Fleiri fréttir

Tjón á fjölda bíla eftir mistök á Kirkjusandi

Mistök hjá undirverktaka á Kirkjusandsreitnum urðu til þess að tjón varð á fjölda bíla. Stálbitar sem átti að pensla voru sprautaðir með þeim afleiðingum að málningaragnir bárust yfir hús og bíla. Lakk og rúður eru sem hraunuð.

Falinn kostnað veikra burt

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir þörf á aðgerðum vegna hás kostnaðar krabbameinssjúkra sem fellur utan nýs greiðsluþátttökukerfis.

Erlendir ríkisborgarar um 12 prósent af vinnuafli á Íslandi

Erlendir ríkisborgarar eru nú um 12 prósent af vinnuafli hér á landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sérfræðingur hjá Vinnumálstofnun telur að þeim muni halda áfram að fjölga. Þá segir prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla að nú beri meira á óöruggri atvinnu og að svokölluð fjöldavinnumiðlun sé framtíðin.

Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur

Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum.

Salernisskiltum skipt út í Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir að það sé ekki verið að skipta út skiltunum vegna gagnrýni og aðeins hafi staðið til að hafa þau svona í sumar. Nýju skiltin verða bæði á íslensku og á ensku.

Enginn bauð í umdeilda framkvæmd við Birkimel

Birkimelur í Vesturbæ Reykjavíkur átti að vera færður í nýjan búning í sumar en þar stóð til að endurnýja göngu- og hjólastíg vestanmegin götunnar auk þess sem lýsing átti að vera endurnýjuð.

Sjá næstu 50 fréttir