Fleiri fréttir

Fundað verður um styrkveitingu vegna Ófærðar 2

Forsvarsmenn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) óskuðu í gær eftir fundi með fulltrúum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna úthlutunar á styrk til handa Baltasar Kormáki.

Hrím hönnunarhús braut lög með hærri launum til karls

Kærunefnd jafnréttismála segir að Hrím hönnunarhús hafi gerst brotlegt við jafnréttislög. Kærandi segir málið ekki snúast um peninga heldur réttlæti. Eigendurnir eru vonsviknir en þeir töldu sig vera að fara eftir lögum í einu og öllu.

Frábiðja sér gullfiska og greiðslukort í rotþróm

Seyra er nýtt við landgræðslu á Suðurlandi og þykir árangurinn góður. Aðskotahlutir í rotþróm valda þó vanda. Umhverfis- og tæknisvið vekur athygli á því að bannað sé að henda gullfiskum og kreditkortum í klósettið.

Fangar vilja líkamsskanna

Afstaða, félag fanga, vill fá líkamsskanna í fangelsi landsins til notkunar við líkamsleit. Fyrir lok þessa árs munu öll öryggis- og gæsluvarðhaldsfangelsi í Danmörku taka slíkan búnað í gagnið.

Auki opinber gjöld á dísilvélar um áramót

Fjármálaráðherra áætlar að hækka kolefnisgjaldið á bensín um áramótin og skoðar sambærilega hækkun á dísilolíu til að sem minnstur munur verði á dísilolíu og bensíni.

Stjórn Neytendasamtakanna íhuga að flýta formanns- og stjórnarkjöri

Stefán Hrafn Jónsson varaformaður Neytendasamtakanna segir að staðan innan þeirra hafi vissulega breyst með afsögn Ólafs Arnarsonar úr embætti formanns í fyrradag. Það sé vilji til þess innan samtakanna að flýta þingi þess og kosningum í embættið sem og í stjórn samtakanna.

Ákærð fyrir barnsrán

Héraðssaksóknari hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir barnsrán sem hún á að hafa framið þegar hún var 26 ára.

Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði

Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum.

Unglingagengi halda Glæsibæ í heljargreipum

Hópar ungmenna hafa unnið margvísleg spellvirki í verslunarmiðstöðinni undanfarin misseri. Lögregla og barnavernd hafa verið kölluð til og opnunartími takmarkaður.

Náðu bílnúmeri þjófsins

Ölvaður maður stal vörum úr sólarhringsverslun í Garðabæ upp úr klukkan eitt í nótt og hélt á brott með þýfið á bíl sínum.

Útilokar ekki að snúa aftur

Fráfarandi formaður Neytendasamtakanna telur rétt að kjósa á ný. Fjárhagur Neytendasamtakanna hefur verið í mínus undanfarin ár. Fráfarandi formaður segir að aðgerðir hans hafi miðað að því marki að rétta úr kútnum.

Ástandið lagist um helgina

Stefnt er að því að gera við skólpdælustöðina við Faxaskjól fyrir helgi. Vonast til þess að allt verði komið í eðlilegt horf um helgina.

Almenningur leggi til hugmyndir

Almenningur er hvattur til að senda hugmyndir og tillögur að aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Ríkið auglýsir eftir meðferð fyrir áfengissjúklinga innan EES

Auglýst hefur verið eftir heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga innan Evrópska efnahagssvæðisins. SÁÁ hefur veitt þjónustuna um fjögurra áratuga skeið. Formaður SÁÁ segir samtökin veita miklu meiri þjónustu en ríkið greiðir fyrir.

Horfðu á eftir Herjólfi í gegnum móðugler

Hópur eldri borgara úr Safnaðarfélagi Áskirkju missti af dagsferð til Vestmannaeyja þegar rútufyrirtæki týndi bókuninni. Horfðu á Herjólf sigla úr höfn. Framkvæmdastjóri Skybus harmar atvikið en stökk sjálfur til og keyrði rútugarminn.

Sjá næstu 50 fréttir