Fleiri fréttir

Ekkert umburðarlyndi vegna hótana í garð lögreglumanna

Ákærum og dómum vegna hótana og ofbeldis í garð lögreglu hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Refsiramminn var hækkaður fyrir tíu árum. Málum fjölgar en dómar þyngjast ekki. Saksóknari vill vægari úrræði. Formaður Landssambands lögreglumanna er fastur fyrir.

Móttaka flóttamanna talin þróunarsamvinna

Kostnaður af komu hælisleitenda og móttöku flóttamanna hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. Hækkun á framlagi til þróunarmála skýrist að miklu leyti af komu flóttamanna.

Hjón kæra Garðabæ fyrir að loka vegi

Í bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála krefjast hjónin þess að deiliskipulag fyrir Garðahraun sem Garðabær samþykkti í haust verði fellt úr gildi hvað snertir lokun vegtengingar milli Herjólfsbrautar og Garðahrauns­vegar.

Segir hvítabirni misvísandi tákn

Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð.

Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu

Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku.

Segja málefni stúdenta vanrækt

Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, vill að hugað verði að málefnum stúdenta við myndun stjórnarsáttmála.

Telja lögreglumenn á vettvangi hafa brugðist rétt við

Lögreglan lítur svo á að lögreglumenn sem höfðu afskipti af stúlku í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardags hafði brugðist rétt við. Dyravörður á skemmtistað í Reykjavík taldi grun leika á um að henni hafði verið byrlað ólyfjan en taldi lögregluna hafa sýnt af sér sinnuleysi gagnvart stúlkunni.

„Vagnstjórinn slapp með skrekkinn“

Mildi þykir að ekki fór verr í hörðum árekstri í dag þegar strætisvagn lenti aftan á vörubíl með þeim afleiðingum að pall vörubílsins fór að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins. Viðbragðsaðilar telja að sólin hafi líklegast blindað ökumanninn. Nadine Guðrún Yaghi. Atvikið átti sér stað um hádegisbil í dag og var mikill viðbúnaður á staðnum.

Nærri þriðjungur kvenna óttast að verða fyrir kynferðisofbeldi í miðborginni og margar forðast illa upplýstar götur

Nær enginn karlmaður, sem tók afstöðu í nýrri könnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um öryggi í miðborginni, hafði áhyggjur af því að verða þolandi kynferðisofbeldis - á sama tíma og þrjár af hverjum tíu konum höfðu slíkar áhyggjur. Þá eru konur mun líklegri til að hegða sér á ákveðin hátt til þess að auka öryggi sitt á svæðinu.

Gagnrýnir viðbrögð lögreglu vegna gruns um eiturbyrlun

Dyravörður á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur gagnrýnir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir viðbrögð lögreglumanna eftir að tilkynnt var um að grunur léki á að stúlku hefði verið byrlað ólyfjan á skemmtistað í nótt.

„Samsæri gegn kjósendum“ um lægsta samnefnara

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði afleitt að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem nú er í burðarliðnum, muni byggja á öðrum forsendum en pólitík.

Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls

Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð.

Óttast um heilsuna vegna sóðaskapar í Arnarholti

Hælisleitendur frá Sómalíu segja aðbúnað hælisleitenda í Arnarholti mjög slæman. Sóðaskapur sé svo mikill að þeir óttist um heilsu sína. Þá líði þeim illa vegna einangrunar en erfitt er að komast þaðan til Reykjavíkur. Útlendingastofnun skoðar hvort bregðast þurfi við.

„Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“

Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar 2.

Sjá næstu 50 fréttir