gagnrýndu ýmsar konur úr íslensku rapp og hip hop senunni skilaboð sem þeim bárust frá aðstandendum Young Thug tónlistarveislunnar. Skilaboðin voru á þá leið að tónleikahaldarar leituðust við að virkja kvenþjóðina til að mæta á tónleikana vegna þess að 80% af seldum miðum væru keyptir af karlmönnum á aldrinum 18-36 ára og voru þær beðnar um að auglýsa tónleikana í skiptum fyrir ókeypis miða.

Krafa vegna 30 tjóna á Héraði eftir spennufall

Landsnet segir 30 tilkynningar úr Fljótsdalshéraði hafa borist vegna spennuhækkunar og rafmagnsleysis sem þar varð 17. maí í vor. Óhappið varð í kjölfar kerleka hjá Norðuráli en Landsnet segir veika byggðalínu hafa valdið óhappinu.

Lést við fallið í Kirkjufelli

Erlend ferðakona sem féll um fimmtíu metra í Kirkjufelli á Snæfellsnesi í dag er látin. Ríkisútvarpið (RÚV) greindi frá þessu nú í kvöld.

Stórkostlegt sjónarspil þegar almyrkvi gengur yfir Bandaríkin

Eitt stórkostlegasta sjónarspil náttúrunnar mun gleðja milljónir manna í Bandaríkjunum í ágúst þegar almyrkvi gengur yfir landið. Næsti almyrkvi sem sést frá Íslandi verður eftir níu ár - Stjörnu-Sævar ætlar ekki að bíða eftir því og heldur vestanhafs á næstu dögum.

Lúsmýi hefur fjölgað í ár

Lúsmýi, sem herjaði á landsmenn síðustu tvö sumur, hefur fjölgað í ár að sögn skordýrafræðings. Hann segir að fjölmargir lslendingar séu bitnir um þessar mundir og að mýið sé nú dreifðara um landið.

Erlendur ferðamaður lést í Hljóðaklettum

Erlendur ferðamaður féll til bana fram af hamrabrún í Hljóðaklettum í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra segir að nánari tildrög slyssins liggi ekki fyrir. Maðurinn féll niður um fimmtán til tuttugu metra.

Salvör Nordal skipuð umboðsmaður barna

Forsætisráðherra hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking, í embætti umboðsmanns barna til fimm ára. Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki.

Hjóla 1300 km til styrktar krabbameinssjúkum börnum

Team Rynkeby er samnorrænt verkefni sem hefur verið haldið ár hvert síðan árið 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur hópur tekur þátt í verkefninu. Hjólreiðarmennirnir eru þó ekki þeir einu sem koma að verkefninu heldur er einnig aðstoðarteymi með í för.

Sjá næstu 50 fréttir